Þjóðviljinn - 10.11.1955, Page 4

Þjóðviljinn - 10.11.1955, Page 4
 •1) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. nóvember 1955 Hefsir opinberu listasalni: á íslandi verið valin lóð? í athyglisverðri grein „Op- inbert listasafn á lslandi“, er birtist í 2. hefti Tímarits 'Máls og menningar 1949, eftir Björn Th. Björnsson, segir xn.a.: „Alllangt er síðan radd- ir heyrðust um það, að nota bæri efstu hæð Þjóðminja- s'afnsins nýja undir listasafn, —■ til bráðabirgða. í fyrsta lagi er öllum kunnugt, að orð- in „til bráðabirgða“ þýða á nútjímaíslenzku „um ófyrir- sjáanlega framtíð“, og í öðru lagi hlýtur það að vera öllum Ijóst, sem nokkurt skynbragð bera á myndir og gengið hafa fyrmefnda hæð, að hún er með öllu ótækur staður undir listasafn, — enda hefur ítrek- uð gagnrýni Félags íslenzkra myndlistamanna á þessari fyr- irætlun borið þess glöggt ! vitni. | Hins vegar væri ekki úr 1 vegi að nota þennan stað, ef hann er falur, og safna þang- að öllum listaverkum hins op- ínbera, skrásetja þau, gera við j iþau, og jafnvel, ef hægt er, I að halda þar á þeim opinbera ; sýningu. En gagnvart hinu i yerða jafnt listamenn sjálfir I og allur hinn listunnandi al- menningur að standa fast á verði, áð hinu opinbera gefist hér skáikaskjól til að draga hina sjálfsögðu og nauðsyn- legu úrlausn -þessa máls von úr viti. Af ótta við þetta hafa meira að segja komið fram sterkar raddir meðal listamanna um það, að þeim bæri að hafna þeirri fyrir- ætlun með öllu, að eitt ein- asta listaverk verði flutt á þennan stað, — og er það sjónarmið sízt óeðlilegt". En um safnið segir Björn m.a.: „Það verður að vera miðstöð og höfuðból allrar myndjistarK.. í K lan/iinu. Það verður að eiga gott safn bóka og tímarita, gott safn eftir- mynda af frægum erlendum listaverkum, —það verður að veita almenningi góða og að- gengilega fræðslu um listir og koma á stað slciptum erlendra og íslenzkra sýninga. Það verður að vera sá vett- vangur, þar sem hægt er að njóta alls hins bezta í ís- lenzkri list við góð skilyrði, og þar sem hinn mikli gró- andi í listáhuga þjóðarinnar getur átt traust og virðulegt athvarf. Þessi hugmynd er ekki ný. Mörg ár eru síðan að íslenzk- um listunnendum varð ljóst, hvílík frumnauðsyn þetta er. Eftir því, sem ár hafa liðið og íslenzkri list vaxið þróttur, hefur hugmynd þessi leitað æ fastar á og orðið brýnni. En þó varð það ekki fyrr en nú í vetur að hún hefur öðlazt ákveðið form“. Þá ræðir Björn í greininni og skýrir uppdrætti Skarphéð- ins arkitekts Jóhannssonar, þá er Skarphéðinn hefur gert af eigin áhuga fyrir málinu og þannig orðið fyrstur til að fórna því miklum tíma og nákvæmri alúð. "Um staðsetningu safnsins segir Björn: „Það fyrsta sem athuga verður, áður en lengra er farið, er staðsetningin, því að hún hlýtur að ráða eðli hússins að verulegu leyti. Auk þess að ætla verður byggingunni skemmtilegan og fagran stað, virðist mér atrið- ið, sem hér skiptir langmestu máli, vera það, að nóg land- rými sé fyrir höggmýndagarð. Flestar höggmyndir verða samkvæmt eðli sínu að standa úti og hafa fallegt umhverfi, ef þær eiga að njóta sín til fulls. Slíkur garður ætti því jafnframt að vera skrúðgarð- ur, sem fólk gæti leitað til á góðum degi, og jarðvegurinn verður því að vera sem ákjós- anlegastur fyrir trjárækt og annan gróður. Eftir mikla umhugsun þeirra manna, sem mál þetta hafa mest borið fyrir brjósti, hefur niðurstaðan orðið sú, að varla mundi vera hægt að benda á neinn ákjósanlegri stað en er suðvestan í Laug- arásnum“. Þá eru orð Björns um sameiningu höggmynda- garðs og botanísks jsafns- garðs athyglisverð. Eins og Björn Th. Björns- son bendir réttilega á þá skiptir hér mestu máli að hentugt og nægjanlegt land- rými verði valið fyrir högg- myndagarð. Með hliðsjón af þessu og nær taumlausri þenslu bæjarlandsins um holt og hæðir vaknar eftirfarandi spurning: Hefur opinberu listasafni á Islandi