Þjóðviljinn - 16.09.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 16.09.1955, Síða 7
Föstudagur 16. september 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 - Síðnstu Indlandsnýlendur Evrópuríkja á leið til frelsis Með sverS og kross i höndum rœndu Porfúgalar indversku landi og reyna enn oð halda þvi i kúgunarfjöfrum Portúgölsku nýlendurnar Goa, Damao og Diu eru síðustu leifar nýlendna Evrópurikja á indverskri jörð. Þær lentu í „eigu“ Portúgals ásamt nokkrum fleiri indverskum landssvæðum snemma á 16. öld, eftir aðra Indlandsför Vasco da Gama. Portúgalar höfðu á reiðum höndum afsökun fyrir því að leggja undir sig indverskt iand. Þeir voru að bjarga ves- lings Indverjunum í faðm hinnar kristnu siðmenningar! Ásamt fyrstu portúgölsku hérmönnunum stigu munkar á land í Goa, Damao og Diu. Þeir neyddu kristinni trú upp á íbúana og höfðu jafnframt með höndum verzlegri sýslur. Tf.inn portúgölsku landstjór- anna í Indlandi, Joao de Castró lýsti þeirri starfsémi þeirra þannig: „Portúgalsmenn komu til Ind- lands með sverð í annarri hendi en kross í hinni. Og þegar þeir fundu nóg af gulli lögðu þeir kfossinn afsíðis en tóku að fylla vasa sína með gullínu“. Enda þótt hinir erlendu inn- rásarmenn hefðu ekki lengi vel vald á stærra landi en svo að þeir drægju yfir það með skipsfallbyssum sínum, græddu þeir á tá og fingri af nýlendunum. Þeir fluttu til Evrópu kókosolíu, kopra, gull, vefnaðarvörur, skrautmuni og dýrmætar trjátegundir. Á seytjándu öld unnu Hol- lendingar og síðar Englend- ingar nokkrar portúgölsku ný- lendurnar. Nýlendur Portú- gais, sem enn eru eftir, eru aðeins áttahundraðasti hluti Indlands. Samanlögð stærð þeirra er um 3500 ferkílómetr- ar. Mikilvægastar þeirra eru Goa, Damao og Diu. Goa er 400 km suður af Bombay, mitt á Malabar- ströndinni. Snarbrött Ghats- fjöllin í eystri hluta Goa eru klædd hitabeltisskógi, þar vaxa teaktré, areca- og tali- potpálmar. Á sléttunum við ströndina eru rísekrur, betel- og piparekrur og víðáttumikil beitilönd. Skilyrði eru þar af- bragðs góð fyrir til kvikfjár- ræktar. Nafnið Goa þýðiv „land kúasmalanna". Höfuðborg Goa, Pangim, stend- ur \ið breiða vík inn úr Ara- bíuflóanum, og fellur fljótið Mandávi þar til sævar. Portú- galar kalla Pangim „Nýju Goa" til aðgreiningar frá „Gömlu Goa“ sem eitt sinn var blómleg börg en er nú í eyði, borgarrústimar á kafi í frumskóginum. Partgim líkist Öðrum indversk- um borgum sem spruttu upp undir nýlendustjómutn. Það helzta sem minnir á erlent yf- irvaid eru tumar kaþólsku kirknanna, portúgalska flagg- ið yfir aðsetursstað landstjór- ans og minnismerki um portú- gölsku landræningjana í görð- um borgarinnar. Goa er stjórnaraðsetur og trúarleg miðstöð fyrir allar portú- gölsku nýlendumar í Asíu. Nýlendusvæðið Damao er að- eins 350 ferkílómetrar; það liggur norðar en Bombay, við Cambayvíkina. Fljótið Daman- Gangas rennur gegnum höfuð- stað héraðsins til sjávar og myndar þægilega höfn. Á flóði geta skip siglt allt upp að að- algötu borgarinnar. Eitt sinn vom skip þau sem byggð vora úr teaktré á skipasmíða- stöðvum í Damao víðfræg. En skipasmíðaiðnaðinum er fyrir löngu hnignað. I Damao era nú um 70 þúsund íbúar, og er aðalatvinnuvegur þeirra tóbaksrækt, fiskiveiðar og handvefnaður. Litla