Þjóðviljinn - 18.09.1955, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 18.09.1955, Qupperneq 11
Sunnudagur 18. septem'ber 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hons Kirk: 98. cLagur fólkið sé siðlaust og óupplýst má furöulegt heita að þaö skuli ekki enn vera farið að skilja að það beið ósigur. Hvers vegna í fjandanum fellur þá ekki Stalíngrað? Stalíngi'að er fallin fyrir löngu, Foringinn hefur unnið þess dýran eið. En allar undirokaðar þjóðir í Evx-ópu vita að Stalíngraö er ásinn sem örlög þeiri-a snúast um. Líf eða dauði, frelsi eða undirokun. Þið bei'jist í leðju og skami fyrir allri þeiri-i menningu sem fólkið hefur öðlazt gegnum þrengingár. Sumir deyja í fangabúðum, aörir sitja í fangelsi og enn aörir hljóta aldui'tila upp við múrvegg, en það eruð þið sem allt byggist á. Berjist fyrir allt mannkynnið, félagar í Stalíngi'að. Ef til vill er mannkynið þess virði, þótt við höfum veriö sljóir og heimskir. En viðskiptalífiö vei'ður að hafa eðlilega rás. Navigare necesse est, það er nauðsynlegt að sigla. Þaö var kjör- orð gamla Englands og í í'éttri þýðingu merkir það aö ekki sé hægt aö lifa lífinu án hagnaðar. Og Tómas Klit- gaard andvarpaöi og honum leið ekki sérlega vel. Hann hafði að víSu gei't skyldu sína. Hann hafði siglt eða með' öðrum orðum hagnazt stórkostlega. En kurmi fólk að meta það? Þaö var ekki laust við að hann væri far- inn að finna fyrir köldum andblæ. Hvers vegna í fjand- anxxm tóku þessi svín ekki Stalíngraö? Stundum geröust' atvik sem urðu til að gleðja dygga borgara. Eins og til dæmis handtaka Aksels Larsen. Það var maður sem Tómas Klitgaard hafði ekki mikiö álit á og bjóst ekki viö góðu af; niðumfsmaöur sem átti heima í fangelsi eða — jæja, danskur borgari bar enga ábyrgð á því sem Þjóöverjamir gerðu við hann. En hann vai'ð að viðui'kenna að Thune Jacobsen dóms- málaráðherra var dugandi maður og samvinna hans við þýzku yfirvöldin var til fyrirmyndar. Nú var upp- hafsmaðurinn kominn í hendur Þjóðverja og gerði ekki meira illt af sér. Hér þui*fti að halda uppi lögum og reglu. En hvei’s vegna tóku þeir ekki Stalíngraö? <s Og í öllum önnunum fékk Tómas Klitgaard heimsókn. Það var von Di'ieberg — en hvílíkur von Drieberg? Byggingastjóiinn sem að jafnaði var svo öruggur og kátur var niðurdreginn og dapur og lét fallast niður í stól. — Æ, kæri vinur, hafið þér heyrt hin skelfilegu tíð- Indi? — Nei, hvað hefur komið fyiir? Skemmdarverk á ein- hverjum flugvellinum? spux'ði Tómas Klitgaard. — Æ, guð minn góður, ef það væii ekki annað en þaö, sagði von Drieberg. Viö höfum í fullu tré við danska skemmdai'verkamenn og hvei’ju máli skipta smávegis óeirðir á flugvelli? Nei, góði maður. Stalíngrað — Stal- íngrað er fallin! — Það er ómögulegt, sagði Tómas Klitgaard og spratt á fætui'. Síðustu þýzkar fréttir .... — Það er staðreynd engu að síður, sagöi bygginga- stjórirm dapur. Allur her okkar hefur verið umki'ingdur og hefur gefizt upp. Aldrei í sögunni hefur önnur eins svívirða gerzt. Hundvað þúsund hugrakkir þýzkir föð- urlandsvinir teknir til fanga á sviksamlegan hátt, kæri vinur, með svívii'ðilegum, lágkúnilegum