Þjóðviljinn - 16.10.1955, Side 1
Sunnudagnr 16. október 1955 — 20. árgangur — 2S4. tölublað
Ötvarpsumræða á morgun
klukkan 1
Útvarpsumræða um fjárlaga-
frumvarpið fer fram á morg-
un, (mánudag) og hefst kl.
1. — Lúðvík Jósefsson talar af
hálfu Sósíalistaflokksins.
Viðræður um vinstri samvinnu að heíjast
Alþýðuflokkur9 Vramsóknarflokkur9 Sósíalistaflokkur og Pjóð~ |
varnarfl. hafa tUnefnt nefndir til samninga rið Alþgðusam bandið 1
Viðræður eru nú að heíjast milli Alþýðusam-
handsins og vinstri flokkanna í landinu, Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokksins, Sósíalistaflokksins
og Þjóðvarnarflokksins um möguleika á vinstri sam-
vinnu í landinu, og hefur Alþýðusambandið gengið
frá stefnuyfirlýsingu sem lögð verður til grundvall-
ar í viðræðunum. Flokkamir hafa allir tilnefnt við-
ræðunefndir og munu formenn vinstri flokkanna
m.a. eiga sæti í þeim.
Þjóðviljanum barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Alþýðusambandi Islands um
þetta efni:
rtA grundvelli samþykkta síð-
asta Alþýðusambandsþings rit-
aði miðstjórn sambandsins á
s. t. vori bréf til Alþýðuflokks-
in-S Framsóknarflokksins Sós-
íalístaflokksins og Þjóðvarnar-
flokksins með tilmælum um,
að þessir flokkar tilnefndu
fulitrúa til viðræðna við Al-
þýðusambandið um möguleika
á vinstri samvinnu í landinu.
í svörum flokkanna var það
tekið fram, að þeir vildu allir
eiga slíkar viðræður við Al-
þýðusambandið.
A fundi sínum 5. okt. s. 1.
samþykkti miðstjórn Alþýðu-
sambandsins stefnuj'firlýsingu,
er lögð skyldi til grundvallar
í viðræðum við flokkana.
Stefnujfirlýsing þessi er byggð
á samþykktum Alþj'ðusam-
bandsins og viðhorfum verka-
lýðsihreyfingarinnar til þjóð-
máianna í dag. Á þessum sama
fundi lur samþykkt að leita
eftir því við flokkana að við-
ræður þessar hæfust nú og
kaus miðstjórnin af sinni hálfu
fulitrúa til viðræðna við flokk-
ana. Með bréfi dagsettu 6. þ.
m. ,var ofangreindum stjórn-
máíaflokkum send stefnuyflr-
iýsingin ásamt tilmælum Al-
þýðusambandsins, en þeir hafa
aliir tilnefnt fulltrúa til við-
ræðna við Alþýðusambandið og
eru viðræður nú að hefjast."
í viðræðunefnd Alþýðusam-
bandsins eiga sæti Hannibal
Valdimarsson, Eðvarð Sigurðs-
son og Sigríður Hannesdóttir.
Sósíalistaflokkurinn skipaði
viðræðunefnd sina þegar í vor,
og eiga sæti í henni þessir
menn: Einar Olgeirsson, Lúð
vik Jósefsson og Guðmundur
Vigfússon. Varamaður er Egg-
ert Þorbjamarson.
Eftir því sem Þjóðviljinn
hefur komizt næst munu nefnd-
ir hinna flokkanna vera skip-
aðar þessum mönnum:
Framsóknarflokkur: Her-
mann Jónasson, ólafur Jó-
hannesson, Þórarinn Þórarins-
son og til vara Sigurvin Ein-
arsson.
Alþýðuflokkurinn: Haraldur
Guðmundsson, Jón Sigurðsson,
Óskar Hallgrímsson.
Þjóðvamarflokkurinn: Valdi-
mar Jóhannsson, Gils Guð-
mundsson, Þórhallur Vilmund-
arson.
Þannig hafa togararnir leg-
ið í Rejkjavíkurhöfn að und-
anförau dögum saman hlaðn-
ir af karfa, og beðið þess
að frystihúsin gætu tekið við
aflanum. Karfaaflinn er nú
svo mikill á nýju miðunum,
að hægt er að fylla togarana
á 2-3 dögum með fyllstu af-
köstum, en biðin í Reykjavík-
urhöfn hefur stundum orðið
allt að þvi sex dagar! Þetta
sýnir glöggt hvilikt glapræði
það er og fjársóun að hafa
ekki fyrir löngu bætt við
stóru frystihúsi í Reykjavík,
eins og sósíalistar liafa lagt
til ár eftir ár. Lausn aftur-
haldsins á þessum vanda er
sú að fækka togurunum á
karfaveiðum, draga úr hag-
nýtingu okkar á auðlindum
og framleiðslutækjum!
I þokkabót á svo að lækka
karfaverðið — til þess að
hægt sé að selja karfaflök í
Bandaríkjunum. Verðið að
undanförnu hefur verið miðað
við samninga þá sem gerðir
hafa verið við Sovétríkin, og
vitað er að hægt hefði verið
að tryggja sölu á stórum
meira magni af freðfiski í
Austurevrópu ef vilji og íjt-
irhyggja hefði verið hjá
stjórnarvöldunum. En heild-
salarnir \1lja dollara og fram-
leiðsluatvinnuvegunum er
stjórnað í samræmi við gróða-
hagsmuni þeirra, afurðaverð-
ið lækkað svo að heildsaiarn-
ir græði.
