Þjóðviljinn - 06.10.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
FjórSungsþmg AustfirÓlnga
SfórSega misráðið að hæffa
við virkjun Lagarfoss
þvert gegn eindregnium óskum Austfirðinga — Þingið
lýsir vanþóknun á að ríkisstjórnin virðir ekki raf-
orknmálanefndina viðræðna
Fjórðungsþing Austfirðingafjóröungs, er haldið var 1
síðasta mánuði gerði ályktanir um margvísleg mál Aust-
firðinga. Eitt aðalmálið var rafmagnsmálið og er ályktun
þingsins svohljóðandi:
„Fundur Fjórðungsþings Aust-
firðinga lialdinn að Egilsstöð-
um 10. og 11. september 1955
telur það stórlega misráðið af
hæstvirtri ríkisstjórn er hún
ákvað að hætta við að nota
heimild í lögum frá Alþingi
1954 um virkjun á Lagarfossi
til raforkuframleiðslu fyrir
Austurland, þvert ofan í ein-
dregnar óskir AustfÍEðinga og
tiliögu raforkumálanefndar
Austurlands. Ennfremur telur
þingið furðulegt að hæstvirt
ríkisstjórn skyldi ekki sjá á
stæðu til þess að taka til
gaumgæfilegrar og alvarlegrar
lhugunar síðustu tillögu raf-
orkumálanefndarinnar, sem
felst í nefndaráliti því, sem
hún lagði fyrir fulltrúa ríkis
stjórnarinnar hinn 13. desem-
ber 1954. Fól tillaga þessi í
sér uppástungu nefndarinnar
um það, að þær 18 milljónir
króna, sem Grímsárvirkjun var
talin kosta, yrðu lagðar til
hliðar að sinni og síðar lagðar
í fullvirkjun Lagarfoss, sem
ríkisstjórnin þá hét að fram-
kvæma næst þegar gera þyrfti
viðbótarvirkjun fyrir hið sam-
eiginlega orkudreifingarsvæði á
Norður- og Austurlandi, þ. e.
svæðið frá Djúpavogi til
Hvammstanga, en að Austfirð-
ingar þar á móti féllust þá á,
að taka um nokkur næstu ár á
sig þá áhættu, sem því kynni
að vera samfara, að fá raforku
eingöngu gegnum orkulínu frá
Laxárvirkjun eða þar til full-
virkjun Lagarfoss þætti tíma-
bær orðiii. Getur fjórðungs-
þingið ekki látið hjá líða að
lýsa vanþóknun sinni á því,
að hæstvirt ríkisstjóm skyldi
ekki telja ómaksins vert að
ræða við raforkumálanefnd
Austurlands á þessum grund-
velli.
; En þar sem virkjun Gríms-
ár er nú endanlega fastákveð-
in af ríkisstjóminni og hefur
sýnt ■ að frá virkjun hennar
verður ekki horfið héðan af,
vill Fjórðungsþingið leggja
rika áhérzlu á eftirfarandi at-
riði varðandi framkvæmd virkj-
unarinnar:
1. FjTÍrsjáanlegt er, að raf-
orka frá Grímsá fullnægir ekki
brýnustu raforkuþörf Austur-
lauds og er því aðkallandi
vegna fyrirhugaðs nýs at-
viunureksturs að opna Ieið til
aukinnar raforkuöflunar.
Ríkisstjórnin hefur svo sem
kunnugt er, gefið Austfirðing-
um fyrirheit um það, að auk
Grímsárvirkjunarinnar verði
lögð til viðbótar henni, og
öryggis um raforkuöflun, orku-
lína frá Laxárvirkjun austur
í Egilsstaði. Mælist þingið nú
eindregið til þess að ríkisstjórn-
in láti nú þegar hefja undir-
búning að lagningu Laxárlín-
ið ólijákvæmilegt og sjálfsagt,
að myndaðir verði sérstakir
austfirzkir vinnuflokkar sem
hefji starf snemma á næsta
vori og vinni að línulögnum
þessum tvö næstu sumur, án
frátafa, frá vori til hausts,
svo línulögnum um hið fyrir-
hugaða orkudreifingarsvæði frá
unnar og framkvæmdir viðj Djúpavogi til Vopnafjarðar
hana hafnar strax og snjóaj verði sem víðast lokið þegar
leysir næsta vor og verkinu1 aflstöðin við Grímsá tekur til
liraðað svo, að raforka fráj starfa, sem talið er að verði
Laxá geti að einhverju leyti haustið 1957.
