Þjóðviljinn - 06.11.1955, Page 7
Sunnudagur 6. nóvember 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7
l
Kristinn E. Andrésson:
Islendlngum er vinarþel tll
annarra þjóða í hjarta gróið
í fyrradag var 5. ársþing
MÍP: haldið í Hlégarði í Mos-
felissveit. Þingið liófst með á-
varpi forseta MlR: Halldórs
Kiljans Laxness, síðan flutti
Drúzin ritstjóri stutta ræðu,
en að því búnu flutti Krist-
inn E. Andrésson skýrslu
stjórnarinnar fyrir siðastliðið
starfsár. Sagði hann fyrst frá
kynningarmánuði sambands-
ins í september í fyrra, en
þá var stödd á Islandi nefnd
sovézkra lista- og mennta-
manna er skemmtu og héldu
erindi í Reykjavík og víðar.
Sem áður hefur verið lögð
mikil stund á fundi með
fræðsluerindum og sýningu
kvikmynda frá Sovétríkjun-
um, og hefur aðsókn að kvik-
myndunum aukizt með ári
'hverju. Hér í Reykjavik, sér-
staklega, stendur þó slcortur
heppilegs húsnæðis þessari
starfsemi fyrir þrifum. Sér-
stök áherzla hefur verið lögð
á sýningu barnamynda, og
hafa tugir þúsunda reyk-
vískra bama sótt slíkar sýn-
ingar í Gamla bíói og í skól-
um.
I ár fór ein íslenzk sendi-
nefnd til Sovétríkjanna. Var
það nefnd frá Alþýðusam-
bandi: Islands er fór í boði
sovézka verkalýðssambands-
ins.
Þá vék Kristinn að kynn-
ingarmánuði sem nú stendur
yfir, rakti hvaða opinberar
skemmtanir hefðu verið
haldnar og hverjar væru eftir
áður en mánuðinum lyki,
sagði frá fyrirlestrum er
menntamenn sendinefndarinn-
ar hiefðu flutt, og sagði:
„Nefndin í heild hefur þannig
komizt í hin víðtækustu kynni
við íslendinga, og er ómetan-
legt gagn og fögnuður að
heimsókn sem þessari.“
Á fyrra ári taldist stjórn
MlR svo til að um 36 þúsund
manns hefðu séð sovétkvik-
myndir eða sótt fundi og
skemmtanir sem MlR gekkst
fyrir. Kristinn kvað þá vart
mundu verða undir 50 þús-
undum á þessu ári, og hefði
starfsemi ýmsra deilda úti á
landi verið með ágætum.
I MlR eru nú 17 deildir.
Ein deild, á Laugarvatni,
bættist í hópinn á árinu. í
sambandi við það sagði Krist-
inn frá því að safnazt hefðu
meðal Laugarvatnsnemenda
194 undirskriftir undir Vínar-
árvarp Heimsfriðarráðsins, og
fögnaðu fulltrúar á ársþingi
þessum ágæta árangri með
lófataki.
Síðan mælti Kristinn And-
résson:
„MÍR, félag okkar, er stofn-
að undir merkjum vináttu,
skilnings og bræðralags þjóða
í milli og í anda fyrsta sagna-
ritar-a vors að vilja ætíð hafa
■ ist. '
Þegar við komum nú sam-
an á 5. ráðstefnu MÍR getum
við fagnað því að sá andi sem
felst í stofnun og starisemi
MlR er á góðri leið að verða
innblásinni öllum þjóðum og
tekin að hafa áhrif á æðstu
forystumenn stórveldanna.
Við sögðum: Sovétríkin
vilja frið. Islendingar þurfa
ekki fremur en aðrar þjóðir
neitt að óttast frá Sovétríkj-
unum.
Við sögðum: Rússahræðsl-
an er tilbúin grýla gerð til
að afsaka utanríkisstefnu og
afsal landsréttinda sem er
hættulegri íslenzku þjóðinni
en orð fái lýst.
