Þjóðviljinn - 10.11.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1955, Síða 6
f}) —r ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur. 10. nóvember 1955 HlðÐVIUINN Útgefanði: Samelnlngarflokkur alþýða — Sósíalistaflobkurinn — Við sama hey- 1 garðshorniö Flestum mun í fersku minni hvaö afturhaldið ætlaðist fyrir á haustmánuðum ársins 1944 ■ þegar verkalýðshreyfingunni og Sósíálistaflokknum tókst að liindra fyrirætlanir þess og gjör- breyta allri þróun íslenzkra efna- hagsmála og stjórnmála með myndun nýsköpunarstjórnarinn- ar. Eina úrræðið sem afturhald landsins eygði þá var að ráðast á lífskjör almenniings, læjkka kaupgjaid verkalýðsins stórlega og þar með einnig tekjur bænda og annarr.a vinnandi stétta. Sér- fræðingar og spámenn aftur- haldsins sögðu þjóðinni að þessi leið væri sú eina sem fær væri og sú eina rétta. Að öðrum kosti blasti hungrið eitt fram- undan, þjóðin væri stödd á barmi gjaldþrots og öngþveitis. Þá markaði flokkur verkalýðs- hreyfingarinnar, Sósíalistaflokk- urinn, svo glöggt og skilmerki- lega aðra og heillavænlegri stefnu að afturhaldið var hrakið á flótta og hiuti borgarastétt- arinnar knúinn til samstarfs við verkalýðinn um uppbyggingu atvinnulífsins og stórstígari framkvæmdir en áður höfðu þekkzt á íslandi. í stað hruns og kauplækkunar tóku við betri og bjartari tímar í lífi allrar al- þýðu, öflugt atvinnulíf og stór- huga framkvæmdir voru ein- kenni nýsköpunaráranna og ís- lenzk verkalýðshreyfing skóp mcðlimum sínum betri kjör og öruggari afkomu en nokkur dæmi voru til um áður. ..Sagan endurtekur sig“ var Stundum orðtæki Tryggva heit- ins Þórhallssonar. Afturhaldið er enn að sigla málefnum þjóð- arinnar í strand. Og enn hefur afturhaldið upp raust sína, raustina frá haustdögunum 1944. Eiun helzti forkólfur þess og fjármálasérfræðingur, Vilhjálm- ur J>ór, er látinn boða lausnina: nióurskurð útlána og vaxtahækk- un, stöðvun íbúðabygginga og annarra verklegra framkvæmda og stórhækkun skatta og tolla. Telur Vilhjálmur Þór þetta leið- ina til þess að koma á „jafn- vægi“ milli framboðs og eftir spurnar á vinnuafli svo hægt sé að koma fram kauplækkunum íijá verkalýð og launþegum. Hið gjaldþrota íslenzka aftur- hald er sem sagt enn við sama heygarðshomið. Lausn þess er stöð.vun framkvæmda í landinu Og nýjar árásir á lífskjör fólks- ins. En eins og 1944 bendir Sósíalistaflokkurinn á aðra og raunhæfa lausn á vandamálun- um og berst fyrir því að öll alþýða pameinist um að hrinda henni í framkvæmd með sköp- un þeirrar stjórnmálaeiningar al- þýðunnar sem leyst geti gjald- þrotastjórn afturhaldsins af hólmi. Afkoma og framtíðar- horfur íslenzkra alþýðuheimila er undir því komið að leið Sósíalistaflokksins, leið eining- ar alþýðunnar verði farin, en helgöngustefnu afturhaldsins hafnað. Endurniiiming fórnar og sigurs Bóris rolevoj: Saga af söim- um mantii. 343 blaðsíður. Jóliaimes úr Kötlum íslenzk- aði. IniiKangsorð eftir Hall- <lór Kiljan Laxness. — 4. bókaflolckur ðláls og menn- ingar. 6. bók. — Ileirns- kringla 1955. l’rentsmiðjan Hólar. --------------★ fjörugur og léttur í máli að það mun sanni nær að flestir menn, og þó kanski aungvir Er ég hyggst nú skrifa dá- litla umsögn um þessa bók og tek að fletta upp á þeim stöð- um er ég hef merkt ath. eða NB við yfirlestur, verður mér ljóst að auðveldasta leiðin til að koma efni um hana áfram- færi er um leið hin bezta: að endurprenta upphaf „Inn- gángsorða“ þeirra sem Hall- dór Kiljan Laxness skrifar með bókinni. Og kemur það hér: „Þar kemur nú loksins bók sem maður mundi hafa kallað spennandi hér á árunum! Og ekki spillir að vita að SAGA AF SÖNNUM MANNI er einnig í þeim skilníngi sönn, að maðurinn sem alt þetta kom fyrir er ekki neitt hug- arfóstur