orðið tiltæk til afnota hér
eystra haustið 1956.
3. Þá skorar Fjórðungsþingið
á þingmenn Austfirðinga, að
2. Þingið lýsir óánægju sinni hlutast til um það við ríkis-
yfir þeim seinagangi sem verið stjómina, að láta sem fyrst
hefur á lagningu orkulínu um ljúka undirbúningi að virkjun
bygg'ðir Austurlands, bæði í Smyrlabjargarár í Hornafirði
fyrrasumar og nú í sumar, er svo að virkjunarframkvæmdir
vinnuflokkar úr öðmm lands-
hluta, sem virðist þó hafa næg-
um verkefnum að sinna annars
staðar á Austurlandi, var
sendur hingað austur seint í
fyrrasumar til línulagninga yf-
ir Fjarðarheiði, sem þó ekki
tókst að ljúka vegna þess hve
seint var byrjað. Fyrirhugað
mun hafa verið að leggja nú í
sumar orkulínu milli Reyðar-
fjarðar og Eskifjarðar. Ekkert
hefur þó verið unnið að þeirri
línulagningu til þessa, enda
þótt efni til lagningar línunn-
ar hafi legið fyrir hér eystra
síðan í júnímánuði. Telur þing-
Verðlaunasainkeppni um sönglög og
fónlisl við Skálholtsháiiarljóð
Veitt verða tvenn verðlaun, 20 þús. og
7 þús. króna
Undirbúningsnefnd Skálholtshátíðarinnar 1956 hefur
ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um sönglög og
tónlist við hátíðarljóö sr. Sigurðar Einarssonar í Holti.
Veitt verða tvenn verðlaun: 20 þús. og 7 þús. krónur.
þar geti hafizt sem allra fyrst
og helzt. þegar á næsta vori“.
Sex langar
i Stjörnubiói
Stjörnubíó sýnir í dag kvik-
myndina Sex fangar, en kvik-
mynd þessa hefur það áður sýnt.
Vegna fjölda áskorana er hún
tekin til sýninga að nýju í dag.
Myndin fjallar um starf sál-
fræðings í fangelsi og er gerð
eftir sögu D. P. Wilsons.
Til þess að tónverk teljist
verðlaunahæft verður það að
fullnægja þeim kröfum sem dóm-
nefnd gerir til þess.
Utsetningar fyrir
blásturshljóðfæri
Lögin á að semja með undir-
leik blásturshljóðfæra, (lúðra og
tréblásturshljóðfæra). Þó má
skila tónverkum með píanóund-
irleik, en hljóti eitthvert þeirra
fyrstu verðlaun hvílir sú skylda
á höfundinum að annast um og
kosta útsetningu fyrir blásturs-
hljóðfæri.
Keppni aflýst
ef þátttaka verður ónóg
Þeir sem hyggjast að taka
þátt í keppninni skulu vitja
ljóðatextans til formanns Skál-
holtshátíðarnefndar séra Sveins
Víkings biskupsritara, fyrir 1.
nóv. n.k. en hann veitir nánari
upplýsingar. Svör þeirra sem há-
Vetraráætlun Flugfélags íslands:
Tvær ferðir vikulega til Norðurlanda
og tvær til Bretlandseyja
Fastar ferðir til 5 erlendra borga
Vetraráætlun Flugfélags íslands í millilandaflugi er
gengin í gildi. Nær hún yfir tímabilið frá 2. október til 15.
janúar 1956. Flogið verður til 5 staða erlendis í vetur, þ.e.
