Þjóðviljinn - 30.10.1955, Qupperneq 7
Sunnudag'ur 30. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN —- (7
’ látursleikir hafa löngum
verið eftirlæti Leik'é-
_ lags Reykjavíkur, sumir
lagrar ættar og iítilla sanda.
: Að |5essu sinni Iiefur félagið
kosið hið rétta hlutskipti —
sýndur er spánnýr gamanleik-
ur eftir Agnar Þórðarson, hið
góðkunna leikskáld, skemmtir
legur og girniiegur til fróð-
.leiiís á ýmsa .lund, og gerist í
dag eða á morgun hér sýðra;
það er hverju leikhúsi auðsær
ávinningur að fá að tefla
frarn innlendu nútímafólki,
lýsa sínu eigin þjóðlífi. Þó að
nafnið kunni að minna á Arn-
old og Bach og þeirra líka er
leikrít Agnars anuað og meira
en meiningarlaust grín, þar
felst margvísleg aivara að
baki. Leikurinn er nærfærin
og sannorð lýsing á íslenzku
nútiðarlífi, gædd heilbrigðu og
góðlátlegu háði.
Vísindamann af íslenzkri
rót ber að ströndum landsins
vestan úr Ameríku, dr. Alfreðs
að nafni, hann er sannur af-
springur kjarnorkualdar og
finnur úraníum í íslenzku
fjalli, dýrmætasta málm kom-
andi daga — og þarf þá leng-
ur að sökum að spyrja? Spá-
kaupmennirnir sjá opnast dýr-
legar og ginnandi leiðir til
nýrrar fjáröflunar og ofsa-
gróða, þar er sjálfur forsætis-
ráðherrann í fvlkingarbrjósti
ásamt flokksbróður sínum,
hinum listfenga þingmanni;
þeir vefja vísindamanninn
örmum, slátra alikálfinum,
færa honum gull og græna
s.kóga. Og hið fagra kyn læt-
ur ekki sitt eftir liggja, áhugi
kvenþjóðarinnar á þessum
töframanni verður að bloss-
andi báli. Kornungar stúlkur
og ráðsettar frúr elta vesal-
ýmsa grunar, og sannast það :
á þessum leik. „Kjarnorka og
kvenhylli" er mörgum kostum
búin en alls ekki lýtalaus
smíö — höfundurinn missir
að vísu ekki þræðina úr hönd-
um sér, en fléttar þá ekki
samán af nægri rökvísi og
snilli, og verður minna úr
sögunni en efni standa til.
Sjálfur höfuðpaurinn, svika-
Sigmundur bóndi
( Brynjólfitr Jóhannesson).
ings manninn á röndum, láta
hann aldrei í friði — það
iætur hann sér raunar vel
líka. En dýrðin er skamm-
vinn, vísindamaðurinn reynist
hinn versti svikagreifi, enda
fyrrum óknyttastrákur og
sæigætisþjófur úr skugga-
hverfi hinnar íslenzku höfuð-
borgar, hann er endursendur
vestur um haf og ríkisstjórn-
in þaggar málið niður. Nánar
rek ég ekki söguna, en enginn
skyidi halda að liöfundurinn
lýsi eintómri spillingu, hann
hampar um leið fulltrúa
heilbrigðs þjóðlífs, kjarnyrt-
um sveitabónda gömlum
sem telur heiðarlegt fólk öll-
um vísindum og auðlindum
æðra; til hans flýr dóttir
þingmannsins í nauðum sín-
um, þunguð af völdum hins
kvenholla svikara.
Smíði gamanleikja er tor-
veld íþrótt og vandasamari en
brigði snögg og sannfærandi,
tilsvörin mergjuð og skýr —
hún lýsir vægðarlaust og ó-
hikað ástleitni og afbrýðisemi
hinnar fullorðnu en unglegu
og girnilegu konu, hégóma-
dýrð hennar, ofríki, uppgerð
og falsi. Verulega dramatísk-
ur og innfjálgur er leikur
hennar í lokin þegar frúin
sér að spilið er tapað og lífi
Leikfélag Reykjavílair
Kjnrnorkn
09
Agnar Þórðarson
Leikstjóri: Gunnar R. Hansen
greifinn, hverfur af sviðinu í
miðjum leik með ærið til-
komulitlum hætti; fornkunn-
ingi hans sjómaðurinn virðist
ekki eiga erindi inn í leikinn;
þingmaðurinn og ráðherrann
sleppa klaklaust út úr öllu
saman og liggja þó óneitan-
lega vel við höggi; sjálf leik-
lausnin þolir vart nákvæma jfcy
gagnrýni, og svo mætti lengur
telja. Skáldið snertir við hin-
um féiagslegu átumeinum en
stingur ekki á kýlunum, flettir
ekki til neinnar hlítar ofan
af fjármálaspillingu og póli-
tískum óheilindum; þegar
einkalíf borgaranna og kyn-
ferðismál ber á góma er ádeil-
an markvissari og þróttmeiri.
