Þjóðviljinn - 04.10.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 4. október 1955
í Keflavík skjálfa húsin ...
Framhald af 6. síðu
Því eins 'og sagan sýnir þá
hefur það alltaf verið hennar
hlutskipti að taka í taum-
ana og bjarga andlegum og
efnalegum verðmætum þjóð-
arinnar þegar auðklíkan og
embættismannalýðurinn hefur
stefnt þeim í voða.
Þát^ur bæjarstjórn-
arinnar.
Ekki er mér grunlaust um
að til séu alþjóðalög um lág-
markshæð, sem leyfilegt er að
fljúga yfir bæjum og borgum.
Bæjarstjórn Keflavíkur virðist
vera ókunnugt um það, eða
að minnsta kosti aldrei séð
ástæðu til þess að fara fram
á að þau lög séu haldin —
enda aldrei verið talin svefn-
stygg bæjarstjómin sú,
hvorki á einn né annan hátt.
Stundum er sagt frá því í
blöðum og útvarpi að flug-
vélar hafi hrapað niður í bæj-
um og þorpum og valdið mildu
eigna- og manntjóni.
Yfirleitt mun það regla —
þar sem á annað borð einhver
regla er, að forðast allt óþarfa
flug yfir bæjum og borgum.
Keflavík er þó undantekn-
ing. Eg efast um að yfir
nokkrum bæ 1 heiminum sé
önnur eins flugumferð, — og
eins gersamlega tilgangslaus.
Flugvélum hefur líka hlekkzt
á hér, þó við höfum enn til
þessa verið svo heppin að þær
hafa lent öðruhvoru megin við
bæinn, ýmist í hafið eða á
heiðina. En hvað lengi verðum
við þeirrar strákalukku að-
njótandi að fá þær ekki niður
í bæinn, ef ekki verður komið
í veg fyrir þennan tilgangs-
lausa og hættulega skrípajeik ?
Ég efast ekki um að bæjar-
stjórn Keflavíkur sé samsett
af hugrökkum mönnum, og
fullt útlit er fyrir að þeir séu
reiðubúnir til þess að leggja
lif sitt í hættu til þess að hinir
amerísku vinir þeirra geti
auglýst mátt sinn og vernd-
arstyrk yfir þessum bæ. Gall-
inn er bara sá að þeir leggja
fleiri en sín líf í hættu. Hver
einasti borgari bæjarins, ung-
ur og gamall er undir þessa
tilgangslausu lífshættu seld-
ur.
Ef einhverjum dytti í hug
að spyrja hvort þetta væri
ekki að einhverju leyti nauð-
synlegt þá svara ég því hik-
laust neitandi. 1 fyrsta lagi
þá höfum við ekkert með her-
flugvélar að gera á þessu
landi. Og í öðru lagi, þótt þær
samt sem áður væru hér þá
sér það hver heilvita maður
að í jafn strjálbýlu landi og
þessu þá er það hin f jarstæðu-
kenndasta ósvífni að fljúga
fyrst og fremst yfir þá fáu
bletti, sem byggðir eru.
Og að nokkur bæjarstjórn
skuli stefna öryggi og lífi
bæjarbúa í beinan og auðsæj-
an háska með því að liggja
hundflöt fyrir svona ómann-
úðlegri ósvífni, það mun vera
alveg dæmalaust í okkar
sögu, sem betur fer. Hvar er
nú hinn „frjálslyndi umbóta-
maður“ Framsóknarflokksins,
bæjarstjórinn ? Er hann ef til
vill svo önnum kafinn sem
forustumaður Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn að hann
hvorki heyrir eða sér þótt
heil flugsveit þrýstiloftsknú-
inna orustuflugvéla fljúgi
rétt fyrir ofan kollinn á hon-
um? Eða hefur þetta póli-
tíska markaðshross loksins
öðlazt frið við sitt hæfi við
jötu íhaldsins?
^ Þáttur kennara.