Við sögðum: Kynnizt Sovét-
ríkjunum og sovétþjóðunum
af eigin raun, skoðið með eig-
in augum það sem þar er
gert, kynnizt heimildum það-
an frá fyrstu hendi, kynnizt
menningu þeirra og listum og
þeim anda sem í þeim býr.
Fjöldi íslendinga hefur að
tilstuðlan MlR farið eftir
þessum orðum og kynnt sér
þau fimm ár sem félagið hef-
ur starfað margt um Sovét-
ríkin, heimsótt þau, séð kvik-
myndir þaðan og heyrt óm
frá ströndum þeirra í flutn-
ingi listar og talaðs orðs, haft
persónuleg kynni af sovét-
fólki.
Og hvað hefur ásannazt?
Að MÍR hefur farið með
sannmæli. Hver íslendingur
sem kynnzt hefur sovétþjóð-
unum hefur sannfærzt um
einlægan friðarvilja þeirra,
um stórfelldar framfarir, al-
hliða menningarstarfsemi og
háþróun í ýmsum greinum
lista og vísinda. Og allir hafa
sömu sögu að segja af því
andrúmslofti mannúðar, vin-
áttu og alúðlegrar gestrisni
sem ríkir með sovétþjóðunum.
Á þessum árum hafa íslend-
ingar einnig bundið verzlun
og viðskipti við Sovétrikin
með þeim árangri er beztan
getur, svo að verzlunin við
þau og önnur alþýðuríki í
austri er orðin undirstaðan
að velmegun þjóðarinnar. Og
á hinn bóginn aukast kynni
sovétþjóðanna á íslandi, menn-
ingu og bókmenntum þjóðar-
innar svo að áhugi á íslenzk-
um málefnum, sögu, fræðum
og bókmenntum er hvergi að
verða. meiri.
Og sú reynsla sem við höf-
um fengið af Sovétþjóðunum
staðfestist í hverju atriði af
reynslu annarra þjóða sem
einnig auka kynni sín af þeim
með hverjum mánuði sem líð-
ur, og má telja orðið staðfest
almenningsálit í heiminum að
Sovétríkin óski af einlægni
friðar og vináttu við allar
þjóðir. Og þau stórtíðindi
hafa gerzt á þessu ári sem
marka straumhvörf í alþjóða-
málum að æðstu fulltrúar
fjórveldanna sem eklci höfðu
hitzt síðan í Potsdam 1945
komu saman til fundar í Genf
og leituðu friðsamlegs sam-
komulags iim deilumál sín og
ágreiningsefni, og lögðu
grundvöll að frekari umræð-
um sem nú standa yfir milli
utanríkisráðherra þessara
ríkja, einnig í Genf. Þessi tíð-
Kristinn E. Andrésson
indi, eftir tiu ára kalt strið,
eru mikið fagnaðarefni öllum
heimi, mikið fagnaðarefni ís-
lenzku þjóðinni sem líf og
sjálfstæði á undir því að frið-
ur ríki í veröldinni. Annað
nærtækt fagnaðarefni íslend-
ingum, sem einnig styður það
sem MÍR hefur haldið fram,
er hin góða sambúð sem þró-
azt hefur milli Finnlands og
Sovétríkjanna og sá vináttu-^
og friðarhugur sem lýsir sér
í því að Sovétríkin flytja
burtu her sinn frá Porkkala
og skila herstöðinni þar aftur
til Finnlands löngu áður en
samningstíminn var útrunn-
inn. Ef Sovétríkin hefðu á-
rásir í huga á Norðurlönd hvi
slcyldu þau þá láta slíka her-
stöð af höndum af frjálsum
vilja? Oft hefur Porkkala-
stöðin verið notuð sem rök-
semd fyrir hernámi íslands;
einnig sú átylla er nú úr sög-
unni. Andinn frá Genf (sem
svo er nefndur), andi friðar
og sátta milli austurs og
vesturs, hefur í skjótri svip-
an breytt mjög til hins betra
andrúmsloftinu í heiminum,
og fyrstu skref til afvopnun-
ar eru þegar stigin, þó enn
sem komið er nærri eingöngu
af þjóðunum austan járn-
tjalds. Hið nýja viðhorf birt-
ist í mörgum myndum og ekki
sízt í efldum menningarlegum
samböndum og tengslum i
fjölmörgum greinum meðal
þjóðanna. Nú skiptast m. a.