svikum. Tómas Klitgaard sótti konjak og glös og byggingastjói’- inn fékk sér nokkx-a styrkjandi sopa. — Hvenrig vitið þér þetta? spxirði Tómas Klitgaard. — Eftir öruggum heimildum, sagði von Drieberg og andvai'paði. Og sjálfsagt vei'ður þetta tilkynnt í næstu fréttasendingu frá London. Eg kem í viðskiptaerindum til borgaiinnar alveg grunlaus, og fæ þá þessax skelfi- legu fréttir. Þér getið geii; yöur í hugarlund, hvernig góðum, heiðarlegum Þjóðverja er innanbrjósts . . . — Eg skil yður, sagði Tómas Klitgaard og hellti meira konjaM 1 glösin. En ein onista getur varla haft úrslita- þýðingu í svo umfangsmikilli styrjöld. „Nei, þér skiljið mig ekki, því áð þótt þér séuð reynd- ar úrvals Dani og ágætur vinur minn, þá eruö þér ekki af þýzku þjóöemi. Þér vitið ekki aö öll þýzk hjörtu gi'áta í dag blóðugum tárum. Hinir hugrökku hermenn okkar, hinar ósigrandi SS-sveitir okkar hafa fallið í hendur hinna ómennsku, gyðinglegu bolsa. Og með svikum, góði maður, með lágkúrulegum svikum. * Hann tæmdi glasið og fékk sér aftur í það. — Þessi von Paulus, hvað veit maöur eiginlega um hann? sagði hann og sló feitum fingrunum ógnandi í boi'öiö. Ef til vill heitir hann Júdas í raun og veru. Maður er aldrei öruggur, því áð þessir gyðingar geta troðið sér allsstaðar inn, og ég yröi ekkei-t hissa á því þótt hann væri gyðingur. Hann hefur gefizt upp, þótt Foringinn hefði gefið honum fyrirskipun xmi að berjast meðan nokkur maður væri uppistandandi, til þess aö halda StalíngTað. Hann hefur sett óafmáanlegan blett á þýzkan heiður og ég væri reiðubúinn að festa hann upp meö eigin hendl. Hinn blómlegi byggingastjóri var svo æstur og hefni- gjam á svip aö Tómas Klitgaard flýtti sér að hella enn í glasið hans. Sjálfur fékk hann sér líka glas, því áð ó- neitanlega hafði hann oi'ðið fyrir áfalli. Að vísu hafði honum verið ljóst að útlitið við Stalíngrað var ekki sem bezt og rússneski naglbíturinn hafði lokazt um þýzku herdeildimar, en hann hafði þó gert sér vonir um að þýzk hei'kænskulist geymdi sér nokkin' háspil. — Stríðinú er ekki lokið þótt Stalíngrað falli, herra byggingastjóri, sagði hann. — Nei, það getiö þér reitt yöm' á, kæri heri’a forstjóri, sagði von Drieberg ógnandi. Nú er það fyrst að hefjast. Viðlhöfum verið of langlundáðir og prúðir, já, heimsku- lega bi’jóstgóðir ef ég má taka svo til orða. Við höfum verið alltof mildir við óvinina. En nú verður breyting á því. Þeir skulu fá aö kynnast hinum tevtónska bei'- serksgangi. Þeir skulu fá að kynnast hirmi þýzku ógn okkai'. Von Di'ieberg byggingastjóri var risinn á fætur og rétti upp handlegginn eins og harm ætlaði að sverja fánaeiðinn þar á staönum. Hann var skelfilega æstur eins og haxm hefði í hyggju að tox'tíma öllu mannkyni, vegna þess aö það fór ekki að þeim ráðum sem hinn mikli foi'ingi hafði gefið því. Var Stalíngrað ekki rétt- mæt þýzk eign? Var Kákasus ekki svæði sem land- fxæðilega tilheyrði Stórþýzkalandi? Hvemig voguðu þessi sovézku ómenni sér að virða að engu hirm aríska rétt Þjóðverja? Og þótt Tómas Klitgaard væri skelfingu lost- inn yfir fregninni um hinn þýzka ósigur, átti harm dá- tunðiacus si&UKmanraRðon