Þjóðviljinn - 06.10.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1955, Blaðsíða 9
% RÍTSTJÖRÍ FRlMANN HELGASON Pimmtudagur 6. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (S Frá þingi íþrctiasambands fslands: Skorað á Alþingi að lögfesta 17. )úní sem þjóðhátíðardag BlaSamönnum heifíð bezfu fyrirgreiSslu -— Sögulegt st]6rnark]ör I þinglok Tillaga kom fram um nauð- syn þess að veita fréttamönn- um sem skrifa um íþróttir beztu fyrirgreiðslu og aðbún- að. Kom það fram að íþrótta- samtökunum væri mikil nauð- syn að hafa velvilja blaðanna (áður hafði verið gerð sam- þykkt um útvarpsfréttaflutn- ing). I þessu máli var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „íþróttaþing haldið í Hlé- garði 10.-11. september 1955 samþykkir að beina þeim til- mælum til aðila íþróttasamtak- anna að veita fréttamönnum sem um íþróttamál fjalla á opinberum vettvangi beztu fyr- irgreiðslu og aðbúnað." Samþykkt þessi gladdi okk- ur blaðamenn um leið og hún var viðurkenning á því að ekki hefur allt verið í lagi undanfarið með aðbúnaðinn. Hvergi við iþróttamannvirki hér mun vera gert ráð fyrir að blaðamaður þurfi að sitja og skrifa niður punkta um það sem fram fer nema ef^ nefna skal fjölina sem fest' var aftan á forsetastúkuna á íþróttavellinum í Reykjavík nú í sumar og er þó svolítil úr- bót á þeim stað. Sú fjöl kom eftir að sumir blaðamenn urðu að húka undir regnhlífum góðra áhorfenda, þegar knatt- spymulandsleikur íslandþ og Danmerkur fór fram í stór- rigningunni í sumar sællar minningar. Það sagði nokkuð til um aðbúnað fréttamanna. Nú hefur okkur verið lofað gulli og grænum skógum og skal þá gleymt áratuga harð- rétti, ef efndir verða í sam- ræmi við loforð. 17. júní verði lögskipaður þjóðhátiðardagur Á þiingi þessu sem flestum öðrum þingum ÍSÍ um langt skeið var samþykkt tillaga um lögfestingu 17. júní sem þjóðhátíðardags íslendinga. Al- þingi hefur enn ekki séð á- stæðu til að gera það og er þeim teem þetta ritar i'ekki kunnugt um ástæðuna. Senni- lest er þó að flest lýðfrjáls lönd eigi sinn lögfesta þjóðhá- tíðardag, sem og virðist eðli- legt og sjálfsagt. Iþróttamönn- um er þetta mál e. t. v. við- kvæmara en öðrum þar sem þeir hafa allt frá árinu 1911 haldið hann hátíðlegan, og þessi hátíðahöld hafa fundið hljómgrunn hjá fólkinu. Síðar hafa svo söguleg atvik átt sér stað einmitt þennan dag sem íslenzka þjóðin hefur fagnað meir en nokkru öðru, og óhjá- kvæmilega liggja þræðirnir saman frá 17. júní 1911 til 17. júní 1944, og því meiri á- stæða til að lögfesta hann formlega. Það má segja að í hjörtum fólksins sé hann lög- festur þó umbjóðendur þess á Alþingi vilji ekki eða hafi ekki tíma til að lögfesta þennan vilja. Það vakti líka mikla athygli að menn þeir sem teflt var fram af fulltrúum Reykjavík- ur, en náðu ekki kosningu, þó þeir fengju mörg atkvæði, skyldu engir vera í kjöri í varastjórn. Hafi þeir verið nauðsynlegir í aðalstjóm var ekki síður nauðsyn að hafa góða og örugga varastjóm. Engin skýring var gefin á því hversvegna þeir vildu ekki vera með í varastjóm en sjálf- sagt getur einhver getið sér til um skýringuna. Það væri synd ef andinn frá þinginu á Akranesi ætlar að halda áfram á þingum ISl, en vonandi verða alltaf nógu margir til að forða frá þeim voða. Það tókst í Hlégarði þótt ekki mun- aði þar miklu. Skemmtílegur þingstaður Eins og fyrr var sagt var þingið haldið að Hlégarði í Mosfellssveit. Var þar vistlegt að vera, vitt til veggja og hátt til lofts, og því rúm gott. Forseti þingsins var formað- ur Ungmennasambanc»3ins þar, Axel Jónsson, og stjómaði hann þinginu með festu og lægni. Við þingslit mælti Axel m. a. á þessa leið: — Við höfum