Engu að síður ber leikurinn
ljóst vitni þroskaðri kímni-
gáfu og mannþekkingu, og
næmu auga fyrir grátbrosleg-
um fyrirbrigðum mannlegs
lífs; skáldið er maður nú-
tímans, lifir og hrærist í sinni
eigin samtíð. Samtölin eru
eðlileg og víða fjörlega sam-
in, og orðfæri fólksins miðað
við aldur, stétt og stöðu; þar
syngur hver með sínu nefi.
Einstök tilsvör, mergjuð og
fyndin, eru aðal leiksins, þau^
koma áheyrendum á óvart,
leysa hláturinn úr læðingi á
svipstundu. „Kjarnorka og
kvenhylli" er eflaust merkur
áfangi á höfundarferli Agnars
Þórðarsonar.
Sýningin er leikhúsinu til
mikils sóma. Þar má glöggt
þekkja handbragð Gunnars R.
Hansens, hins gerhugula, fjöl-
hæfa og vandvirka leikstjóra;
svo heilsteyptur og samhæfð-
ur er leikurinn allur að vart
fer eitt einasta tilsvar for-
görðum. Leikstjórinn leggur
ekki mikla áherzlu á hraða
eða ærslafullan gáska, en því
meiri á aldarfarslýsingu og
hæðni skáldsins, og seiðir
fram allt það bezta í leikn-
um, bæði gaman og alvöru.
Guðbjörg Þorbjarna,rdóttir
vinnur mest afrek leikend-
anna allra, mikilhæf leikkona
á stöðugri braut til þroska.
Mynd sú er hún dregur upp
af þingmannsfrúnni er harla
eftirminnileg og næstum ó-
hugnanlega raunsönn og lif-
andi, svipbreytingar og geð-
herinar til einskis eytt, hún
situr eftir dótturlaus, von-
svikin og sárgröm sjálfri sér
og öðrum og er allt í einu
orðin gömul kona — þannig
geta hlutverk stækkað og
Hjá Alpingisliúsinu
(Brynjólfur Jóhannesson
og Steindór Hjörleifsson).
dýpkað í höndum góðra leik-
enda.
Brynjólfur Jóhannesson og
Þorsteinn Ö. Stephensen eru
sínum hnútum gagnkunnugir
og vart við nýungum að búast
af þeirra hendi, en hinum
þrautreyridu leikurum fatast
hvergi tökin. Brynjólfur skap-
ar einn smábóndann enn,
rammíslenzkan, fjörmikinn,
sérlundaðan og nokkuð stríð-
an í skapi, og vekur ósvikna
kátinu með bráðfyndnu gervi
og látbragði og hressilegum
orðsvörum. Ágæta vel lýsir
Brynjólfur gamla manninum
þegar þingmanninum tekst að
ala upp í honum metorða-
girndina, og enginn þarf að
efast um ráðvendni hans og
hjartahlýju. — Þorsteinn er
helzti hlédrægur, en lýsir
forkunnar vel innantómu
orðagjálfri og fagurgala þing-
mannsins, máttvana uppreist
og klaufalegu gróðabrálli, ger-
ir það lýðum ljóst að þessi
föndrari hefur ekki hafizt til
auðs og virðinga af eigin
ramleik — látlaus og sönn
mannlýsing.
Árni Tryggvason sómir sér
prýðilega í sporum svikagreif-
ans, framsögnin er hnittileg
og skýr að vanda og gervi og
látbragð vel við hæfi og að
ýmsu ólikt fyrri hlutverkum
leikarans. Hann er kostulegur
í vísindabúningnum i upphafi
leiksins, en ef til vill beztur
þar sem hann situr í hópi
auðtrúa og hrifinna kvenna
og lýgur upp einni sögunni
annarri fáránlegri af afrek-
um sínum og frægð — verð-
ur gagntekinn af sínum eígin
heilaspuna og talar eins og
skáld.
Tveimur lítt reyndum léik-
urum er lagður allmik'll vandi
á herðar, Einari Þ. Einars-
syni og Helgu. Bachmann.
Helga leikur hina kornungu
dóttur þingmannsins sem
lendir á villigötum, en skáldið
bjargar á síðustu stundu á dá-
lítið vafasaman og rómantísk-
an hátt: hún heldur upp í
dalinn til að sitja lömb og
spinna ull. Hin unga leikkona
er búin mörgum góðum kost-
um: fallegu útliti og æsku,
mjög geðfeldri framgöngu og
þýðri röddu, en leik hennar
skortir stundum tilbreytingu
og fjör, hún lýsir ekki nógu
skýrt þróun stúlkunnar frá
lífsleiða og vandræðafálmi til
heilbrigðs og nýs lífs, og er
raunar að nokkru sök höfund-
Slæmar fréttir (Guðbjörg
Þorbjarnardóttir og
Nína Sveinsdóttir).
ariris. Forsætisráðherrann er
hlutverk ofvaxið kröftum Éin-
Þi Einarssonar,' hins gervilega
og geðfelda leikara, honum
tekst ekki að sýna aldur, ^ífs-
reynslu og bragðvísi þessa
pólitíska refs og valdamanns
svo vel að á verði trúað, og
gervi hans er ekki gott og
minnir freniúr á síðustu öld
en okkar daga.
