Þjóðviljinn - 15.11.1955, Blaðsíða 4
'4) —- ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. nóvember 1955
ÁLYKTANIR TÍUNDA ÞINGS SÓSÍALISTAFLOKKSINS:
Sjávarútyeffur - Iðnaður - Landbúnaður
Efnahagsleg velferð þjóðar-
innar hvílir öliu öðru fremur
á sjávarátvegi
Tíunda þing. Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal-
Istaflokksins leggur áherzlu á, að skoða verði sjávar-
útveginn sem þá undirstöðu atvinnugrein, sem efna-
hagsleg velferð þjóðarinnar öllu öðru fremur bygg-
ist á.
í samræmi við það ákveður flokkurinn að beita sér
fyrir og fylgja.af alefli eftir hverju því máli, er miðar
að framþróun og efiingu hans.
Telur flokksþingið, að verkefnin, sem leysa þarf
hið allra bráðasta til þess að sjávarútvegurinn beri
þjóðinni þann arð, sem fullir möguleikar eru á,
séu fyrst og. fremst þessi:
1. Togaraflotinn verði aukinn um 15—20 skip af
vönduðustu gerð 'á næstu 2-—3 árum. Smíði togara
innanlands verði hafin og viðhald flotans verði
i framtíðinni fast verkefni innlendra skipasmíðastöðva.
2. Ríkið taki þátt í togaraútgerð ýmist með þeim
hætti að reka sjálft skip til að afla hráefnis fyrir fisk-
vinnslustöðvar á þeim stöðum, þar sem ella væri
hætt.a á atvinnuleysi, eða sem hluthafi með bæjar-
og sveitarféiögum í togararekstri fyrir ákveðin bæj-
ar- 'eða sveitarfélög.
3' Bæjar- og. sveitarfélög verði efld til atvinnu-
framkvæmda, er miða að framleiðsluaukningu með
aðsfoð ríkisins. Einkum verði kostað kapps um að
gera þessum aðilum kleift að fá lán með skap-
legum vöxtum til bygginga og endurbóta á hraðfrysti-
húsum; fiskimjölsverksmiðia, lýsisverksmiðja, hafn-
arframkvrTnda ög annarra. framkvæmda, er miða
ailar- að bættri aðstöðu við hagnýtingu sjávarafurða.
4. Lagður verði fjárhagsgrundvöllur að því, að
bátasmíðar geti að sem mestu leyti farið fram inn-
anlands.
5. Efnahagur útgerðarinnar verði treystur með því
а) Að takmarka gróðamöguleika þeirra milliliða,
cr nú hafa óhóflega háar tekjur af ýmiskonar þjón-
ustu við útgerðina, svo sem t. d. með því að lækka
vexti af útgerðarlánum og stofnlánum til fiskiskipa,
lækka farmgjöld sjávarafurða og nauðsynja til út-
gerðar, lækka tryggingargjöld af skipum', fella niður
tolla af útgerðarvörum. og létta sköttum af útgerð-
ínni.
þ) Ríkið taki í sínar hendur dreifingu og sölu
þeirrar útgerðarvöru, sem það samkvæmt milliríkja-
samningum er kaupandi að og reikni útgerðinni þær
á kostnaðarvérði og verði útgerðinni þannig gefinn
kostur á að kaupa t. d. olíu og salt á kostnaðarverði.
é) Ríkið afnemi það einokunarkerfi, sem nú er ríkj-
sndi í afurðasölu útvegsins, en tryggi þar á móti
að’ verðmæti útflutts afla að frádregnum eðlilegum
kostnaði komist framleiðendum í hendur.
б) Tryggt verði að sjómenn íslenzka fiskiflotans
fái- þær tekjur fyrir störf sín og njóti þeirra þjóð-
félagsréttinda, að sjómennskan verði nægilega eftir-
(sólmarverð til þess að á fiskiflotann veljist dugandi
menn; — Ráðstafanir verði gerðar til þess að sjó-
menn fái aflahlut sinn. jafnan goldinn með sannvirði
t. d. með því, að samtök sjómanna fái fulla aðild
að afurðasölunni og hverjum þeim ráðstöfunum og
framkvæmdum, sem af hinu opinbera eru lagðar á
vald fiskeigenda.
