Þjóðviljinn - 06.10.1955, Blaðsíða 1
Skákmótið
Engri skák var lokið á skák-
þinginu er blaðið fór í prentuo,
Pilnik hélt uppi harðri sókn,
gegn Guðmundi Pálmasyni, en
Framhald á 11. síðtiL
Fimmtudagur 6. október 1955 — 20. árgangur — 225. tölublað
Færeyingar biðja íslenzku
rilcisstjornina ásjár
Yfsrheyrslur og fangelsanir hafnar i
Klakksvik, fiskiflotinn á heimleiS
Færeyski Þjóðveldisílokkurinn, sem berst fyi'ir sjálf-
stæði Færeyinga og á sex menn á Lögþinginu, hefur beðið
ríkisstjórn íslands að beita áhrifum sínum við dönsku
stjómina til að fá hana til að kalla herskipið Hrólf kxaka
frá Færeyjum.
Segir í erindi Þjóðveldis-i
flokksins, að herskipinu hafij
verið beitt við lögregluaðgerðir'
gegn óbreyttum borgurum, en
með því hafi danska stjórnin
fótumtroðið þjóðar- og mann-
réttindi Færeyinga. Þrátt fyrir
mótmæli haldi danska rikis-
stjórnin uppteknum hætti og
því sé þess farið á leit við rík-
isstjóm íslands að hún biðji
dönsku stjómina að kalla her-
skipið frá Færeyjum. Sams-
konar erindi hefur Þjóðveldis-
flokkurinn, sem Erlendur Pat-
2900 mmm franskur her
innikróaður í Marokkó
Vaxandi iíkur á að stjém Fauæ íalli
Frönsku hersveitunum sem sendar hafa verið gegn
þjóðfrelsisher Marokkómanna varð lítið ágengt í gær.
Fréttamenn í Marokkó segja
að þjóðfrelsisherinn hafi króað
2000 manna franskt lið inni á
þríhymingsmynduðu svæði í
Riff-fjöllum nálægt landamær-
um Spanska Marokkó. Liðsauka
sem á að leysa Frakkana úr
herkvínni sækist seint. Frakk-
ar beita nú þrýstiloftsflugvél-
um en þær koma að litlu haldi
vegna þess hve vel þjóðfrelsis-
herinn hefur dreift sér.
Ástandið alvarlegt
Fréttamenn í París segja að
July, ráðherra sá sem fer með
mál nýlendnanna í Norður-
Afríku, hafi skýrt utanríkis-
Framhald á 5. síðu.
ursson stjórnar, sent ríkis-
stjómum Noregs og Bretlands.
Fyrir luktum dyrum
1 gær hóf danska lögreglan
handtökur og yfirheyrslur í
Klakksvík. Voru fimm menn
yfirheyrðir og eimi þeirra úr-
skurðaður í hálfs mánaðar
varðhald. Dómarinn úrskurðaði
að réttarhöldin skyldu fara
fram fyrir luktum dymm.
Danir tala um uppreisn
Sjómenn á færeyska fiski-
flotanum sem eru að síld-
veiðum norður af Færeyjum
hafa ítrekað kröfú sína, að
Hrólfur kraki fari frá Klakks-
vík. Herma óstaðfestar fréttir
að flotinn sé lagður af stað
heim til Færeyja.
„Ekstrabladet“ í Kaupmanna-
höfn komst svo að orði í gær,
að ef sjómennirnir haldi heim
og reyni að hrekja dönsku
lögregluna frá Klakksvík sé
um lireina og beina uppreisn
að ræða.
HflPPDRETTI ÞJDDVIUflflS
Á morgun er skiladagur og
heitir blaðið á alla, sem hafa
peninga undir höndum fyrir
selda miða að gera skil. Síðasta
vika gaf drjúgar tekjur og er
sýnileg hreyfing á sölunni bæði
hér í Reykjavík og úti á landi.
Hins vegar verður morgun-
dagurinn og næsta vika að sýna
greinilega framför, svo að ekki
komi lægð í söluna, því að óð-
úm fer að styttast til fyrri
dráttar.
Blaðið vill sérstaklega beina
þeim tilmælum til útsölumanna
úti á landi og annarra kaup-
enda, sem hafa miða til sölu,
að nauðsynlegt er, að þeir geri
skil fyrir það sem þegar er selt
eða seljast kann á næstunni,
þótt þeir séu kannski ekki bún-
ir að selja allt upp. -— Einnig
er nauðsynlegt að láta blaðið
vita í tæka tíð, ef líkur eru
fyrir að hægt sé að seija meira.
Verum samtaka og nýtum
alla þá sölumöguleika, sem
fyrir hendi eru.
Frá œfingu á leiknum Góða dátanum Svœk. Róbert
Arnfinnsson, sem fer með aðalhlutverkið, er á miðri
m.yndinni. (Sjá frétt á 12. síðu).
Bcmdczrásk lögregla
skýtur á verkamenn
Einn drepinn og 10 hæStulega særðir
Einn verkamaður beiö bana og tíu særöust alvarlega
þegar lögreglan skaut á kröfugöngu í borginni Newcastle
í Indiana-fylki 1 Bandaríkjunum í gær.
Verkamenn í verksmiðju
einni í Manchester hafa verið
í verkfalli mánuðum saman og
þverneitar atvinnurekandinn að
semja við félag þeirra.
Verkamenn í öðrum verka-
lýðsfélögum tóku sig þá sam-
an og skipulögðu hópgöngu um
borgina til þess að láta í ljós
stuðning við stéttarbræður
sína og mótmæla fi'amkomu
atvinnurekandans. Tóku 5000
manns þátt í göngunni.
