Þjóðviljinn - 16.10.1955, Blaðsíða 7
■ "! • v'T'rT1'"
Sunnudagur 16. október 1955 — ÞJÓÐVTLJINN 7
HH) unga kínverska al-
þýðulýðveldi á harla
annríkt. Þjóðarvakn-
ingin fer ljósum logum um
allt hið víðáttumikla riki,
þau öfl er áður sváfu eða
voru sundruð stefna til sí-
vaxandi einingar, einbeiting
fólksins að óþrjótandi við-
fangsefnum gegnir hreinni
furðu.
Menningarlegar andstæður
hins gamla þjóðfélags voru af-
ar djúptækar: annarsvegar
fom og rótgróin hámenning,
hinsvegar ólæs og örsnauður
milljónamúgur. Enda þótt
undirokun og niðurlæging al-
þýðunnar væri með fádæmum,
virðist þekkingarþorsti henn-
ar, hugkvæmni og eðlisbund-
in listhneigð eiga sér lítil tak-
mörk, þegar hún loksins er
vöknuð til fullrar sjálfsvit-
uhdar.
Meginhluti hinnar kúguðu
alþýðu var bændalýður. Nú er
það sígild reynsla að varla
er unnt að þjarma svo að
fólki er samlífs á kost við
sjálfa náttúruna að það glati
með öllu fegurðarskyni sínu,
enda hefur sú raunin á orðið í
kínverskum sveitum. Eins og
víða annarstaðar hefur list-
þráin leitað sér þar útrásar
í söngstef jum einum eða dansi
þegar einskis annars var völ.
Og varla sést þar svo aumur
leirkofi eða stráa að eigi beri
svip hins þokkafulla hand-
bragðs sem er svo eiginlegt
þessari iðjusömu þjóð.
í borgunum og umhverfum
aðalssðtranna gegndi nokkuð
öðru máli gn í sveitunum.
Þar hl.aut. ýeruíegur hluti al-
þýðunnar að komast í nán-
ari snertingu við menninguna
og verða jafnvel i mörgum
tilfellum beinn gerandi henn-
ar. Það voru sem sé ekki
keisaramir né lénsherramir
sjálfir sem mótuðu þau meist-
araverk í húsagerð og handið-
um sem enn í dag prýða set-
ur þeirra og garða, heldur
oftast umkomulitlir eða jafn-
vel ánauðugir handverksmenn.
Hver kynslóð öreigalýðsins af
annarri kunni þannig að smiða
hina fegurstu gripi úr eðal-
steinum, góðmálmum, postu-
lini, fílabeini, lakki, kjörviði,
silki og öðrum dýrindis efn-
um — að vísu til yndis og
þjónkunar kúgumm sínum, en
þó sjálfum sér til óhjákvæmi-
legs menningarauka um leið.
Allar tegundir alþýðulistar
er nú verið að vekja til nýs
lífs austur þar, jafnframt því
Jóhannes úr Kötlum:
MeonÍDAArskil í Híntt
sem hinar fomu listir há-
stéttanna, eins og leiklist,
ljóðlist og málaralist, em
teknar til nákvæmrar yfirveg-
unar og endurskoðunar.
Hin fræga kínverska ópera,
sem á uppmna sinn að rekja
allt aftur til sjöundu aldar,
er að vísu harla ólík hinum
sígilda söngleik vestrænna
þjóða, en felur eigi að síður
í sér mjög háþróaða tækni,
ekki sízt í ákveðnum tegund-
um raddbeitingar og lát-
bragðs. En Pekingóperan
stirðnaði brátt í einangmn
keisarahallarinnar og hug-
myndakerfi lénsvaldsins og
varð að lokum steinmnnið
form, firrt öllu raunverulegu
mannlífi. Stórum meiri tengsl-
um við fólkið hélt hin svo-
kallaða „sveitaópera" sem iðk-
uð var utan höfuðborgarinn-
ar, enda hefur einlcum verið
til hennar leitað um fordæmi
að þeim nýju söngleikjum er
samdir hafa verið eftir lýð-
frelsunina, eins og t.d. Grá-
hærðu stúlkunni. En fjöldi
fólks vinnur nú að endurfæð-
ingu óperannar 1 samræmi við
anda og nauðsyn hins nýja
þjóðfélags, allt ofan frá
heimsþekktum meistumm leik-
sviðsins, slíkum sem Mei Lan-
fang, niður í áhugasama al-
þýðuleikhópa hér og þar úti
um byggðir landsins.