Glasgow, Hamborgar, Kaupmannahafnar, London og
Osló.
tíðarljóðanna vitja um það, hvort
þeir gerist þátttakendur í keppn-
inni eða ekki, þurfa að hafa
borizt formanni nefndarinnar
eigi síðar en 15. nóv. n.k. Komi
þá í ljós, a'ð þátttaka verði ó-
fullnægjandi að dómi nefndar-
innar áskilur hún sér rétt til
að aflýsa keppninni.
Skilafrestur til
15. marz n.k.
Frestur til að skila tónverkum
er til 15. marz 1956. Þau eiga að
vera nafnlaus en þó greinilega
auðkennd. Nafn höfundar fylgi
í lokuðu umslagi merktu sama
auðkenni og tónverkið.
Hátíðarnefndin áskilur sér
fram yfir hátíðina allan um-
ráðarétt yfir þeim tónverkum,
sem hljóta verðlaun, bæði til
flutnings og prentunar, án sér-
staks endurgjalds til höfund-
*
Til Kaupmannahafnar verða
tvær ferðir í viku, á miðviku-
dögum með viðkomu í Osló og
á laugardögum með viðkomu
í Glasgow. Frá Kaupmannahöfn
verður flogið til Reykjavikur
alla fimmtudaga og sunnudaga
með viðkomu á áðurnefndum
stöðum.
Flugferðir verða beint til
London á þriðjudögum og það-
an til Reykjavíkur samdægurs.
Milli Reykjavikur og Glasgow
verður flogið einu sinni í viku,
á laugardögnm til Glasgow og
þaðan aftur á sunnudögum.
Hvem miðvikudag verður flug-
ferð til Hamborgar með viðkomu
í Osló og Kaupmannahöfn. Flog-
ið verður til baka til Reykja-
víkur um sömu staði á fimmtu-
dögum.
Samgöngumálaráðuneyti Vest-
ur-Þýzkalands hefur nýlega
heimilað Flugfélagi íslands að
flytja farþega vörur og póst
milli Hamborgar, og Kaup-
mannahafr ar í báðar áttir svo
og milli Hamborgar og Osló,
sömuleiðis til og frá þessum
stöðum. Framvegis geta því far-
þegar, sem ferðast milli Reykja-
víkur og Hamborgar með Flug-
félagi íslands, haft viðdvöl í
Osló og Kaupmannahöfn.
Flugfélag fslands heldur nú
í vetur uppi flugferðum milli
Reykjavíkur og Osló í fyrsta
skipti að vetrarlagi, og vill fé-
lagið með því stuðla að aukn-
um samgöngum við hin Norður-
löndin allan ársins hring.
Þá skal þess getið, að Flug-
félag fslands hefur heimild til
þess að flytja farþega og vör-
ur milli Osló og Kaupmanna-
hafnar og milli Kaupmannahafn-
ar og Glasgow. Hafa útlending-
ar sérstaklega notfært sér þess
ar ferðir, þegar sæti hafa ver
ið laus í flugvélum félagsins á
þessum leiðum.
Falleg,
vönduð
Karlmannaíöt
TWEED-JAKKAR
STAKAR BUXUR
HENTUG SKÓLAFÖT
ANDERSEN &
LAUTH f
Vesturg. 17 — Laugav. 37
Símar 82130 — 1091
ÞJÖÐVIUANN vantar
2 röska sendla hálfan eða allan daginn
HÓÐVILJINN. Skólavörðustíg 19, sími 7500
»■■■••■■■■■■■■■■»»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■••••*•*' ■
Þjóðviljann vantar unglinga
■
til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöldum hverf- :
um nú þegar :
Framnesveg
Voga
Talið við afgreiðsluna.
Þjóðviljinit, Skólavörðustíg 19. Sími 7500
_________________...._____________
Tjjr.mtí -ur:3tt | -*i: v.