Þjóðviljinn - 16.10.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 16.10.1955, Page 3
Sunnudagur 16. októbor 1955 — ÞJÓÐVILJINN ■—* (3 Innismerki um Islendinga sem far- izt hafa í flugslysum afkjúpað i gær ■ Einar Jónsson gerði minnismerkið sem stendnr við Fossvogskirkju Minnisvaröinn sem reistur hefur veri'ð austan við Foss- vogskapellu til minningar um þá íslendinga er farizt hafa í flugslysum var afhjúpaður í gærdag við hátíölega athöfn að viðstöddum forsetahjónunum, fjölmörgum að- standendum og forystumönnum íslenzkra flugmála. .Wtm Áður en minnisvarðinn var af- hjúpaður fór fram stutt minn- ingarathöfn í kapellunni. Þar flutti séra Bjami Jónsson vígslu- biskup ræðu en blandaður kór söng á undan og eftir. Síðan var gengið út að minnisvarðanum og þar flutti Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, sem sæti á í stjóm Flugmálafélags íslands, á- varp. Honum fórust .orð m. a. á 'þes&a leið: I „Islendingar hafa öðrum þjóð- um fremur tekið tækni flugsins í þjónustu sína og í dag eru loft- för orðin samgöngutæki, sem ungir og gamlir nota að kalla má daglega. En áður en náð væri því öryggi í flugsamgöng- um, og áður en sú reynslu- þekking var fengin, sem vér í dag höfum öðlazt, varð ekki hjá því komizt að brautryðjendur flugs á íslandi, flugmenn og farþegar, yrðu oft og einatt að taka á sig nokkra áhættu, sem stundum kostaði þá ekki minna en lífið sjálft. Flugmálafélag íslands hefur fyrir sitt leyti viljað stuðla að því að haldin væri í heiðri minn- ing þessara karia og kvenna, sem lögðu svo mikið í sölurnar og hefur félagið þess vegna átt þátt i því að hér verður í dag af- hjúpað minnismerki sem helgað er minningu þeirra íslendinga sem látið hafa lifið í loftferðum og í sambandi við loftferðir. Minnisverki þetta er gert af Einari Jónssyni myndhöggvara og mun vera eitt af síðustu listaverkum hens. Hafði lista- maðurinn þegar hann gerði það í huga sorgaratburð í íslenzkri flugsögu. Minnismerkið sjálft er steypt í eir, en fótstallur þess og bakstuðlar úr grágrýti. Var því valinn staður hér með sam- þykki listamannsins, sem rætt hafði um staðsetningu þess áð- ur efi hann lézt. Steina í fótstalli og bakstuðlum hefur Ársæll Magnússon höggvjð og slípað, en Maríeinn Gíslason verkstjóri sá um uppsetningu minnismerk- Er Hákon haíði lokið máli sínu afhjúpaði Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri minnis- merkið og lagði blómsveig frá flugmálastjóitninni að fótstalli þess. Þá flutti séra Bjami Jóns- son bæn og blessunarorð og kór- inn söng sálm. Talsvert á annað þúsund manns hafa nú skoöað sýningu Nínu Sœmundsson í bogasal Þjóðminjasafnsbyggingarimiar og 16 myndir selzt. Sýningin verður opin þessa viku daglega frá kl. 13 til 22. — Myndin er frá sýningu Nínu. Þrip bindi af Þjóðsögum Jéns Árnasonar kemur ut í næsta mánuii Áður óprentuð handrit fylla 3 hindi og verða Þjóðsögurnar allar því í fimm bindum í næsta mánuði kemur út þriðja bindið af Þjóðsög- um Jóns Árnasonar. Þegar útgáfan hófst 1 fyrra var gert ráð fyrir að þau yrðu 4, en nú er fullvist að þau verða 5. í fyrrahaust komu út tvö bindi af Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Matvœla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóð- anna tíu óra í dag f dag er 10 ára starfs Matvæla- og landbúnaöarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna, sem í daglegu tali er nefnd FAO-stofnunin, minnzt í öllum þeim löndum er að stofn- uninni standa, en þau eru nú 71. FAO-samtökin voru stofn- uð í Quebec 16. okt. 1945, eii Loftleiðir fluttu 11030 farþega fyrstu 9 mánuði ársins Vetraráætlun félagsins kom til fram- kvæmda í gær Vetraráætlun Loftleiða gekk í gildi í gær. Verður í vetur flogið til sömu staða og í sumar nema hvaö Björgvin bætist nú í hóp hinna lendingastaöanna. Flogið verður nú til og frá 8 erlendum borgum: New York, Stafangri, Bergen, Osló, Gauta- borg, Kaupmannahöfn, Hamborg og Lúxemborg. Á hinn bóginn verða farnar færri ferðir viku- lega til hinna ýmsu borga sam- kvæmt vetraráætluninni en gert var í sumar. í sumar veru reglu- lega farnar 10 ferðir i viku til Evrópu og Ameríku fram og aft- ur, en nú verður þeim fækkað niður í 6 ferðir fram og aftur vikulega, 3 til Bandaríkjanna og 3 til meginlands Evrópu. Flogið verður til Bandaríkjanna héðan mánudaga, miðvikudaga og laug- ardaga og komið aftur hingað heim, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Til meginlands Evrópu verður farið á