Baldvin Jónsson „samdi um það" að lög-
reglurannsóknin gegn sér félli niður!
Jafnframt var samiS um greiSslu á okurvixlinum og
borgar Ragnar Blöndal h.f. 60%
Þau furðulegu tíðindi hafa nú gerzt að Baldvin Jóns-
son, fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaraði Landsbankans,
hefur „saxnið um það“ að lögreglurannsóknin gegn sér
fyrir hlutdeild í okurlánastarfsemi verði niður felld. Jafn-
framt var samið mn greiðsluna á okurvíxli þeim að upj>-
hæð 100.000 kr. sem Baldvin Jónsson hafði leyst til sín,
og greiddi fyrirtækið Ragnar Blöndal h.f. aðeins 60%
Pilnik tapaðí 7
Pilnik tefldi fjöltefli á 32
borðum. við stúdenta í gær.
Hann vann 17 skákir, gerði 8
jafntefli, en tapaði fyrir 7. Þeir
voru þessir: Árni Finnsson,
Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
Jakob Hafstein, Hermann Jóns-
son, Páll Hannesson, Gunnar
Jónsson, Guðmundur Gunnars-
son.
Það var að heyra á PUnik að
hahn hefði ekki öðru sinni teflt
fjöl&kák við sterkara lið.
af upphæðinni!
Eins og Þjóðviljinn hefur áður
rakið voru málavextir þeir að
meðal skulda Ragnars Blöndals
h.f. var víxill einn að upphæð
100.000 kr. Víxill þessi hafði að
sögn forráðamanna Ragnars
Blöndals h.f. verið veittur sem
okurlán af Brandi Brynjólfssyni
með 5% mánaðarvöxtum — 60%
ársvöxtum,- Aðalábekingurinn
var Baldvin Jónsson, fulltrúi Al-
þýðuflokksins í bankaráði Lands-
bankans, í ríkisskattanefnd, í
Sogsvirkjunarstjórn, í Sjúkra-
samlagi Reykjavíkur m. m. Eig-
andi skuldarinnar var hinsvegar
talinn Ragnar Ingólfsson. Þeg-
ar Ragnar Blöndal h.f. komst í
greiðsluþrot samdi Ragnar Ing-
ólfsson um 40% eftirgjöf á þess-
um víxli eins og öðrum skuldum,
en þá gerðust þau tíðindi að
Baldvin Jónsson leysti víxiiinn
til sín og krafðist þess að hann
yrði greiddur að fullu. Kvað
undirréttur upp dóm honum í vil
en síðan fór málið til haesta-
réttar. Þegar hér var komið
sögu sneri lögfræðingur Ragnars
Blöndals h.f., Ólafur Þorgríms-
son hæstaréttárlögmaður, sér til
sakadómara og fór fram á að
hafin væri lögreglurannsókn á
hlutdeild Baldvins Jónssonar í
okurlánastarfsemi Brands Brynj-
ólfssonar og Ragnars Ingólfsson-
ar.
/'
★ Kynlegir
samningar
Þjóðviljinn skýrði frá þessum
sögulegu atburðum og barst þá
bréf frá Baldvini Jónssyni, þar
sem hann kvaðst hafa skrifað
upp á 100.000 kr. okurvíxilinn
„í greiðaskyiý“ við Brand Brynj-
ólfsson og „án nokkurrár þókn-
unar“. En síðan gerðust hin
furðulegustu tíðindi. Baldvin
Jónsson var allt í einu reiðubú-
inn til að semja um greiðslu á
Framhald á 12. síðu.
Vesturveldin vilja
ekki ræða afvopnun
Talin munu hafna kröfu Sovétríkjanna um
að afvopnunamefnd SÞ komi saman
Sovétríkin hafa farið þess á leit við Vesturveldin, að
afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna verði kölluð sam-
an til að fjalla um skýrslu undirnefndar sinnar, sem
lauk störfum í fyrradag-.
Un.dirnefndin, sem Sovétrík-
in, Bandaríkin, Frakkland,
Bretland og Kanada áttu full-
trúa í, hefur setið á fundum að
undanfömu í New York og
haldið þar áfram umræðum
sem hófust í London í vor.
í undirnefndinni hefur full-
trúi Sovétríkjanna fallizt á hin-
ar npphaflegu tillögur Vestur-
veldanna um afvopnun og hefuv
hvað eftir annað spurt fulltrúa
þeirra að þvi hvort þeir væru
enn fylgjandi siniun eigin til-
lögum. Þeim hefur orðið svara-
fátt, en lagt megináherzlu á að
engin leið væri að koma af-
vopnun i framkvæmd og því
þýðingarlaust að gera nokkra
samþykkt í þá átt fyrr en kom-
ið hefði verið á fullkomnu eftir-
liti. Sovétríkin hafa jafnan lagt
Framhald á 5. síðu
HflPPDfifETTI PJÓDUIUHDS
Til útsölumanna happ-
drættisins úti á landi
Vinsamlegast atliugið vel alla
sölumöguleika og rejnið að fá
sem flesta til að taka miða til
sölu. Við höfuni nú þegar af-
greitt viðbótarpantamr til all-
margra útsölumanna og okkur
væri mjög kært að mega senda
sem flestum \1ðbót — helzt öll-
um. Hafið samband \1ð okkur
sem allra fyrst. — Sími 7500.