Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.11.1955, Blaðsíða 1
í»riðjudagur 8. nóvember 1955 — 20. árgangur — 253. tölublað Inni í blaðinu 1 deiglumii (leikdómur) 7. síða. Alvarlegasta hættan 6. síða. 1 f Sóknarhugur o» rökstndd bjartsýni ein- kenndi tínnda flokksþing Sósíalistafiokksins JEinar Olgeirsson kjiirinn forinaður flokksins9 Síein- þór Cnóniundsson varaforniailnr Tíunda þingi Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins lauk á áttunda tímanum á sunnudagskvöld, og einkenndist þingið allt af sóknarhug og rökstuddri bjart- sýni fulltrúanna um land allt. Megintími þingsins fór í aö ræða stjórnmálaástandið, verkalýðsmál og flokksmál og var fyllsti einhugur um stefnu flokksins og samróma á- lit að unnt væri að ná mjög veigamiklum árangri í bar- áttunni fyrir einingu alþýðunnar og vinstri samvinnu. Formaður flokksins var kjörinn Einar Olgeirsson og varaformaður Steinþór Guðmundsson. Voru þeir báðir sjálfkjörnir og hylltir af þingfulltrúum. Er þingi lauk hélt Einar Ol- geirsson ræðu, þakkaði fulltrúun- um mjög góð störf og óskaði þeim góðrar heimferðar. Sagði Einar að þetta væri eitt bezta þing sem Sósíalistflokkurinn hefði haldið, umræðurnar hefðu verið á háu stigi og sýnt þroska flokksins og ábyrgðartilfinningu. En nú riði á að láta þessi ágætu störf flokksþingsins birtast í verki, koma í framkvæmd með einbeitttu starfi stefnu flokksins í einingarmálum alþýðunnar og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Að ræðu Einars lokinni risu þingfulltrúar úr sætum sínum og sungu alþjóðasöng verkalýðs- ins. Er ályktun um verkalýðsmál hafði verið afgreidd hófst síðari umræða um stjórnmálaályktun- ina og hafði Brynjólfur Bjarna- son framsögu stjórnmálanefndar, en auk hans tóku til máls í um- ræðunni sem lauk síðari hluta sunnudags Haraldur Jóhannsson, Ásmundur Sigurðsson, Einar Olgeirsson, Eðvarð Sigurðsson, Kristján Andrésson, Steingrímur Aðalsteinsson, Gísli Ásmundsson, Ásgeir Bl. Magnússon, Sigurður Stefánsson, Þorvaldur J>órarins- son, Hannes Stephensen, Ingi R. Helgason, Snorri Jónsson, Har- aldur Steinþórsson og Karl Guð- Einar Olgeirsson jónsson. Var stjórnmálaályktunin að lokum samþykkt einróma og verður hún birt hér í blaðinu einhvern næstu daga. Á sunnudag fóru einnig fram lokaumræður um flokksstarfið og hafði Eggert Þorbjarnarson framsögu nefndarinnar en auk Steinþór Guðmundsson v hans tóku til máls i lokaumræð- unni Gunnar Benediktsson, Bryn- jólfur Bjarnason og Adda Bára Sigfúsdóttir. Þá var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár og hafði Guðmundur Hjartar- son framsögu þeirrar nefndar. Einnig var samþykkt ein laga- breyting um aðstöðu flokks- manna á þeim stöðum þar sem flokksdeildir eru ekki starfandi.- Samhliða stjórnmálaályktun- inni voru afgreiddar ályktanir um ýms svið þjóðmálanna, svo sem sjávarútvegsmái, landbún- aðarmál, iðnaðarmál, samvinnu- mál o. fl. Kosning ílokksstjórnar í þinglok fór svo fram kosning • flokksstjórnar fyrir næstu tvö ár og er hún þannig skipuð: Auk formanns og varafor- manns voru kjörnir í flokks- stjórn fyrir Reykjavik og ná- grenni, sem jafnframt er mið- stjórn flokksins: Ásgeir Blöndal Magnússon Björn Bjarnason Brynjólfur Bjarnason Eðvarð Sigurðsson Eggert Þorbjarnarson Guðmundur Hjartarson Guðmundur Vigfússon Halldóra Guðmundsdóttir Hannes M. Stephensen Ingi R. Helgason Jón Rafnsson Kristinn E. Andrésson Kristján Andrésson Magnús Kjartansson Sigurður Guðgeirsson Sigurður Guðnason Snorri Jónsson Framhald á 3. síflu. i Ríkisstjórnin er enn að semja um ó- tvíræðan rétt Islendinga OEEC leggur áherzlu á að viðskipfasamband Islands við Sovéfrikin verði rofið Þær furðulegu fréttir hafa borizt að