Svipaða sögu er að segja
af þeim tveim öðrum listgrein-
um er hæst bar í fomkín-
verskri hámenningu og vom
alla tíð nátengdar hvor ann-
arri, nefnilega ljóðlistinni og
málaralistinni. Á sínu hæsta
stigi var fegurð hins klass-
iska smáljóðs slík að senni-
lega hefur . lýrísk tjáning
sjaldan náð meiri fullkomnun.
Þessi fínu, unaðsriku blæ-
brigði ná þó eðlilega betur til
framandi skynjunar í hinum
náskylda förunaut kínverska
ljóðsins, málverkinu eða
teikningunni. í rauninni er
myndin hér ekkert annað en
ljóð í litum eða formi og svo
rík vom tengslin mOli þess-
——...........................
FLUTT
A FCNDÍ
I KIM
Teikningar
eftir Bidstrup
ara systurlista að vart getur
þá mynd að eigi sé á • hana
ritað 1 jóð með hfrru yndislega
táknletri Kínverja sem jafn-
an hefur verið talið til fag-
urra lista þar í landi.
Hæst blómguðust þessar
listir á dögum keisaraættanna
Tang og Súng, eða um svipað
lejhi og óperan, og örlög
þeirra urðu hin sömu. Þegar
kom fram á þrettándu öld
tóku þær að glata frjómagni
sínu í hinu afturhaldssama
andrúmslofti hástéttanna, unz
allur blær þeirra tók að minna
á einskonar blóðlaust vofulíf
sem að visu gat verið gætt
heillandi fölva, en án allrar
snertingar yið þjáningar og
þrár hins stríðandi lýðs.
En í þessum fornu brann-
um leita nú hinir ungu lista-
menn sér uppörvunar og fyr-
irmynda með þvi að reyna
að laða formsnilli þeirra til
samstillingar við hin nýju al-
þýðlegu viðhorf.
Hinar sígildu bókmenntir
Kínverja á keisaratímunum
vom, auk ljóðanna, einkum
ýmis uppbyggileg rit siðræns
og trúarlegs eðlis, svo sem
Helgiritin níu sem kennd eru
við Kúng-tse, Bókin um veg-
inn sem kennd er við Laó-tse
og fjölmörg önnur svipaðs
eðlis. Aftur á móti varð skáld-
sagnagerð i rauninni aldrei
viðurkennd sem listgrein á
tímum lénsvaldsins, enda þótt
ýmsir iðkuðu hana, í dular-
gervi, jafnvel menn af aðals-
ættum, og þá venjulega af
meira raunsæi en hinum vísu
feðmm þótti góðu hófi gegna.
Vestrænt skáldsagnasnið náði
engri fótfestu þar eystra fyrr
en á þessari öld og þá einkum
eftir borgarabyltinguna 1911.
Strax í lok annars áratugs
aldarinnar tók svo október-
byltingin rússrieska að setja
svip sinn á kínverskar bók-
menntir. Hinn 4. maí 1919 var
haldinn mikill stúdentafund-
ur í Peking sem markaði al-
ger tímamót með þeirri stór-
brotnu baráttustefnuskrá gegn
lénsdrottnum og heimsvalda-
stefnu sem þar var mótuð
og samþykkt. Með þeim fundi
var hafin af fullum krafti
byltingasinnuð bókmennta-
stefna. í íandinu.
Einn af aðalmönnum Fjórða-
maíhreyfingarinnar og höfuð-
spámaður hinnar nýju stefnu
var rithöfundurinn Lú Shún.
Er hann talinn svipaður leið-
togi kínverskra nýbókmennta
og Maxim Gorkí var hinum
rússnesku. Auk fjölda fmm-
samdra sagna og ritgerða um
hin margvíslegustu efni, þýddi
hann fjölda erlendra skáld-
rita og gaf út ýmis innlend
sagnarit og þjóðfræða.