7. Örygei sjómanna verði tryggt sem bezt má
verða. og hver þau öryggistæki og öryggisráðstafan-
ir.á skipum, sem að haldi geta komið og möguleikar
«ru á, verði lögboðin.
8. Leitast sé við að gera vinnubrögð við fiskveið-
ar sem hagkvæmust. Ríkisvaldið stuðli að hverskyns
rannsóknum og tilraunum, er að haldi mega koma
við veiðarnar. Einnig verði settar reglur, er komi
i veg fyrir hóflausa notkun veiðarfæra.
D. Stefnt sé að stækkun landhelginnar a. ni. k.
í 16 sjómílum frá yztu eyjum og töngum og land-
grunnið allt lagt undir íslenzka lögsögu.
IðnaSurmn hafi ávallt nægan
aðgang að hagkvæmum
rekst.rarlániiM
10. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins gerir eftirfarandi samþykktir:
1. Þingið telur það höfuðnauðsyn að iðnaðurinn
hafi ávallt nægan aðgang að hagkvæmum rekstrar-
lánum og mótmæiir því þeirri 10%_ skerðingu á
rekstrarlánum er bankarnir létu koma til fram-
kvæmda nú nýverið.
2. þúngið telur náuðsyn "bera tih'að 'hiúð ; só . að.
þeim greinum iðnaðanns, ■ sem. vinna í tengslum við
höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Sérstaka áherzlu ber
að leggja á að ýtt sé undir þá þróun, sem hafin
er með smíði stálskipa, báta og véla til fiskiðnaðarins.
3. í sambandi við viðskiptasamninga við aðrar
þjóðir sé þess gætt, að ekki séu keypar inn í landið
iðnaðarvörur, sem fullvinna má í landinu og þjóð-
þagslega hagkvæmt er að framleiða hér. Þingið
skorar á alþýðu manna að láta innlenda framleiðslu
sitja fyrir að öðru jöfnu í vörukaupum sínum.
4. Afnuminn verði söluskattur af innlendum iðn-
aðarvörum.
5. þúngið fagnar þvi að iðnskólinn í Reykjavík
skuli nú starfræktur sem dagskóli, og hvetur til þess
að aðrir iðnskólar í landinu verði það einnig. Komið
verði á verklegri kennslu við iðnskóla iandsins
og Jögð verði. áherzla á að ákvæði iðnfræðslulaganna
varðandi hæfnispróf verði látin koma til íramkvæmda
hið íyrsta.
Bæii.dur og aðrar vinnnstéítir
taki höndum samau í stjórn-
inálaharásttimni
Um leið og 10. þing Sameiningarflokks alþýðu —
Sósíalistaflokksins skírskotar til fyrri ályktana um
málefni landbúnaðarins, vill þingið taka fram eft-
irfarandi:
All't frá stofnun flokksins hefur hann barizt fyrir
sem örastri þróun landbúnaðarins til fullkomins
ræktunarbúskapar og vélyrkju. Hann hefur sífellt
bent á hina skýru hagsmunalegu samstöðu verka-
manna og bændastéttarinnar og þar af leiðandi nauð-
syn pólitískrar samvinnu þeirra í milli.
Þetta starf flokksins hefur þegar borið mikinn
árangur. Um það ber m. a. vitni sex manna-nefnd-
arsamningurinn svokallaði, sem tryggði bændastétt-
inni kaup til jafns við aðrar hliðstæðar stéttir þjóð-
félagsins. Einnig ber um það vitni bætt skipulag á
nýbyggðamálum sveitanna, stórum aukin stofnun
nýrra sveitaheimila ásamt öðrum bygginga og rækt-
unarframkvæmdum í sveitum landsins, er byggjast
á löggjöfinni um landnám, nýbyggðir og endurbygg-
ingar í sveitum ásamt iögunum um Ræktunarsjóð og
stórlega auknum og bættum lánsfjárkjörum samkv.l
þeim lögum. Ennfremur liggur Ijós fyrir hverjum
manni sú staðreynd, að vegna sífelldrar baráttu
flokksins fyrir bættum iífskjörum og góðri kaup-
getu bæjarbúanna hefur fram að þessu tekizt að
skapa hinni sivaxandi framleiðslu landbúnaðarins
nægan innanlandsmarkað fyrir hærra verð en fáan-
legt var annarsstaðar.
