Þjóðviljinn - 23.09.1955, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. september 1955
(SlðSVIUINN
Útgefanði:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurnn —
. -------------------------------✓
Afnám kalda stríðsins hefur
gerbreytt andrúmsloftinu í
heiminum, ekki aðeins sam-
sk; t’im forustumanna stór-
ve'danna, heldur tóninum í blöð-
um og útvarpi og viðhorfum
einstekiinga. Beri maður sam-
an stórblað í Vesturevrópu nú
og fvrir nokkrum árum, er eins
r og mr.ður hafi fengið nýtt blað
í hendur; öll ábyrg blöð líta
á það sem skyldu sína að fylgj-
ast með þróuninni í heiminum
og taka afstöðu til raunveru-
legra staðreynda.
Þá er ein undantekning: her-
namrb’öðin íslenzku. Þau flytja
sama c mengaða hatursboðskap-
im. 'éta eins og ekkert hafi
ger::t: það er eins og ritstjór-
ar v’’ ~ðu nðtttröll sem ekki taki
'n'við r’r nema á hundrað ára
fr~nf:. Það fólk sem ekkert veit
anu.r’ð en það sem stendur í
'Mergunblaöinu hlýtur að í-
m ’ida sér að ikalda stríðið
geisi með meiri ofsa en nokkru
sin.ni fyrr og bvenær sem er
megi búast við heimsstyrjöld.
Þessi viðbrögð íslenzku her-
Tmrmb’r’ðanna stafa auðvitað
ékk? af því að aðstandendur
þe:rra viti ekki um gang heims-
m'V.nna, heldur er ástæðan sú
að þeir vilja ekki að Islending-
ar fylgist með þróuninni. Ef
Morgunblaðið hefði ráðið hefðu
Islendingar aldrei fengið af því
að vita að Sovétríkin hafa af-
saiað sér herstöð sinni á Pork-
kala. Fyrirætlun hernámsmanna
virðist vera sú að frysta kalda
stríðið hér á landi, gera ísland
að einskonar Formósu eða Suð-
urkóreu þar sem eitthvert for-
tíðarafturhald drottnar og þar
sem ekkert er skeytt um þann
veruleika sem mótar þróunina í
heiminum.
Það er einnig augljóst mál
hvers vegna hernámsblöðin láta
eins og ekkert hafi gerzt. Mesta
ál-nrp-cnunvái þeirra er hernám
Islands, það á að haldast og
magnast hvað svo sem gerist
1 umheiminum. Hernámsmenn
vita að þótt Islendingar geri
ekkert annað en það að fylgj-
ast með þróuninni í Vesturev-
rópu eru herstöðvarnar dauða-
dæmdar á skömmum tíma. Þess
vegna virðast hernámsblöðin
.hafa sett sér það mark að rjúfa
andleg tengsl Islepdinga við
grannlöndin í Evrópu; járntjald
forheimskunarinnar skal lykja
um Island enn um sinn. Enda
þótt stefna friðsamlegra skipta
ríki í heiminum ætla Bjarni
Benediktsson, Eysteinn Jónsson
og Stefán Jóhann Stefánsson
að standa sem staðfastir tin-
soldátar við hlið Syngmans
Rhees og Sjang Kæ-séks.
Ef til vill geta hemámsmenn
tafið þróunina eitthvað með því
að neita að viðurkenna stað-
reyndir, en það er skammgóður
vermir. Það er veruleikinn sjálf-
ur sem ræður úrslitum og þeir
menn sem neita að horfast í
nugu við hann verða að raun-
verulegum nátttröllum.