Sovétríkin og Randaríkin á
nefndum vísinda- og lista-
manna í fyrsta sinn, og liver
alþjóðaráðstefnan af annarri
er háð, jafnvel atómvísinda-
manna og samstarfið innan
Sameinuðu þjóðanna eykst og
batnar og færist á fleiri svið.
Ef til vill eigum við „and-
anum frá Genf“ að þakka eins
og sænsk blöð hafa látið
í ljós, að sænska akademían
hei'ur ekki lengur séð sér fært
að standa gegn því að Hall-
dór Laxness, forseti MlR,
yrði sæmdur bókmenntaverð-
launum Nóbels sem háværar
lcröfur hafa verið um, ekki
sizt í Svíþjóð, mörg undan-
farin ár.
Þegar við lítum heim til
okkar hefur vinátta og við-
skipti við Sovétríkin eflzt og
aukizt á árinu. Kaupstefnan
í sumar varð mjög og
verður til að binda fastar
vináttu- og hagsmunatengslin
milli ríkjanna. Mikill vináttu-
vottur felst í því af Islands
hálfu að forseti Islands, Ás-
geir Ásgeirsson, og forseta-
frúin buðu heim til sín í gær
að Bessastöðum sovétgestun-
um sem hér dveljast í boði
MlR, ásamt stjórn MÍR, og
kunnum við þeim beztu þaltk-
ir fyrir heimboðið. Þykir mér
ennfremur skylt að taka fram
að íslenzkar menningarstofn-
anir og almenningur á Islandi
hafa ætíð látið gestum okkar
frá Sovétríkjunum í té beztu
fyrirgreiðslu og sýnt þeim
vináttuþel. Ég vil taka fram
um Tónlistarfélag Hafnar-
fjarðar að það varð fyrst
stofnana til að bjóða sovét-
iistamönnum til sín. Að þessu
sinni hefur Tónlistarfélag R-
víkur, Fiskideildin, ýmsir
skólar og fleiri stofnanir vilj-
að allt fyrir listamennina og
vísindamennina gera. Þjóð-
leikhúsið hefur jafnvel á
mestu annatimum sínum veitt
beztu fyrirgreiðslu. Islending-
ar eru af þeirri gerð að þeim
er vinátta til annarra þjóða í
hjarta gróin og virðing fyrir
listum og menningu, og það
er í ósamræmi við allt hugar-
þel íslendinga að sýna óvild
nokkurri þjóð. Mega þeir vera
mjög afvegaleiddir frá eðli
sínu, ef þeir gera slíkt. Þess-
vegna hefur líka rússagrýlan
sem nokkrir stjórnmálamenn
hafa viljað espa upp, einkum
síðan þeir urðu fyrir því óláni
að selja af hendi Iierstöð til
Bandaríkjanna, alBrei orðið
feitur fénaður hér á landi,
öllu heldur sem barnalega
lilaðin snjókerling sem hlaut
að bráðna við fyrstu geisla
frá sól skilnings og þekking-
ar.