skálda, heldur lifir liann í góðu geingi enn þann dag í dag, mikilsvirtur verka- maður og höfuðhetja heimahjá sér 1 Sovétríkjum. En þó þetta sé skemtileg bók, þá er hún aungvanveginn samin um neinn liégóma: á þessum blöð- um verður sumsé enn ein op- inberun hinnar frægu „rúss- nesku sálar“, sem spakvitrum mönnum er svo gjarnt að orð- leingja um, einkum þá er þeir ræða um Dostoévskí og þessa kalla. Yrkisefni bókarinnar er sótt í eitt ógnarlegasta tíma- bil rússneskrar sögu, varnar- stríð rússnesku þjóðarinnar gegn einhverjum illskeptasta flokki sem nokkrusinni hefur hafist á Vesturlöndum, og er þá mikið sagt. Sem lcunnugt er lét Hitlir og hitlar hans, það er að segja þýskir fasist- ar, ekki við sitja að brjóta Þýskaland sjálft í mola sem erfitt verður að sameina og reisa upp, og honum nægði ekki heldur að eyða og brenna flest nágrannaríki sín hið vestra, þessi flokkur gerði einnig för sína til grannríkja sinna í austur, þeirra erinda að slökkva alt mannlíf sem þar þiróaðist, ef hægt væri; og er talið að illþýði þessu hafi tekist að svipta nær tuttugu nfiljónum saklausra manna lífi þar í löndum, og eru þá meðtalin börn og konur. í SÖGU AF SÖNNUM MANNI verður lesið um þá ævi er saklaust fólk átti í Rússlandi þau misseri sem á stóð viður- eign rússa við þann flokk sem fróðir menn telja verið liafa grimmastan og siðlausastan allra manna sem villimanns- heiti hafa borið eftir verð- skuldan frá því sögur hefjast. En þó að saga þessi af sönn- um manni eftir Bóris Polevoj sé eingin gamánsaga að efni til, þá er höfundurinn svo Bóris Polevo j fremur en æskumenn, örvist við ævintýralega frásögn hans, og þá ekki síður við bjartsýni þá sem höfundin- um er gefin, og þá trú hans að mannlegur græðimáttur sé hverju sári meiri“. Mætti ég undirstrika það að Saga af sönnum manni er ekki skáldsaga í venjulegum skiln- ingi þess orðs; bókin gæti þessvegna alveg eins heitið Sönn saga af manni. í eftir- mála, sem jafnframt er sögu- lok, segir höfundur frá tilurð bókarinnar: hann var frétta- ritari Prövdu á vígstöðvunum, hitti þar eitt sinn Alexei Meresjeff flugmann, er sagði honum sögu sína eina nótt er þeir vöktu saman: „Hann sett- ist upp á bekknum, dró á- breiðuna upp undir höku og byrjaði á sögunni. Hann virt- ist hugsa upphátt og hafa gersamlega gleymt mér. En hann sagði söguna vel og f jör- lega. Það var auðfundið að hann hafði skarpa hugsun, trútt minni og stórt hjarta. Mér var strax ljóst að ég var hér að hlusta á stórbrotna frásögn og dæmalausa sem ég mundi aldrei heyra aftur og greip því stílabólc af borðinu sem bar þessa áritun á káp- unni: „Dagbók yfir orustu- flug þriðju deildar". Og svo byrjaði ég að skrifa upp það sem hann sagði“. En þó Alexei Meresjeff hafi haft tn'itt minni og stórt hjarta, varð saga hans því að- eins mikil að Bóris Polevoj er snjall sagnamaður. Vita- skuld lætur hann ekki við það sitja að lireinrita dagbókar- punktana frá nóttinni, heldur setur hann atburði á svið, semur samtöl, einkennir per- sónur geðslagi, þrám og tökt- um; hin langa lýsing höfund- ar á för söguhetjunnar frá flugvélarflakinu í skógardjúp- inu til mannabyggða öðlast lifandi líf af ímyndunaraflt hans og sögugleði — sú lýs- ing er ótvíræðust staðfesting þess að Bóris Polevoj sé skáld. Djúp náttúruskynj- un helzt fagurlega í hendur við mikinn mannkærleik í Sögu af sönnum manni. Þetta er hetjusaga; þó er hún án allrar væmni. Að vísu bregður jólakortapérsónum fyrir, og virðist höfundi eink- um hugarhaldið um sæmd kvenþjóðárinnar; en hann er nógu mikill rithöfundur til að lofa persónum sínum ílest- um að koma til dyranna eins og þær eru klæddar; þær hafa allt á hornum sér þegar svo ber undir, og „það eru eins margir kjaftaskúmar í þessari flugsveit og