verið valin lóð? Gunnar S. Magnússon. Það er ekkert leyndarmál að íhaldið gengur með ógn- þrungið og ólæknandi líkþorn. ■ Eins og sjúklingum er títt leitar það sér lækninga, en þó á alveg sérstakan hátt. í gömlum ævintýrum er tal- að um illar vættir sem fundu þá meinabót eina að iðka mannát og drekka blóð. En þessu er nú ekki aiveg þamiig farið með íhaldið; lækning þess er sú ein að stíga á háls hverri frelsisunn- andi hreyfingu, hverri kjara- bót til handa alþýðu manna og hverskonar menningarvið- leitni, sem skert gæti það sem það kallar sinn óðalsrétt. Þessi lækning fer fram undir margskonar formúlum. Þegar á að selja ættjörð- ina, alla eða hluta af henni, eru settar nýjar umbúðir á líkþornið og þar er þrykkt með gylltum stöfum: „Islandi allt“. Fái verkafólk nokkrar krón- ur í kjarabætur, koma nýjar umbúðir, nýtt letur: „Hrun atvinnulífsins er yfirvofandi vegna verðbólgu kommúnista". Þegar Fróðárhirðin er búin að draga arðinn af framleiðsl- unni yfir á einkareikninginn, en allur kostnaður stendur sem skuld í bönkunum, kann- ski 100 millj. á fyrirtæki, þá er letrið á umbúðunum: „Gengislækkun óumflýjanleg vegna afkomu atvinnuveg- anna og afkomu fólksins". — Þetta eru óneitanlega snið- ugri kjarabætur, að stýfa 70 milljónir króna af 100 millj- ónum slculdakóngsins og láta svo einkaeign hans hækka í sama hlutfalli, og gera þetta kvalalaust með einu penna- striki, heldur en standa í mánaðaverkfalli fyrir nokkr- ar krónur. En eitt verður alþýðan að Hættulegar göngubrýr — Verzlanir auglýsa vöru- verðið í sýningargluggum — Pólitík f,R“ SERIFAR: „I fyrradag átti ég leið upp Hverfisgötu rjm klukkan eitt, þegar ég var J að koma úr mat. Rétt fyrir ■ ofan Söluturninn við Arnar- J hól, var búið að grafa skurð i þvert yfir gangstéttina og i voru hlerar lagðir yfir. Þegar ég kom þarna að, sá ég, að annar hlerinn var svo illa i lagður yfir skurðinn, að hann - hlaut að sporðreisast, ef stigið • væri út á hann. Ég Jagaði hler- 1 ann eftir því sem ég gat. En J svona lagaður trassaskapur J getur verið stórhættulegur, t.d. . ef einhver hefði í hugsunar- i Jeysi gengið út á hlerann og hann sporðreistst, hefði sá hinn sami getað meiðzt illa. Eg vildi aðeins vekja athygli á þessu og hvetja þá, sem vinna að skurðgreftri í götum bæj- arins til þess að ganga örugg- lega frá hlerunum, sem þeir leggja yfir skurðina, svo að fólki sé ekki hætta búin að ganga eftir þeim“. Það er rétt, að trassaskapur í j þessu efni getur haft slæm- i ar afleiðingar, t.d. eftir að j skuggsýnt er orðið á kvöldin, þá sér fólk ekki, hvort hler- um, sem mynda göngubrýr yf- . -ir skurði í götunum, er örugg- J lega komið fyrir. Bæjarpóst- urinn hvetur fólk til að stíga ' varlega út á þessar göngu- bi'ýr, og treystir þeim, sem vinna við að koma þeim fyr- ir til að vanda verk sitt. ,KONA“ SKRIFAR: „Bæjar- póstur sæll! Ég var ein þeirra mörgu, sem lögðu leið sína niður í Austurstræti á laugar- daginn, til þess að sjá hina nýju verzlun SlS, Ég komst reyndar ekki inn, en ég sá, að verð allra vörutegunda, sem til sýnis voru í glugganum, var greinilega sýnt, og fannst mér, að það gæti verið fólki til mikils hagræðis. Gætu ekki aðrar verzlanir tekið þetta upp líka og sýnt greinilega verð þeirra vara, sem þær hafa til sýnis í gluggum sínum? Það gæti a.m.k. sparað fólki tíma, sem annars fer í að hlaupa inn í búðina og spyrja, hvað þetta eða hitt kosti“. Það hefur stundum verið vik- ið að þessu áður, en einhverra hluta vegna leggja verzlanir oftast meiri álierzlu á að aug- lýsa vöruna sjálfa heldur en verð hennar. Og einkennileg tilviljun er það, að þá sjaldan verðmiði er festur á muni í sýningargluggum (eins og t.d. í mörgum skartgripa- og vefn- aðarvöruverzlunum), þá skuli tölustafimir á miðunum frek- ar vilja horfa inn í búðina heldur en út í gluggann. Mér finnst, að verzlanir ættu að gera það að skyldu sinni að setja enga vörutegund út í