Eg þekki ekki sjónleik Tryggva
Sveinbjömssonar, en hitt sýn-
ist liggja í augum uppi að
hvorugt hinna leikritanna
tveggja muni auka verulega
gengi íslenzkrar leikhúsmennt-
ar. Þjóðleikhúsið hefur á
hverju leikári sýnt einhver ís-
lenzk ieikrit, og í fyrra komu
fram tveir athyglisverðir sjón-
leikir: Silfurtúnglið og Þeir
koma í haust — og skal tekið
fram að það sem hér hefur ver-
ið sagt um vanburði íslenzkr-
ar leikritunar á ekki við um
Halldór Laxness og Agnar
Þórðarson; vinnubrögð Agnars
íslen%k leikrítun
Snemma í vor flutti útvarpið
íslenzkt léikrit eítir dulnefnd-
an höfund. Sjálft hét leikritið
hvorki meira né minna en
Laun heimsins. Kona ein í dali
hafði fóstrað svein er henni var
einkar hugumkær. í fyllingu
tímans fór hann til Reykja-
víkur; gerðist hann brátt um-
svifamikíil braskari og ríkur að
sama skapi. Er gamla konan
kom löngu síðar sjúk til bæj-
arins og heilsaði upp á fóstur-
soninn, var honum efst í hug
að koma ódælum syni sínum í
forsjá hennar i sveitinni. Og
hann hafði ekki einusinni tíma
til að aka henni heim i kjall-
araholuna, þar sem hún hafðist
við. Laun heimsins eru sem sé
vanþakklæti.
Leikrit þetta var mjög til-
komulítill skáldskapur. Maður
getur hugsað sér að það hafi
orðið til með þessum hætti:
Ónefndan mann langar ósköp
mikið til að semja leikrit. Eft-
ir hæfilegar vangaveltur tekur
hann sér fyrir hendur að sanna
ofangreint spakmæli. Og að-
ferðin er þessi: Drengur í sveit
er að smala ánum í slæmu
veðri. Fóstran talar við unga
stúlku um áhyggjur sínar að
eitthvað kunni að koma fyrir
hann — það er sönnun þess
hve vænt henni þykir um hann.
Stúikan, sem talar við fóstr-
una, víkur að því í samtalinu
hve mjög hana fýsi að kom-
ast til Reykjavíkur. Næsta at-
riði gerist mörgum árum síð-
ar. Þá er stúlkan orðin ekkja
í Reykjavík og komin alia leið
niður í kjallara. Þannig fór
sem sé um drauminn. Sjálf
fer gamla konan að heimsækja
fóstursoninn (því hann kom
heill á húfi úr smalamennsk-
unni forðum). En áður en þau
hittast lætur höfundur hinn ný-
ríka braskara halda langa
ræðu yfir skrifstofustúlku
. **
sinm, þar sem hann ber í hana
víurnar á menntaðan hátt þótt
ræðan snúist á yfirborðinu um
viðskiptamál. Síðan hefst við-
talið við gömlu konuna, sem
fóstursonurinn þekkir vitaskuld
ekki í upphafi og skilur heldur
ekki framar. En syninum vill
hann ólmur koma í sumar-
dvöl til hennar. Vart þarf að
taka það fram að áður en leik-
ritið hófst las leikþulur há-
dramatíska frásögn af ævi kon-
unnar fram til þess tíma er
hún situr þar við hlóðimar í
áhyggju um fóstursoninn í
smalamennskunni. Það var frá-
sögn um vofeiflegar slysfarir,
sviplega dauðdaga — í lands-
lagi sem ekki hæfðu minni ör-
nefni er Dauðsmannsgjá og
önnur slík.
Þáttur þessi var gott sýnis-
horn af vinnubrögðum og ár-
angri flestra þeirra manna á
íslandi, sem reyna að skrifa
leikrit nú um stundir: vitnis-
burður kunnáttuleysi og van
mætti. Alveg sérstaklega virð-
ist þessu fólki ósýnt um að
láta eitthvað gerast í leikritum
sínum jafnhliða því sem sam-
töl fara fram. í þessum þætti
var því fyrst lýst í samtali hve
konu þætti vænt um dreng.