ríkisstjórn ís- lands standi í samningum við erlenda aðilja um ótvírætt innanríkismál íslands: stækkun landhelginnar. Auk þess hefur fengizt staðfesting á því sem lengi var vitaö að! stofnanir sem lúta bandarískum stjórnarvöldum vinna markvisst að því að eyðileggja viðskipti íslendinga við Sovétríkin. Miklar umræður Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá stóðu umræður enn er blaðið fór í prentun á laugar- dagskvöld og lauk þeim ekki fyrr en klukkan þrjú um nótt- ina. Voru fyrst umræður um verkalýðsmál og tóku þátt í þeim auk þeirra sem þegar hafa verið taldir í fyrri frétt Sigurður Árna- son, Hjörtur Helgason, Einar Ög- mundssqn, Jón Rafnsson, Hólm- ar Magnússon, Einar Olgeirsson, Gunnar Jóhannsson, Guðmundur _J. Guðmundsson og Eðvarð Sig- urðsson. HRPPORIETTI PJQÐUILJeOS 4 dagar eru þangað til dregið verður. Við viljum minna allt okkar sölufólk á jiað, hvað þessir dagar eru okkur dýr- mætir, því að það er staðreynd að fjöldi fólks er reiðubúið að kaupa liappdrætti þegar örstutt er til dráttar. Það er áríðandi að allir noti tímann vel þessa fáu daga, jivi að betra tækil'æri fæst ekki tíl sölunuar. Munið ennfremur, að drætti verður ekki frestað. f síðasta tölublaði brezka blaðsins Fishing Nevvs (No. 2220) birtist þessi frétt í feit- letruðum ramma á forsíðunni undir fyrirsögninni „Frekari viðræður við lsland“: „FISHING NEWS liefur fregn- að að þrátt fyrir hinn ákveðna tón í síðustu orðsendingu fs- lands til Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu sé of snemmt að áiíta að samningarnir séu farnir út um þúfur, jiar sem þegar er tekið að undir- búa annan fund samninga- manna í nóvember eða snemma í desember. Formaður Efnahagssamvinnu- nefndar Evrópu liefur lagt á ráðin um grundvöll slíks fund- ar. í skýrslu sem stofnunin hef- ur nýlega gefið út segir að allt verði að gera til að að- stoða fsland við að koma á eðlilegri utanríkisviðskiptum („a less artificial pattern of trade“). fsland hefur með |>ví að ánetjast ' Rvisslandi, („through iinking up with Russia“) vegna þess að brezld marltaðurinn var lokaður sök- um Iöndunardeilunnar, haft á móti („discriminated") inn- flutningi bæði frá dollaralönd- um og frá löndum á svæði Greiðslubandalags Evrópu.“ „Enn ólokið“ Þjóðviljinn lagði þessa frétt í gær fyrir utanrikisráðuneytið og fékk eftirfarandi upplýsing- ar: „Viðræður hafa átt sér stað innan OEEC (Efnahagssam- anfarið um deilu fslands og Bretlands út ai' fiskveiðitak- vinnustofnunar Evrópu) und- mörkunum frá 1952 og jieim er ólokið enn.“ Pétur Benediktsson sendi- herra er fulltrúi íslendinga í þessum viðræðum, sagði ráðu- neytið, sem annars var ókunn- ugt um að sératakur fundur hefði verið boðaður innan nefndrar stofnunar. Um hvað er verið að semja? Frétt þessi vekur nokkra furðu þar sem íslendingar hafa i aldrei álitið að stækkun land- helginnar árið 1952 gæti verið samningsatriði við erlenda að- ilja. Þar er um algert innan- ríkismál fslands að ræða að á- liti íslendinga, sérstakt hags- munamál þeirra sem engir „samningar“ geta staðið um. Hin „óeðlilegu viðskipti“ Hitt kemur ekki eins á óvart í þessari frétt að Efnahags- samvinnustofnun Evrópu legg- ur á það mikla áherzlu, að fs- lendingar rjúfi viðskiptin við Sovétríkin. Að áliti þessarai* bandarísku stofnunar er það „óeðlilegt“ að íslendingar hafi aflað sér öruggs' markaðar í Sovétríkjunum fyrir veiga- mestu afurðir sínar, markaðar sem nú er orðið lífakkeri ís- lenzks atvinnulífs. Þjóðviljinu hefur oft áður skýrt frá til- raunum bandarískra og brezkra aðilja t.il að eyðileggjá. þessi viðskipti. 4 dagar þangað til dregið verður í happdrættinu. - Gerið skil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.