fiskimannaeyjan Diu ei ekki nema 52 ferkílómetrar og eru þar um 20 þúsund íbúar. Hún er við suðurodda skag- ans Kathiawar og er milli eyjarinnar og skagans mjótt sund. Fiskimannaþorpin vifc ströndina era umkringd af hitabeltisskógi. Langt að séð virðast trén vaxa beint úr sjónum. Frá Goa tii Damao eru 500 km, og Diu er enn lengra frá Goa. Það hérað er byggt marathi-þjóðfiokknum, sem er einn hinn fjölmennasti ind- verskra þjóðflokka. Marath- amir era í miklum meirihluta af ibúum Goa, en þeir era alls um 600 þúsund. I Damao og Diu era gujaratar meirihluti íbúanna. Enda þótt portúgölsku hafi verið troðið inn á fólkið með valdi, og sömuleiðis kristin- dóminum, hefur fólkið varð- veitt mál sitt og menningu. Samkvæmt portúgölskum skýrslum era allir íbúar ný- lendna Portúgals á Indlandi, nema 1438, af óblönduðum indverskum ættum, en íbúarn- ir era alls 638 þús. Þeir era i fáu frábragðnir landsmönn- um sínum handan landamær- anna hvað mál, venjur og lifn- aðarháttu snertir. Meir en 60% íbúanna era búddh'atrú- ar og 37% era kaþólskrar trú- ar. Nokkrir eru Muhameðstrú- ar. Aðeins fáir af hundraði kunna að lesa og skrifa portú- gölsku. Otbreiddust eru ind- versku málin marathi og guj- arati. Portúgalar flytja enn út frá Goa kopra og cashew-hnetur, en sá útflutningur er sáralít- ill að magni. Mikilvægari út- flutningsvara frá Goa er mangahmálmur, sem unninn er úr jörðu í nýlendunni. Efna- ihagsleg þýðing Damao og Diu er hverfandí lítil. Pórtúgölsku nýlendumar á Indlandi era of litlar, of dreifðar og of gam- aldags í atvinnuháttum tU þess að nokkra sinni geti orðið úr þeim sjálfstæð efnnahagsleg heild. Fólkið í nýlendunum er efna- ihagslega nátengt indversku héraðunum í kring. Yfir landa- mæri Goa Jer óspart verzlað með vefnaðarvarning, sykur og málmvörar. Þúsundir íbú- anna í Goa fara til Indlands einhvem hluta ársins til að vinna sér inn aukaskilding. Barátta fólksins fyrir frelsi sinu og sameiningu við Ind- og mótmæla nýlenduvaldinu. Fyrsti hópurinn fór þannig inn í Goa 18. maí 1954, og var í fararbroddi einn kunnasti foripgi himjar óvirku mót- spyrnuhreyfingar, Goray. — Hvorki hann né neinn annar í hópnum. báru vopn. Innan frá Goa hóf portúgalskt lög- reglulið skothríð á hópinn. Nokkrir menn særðust Goray og hiixir særðu vora teknir til fanga. Lögreglan réðst einnig á fleiri hópa Indverja sem þannig gengu yfir landa- mærin til Goa, En hvorki fangelsanir né aðr- '°o ^ 2oo km láogola, -Ptu- r*"áim'bcr :A R A B I 5 K A 1NA6AR AVELl (DAMftO) Afstaða Indlands og portúgölsku nýlendnanna land er löngu hafin, en fékk byr undir vængi 1947 er Ind- land varð sjálfstætt ríki. Sum- arið 1954 tókst indversku ætt- jarðarvinunum í Goa að taka völdin í Nagar Aveli-héraðinu og nokkram bæjum. I apríl- byrjun 1954 hélt Kongress- flokkurinn í Goa þing og var þar samþykkt ályktun um að afhenda bæri íbúunum öll völd í portúgölsku nýlendunum. Var sú ályktun studd af öll- um þorra íbúannna, ekki ein- ungis i Goa heldur eimiig ut- ar kúgunarráðstafanir portú- gölsku yfirvaldanna hafa megnað að bæla niður frelsis- hreyfingu Indverjanna. Bar- áttan heldur áfram og hefur þegar kostað mörg mannslíf. Þannig urðu harðir árekstrar milli kröfugöngumanna og lögreglu 3. ágúst, og féllu þá nokkrir ættjarðarvinir en margir