En þrátt fyrir þessa sigra, eru geysimikil verk
ennþá óunnin á þessu sviði. Ýmsir atburðir siðustu
ára hafa sannað áþreifarlegar- en nokkru sinni fyrr,
að Sósíalistaflokkurinn hefur barizt fyrir rétt-
mætum breytingum í uppbyggingu og skipulagsmál-
um landbúnaðarins, og ennfremur, að ekki má stað-
ar nema þar sem komið er.
Óþurrkarnir, sem herjuðu á Suður- og Vesturlandi
s.l. sumar, hafa sannað svo áþreifanlega, sem unnt
er, að auk þess, sem óunnið er á sviði ræktunar-
málanna, er ennþá meira verk óunnið til að tryggja
nýtingu þeirra verðmæta, er ræktunin gefur í aðra.
hönd. En til bættrar og öruggrar heyverkunar í hvaðæ
árferði sem er, með vélþurrkun og votheysgerð,
skortir ennþá mjög miklar nýbyggingar á fjölda býla
ásamt tilheyrandi vélaljosti og nauðsynlegri raforku.
þær framkvæmdir kosta mikið fé, sem verður að fást
að láni með góðum kjörum.
Eitt brýnasta nauðsynjamál landbúnaðarins. nú er
að afla sliks lánsfjár. Illu heilli gekk síðasta Al-
þingi inn á þá braut að hækka vexti af stofnlánum.
til landbúnaðarins, og mun það gera lausn þessa
máls stórum erfiðari en ella hefði orðið, nema- aftur
verði til baka snúið á þeirri braut,
Þá vill flokksþingið undirstrika það; að verði áfram
haldið þeirri stjórnarstefnu í fjárhags og atvinnu-
málum, sem undanfarin ár hefur fylgt verið, þá
er sú hætta mjög fyrir hendi að framkvæmdir,. sem
þessar, geti fremur orðið bændastéttinni fjötur um..
fót en til efnalegra hagsbóta. Sú sífellda viðleitní
þeirra ríkisstjórna er með völd hafa farið s.l. átta
ár, að lækka gengi gjaldmiðiisins, hækka vexti,
leyfa ótakmarkað milliliðaokur bæði á fjárfestingar
og rekstrarvörum, s. s. sementi, olíum o. f 1., auk
bátagjaldeýrisálagsins, hefur aukið framleiðslukostn-
aðinn og ekki síður framkvæmdakostnaðinn svo
mjög, að til vandræða horíir. þ>ar við bætist að allt
kapp hefur verið lagt á að halda launakjörum neyt-
endanna niðri, og þar með tekjumöguleikum bænd-
anna, þrátt fyrir stórkostlega hækkun framleiðslu-
kostnaðar. Sölukreppan sem komin var í algleyming
haustið 1952 er gleggsta dæmið um hvernig þessum •
málum var þá komið.
Aðeins þegar verkamannasamtökin hafa reynzt
nógu sterk til að brjóta á bak aftur með harðvít-
ugri verkfallsbaráttu þá viðleitni stjórnarflokkanna
að halda niðri kjörum alls þorra peytendanna
í bæjum landsins, hefur sá hnútur losnað, sem
þessi höfuðhagsmunamál bændanna voru komin
í. Svo varð t. d. eftir verkfallið mikla í des. 1952
og svo mundi einnig verða nú, eftir sigurinn í verk-
föllunum s.l. vetur, ef ríkisstjórnin ekki notar hvers-
konar milliliða- og okurstarfsemi til að gera hann •
að engu.