Brýnasta viðfangsefni þess-
arar bókmenntabyltingar, sem
í rauninni var bein hliðstæða
við tilkomu og þróun kín-
verska kommúnistaflpkksins,
var að leysa ritniálið úr hin-
um klassísku viðjum fornbók-
menntanna ogendurskapa það
við alþýðuhæfi, jafnt að formi
sem innihaldi. Ritmál þetta,
sem að vísu hafði verið bók-
fest af vömm lifandi fólks
fyrir tuttiigu öldum, var
löngu orðið dauð tunga —
nokkurskonar einkatæki fá-
mennrar klíku skriftlærðra og
æðstupresta hinna „hreinu“
mennta og lista.
Lú Shún og samherjar hans
gerðu allt er þeir máttu til
að útbreiða hið nýja alþýð-
lega ritmál sitt, pæhúa, en
lögðu jafnframt mikla stund
á að sía það úr fornmálinu
er auðskildast var og lífvæn-
legast og gefa þannig þessum
nýja hugsanamiðli fólksins lit
uppmna síns og arfleifðar.
Hefur siðan sú verið megin-
stefna allra alþýðubókmennta
kínverskra. Fjórðamaíhreyf-
ingin hóf nýjan áfanga með
stofnun Félags byltingasinn-
aðra rithöfunda í Sjanghæ
árið 1930. Segja má þó að
hinn fræðilegi gmndvöllur að
samstarfi listamanna og al-
þýðu hafi fj-rst verið lagður
á rithöfundaþinginu í Jenan
árið 1942, en þar hélt Maó
Tse-túng tvær ákvarðandi
ræður um það efni. Hitt má
svo öllum vera ljóst að hiftiT
jákvæði tilgangur Lú Shúft
og bókmenntabyltingarinm^'
gat ekki notið sín að fullu og
öliu fyrr en eftir lýðfrelsun-
ina árið 1949.
Á ferðalagi okkar um hið”
nýja Kína á haustdögum 1952-..
áttum við Þórbergur Þórðar-
son tal við marga kínverslía
höfunda og skáld og bar þar
hvarvetna að sama brunni:
hlutverk þeirra er ekki stétt-
bundin blekkingalist eða. mark-
lítið föndur fagurkerans, það- (
an af- síður háspekilegt böl-n: '
sýnisþmgl, heldur lifandi sam-
starf við alþýðuna, hinn vinn-
andi fjölda — jákvæð hlut-
deild í þekkingarleit hans og
menningarsmíð. Það er ekki
nóg með að viðurkenndir lista- ,
menn taki beinan þátt í dag-
legu lífi fólksins, jafnt bænda
sem verkamanna og her-
manna, heldur hvetja þeir
þessa aðila til sjálfstæðra til-
rauna í listsköpun og hjálpa
þeim til við þær eftir beztu
getu. Af þessu hefur sprottið
svo öflug hreyfing um gervallt.
kínverska alþýðulýðveldið að
segja má að sumt fólk'^
stökkvi þar beint úr ólæs- ;.
inu yfir í listina. ’-nT
I dag lifum vér á tímurft
alþýðunnar, segir Kvo Mó-jó."
einn af fremstu nútimahöf-
undum og menningarfrömuð-: >;
um Kínverja. Þær bókmenntir
og listir sem vér njótum
hljóta af sjálfu sér að vera-
bókmenntir og listir fóiksins.
Þær hljóta að gmndvallast á
áhuga fólksins og vera alþýð-
legar og raunhæfar, þjóðlegar
og alþjóðlegar í senn.
Inntak hinnar nýju listar
vorrar er raunsæi, segir Maó
Tún, annar frægur rithöfunö-
ur. Vér erum andvígir flökti
og hleypidómum. Vér erum
andvígir því að ýkja smá-
munina og ganga framlijá
kjarna málsins. Vér erum
andvígir skrumi og fja.rstæð-
um. Vér erum andvígir þeirri
skammsýni sem miðar allt
við líðandi stund og kann
ekki að áætla fyrir morgun-
daginn. Vér erum andvígir
hlutlausri kaldhyggju. Vér á-
stundum gagnrýni í nafni
fólksins, fyrir fólkið — af
hálfu fólksins.
3
Skilin milli fornmenningar
og nýmenningar í Kína eru
víða svo skörp að ýmist er
maður staddur í fjömtíu alda
gömlum aðstæðum eða á
fremsta hlunni nútímatækni.
Fimm hundruð milljóna þjóð
Framhald á 10. síðu