særðust. Jarðarför þeirra snerist upp í tvöhundr- uð þúsund manna samkomu er vottaði málstað þeirra fylgi sitt. Alls hafa yfirvöldin í an landamæra portúgölsku ný- portúgölsku nýlendunum fang- lendnanna. í Pangim, Mormu- eisa^ e^a retsað me^ öðrum ago og Damao voru farnar hætti 2500 Gtoabúum, og 122 í- kröfugöngur gegn nýlendu-4> stjórninni. Allar þjóðfélags- stéttir áttu hlut að þessum kröfugöngum. Meira að segja börnin í bamaskólunum vildu vera með, þau tóku að skrifa í stílabækur sínar árásir á stjórn Portúgala í Goa. Frelsishreyfing Goabúa hefur tekið á sig sérkennilegt ind- verskt form, — það er bar- átta hinnar óvirku mótspyrnu. Fylgismenn hreyfingarinnar safnast í hópa Indlandsmegin landamærahna og ganga inn yfir landamærin til Goa og Damao, Þar halda þeir fundi búanna hafa verið dæmdir til fangelsisvistar frá einu ári upp í 28 ár. Portúgalar hafa aðallega treyst á ofbeldið til að vinna bug á sjálfstæðishreyfingunni, en nú upp á síðkastið einnig reynt aðrar aðferðir til að styrkja aðstöðu sína í Goa. 1 ágúst gengu t. d. í gildi lög um „stjórnarfarslega og fjár- hagslega heimastjórn" portú- gölsku nýlendnanna á Ind- landi. Indversk blöð telja þetta þó sýndarráðstöfun og einskisverða. „Löggjafaráð" nýlendnanna verður samkv. lögum þessum í rauninni til- nefnt af portúgölsku yfir- völdunum. Og samt á vald þess ekki að verða annað en það, að mega segja álit sitt um lagafrumvörp frá landstjór- anum, er eftir sem áður hef- ur rétt til að setja lög og af- nema þau. ,,Heimastjórnin“ breytir því í engu aðstöðu Goa sem nýlendu. Indlandsstjórn hvikar ekki frá þeirri afstöðu, að Goa sé indverskt land og eigi að sam- einast Indlandi. Forsætisráð- herra Indlands, Jawaharlal Nehra, lét svo um mælt í ind- verska þinginu 25. júlí í sum- ar: „Enginn sem þekkir sögu Goa og Indlands. samstöðu ibúanna landfræðilega og menningar- lega og óskir þeirra, getur ef- azt um að Goa er óaðskiljan- legur hluti Indlands og hlýtur að verða hluti af indverska sambandsríkinu, að sjálfsögðu þannig að íbúamir fá að halda menningarlegri sérsöðu sinni að vild . . Indlandsstjóm vill komast að friðsamlegri lausn málsins um Goa, en eftir þeim leiðum tók- ust samningar um sameiningu frönsku nýlendnanna og Ind- lands. I von um slíka lausn stofnaði Indland til sendiráðs •í Lissabon fyrir nokkrum ár- um. En portúgalska stjórnin hefur neitað að ræða samein- ingu Goa og Indlands. Af þeim sökum hefur Indland kallað heim sendiherra sinn í Lissa- bon, og 25. júlí í sumar krafð- ist utanríkisráðherra Indlands þess að sendiherra Portúgals í Delhi yrði einnig kvaddur heim. Hins vegar er það yfirlýst stefna Indlandsstjórnar að innlima ekki Goa í neitt riki eða landshluta Indlands, nema íbúamir óski þess sjálfir. Vegna þeirrar sérstöðu er Goa hefur hvað snertir trúarbrögð og menningu er Indlandsstjóm fús að veita nýlendunni rétt- indi sem sjálfstæðu ríki í ind- verska sambandsríkinu. Baráttan heldur áfram og henni getur ekki lokið öðra visi en með frelsi síðustu ný- lendnanna á indverskri grand. Vélstjóra vantar á 48 tonna vélbát frá Rifi. Góð atvinna í haust. Báturinn fer síðan á vertíð eftir áramótin. Upplýsingar gefur Ingi R. Helgason, iögír Sími 82207. 't&r-?:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.