Þess vegna vill flokksþingið undirstrika þá stað-
reynd að ef bændastéttin vill tryggja það, að vaxandi
framkvæmdir hennar og fjárfesting, sem í eðli sínu
er bráðnauðsynleg, verði henni ekki fjötur um fót,
þá verður hún að taka höndum saman við þær
vinnustéttir sem eiga ■ sameiginlega hagsmuni með
henni, gegn þeirri auðmanna og milliliðasté.tt, sem
nú hefur mest. tök á ríkisvaldinu, og ná því úr henn-
ar höndum. Slík pólitísk samvinna er eina leiðin til
að tryggja bændastéttinni afrakstur vinnu sinnar og
koma í veg fyrir að uppbyggingarstarf hennar á sviði
atvinnureksturs síns skapi henni þrældómsokið eitt í
bágu þeirrar stéttar sem gróða sinn tekur með því
Framhald á 9. síðu
BÁLRBIÐUR skrifar: „Kæri
Bæjayöóstur. Ég var að hlusta
. k óskalagaþáfctinn á laugar-
. daginn, og þá varð mér að
i orði: „Já hérna, þeir eru ekki
I ao vanda fólkinu kveðjurnar“,
J því nö annað eins samsafn
| Vemmiiegrar „tónlistar“ mun
J vera, næstum einsdæmi, þegar
! Þjóðkórinn, er undanskilinn, og
I þáttur Islenzkra tóna fyrra hátfc, sem sízt skyldi. í hverj- einskærri kurteisi að syngja
? sunnudagskvöld. um þætti Björns R. Einars- fyrir sig, cða er hugsanlegt,
Nú hefur þessi þáttur gengið sonar söng hann sjáifur meira að stjómandi þáttarins á
í nokkra vetur, og á útvarpið eða minna og raulaði meira hverjum tíma hafi mest gaman
! þakkir skildar fyrir þann vel- að segja. undir önnur lög, jafn- af að heyra í sjálfum sér ?
í vilja> sem það sýnir sjúkling- vel óperuaríur. Ingibjörg, okk- Hvernig sem }>essu er farið,
! um, enda- er þeim fátt ofvel ar syngur meira að segja líka þá má segja það, að almennt
! gert. Hitt er annað mál, að í hverjum tíma, þótt hún taki er þátturinn talinn óumræði-
j þáttur þe^si, hefur frá upp- ekki undir með Gigii og lega fábreyttur og leiðinlegur.
J hafi yfirleitt mótazt um- of af Oarúsó. Getur það verið, að Það er sama dæguriagavellan
\ etjórnendum sínuöi á þann sjúklingar biðji þetta fólk af upp aftur og aftur, þar sem
textahöfundar skirrast jafnvel
ekki við að blanda foreldrum
sínum og öðrum ástvinum inn
í samsetninginn á miður geðs-
legan hátt. Oft er þó viðbjóð-
urinn og væmnin meiri sök
söngvara en höfundar, þótt
báðir geri sitt að jafnaði, eink-
um þar sem hvorttveggja fer
saman, söngvari og höfundur.
Sumir kunna að segja, að það
sé þó altént munur að hafa
blessuð dægurlögin á íslenzku,
en svei mér þá, ég held, að
viðbjóðurinn njóti sín betur á
amerísku, þ.e. á frummálinu.
Með vinsemd. — Bálreiður“.
Ég hygg, að flestir séu „Bál-
reiðum“ sammála um það, að
útvarpið edgi þakkir skildar
fyrir velvilja þess í garð sjúk-
linga. Hins vegar er ég alls
ekki viss um, að allir „be-
kenni'! ummæli hans um Óska-
lagaþáttinn og stjórnendur
hans. Persónulega finnst Bæj-
arpóstinum, að þessi blessuð
dægurlög og dægurlagasöngv-
arar séu að verða hreinasta
plága, og textarnir við lögin
eru í flestum tilfellum argasti
leirburður (Ég undanskii þó
texta Kristjáns frá Djúpalæk
og suma texta Lofts Guð- .
mundssonar). En þá, sem
kunna að vera ,J3ólreiðum“ ó-
sammála, vill Bæjaxpósturinn
aðeins minna á.að það stendur
enn, sem hann sagði einhyem
tíma í haust, sem sé, að orðið ;
er laust.