sýningarglugga, án þess að sýna greinilega verð hennar. Bæði er, að vöruverðið er ekk- ert leyndarmál (a.m.k. ekki, þegar maður á að fara að borga), og eins hitt, að fólk getur sparað sér ómakið að vill Bæjarpósturinn eindregið hvetja lesendur sína til að fvlgjast með störfum AJþingis. Hvað gerir Alþingi t-d. við frumvarp Hannibals Valdi- marssonar um verkalýðs- skóla? Hvaða afgreiðslu fær húsnæðismálabálkur Einars Olgeirssonar? Hverju svarar ríkisstjórnin til um liina nýju hækkun bátagjaldeyrisins ? Þetta eru mál, sem varða all- an almenaing, og þvi ætti fólk að fylgjast vel með framvindu þeirra. Fátt óttast valdhafarn- ir meira en þekkingu fólksins og skilning á þjóðfélagsmál- unum. En nú segja menn nátt- úrlega: Bæjarpósturinn er orð- inn alltof „pólitískur“. En ég hef þvi til að svara, að það er tæplega hægt að minnast á nokkurt mál, ánþess að vera pólitizkur, af því að fólk er búið að fá pólitíkina svo á heilann, að það sér hana í ó- liklegustu hlutum. Elf það er pólitískt athæfi að reyna að fylgjast sem bezt með því, sem gerist á innlendum og erlend- um vettvangi, þá finnst mér full ástæða til að biðja fólk að leggja mesta rækt við þá grein pólitikurinnar. hlaupa inn í búðimar til þess að spyrja um verð á ýmsum ÞAÐ LEEÐRÉTTIST hér með hlutum, ef hægt er að sjá verð- að orðsendingin í fyrradag ið í gluggunum. — Þá átti að vera til 1,B. varast til þess að ekki beri ský á himin þessara glæsi- legu aðferða, og það er að stíga ekki ofan á líkþornið, því þá gólar Morgunblaðið og þá gaular Vísir, þessir samastaðir sársaukans. Sósíalistaflokkurinn og aðr- ir málsvarar alþýðu bera á- byrgð á veinum og kveinstöf- um íhaldsins á undanförnum áratugum og vonandi verða þeir færir um að bera þá ábyrgð. Öllum eru í fersku minni hljóðin frá sl. vetri þegar verkafólkið fékk 10% kaup- hækkun, og þeim hljóðum linnir ekki enn, þó búið sé að taka kauphælckunina að mestu leyti til baka. Nei, hefndin skal vera gengislækk- un, kjarabót handa þeim rxku. Skilningur á bókmenntum og þjóðfélagsmálum fram- kallar hljóð úr Líkaböng. Þetta gengur jafnvel svo langt, að nú stofna heildsalar og aðrir fésýslumenn bókmenntafélög. Tíminn sker úr hvernig þetta heppnast, en þetta sýn- ist eitt stærsta ævintýri sem gerzt hefur með þjóð vorri í seinni tíð, jafnvel stærra en þegar íhaldið fór að stofna verlcalýðsfélög. Það munu vera teljandi ihaldsskáld og rithöfundar á Íslandi, og svo mun vera um heim allan. Þeir menn, sem teljast til þeirrar ættar hafa kannski á yngri árum gert eitthvað sæmilegt meðan þeir brenndu síðasta neistanum af víðsýni og frjálsri hugsun, en svo ekki meir. Hér hefur verið reynt að setja nýtt vín á gamla belgi, en sú aðferð hefur reynzt ótrygg til þessa. Átakanlegust var inni- byrgða stunan sem Mogginn gaf frá sér þegar Halldóri Kiljan Laxness voru veitt Nóbelsverðlaunin. — Þá var Kristján Albertson, sem einu sinni átti að verða bókmennta séní íhaldsins, en dugði ekki sem ritstjóri Varðar, sendur fram á vígvöllinn til að hnýta í skáldið. Atlagan var aumkunaxrverð eins og á stóð, en kannski aurar fyrir Kristján. Það er engin tilviljun að Atómstöðin var tilnefnd, líkþornið segir til sín. Bækur Kiljans vaxa við hvern lestur og Atómstöðin ekki sízt, eins og allar sann- ar bókmenntir, og hún þarf engu að kvíða í röð ritverka skáldsins. Það er opinbert leyndaimál, að reynt var eftir diplómat- ískum leiðum héðan að heim- an, að girða fyrir að Kiljan hlyti verðlaunin, — eða þeim yrði skipt, og allir vissu þá hver átti að standa í skugg- anum, fengi verðlaun til mála- miðlunar, af náð. Stærsti sigur Kiljans er ekki það að hafa hlotið þessi verðlaun, heldur hitt, að veit- ing þeirra tiJ hans er högg á afturhald allrar heims- kringlunnar. Það er ekki á færi okkar almennt að slá svo mikil og markvís högg, en við getum slegið miklu betur og markvísar en við Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.