afreksmenn", seg- ir einn sem þekkir sitt heima- fólk! Það hlýtur í rauninni að þurfa mikið sálarþrek til að skrifa jafnglaðlega bók af jafnhörmulegum attaurðum og gerðust í Rússlandi í heim.s- styrjöldinni síðari. I endur- minningunni yfirskyggir sig- urinn fórnina. Jóhannes úr Kötlum, sem skrifar manna fegursta ís- lenzku, hefur þýtt bókina; þýðing hans ber honum alla- jafnan mjög loflegan vitnis- burð. En úr því hann lætur menn að jafnaði snæða í stað þess að borða, og talar um tvípund í stað kílós, þá hefði hann til samræmis mátt nota orðið eftirlæti öðru hvoru í stað hins danska. orðs uppá- halds. Tilvísunarfornafnið sem kemur stundum á óheppileg- ustu stöðum: „. .. . sá hann stúlkuna frá Kamsjin.. með flagnaða, sólbrennda vanga, fleiðraðar varir, í svitastork- inni treyju, sem var að moka með skóflu. .. .“. Þannig hefði Jóhannes úr Kötlum aldrei komizt að orði í frumsömdu máli. — B. B. Mér hefur nýlega taorizt taók er svo heitir. Myndirnar eru þó ekki eingöngu frá Akureyri, heldur einnig frá nágrenni bæj- arins; og þar gnæfir Herðu- breið á einni mynd, en Detti- foss steypist i gljúfrið á ann- arri. Og ekki ber þar nútímann £ Akureyri einan fyrir augu, heldur fortíðina sömuleiðis; ó- sköp er skrítið að sjá þar Odd- eyrina 1387, eða ísinn á Pollin- um í júní 1915. Eðvarð Sigurgeirsson ljós- myndari hefur tekið flestar myndirnar, en nokkrar hefur Hallgrímur Einarsson ljósmynd- ari tekið eftir frummyndum i eigu frú Önnu Schiöth. Mynda- texta hefur Steiudór Steindórs- son menntaskólakennari samið; og vafalaust hefur hann skrif- að ritgerðina um „Akureyri, höfuðstað Norðurlands" í upp- hafi bókar, þó ég sjái þess ekki getið. J>að er prýðilegasta rit-<^ gerð; skýr, greinargóð, fróðleg, rituð á hreinu máli og lýta- lausu. Ekki kann ég þó því orðalagi að staður eigi akra í fórum sínum, eins og rætt er um í upphafi ritgerðarinnar — virðist þar seilzt um hurð til lokunnar eftir upphöfnu mál- fari. f ritgerðarlok er annáll helztu atburða í þróunarsögu bæjárins. — ísafoldarprent- smiðja gefur bókina út. Það hafa verið gefnar út ýmsar myndabækur frá Réykja- vík; og flestar „myndabækur Akureyri í myndum frá íslandi“ hafa einkum lýst höfuðstað landsins. Mun þetta fyrsta myndabókin sem hefur sérstakan stað á landinu, ann- an en Reykjavík, að uppistöðu; hefur fyrirtækið heppnazt vel. Veldur þar tvennt mestu um: fegurð staðarins — bæði byggð- ,ar og náttúru — og góð ijós- myndun. Eg vildi í því sam- bandi nefna til dæmis 3. mynd: skýin á loftinu og skuggaskil- in fyrir ofan Svalbarðsströnd. Eða hina eihkennilégu 33. mynd, með gömlu bílana og skipið sem manni finnst ein- hvernveginn stærra en Vaðia- heiðin að baki. Eða 36 mynd, þar sem fimbulvetur ríkir á heimskauti. Eða heimkomu Kaldbaks. Og hvæ liátt skyldi fólkið á 53. mynd vera komið? Eg sting upp á 5000 metra hæð. Skelfing eru Súlumar alltaf mikilfengleg fjöll, og persónu- leiki Kaldbaks er jafnan sam- ur við sig. Hinsvegar finnst mér 63. mynd blekkja mig með lakari hætti: það sýnist vera nær sléttur vegur upp að björg- unum miklu bakvið Hraun. Annað reyndist okkur 4. bekk- ingum hér forðum daga, þegar einmitt Steindór Steindórsson fylgdi okkur að Hraunsvatni. Eg vildi aðeins minna . á þessa bók. Hún mætti vera kærkomin öllum sem á Akur- eyri búa, eða þar hafa dvalizt og bera síðan hlýjan hug til þessa vingjarnlega staðar. B. B. !■»»■■■■■■■■■■■■■■■<t : Systrafélagið Sunnudaginn 13. nóv. heldur Systrafélagiö Alfa sinn árlega basar í Vonarstræti 4 — Félagsheimili verzlunarmanna. Veröur basarinn opnaöur kl. 2 e.h. Á boöstólum veröur mikiö af hlýjum ullarfatnaði barna og eimiig margir munir hentugir til jóla- gjafa. Allir velkomnir. Stjórnin,,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.