komið hér saman til að marka stefnu fram á leið, um leið og gefið er yfirlit yfir liðinn tima. Hlutverk íþróttasamtakanna er mjög mikilsvert mannrækt- arstarf, og vonandi skap- ast stöðugt betri og betri skilyrði til að að vinna að því meðal æsku landsins. Með iðk- un íþrótta miðum við að lík- amsrækt, að því að efla og styrkja líkamann. Um leið styrkjum við andann, því þetta tvennt fylgist ævinlega að. — Enn í dag eigum við sterka æskumenn sem leikið hafa við erlenda jafnaldra og staðið sig vel. — Á þessu þingi hafa orðið prúðar og háttvísar um- ræður, þótt á greini um leiðir að markinu. Allt þetta starf er unnið af áhuga og endur- gjaldslaust, og beztu launin eru árangur í þessu mannrælct- arstarfi. Eg óska svo hinni nýkjörnu stjórn allra heilla á komandi tímum. Sögulegt stjórnarkjör Ekki er hægt að ljúka svo frásögnum af þingi þessu að ekki verði aðeins vikið að stjórnarkjöri. Ef fara á eftir því hvernig stjórn skilar af sér virtist ekki ástæða til að gera miklar breytingar á stjórnimii næsta kjörtímabil. Sama er ef i^æma á eítir þeim ,,ákúrum“ sem stjórnin fékk fyrir dug- leysi og athafnaleysi, því að sem kunnugt er skeði það eins dæmi að enginn bað um orð ið eftir að reikningar og skýrsla voru lesin. Að umræð- ur hófust aftur var til að leið- rétta misskilning. Það skeði samt að stór hópur fulltrúa vann að því og hafði samtök með sér að fella þá menn úr stjórn ISl sem mest höfðu á sig lagt til að rétta við fjár- hag sambandsins o. fl. Voru það flestir fulltrúar félaganna úr Reykjavík sem þannig unnu. Getur varla verið að hér hafi málefnalega verið um misklíð að ræða heldur hafa aðrar á- stæður ráðið. Er það illa far- ið ef slík vinnubrögð eru við- höfð á þingi ÍSÍ. Ungverjar sigmða Tékka í frjáls- rottura mel 115 st Ungverjaland og Tékkó- slóvakia kepptu nýlega í frjáls- um iþróttum og fór keppnin fram þessari angur M A C A í Bratislava. náðist mjög í mörgum í keppni góður ár- greinum. m., næstur honum varð Ung- verjinn Mihalfi, sem varpaði 16,55, en það er nýtt ung- verskt met. Téklcinn Brlica setti tékkneskt met í 3000 m hindr- unarhlaupi á tímanum 8,49,4 og varð þó annar. Tékkinn Kovar stökk 2,05 í hástökki Kovacs frá Ungverjalandi setti nýtt ungversk met í 10.000 m hlaupi á timanum 29,02,6. Zatopek varð nr. þrjú á 29,46. 1 spjótkasti setti Ungverjinn Krasznai nýtt ungverskt met, kastaði 78,04 m. 1500 m keppn- in var mjög hörð milli þeirra Iharos og Roszavölgyi (báðir frá Ungverjalandi) og lauk svo að sá síðarnefndi vann. Trkalova . frá Tékkóslóvakíu setti nýtt tékkneskt met í 80 m grindahlaupi lcvenna á 11,3 sek. I kvenna keppninni fengu Ungverjar 54 st. en Tékkar 52. Hér fer á eftir árangur beztu manna þjóðanna: 100 m hlaup: Janecek T. 10,5 200 m hlaup: Janecek T. 21,6 400 m hlaup: Janecek T. 48,3 Szentgali U. 48.9 800 m hlaup: Roszavölgyi U. 1.50.6 Liska T. 1.51.8 1500 m hlaup: Roszavölgyi U. 3.42.2 Jungwirth T. 3.43.8 5000 m hlaup: Tabori U. 14.06.0 M E R T A __ Tornis T. 14.28.0 10.000 m hlaup: Kovacs U. 29.02.6 Zatopek T. 29.46.0 110 m grindahlaup: Veselsky T. 14.7 Retezar U. 14,9 3000 m hindrunarhlaup: Rosznoyi U. 8.48.6 Brlica T. 8.49.4 Spjótkast: Krasznai U. 78.04 Perck T. 72.26 Kringlukast: Merta T. 53.90 Szecsenyi U. 52.80 Kúluvarp: Skobla T. 16.72 Mihalfi U. 16.55 Sleggjukast: Csermak U. 60.68 Maca T. 58.46 Hástökk: m\ Kovar T. 2.05 í -í Hagya U. 1.85 :■ l ' Langstökk: Földissy U. 7.44 Martinek T. 7.23 Stangarstökk: * : Homonay U. -4.20 .. V 'ls Kovar stekkur yfir 2 metra. Krepar T. Þrístökk: Kalecky T. Bolyki U. 4x400 boðhlaup: Ungverjar i Tékkar 4.20. 15.50 14.81 3.14.2 3.14flí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.