Þrátt fyrir aukinn vináttu-
hug milli þjóðanna er þess.«
ekki að dyljast að enn eru ó-
friðaröfl kalda stríðsins að
verki. Enn er vopnafram-
leiðslan í fullum gahgi, enn
mega Bandaríkin ekki hevra
afvopnun nefnda, énn er
birgðum kjarnorkuvopna hrúg-
að upp, ennþá ríghalda Banda-
rikin í herstöðvanet sitt um-
hverfis ríki sósíalismans, enn
er ekki styrjaldarhættan úr
sögunni, enn búa þjóðir við
undirokun og blóðuga ný-
lendukúgun. Enn er ekki andi
friðar, sátta og samninga
orðinn ríkjandi lögmál í al-
þjóðlegum viðskiptum. Því má
ekki gleyma að Sovétríkin, al-
þýðulýðveldin og hin máttugu
öfl friðarins um öll lönd hafa
knúið fram hina breyttu
stefnu sem til friðar og sátta
horfir. Enn er ekki tími fyr-
ir þessi öfl að slaka á starfi
sínu, heldur vinna af tvíefld-
um þrótti að sátt og samlyndi
og menningartengslum þjóða
í milli.“
Að lokum sagði Kristinn
Andrésson frá því að stjórn
MlR hefði að undanförnu ver-
ið að ræða ýmsar breytingar
sem til greina kæmu á menn-
ingartengslum við Ráðstjórn-
arríkin. Farið hefur verið
fram á að fá hingað sovézkt
knattspyrnulið og aðna i-
þróttamenn, ballett, .taflmeist-
ara o. s. frv. Á sama hátt
hefur þess verið farið á leit
að íslenzkum sérfræðingum
i ýmsum greinum yrði boðið
austur, einum og einum í
senn, og öðrum einstaklingum
til ekki minna en mánaðar-
dvalar hverjum. Þá hefur ver-
ið rætt um að efna til hóp-
ferðar til Sovétríkjanna næsta
vor, en allt er þetta sem sagt
enn í deiglunni.
Æskuíýðstónleikar Gratsj
S.l. fimmtudag hélt sovézki
fiðluleikarinn Edvard Gratsj
æskulýðstónleika í Austurbæj-
arbíói á vegum Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjómar-
ríkjanna. Undirleik á píanó
annaðist Sofía Vakman.
Eins og á tveim fyrri tónleikum
MÍR var leikur Gratsj fram-
úrskarandi, tónninn mjúkur og
hreinn svo unun var á að hlýða
og tæknin nær takmarkalaus.
Að þessu sinni gaf efnisskráin
honum líka tækifæri til að
sýna óbrigðula hæfni við túlk-
un hinna ófíkustu viðíangsefna.
Fyrst á efnisskránni var
Fiðlukortsertinn í g-moll eftir
ViValdi-Nachez, leikinn í hefð-
bundnum stíl eins og bezt var
á kosið. Síðan kom hin fagra
Sónata nr. 3 eftir Brahms, verk
sem flestir fiðluleikaranna er
komið hafa hingað til lands
á undanfömum árum hafa flutt
á tónleikum sínum, Var flutn-
ingur þein'a Gratsj og Vakman
með afbrigðum góður og mun
seint: líða úr minni þeim sem
heyrðu. Fögnuður áheyrenda
var l(ka mikill að loknum flutn-
ingi sónötunnar og íyrri hluta
efnisskrárinnar, og urðu lista-
mennimir að leika aukalag:
Ave María eftir Schubert.
Á síðari hluta efnisskrárinn-
ar voru smærri verk: Melan-
kólsk serenata eftir Tsækovskí,
tvö lög úr leikdansinum Rómeó
og Júlía eftir Prokoféff, Són-
ata nr. 3 eftir Ysaye, Hægur
vals eftir Debussy og Rondo
capriccioso eftir Saint-Saéns.
Var flutningur þessara verka
allra frábær og þó minnisstæð-
ust lög Prokoféffs, Rondo Saint-
Saéns og ekki hvað sízt sónat-
an eftir Eugéne Ysaye, belgísk-
an fiðluleikara og kunnan
kennara um síðustu aldamót
(hann dó 1931), en hana lék
Gratsj án píanóundirleiks.
Gratsj yarð enn að leika þrjú
aukalög (m. a. eftir Prokoféff
og Brahms) áður én áheyrend-
ur slepptu honum af svíðinu.
Ékki má gleyma þætti Sófíu
Vakman í þessum tónléikum.
Undirleikur hennar var énn
sem fyrr mjög góður og sam-
leikur hennar og Gratsj í són-
ötu Brahms einstakur.
*—■í.