Hvernig haldið þið að vinnu-
skilyrði námsfólks og kenn-
ara séu hér um slóðir?
Hvað eftir annað, oft með
aðeins fárra mínútna millibili
meðan á kennslustund stend-
ur, leikur skólinn á reiði-
skjálfi, hávaðinn ætlar allt að
æra og enginn heyrir annars
mál. Samband kennara og
nemenda er rofið og athygli
nemenda á námsefninu stór-
lega truufluð. Hinn kyrrláti
blær kennslustundarinnar er
rokinn út í veður og vind og
í kjölfar þess siglir svo aga-
leysi og aðrir fylgikvillar. En
kennararnir þegja. Hin í-
myndaða skylda þeirra við
„verndarana“ virðist vera
sterkari en ábyrgðin og
skyldan við nemendurna til
samans. Það væri athugandi
fyrir þá að gefa sig fram til
herþjónustu, hver veit nema
sá starfi hentaði þeim betur
en þjónustan við menntagyðj-
una.
Rétt er að geta þess að ég
hef heyrt að einn skólastjór-
inn hafi leitað til lögreglu-
stjórans í Keflavík og beðið
hann að beita áhrifum sínum
til þess að aflétta þessari
plágu. Eg veit ekki hvort sag-
an er sönn, en árangur hefur
í það minnsta enginn orðið.
Við skulum þó vona að
„verndararnir" meti orð þessa
velunnara síns, eins og reisn
hans sem embættismanns gef-
ur tilefni til.
^ Þáttur sóknar-
prestsins.
Hinn ungi sóknarprestur
okkar hefur nokkuð starfað
við kennslu í skólum bæjar-
ins, er þar að auki formaður
Slysavarnadeildar karla.
Hann hefur því sízt verri
aðstöðu til þess að sjá hvar
skórinn kreppir en hver ann-
ar borgari þessa bæjar. Er
það til of mikils mælzt að
ungur menntafrömuður á
bezta starfsaldri — prestur
safnaðarins — láti sig þetta
ófremdarástand sem sóknar-
4»
bömin eiga við að búa ein-
hverju skipta? Eg verð að
játa að ég er ekki kunnugur
þeim skyldum, sem lögin
leggja prestunum á herðar.
Mín vegna kann það að vera
nægilegt til þess að fá laun
sín greidd að standa í kirkj-
unni á sunnudögum, segjandi
meðal annars: „Hugga þú guð
alla sjúka og sorgmædda",
en láta afskiptalaust og óá-
talið þótt yfir sjúkrahúsinu
svífi hvæsandi morðtól daga
og nætur, sem svipta „sjúka
og sorgmædda“ hvíld og
svefnfriði.
Sjúkrahúsið hýsir ekki alla
sjúklinga bæjarins. Á heimil-
unum víðsvegar em líka sjúk-
lingar. Ég býst ekki við að
presturinn hafi séð (og óska
heldur ekki eftir að þurfi að
sjá) angist örþreyttrar móð-
ur sem nýlokið hefur að bía
fárveiku barni sínu í svefn,
sem á að veita þvi langþráða
hvíld og ef til vill ræður úr-
slitum lífs og dauða — en allt
í einu þjóta öskrandi þrýsti-
loftsflugvélar í nokkurra
metra hæð yfir húsið, það
nötrar af ærandi hávaða um
leið og þær fara framhjá, þær
fjarlægjast og gnýrinn hljóðn-
ar, en í herberginu má heyra
veikan og þjáningarfullan
barnsgrát.
Því miður er þessi mynd,
sem hér er dregin upp, ekki
ímyndun heldur veruleiki, og
hefur sjálfsagt alltof oft átt
sér stað hér í bæ.
Væri það ofætlun að búast
við því að maður, sem sækir
eins mikið af umræðuefni
sínu í hinn ósýnilega heim og
presturinn gerir, geti séð fyr-
ir hugskotssjónum sínum
svipaða mynd og hér var lýst
án þess að hinn harðhenti
veruleiki þurfi að þrýsta hon-
um til þess. Og væri þá ekki
barátta — djörf og heiðarleg
barátta fyrir afnámi þess
arna — svo sem einnar messu
virði?