Löngu seinna þurfti að lýsa
því hve spilltur hann væri
orðinn; úrræðið varð það að
láta hann halda langa ræðu
þar sem hið spillta viðhorf
skyldi skína úr hverju orði.
Það voru fullkomlega hreyf-
ingarlaus samtöl, ekkert líf-
rænt samband milli orðs og at-
hafnar, allt sem gerðist á ann-
að borð fór fram einhverstað-
ar milli þáfta; til þess að
sanna í skiptum konu og fóst-
ursonar hennar að laun heims-
ins séu vanþakklæti nægir ekki
minna en að setja himin og
jörð á hreyfingu; það eru
samin mörg atriði og látin
gerast á ýmsum tímum, í byggð
og borg: því einfaldari sem
boðskapurinn er því stærra
apparat skal til að koma hon-
um á framfæri. Og Dauðs-
mannsgjá í landareigninni
kemur í staðinn fyrir þá. innri
dramatísku spennu sem höf-
undur þessi var vanfær um að
skapa.
Á morgun hefst 7. leikár
Þjóðleikhússins. Frá því hefur
verið skýrt að sýnd verði 3
íslenzk leikrit í vetur. Eitt
þeirra, Maður og kona, er um
20 ára gamalt, samið upp úr
samnefndri skáldsögu Jóns
Thoroddsens. Annað kom fram
í norrænu leikrítasamkeppninni
sem efnt var til í fyrra: Spá-
dómurinn. Hið þriðja, Fyrir
kóngsins mekt, er einnig ný-
legt leikrit og samið án sér-
stakrar hvatningar utan frá.
hafa einmitt verið með þeim
hætti að við hann hljóta mikl-
ar vonir að tengjast um afrek
í þessari grein skáldskapar.
Samt er það ótvírætt að Þjóð-
leikhúsið hefur ekki á sér
þann stóra brag sem eðlilegt
er að þjóðleikhús hafi. Það er
yfirlýst stefna þess að vera
musteri íslenzkrar tungu. Hví
skyldi það ekki einnig geta
verið haslaður völlur íslenzkri
hugsun eins og hún væri djörf-
ust og frumlegust? En þjóðleik-
hús verður hvorki musteri
tungu né leiksvið þeirra við-
horfa, sem uppi eru með þjóð
á hverjum tíma, nema fyrir
þróttmikinn innlendan leik-
skáldskap. Shakespeare og
Miller eru mikil skáld, og ekki
er að efa að verk þeirra verða
flutt í góðum þýðingum af
fjölum Þjóðleikhússins í vetur.
En það skiptir ekki höfuðmáli
fyrir okkur hve vel eða illa
kann að takast til um val
þýddra verkefna í Þjóðleikhús-
inu; túlkun íslenzkra við-
fangsefna, máttur íslenzkra
skálda til að gera list af inn-
lendum — og alþjóðlegum —
viðfangsefnum er mergurinn
málsins. Þess eru forn dæmi
úr öðrum löndum að leikhús
hafi orðið dómstóll þjóðar,
vagga menningarhreyfingar,
akur nýrrar hugsunar. Þess eru
dæmi að á leikhúsfjölum hafi
lostið saman straumum og
stefnum í stórri list — að bar-
átta nýs og gamals tíma hafi
einmitt verið háð þar. En slíkt
hefur vitaskuld aldrei gerzt
fyrir þýdd leikrit, heldur að-
eins í verkum innlendra manna.
Nú stendur hið myndarlega
Þjóðleikhús okkar hér við
Hverfisgötuna. Það hefur að
vísu auðgað menningarlíf okk-
ar með ýmsum hætti, og þang-
að leiðum við útlendinga. til
að sýna þeim hvað við séum
stórir. En okkur vantar enn-
þá leikritagerð sem hæfði í
einu tæknilegri fullkomnun
þessa gerðarlega húss og þeim
miklu tímum sem við íslend-
ingar lifum í lándi okkar og
heimi.