Þegar hún stóð sem hæst
var lögreglulið borgarinnar lát-
ið ráðast á verkamennina.
Beittu lögregluþjónarnir bæði
bareflum og skotvopnum, með
þeim afleiðingum sem áður er
sagt.
14. sambaudsþiiigi ÆF
STJÓRNMÁLAÞRÓUNIN í dag verður arfur peirrar œsku
sem tekur við landi sínu á morgun. Við lifum í her-
numdu landi; dýrasta eign íslendinga, sjálf œttjcrð-
in, hefur verið ofurseld erlendu innrásarliöi sem eykur
í sífeUu völd sín, og ekki verður annað séð en stjórnar-
völdin œtli að færa æskunni hernámið í arf um langa
framtíð. Allt efnahagskerfi pjóðarinnar er látið lúta
hernáminu, vinnuafli er sópað í pjónustu útlendinga
pannig að víða liggur við landauðn, en íslenzkir at-
vinnuvegir eiga í vök að verjast. Það er reynt að koma
peirri skoðun inn hjá pjóðinni, jafnt í orði sem verki,
að hún geti ekki lifað af auölindum lands síns, fram-
taki sínu og hugviti, heldur verði að tóra sem nylenda
í skugga erlendra auðœfa. Þeir íslendingar sem að
framleiðslustörfum vinna verða í sífellu að heyja haroa
baráttu fyrir mannréttindum sínum og lífskjörum. Á
sama tíma og íslenzkir atvinnuvegir er níddir niður
og framleiðslustörfin höfð að hornrekum, lítt eftir-
sóknarverðum œsku landsins, er reynt að hefja brask
og sýndarmennsku til vegs og virðingar; peningar eru
taldir œðri manngildinu, erlend afsiðun er boðin í stað
pjóðlegra menningarerfða, hugsjónir eru taldar úreltar
dyggðir. Á pennan hátt er reynt að skapa pað hernám
hugans sem sœtti íslenzka œsku við erlenda hersetu og
yfirdrottnun útlendinga um langa framtíð.
ENGUM ER ÞAÐ skyldara en œskunni að rísa gegn pess-
ari próun; með pátttöku sinni í stjórnmálabaráttunni
er hún sjálf að skæpa sinn eigin arf. Hvarvetna kalla
verkefnin á hana til virkrar sóknar. Það verður að
tryggfa °ó íslenzkir atvinnuvegir veiti œskufólki við-
unandi kjör og möguleika til að próa hæfileika sína og
atorku. Æskufólk verður að tryggja sér raunverulegan
rétt til að stofna heimili í góöu húsnœði. Hver æsku-
maður verður að hafa tök á alhliða menntun, bóklegri
og verklegri, í samrœmi við hœfileika sína. Æskan
verður aö eiga kost á fjölpœttum skemmtunum meo
menningarsniði. íslensku æskufólki ber að takast á við
Framhald á 4. síðu
Laxness sagður standa næst
Nóbeisverðlaunum af hópi 38
„Þetta er eintómt grín" ,segir skáldið
Fréttaritari vesturþýzku fréttastofunnar dpa í Stokk-
hólmi segir að þar sé altalað að af 38 mönnum, sem
stungið hafi verið uppá til bókmenntaverðlauna Nóbels
í ár, muni Halldór Kiljan Laxness eiga mest fylgi í sænskia
akademíunni sem veitir verðlaunin.
Fréttaritari dpa segir að í
akademíunni hafi sú röksemd
mikil áhrif, að verðlaunaveiting
til Laxness væri um leið virð-
ingarmerki við fornbókmenntir
íslendinga.
Meðal annarra höfunda sem
þar til bærir aðilar hafa stung-
ið uppá við akademíuna í ár
eru bandarisku ljóðskáldin Ezra
Pound, Robert Frost og Carl
Sandburg, gríski skáldsagnahöf-
undurinn Niko Kazantzakis,
ítalski skáldsagnahöfundurinn
Alberto Moravia, sovézki skáld-
sagnahöfundurinn Mikail Sjóló-
koff og þýzka ljóðskáldið Gott-
fried Benn. Verðlaunin verða
veitt í nóvember.
„Gárimgar í Stokkhólmi“
Laxness sjálfur slær tali um
Nóbelsverðlaunin sér til handa
upp í gaman, segir Karl Christ-
iansen, fréttaritari Hamborgar-
blaðsins Die Welt, útbreiddasta.
blaðs Vestur-Þýzkalands, 5
Stokkhólmi. Hann skýrir fr&.
þvi í langri grein að Laxness
sé væntanlegur til Þýzkalands.
Fréttaritarinn hefur eftir hon-
um þessi ummæli um sjálfarj
sig og Nóbelsverðlaunin.
„Það eru nokkrir gárungar í
Stokkhólmi sem stinga árlega
uppá mér. ,,Nú skal þó Laxness
sannarlega fá verðlaunin", segja
þeir. Svo, þegar búið er aS
veita Nóbelsverðlaunin á venju-
legan hátt, geta þeir sagtí
„Aumingja Laxness, ekki fékk
hann þau heldur í ár“. Þetta.
er alltsaman eintómt grín“.
„En það er bara alls ekkert:
grín“, bætir fréttaritrinn við frá
eigin brjósti. „Segja má að blöð
á Norðurlöndum styðji einróma
veitingu Nóbelsverðlaunanna til
handa Laxness".