Minningar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sósí-' alistaflokksins, Tjarnargötu j 20; afgr. Þjóðviljans; Bóka-j búð Kron; Bókabúð Máls ogj menningar, Skólavörðustíg J 21 og í Bókaverzlun Þorvald- < ar Bjarnasonar í Hafnarfirði j eimilisþáttur Bakhár stóll og fótaskemill Er nokkuð eins gott að lokn- um vinnudegi og að leggja fœturna upp á stól eða ein- hverja upphækkun? Stóllinn á myndinni er einmitt gerður með það fyrir augum og skemillinn er hæfilega hár. Stóllinn og skemillinn eni klæddir svörtu ullarefni. Hjá stólnum stendur lítið saumaborð með tágakörfu og plötu sem slá má upp. Það má einnig nota sem reykborð, ef það er eiginmaðurinn sem hefur teygt úr sér í stólnum. Danski arkitektinn Wegner hef- ur teiknað þessi húsgögn. Hinar dularlullu iann- skemmdir Er sykurinn ekki versti óvinui'inn? Enn þann dag í dag er ekki vitað af hverju tannskemmdir stafa. Menn vita að tannskemmd- ir herja meira á sumar þjóðir en aðrar, en menn vita ekki hvers vegna. Á síðari árum hef- ur sykurinn fengið sökina. Þáð hefur byggst á þeirri reynslu að á stríðsárum, þegar svkur er skammtaður hefur mjög dregið úr tannskemmdum, en þær hafa aukizt að mun um ieið og sykur- skömmtun iýkur. En menn eru engan veginn á einu máli um áhrif sykursins og talið er að næringin almeimt hafi mikla þýðingu, vitamin- magn fæðunnar og einnig drykkjarvatnið. Það er því fróð- legt að kynna sér árangur rann- sóknar sem gerð var á börnum á enskum barnaheimilum, þar sem börnunum 2—14 ára var skipt í tvo flokka sem fengu mismunandi fæðu, hvað sykur- innihald snerti. Báðir flokkarnir fengu rikulegt af mjólk, brauði og vítamínum, en annar flokk- urinn fékk mjög lítinn sykur en hinn flokkurinn helvning* meira. í tvö ár hefur verið fylgzt með þessum börnum og haft eftirlit með tannskemmd- um þeirra. Árangurinn vakfi furðu. Því nær enginn munur var á tann- skemmdum innan flokkanna tveggja, Nokkur böni í sykur- ílokknum höfðu meira að segja heilar tennur, en þó er !itið á þau börn sem undantekningu' og ekki má líta á þau sem sönnun þess að sykur sé gagnlegur tönnu'i> um. Aftur ó móti er rannsóknin talin sanna að sykur sé ekki hin eiginlega orsök hinna miklu tannskemmda nú á timum. Þ>ó fengu börnin í sykurflokknum ekki ótakmarkað sykurmagn ög bent er á að mörg börn fái ratah meiri sykurskammt. að staðaldri. Menn vita því enn ekki hvernig áhrif mikið sykurmagn hefur á tennur og foreldrum er engu að síður ráðlagt að halda i sykur við börn sín. En það er á- stæðulaust að vera alltof fast- heldinn ó hann. Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarif UIMM Stiófi: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: ÁsmundUr Sigurjónsson, Bjami Benedíktsson, Guðmimdur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi ÓLafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsíá, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavöTðustíg 19. — Sími: 7590 (3 ■— liniír). — Áskriftarverð kx 20 á ménuði í Reykiavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar;.<—- Lausasöluverð kr. JL — Prentsm. Þjóðvilja^o HX.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.