Islenzkir leikritahöfundar þurfa
að læra betur til verks
Laun heimsins eru vanþakk-
læti — það er fróðlegt við-
fangsefni að sanna það orð
listrænni sönnun. Hinsvegar
tókst hinum dulnefnda höfundi
ekki að blása list í verk sitt.
Hann kunni ekki að láta orð
og æði persóna fylgjast að; öll
umsvifin í leikþættinum sýndu
að höfundur hafði ekki gert sér
grein fyrir þeirri listrænu hnit-
miðun sem leikrit útheimtir;
þáttur hans var í rauninni
skáldsaga en ekki leikrit. Höf-
uðorsök þess hve íslenzkur
leikskáldskapur er leiðinlegur
nú á dögum, er einmitt tví-
mælalaust sú að höfundar hans
þekkja ekki nægilega vel til
möguleika leiksviðs og skrifa
því ekki með það í huga. Þetta
er fyllilega eðlilegt, eins og allt
hefur verið í pottinn búið.
Þjóðleikhúsið tók til starfa
fyrir röskum fimm árum; þá
voru fyrsta sinni á Islandi
skapaðir möguleikar til tækni-
légrar fullkomnunar í leik-
flutningi. Jafnvel þeir, sem
gjörþekktu leiksviðið í Iðnó,
vissu ekki hverju verður til
vegar komið á góðu nútíma-
leiksviði. Með starfi Þjóðleik-
hússins gat fyrst hafizt skipu-
leg leiklistarstarfsemi í land-
inu. Leikurum eru búin þar
góð starfsskilyrði, það hefur
verið stofnaður skóli fyrir nýja
leikara — en hvað hefur verið
gert fyrir sjálfa oddvita allr-
ar leiklistar: leikskáldin? Harla
lítið og ekki neitt.
Hvað skal nú til varnar
verða vorum sóma?
í stuttu máli: það þarf að
kenna íslenzkum leikritahöf-
undum betur til verks.
Um það bil sem Þjóðleikhús-
ið var opnað bar oft á góma
svonefnt „litla svið“ sem þar
hafði verið ætlaður staður. Var
rætt um að nota það sem ein-
hverskonar æfingasvið, þar sem
upp yrðu sett stutt leikrit eða
önnur verk íslenzkra höfunda
er væru að feta sig áfram í
leikskáldskap, en ættu ekki að
svo stöddu heima á .aðalsviði.
Þetta var húgmyndin, en henni
hefur aldrei verið komið í
verk. Nú sýnist tími til kominn
að Þjóðleikhúsið hefjist handa
um aðstoð við íslenzka leikrita-
höfunda; mætti hugsa sér
nokkra aðaldrætti hennar sem
hér segir:
Þjóðleikhúsið efndi til nám-
skeiðs fyrir leikritahöfunda,
og kæmu þar aðallega til
greina þeir sem sent hafa leik-
húsinu handrit sem ekki hafa
verið talin nothæf. Á námskeiði
þessu væri þeim kennt ágrip
leiklistarsögu, eða öllu heldur
leikritunarsögu; gerð grein fyr-
ir þróun leiksviðsbúnaðar; tek-
in fyrir til krítískrar meðferð-
ar örfá höfuðleikrit, sýnt fram
á byggingu þeirra og samtals-
tækni o. s. frv. Og síðast en
ekki sízt yrðu þátttakendur
látnir fylgjast með æfingum og
uppsetningu leikrits, auk þess
sem þeir ættu að eiga aðgang
að venjulegum æfingum Þjóð-
leikhussins. Einnig gæti komið
til mála að fela þeim öllum að
semja leikþátt, þar sem þeim
væri lagður til efnisþráður;
gæti með því fengizt saman-
burður á kunnáttu þeirra og
hugkvæmni — en að sjálfsögðu
er allt slíkt einvörðungu fram-
kvæmdaratriði.
Slík kennsla í leikritagerð
Vramhald á 10. síðu.