Við vitum það vel, sumir af
reynslunni, að slík barátta er
ekki launuð með gulli og
grænum skógum, heldur með
ofsóknum, rógi og níði af
þeirri klíku skefjalausra fjár-
plógsmanna, sem nú fer með
völdin, og setur allt sitt
traust um áframhaldandi sér-
réttindaaðstöðu á dvöl erlends
hers í landinu.
Við vitum að hinir borgara-
legu snobbar, sem nú nudda
sér upp við prestinn sinn með
flírubros á vör, mundu ekki
hika við að sýna honum úlfs-
tennurnar ef hann gerði sig
líklegan til þess að slá nokk-
urn hluta júdasarpeninganna
úr hendi þeirra. Við vitum að
þá mundu þeir ekki hika við
að reita utan af honum hemp-
una ef þeir væru þess um-
komnir. Spumingin er því ein-
faldlega aðeins þessi: Ef hið
borgaralega ,,lýðræði“ getur
ekki þolað manndóminn og
hempuna undir sama hatti,
hvoru ber þá að segja lausu?
^ Þáttur læknanna.
Hópur lækna er starfandi í
þessum bæ. Hér situr héraðs-
læknir læknisumdæmisins og
við sjúkrahúsið er auðvitað
aðallæknir — sjúkrahúslækn-
ir.
Hvað hafa þeir lagt til
þessara mála? Mér vitanlega
ekki nokkum skapaðan hlut.
Stundum hefur maður þó
heyrt að læknar hafi ráðlagt
sjúklingum sínum kyrrð og
ró.
Almennt hefur það verið
talin borgaraleg skylda hvers
manns að ganga hljóðlega um
sjúkrahús og forðast eftir
föngum að viðhafa nokkuð
það í nágrenni þeirra, sem
valdið gæti óþarfa hávaða. Ég
man ekki betur en við götur,
sem liggja meðfram sjúkra-
húsum séu spjöld með áletr-
uninni: „Akið hljóðlega —
sjúkrahús". Það má sannar-
lega segja að læknamir aki
hljóðlega í þessu alvarlega
máli skjólstæðinga sinna utan
og innan sjúkrahúss.
Svipazt um bekki.
Við höfum nú nokkuð svip-
azt um bekki í okkar bæjar-
félagi, og þá einkum beint
sjónum vomm að háborðinu
sem vonlegt er. Við sjáum
að þaðan er tæplega mikils
að vænta.
Skylt er að gleyma ekki
„garminum honum Katli“. í
þetta fjölmennum bæ hlýtur
að vera fjölmennt og öflugt
verklýðsfélag. Það lýtur for-
ustu fyrrverandi bæjarstjóra
og núverandi bæjarstjórnar-
meðlims. Hvers vegna höfum
við aldrei heyrt neitt frá því?
Jú, verklýðsfélag er hér, —
að nafninu til. Það em bara
ekki svo mikið sem haldnir
fundir í þessu „öfluga“ félagi,
hvorki til þess að ræða þessi
mál né önnur. Og formaður
þess er á ferðalagi um Amer-
íku, boðinn þangað með vel-
þóknun hinna amerísku
stjórnarvalda. Þá umbun
hlaut hann fyrir sína löngu
og þróttmiklu baráttu í þágu
verkalýðsins á móti auðvald-
inu!
Þar höfum við svarið við
þeirri spurningu.
Vonandi fræðir hann okk-
ur verkamenn rækilega um
hin amerísku þrælalög, sem
þar er miskunnarlaust beitt
gegn verkalýðnum og kennd
eru við Taft-Hartley.