þriðjudög- um, fimmtudögum og laugardög- um og frá meginlandinu mánu- daga, miðvikudaga og Jaugar- daga. Þrátt fyrir miklar og stöðugar hækkanir á reksturskostnaði heima og erlendis verða fargjöld- in þau sömu og áður, að öðru leyti en því að stórkostlegur af- sláttur verður veittur á fargjaldi fjölskyldna sem ferðast til Bandaríkjanna eftir 1. nóvember eins og áður hefur verið skýrt frá, og fargjöld einstaklJLnga héðan fram og aftur til New York lækka um 730 krónur frá 1. nóvember. Vetraráætlunin gildir til 1. apríl 1956. Þá má geta þess, að frá árs- byrjim 1955 til septemberloka í ár, ferðuðust 11.030 með flugvélum Loftleiða en á sama tíma i fyrra 8.270, svo aukn- ingin á þessum tíma nemur 2.310 ferþegum. (Frá skrifstofu Loftleiða) áður hafði verið haldinn undir- búningsfundur í Hot Springs í Bandaríkjunum í maí 1943. Rooswelt forseti kvaddi til þess fundar og mættu þar fulltrú- ar frá 45 þjóðum. ísland átti fulltrúa á undirbúningsfundin- um og einnig á stofnfundinum og hefur þannig verið aðili að samtökunum frá upphafi. Fyrstu árin voru aðalstöðvar FAO í Washington, en 1951 voru þær fluttar til Rómaborg- ar. FÁO hefir á umliðnum 10 árum unnið mikið og merki- legt starf, sem hin öflugasta leiðbeiningastofnun í heimi um allt það er varðar landbúnað og matvælaframleiðslu yfirleitt. í öllum þátttökuríkjum eru FAO-nefndir til að gefa aðal- stofnuninni í Róm upplýsing- ar og miðla fróðleik frá henni. íslenzku FAO nefndina skipa nú: Árni G. Eylands, stjómarráðs- fulltrúi, sem formaður, Stein- grímur Steinþórsson, landbúnað- arráðherra, Davíð Ólafsson formaður Fiskifélags íslands, Júlíus próf. Sigurjónsson og Sig- urður Hafstað, fulltrúi í utan- ríkisráðunesdinu, en flest varð- andi störf nefndarinnar og við- skipti við FAO fer auðvitað fram um hendur utanríkisráðu- nejdisins. Starf það, sem FAO vinnur er því miður óþrjótandi, því að enn á það langt í land að allar þjóðir búl við þolanlegt Var í þeim allt er prentað var í fyrstu úgáfu Þjóðsagnanna, er komu út í Leipzig 1862—1864. Útgáfuna í fyrra undirbjuggu þeir Bjarni Vilhjálmsson magist- er og Árni Böðvarsson. Fóru þeir eftir handritunum að sögunum og eru Þjóðsögurnar í útgáfu þeirra því að ýmsu leyti nýjar — þ. e. í sinu upprunalega formi, þar sem ýmsu var breytt og nöfnum sleppt í fyrstu úgáf- unni er kom út í Leipzig. Þeim Jóni Árnasyni og Magn- úsi Grímssyni barst óhemju magn af sögum og varð því að sleppa miklu þegar fyrsta út- gáfan fór í prentun, en auk þess bárust margar sögur síðar. Handritin að þessum sögum hafa geymzt í Þjóðskjalasafninu. I það safn hafa ýmsir gengið, sem verið hafa að gefa út þjóðsögur á undanförnum árum. Þegar Þjóðsaga hóf hina nýju útgáfu sína í fyrra var talið að handritin sem eigi hafa verið prentuð áður myndu fylla tvö bindi. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að sögurnar er ekki hafa verið prentaðar eru fleiri en svo að það verði hægt og verða bind- in því alls 5. Þeir Bjami Vil- hjálmsson og Ámi Böðvarsson hafa unnið áfram að þessari útgáfu, og kemur næsta bindi út seint í nóvember. Verður það á allan hátt eins í formi og bindin tvö er út komu í fyrra. Þjóðsögur Jóns Árnasonar hafa ætíð verið eitt vinsælasta lesefni þjóðarinnar. Það varð því almennt gleðiefni þegar liin nýja vandaða útgáfa þeirra var hafin. Þjóðsögurnar em mikið lesefni — annað þeirra binda sem út er komið er 590 en hitt 700 blaðsíður í stóru broti — út- gáfan vönduð og bækumar því óhjákvæmilega dýrar. Því var horfið að því ráði í fyrra að safna áskrifendum og selja Þjóð- sögurnar með afborgunarfyrir- komulagi. Verður sá háttur hafö- ur á um alla útgáfuna. Tekið er á móti áskrifendum í Prent- smiðjunni Leiftri. Nýi Laxfoss i flotsettur Eins og kunnugt er hefur skits verið í smíðum i Marsdal í Don- mörku í staðinn fyrir Laxfoss til ferða milli Borgarness og Reykjavíkur. Smíði er nú það langt komið að skipið verður sett á flot 28. okt. n.k. en búizt er við að það komi hingað heim fyrri hluta næsta árs. NIDURSUÐU VÖRUR viðurværi, hvað þá gnægð mat- ar, en hvert spor sem stigið er til umbóta í því máli er spor í áttina til friðar í heiminum. fslenzka ríkisútvarpið minn- ist starfsemi FAO í kvöld á þann hátt, að landbúnaðarráðherra flytur ávarp og formaður ís- lenzku FAO-nefndarinnar erindi um starfsemina. Síðar nærbuxur Verö kr. 24.50 T0LED0 Fischersundi. ■inmmHimiiiiMiuimiHi LIGGUR LEIÐIN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.