Af aukapersónum vekur
Steindór Hjörleifsson mesta
athygli, hann hefúr áður lýst
öldruðum mönnum mætavel,
en aldrei betur en í þetta
sinn. Við könnumst öll við
þingvörðinn hans, hann er ó-
svikinn fulltrúi gamla tímaris,
ellilegur, fornfálegur, barna-
legur og laundrjúgur. og ótrú-
legt hversu vel Steindóri tekst
á fáum mínútum að bregða
ljósi yfir skapferli hnns og
liðna æfi. Vinkonur og spila-
félagar þingmannsfrúarinriar
eru vel dregnar háðsmyndir
allar þrjár, samvaldar og ó-
líka.r í senn : Nína Sveinsdót.t-
ir er sannur fulltrúi uppskafn-
ingsháttar og illgjarns slúðurs,
Sigríður Hagalin naut.nasýkin
og menntunarskorturinn holdi
klædd — og Áróru Halldórs-
dóttur þekkjum við úr útvarp-
inu. Knúti Magnússyni bregð-
ur aðeins fyrir í gervi drukk-
ins sjómanns, framganga hans
er hressilegri en áður, en ekki
nægilega tamin; Valdimar
Lárusson er japanskur vís-
indamaður, talar þýzku og er
hinn spaugilegasti; loks er
Margrét Magnúsdóttir snotur
vinnustúlka.
Frh. á 10. síðu.
Sagan aí Trístan og Isól
Sagan af Trístan og Isól
eftir Jriseph Bédier. — 1.
bók í 4. bókaflokki Máls og
menningar 1955. — Pýðaiuli
Einar Ól. Sveinsson.
Sagan af Trístan og ísól er
eitt af fegurstu ævintýrum
þjóðsögunnar. Það hefur náð
alþjóðlegri útbreiðslu eins og
ljúft tónverk, og síðan á mið-
öldum hefur hver söngvarinn
af öðrum numið það og gefið
það aftur þjóð sinni í nýju
formi. Blær listaverksins fer
eftir flytjendum og hljóðfær-
um þeirra, en flestir syngja
þeir harmljóðið um Trístan og
ísól lágum, angurværum rómi.
Og það býr undarlegt seið-
magn í þessu ævintýri. Raun-
sæir menn verða að börnum
af að hlusta á það: Þeir
liverfa heim til æsku sinnar
eftir langar fjarvistir og falla
í stafi hjá bæjarlæknum —
við klið einfalds trega í vatn-
inu. Hér á íslandi höfum við
heyrt ævintýrið fyrr í ýms-
um búningi — og nú heyrum
við það flutt af nýjum söngv-
ara.
Þegar ég las ævintýrið um
Trístan og Isól á ný í búningi
Frakkans Bédier var eins og
ég fyndi glataðan dýrgrip sem
ég hafði lengi saknað. Þrátt
fyrir hretviðri síðustu ára-
tuga hafði ekki fallið á þetta
silfurhvíta víravirki ljóðrænna
kennda. Þvert á móti: aldrei
hefur stafað af því bjartari
ljómi. Þó er erfitt að finna
skynsamleg rök fyrir töfrun-
um. Málið á þýðingu Einars
Ólafs Sveinssonar er að vísu
fagurt, þýðingin afrek — og
þó er sú skýxúng ein ekki
nægileg. Sjálft ævintýrið er í
ósamræmi við raunsæi nútírn-
ans, og það er ekki óhugs-
andi að lesandinn vakni stutta
andrá af seiðnum í miðjum
lestri og segi: — Mikið er
þetta barnalegt' En hann
flýtir sér að gefa sig á vald
töfrunum á ný, og að loknum
lestri þykir honum sem hann
hafi dvalið í veröld jafn raun-
verulegri þeirri sem hann ,á
að venjast á virkum dögum
— aðeins margfalt yndis-
legri og sannari. Þar á æfin-
týrið sammerkt ljóðinu sem
segir sig úr lögum við skyn-
semina og fer leiðir hjartans.
Mál og menning á þakkir
skildar fyrir þessa fögru bók.
Snilldarleg þýðing og ljóðræn
frásögn sameinast. um að gera
hana að pei'lu meðal islenzkra
bóka.
Hannes Sigfússon.