^ Til okkar sjálfra
Ég hef með örfáum orðum
drepið á aðeins eitt atriði í
framferði hins erlenda her-
námsliðs og innlendra leppa
þess og rætt það sem raunar
hvert mannsbarn veit og finn-
ur: þau óþægindi og þá slysa-
hættu, sem þessi samstillta
klíka hefur leitt yfir bæinn.
Þetta er aðeins eitt atriði af
ótal mörgum, svo mörgum að
skrifa mætti um það stóra
bók. Það mun söguþjóðin líka
gera á sínum tíma.
Með afstöðu sinni og við-
brögðum munt þú, Keflvík-
ingur, sem aðrir landsmenn,
marka þér þinn bás á spjöld-
um sögunnar, til heiðurs eða
vansæmdar þér og þínum af-
komendum. Ég hef svipazt
um í allar áttir í þessum bæ
þangað sem einhverrar for-
ustu ætti að vera að vænta,
en hvergi séð örla á neinni
viðleitni í þá átt að stinga
við fótum.
Það er sama sagan, sem
er að gerast hér og gerðist
í öðrum auðvaldslöndum áli^
unnar á styrjaldarárunum,
þegar herir nazista óðu þar
yfir í villimannlegu morðæði.
Auðstéttin fleygir sér eins
og seppi á hrygginn undir
skósóla landræningjanna,
harmandi það eitt að geta
ekki sleikt þá út um bæði
munnvikin samtímis í von um
bein. í öllum bænum bein,
hvað sem það kostar land og
þjóð, bein af einhverju tagi,
helzt feitt bein.
Og göbbelsgróttan er sett
í gang, og nú skal mala á-
róður fyrir nauðsyn þess að
landið sé hersetið og þjpðin
niðurlægð. Og áfram er mal-
að hraðar og hraðar, af meiri
heift og meiri ofsa. Blekk-
ingarrykinu er þyrlað upp því
nú ríður á að blinda fólkið.
En þeir sem ekki blindast eru
hundeltir og ofsóttir með sví-
virðingum, álygum og hótun-
um.
Hér sem erlendis verður
það að vera alþýðan sem
tekur í taumana. Islenzk al-
þýða hefur fyrr svo að segja
reist þjóðina upp frá dauðum.
Það var á hennar vörum sem.
málið lifði þegar yfirstéttin
var nærri búin að glata því.
Og það var hún sem reisti við
efnahag þjóðarinnar eftir að
innlendir og erlendir auðjöfr-
ar voru búnir að mergsjúga
þjóðina öldum saman svo að
við landauðn lá, og gerðu
það auðvitað undir því yfir-
skyni að það væri þjóðinni
fyrir beztu.
Vitanlega óskar keflvísk
alþýða þess eins og alþýða
annarra landshluta að ríkis-
stjórnin geri nú þegar ráð-
stafanir til þess að allt er-
lent lierlið verði flutt burt
af landinu, — hinum svo-
nefnda herverndarsamningi
verði tafarlaust sagt upp.
En það er skilyrðislaus
krafa okkar í dag að þegar
i stað verði komið í veg
fyrir allt herílug yfir bæn-
um og hafnarmannvirkjum.
Ef bæjaryfirvöldin rumska
ekki þá verðum við að taka
málið í okkar hendur, skjóta
á borgarafundi, gera þar okk-
ar samþykktir og fara með
þær framhjá svefnskála bæj-
arstjórnarinnar beint í ríkis-
stjórnina og fylgja þeim svo
fast eftir að hún treysti sér
ekki til annars en að koma
okkur til aðstoðar.
Keflvíkingar, þetta er áreið-
anlega hægt ef við fylgjum
því fast og einhuga eftir.
September 1955.
Sig. N. Brynjólfsson.
Systir okkar
Kirstín Blöndal
hjúkrunarkona
lézt 28. september. Útförin hefur farið fram. — Fyrir
hönd okkar bræðranna,
Lárus H. Blöndal
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu
okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför
Jóhannesar Friðlaugssonar,
kennara
Aðstandendur