Þjóðviljinn - 15.11.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1955, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. nóveuiber 1955 — 20. árgangur — 259. tölublað Inniíblaðinu: 1 Borg hinna sjö fjalla — 7. siða. Efni í blóðinu varna sýkinga 5. síða. „Heimsbókmenntasaga" komin út — 3. síða. Ný tilraun gerð til að fara í kringum löndunarbannið íslenzkir aðilar rœðo Wð hrezkt fyrirtœki um sölu 2000 kassa á viku íslenzkir aSilar eru nú að gera tilraun til aö fara í kringum löndunarbann brezkra togaraeigenda. Samning- ar standa yfir við fyrirtækið Alexander & Woods um inn- flutning íslenzks ísfiskjar um höfnina North Shields. FVá þessu er skýrt í brezka mundi torvelda viðræður þær blaðinu Fishing News sem út um löndunarbannið sem fulltrú- kom fyrir helgina. j ar ríkisstjóma íslands og Bret- Eigendur brezka fyrirtækis- lands eiga nú í. Viðræðumar ins hafa staðfest frásögn blaðs-j fara fram á vegum Efnahags- ins. Segja þeir að til sín hafi samvinnustofnunar Evrópu í verið leitað og annarra brezkra fiskinnflytjenda. Lítil fyrirstaða „Við höfum leitað fyrir okk- ur í North Shields og komizt að raun um það hjá ýmsum aðilum í fisksölumálum að lítil fyrirstaða verður fyrir því að við flytjum þennan fisk inn“, segir einn af stjórnendum Alex- ander & Woods. Fishing News segir að bú- izt sé við að innflutningurinn muni nema 2000 kössum af ís- lenzkum fiski á viku ef allt kemst í kring. Togaraeigendur hóta Croft Baker, formaður félags brezkra togaraeigenda, segir í viðtali að togaraeigendur muni „líta mjög alvarlegum augum á það ef íslenzkur fiskur slepp- ur í gegn á þennan hátt“. — Dyigjar hann um, að slíkt Brezkir kjarn- orkufræðingar tii Sovátríkjanna Hópur fremstu kjamorku- fræðinga Bretlands leggur í dag af stað til Sovétrikjanna til sex daga dvalar. Sovézkir vís- indamenn buðu Bretunum heim þegar þeir hittust á ráðstefn- unni í Genf í sumar um frið- samiega hagnýtingu kjamork- unnar. Eftir ráðstefnuna skoð- uðu 15 sovézkir vísindamenn aðaistöðvar brezku kjamorku- máiastjómarinnar í Harwell. París. Beaumont, ritari félags yfir- manna á togumm í Grimsby, segir að þeir „kunni að grípa til aðgerða" ef af innflutningi islenzks fiskjar verði. Fiskkaupmenn hlynntir Hinsvegar telur Fishing News sig hafa komizt að raun um að fiskkaupmenn, þar á meðal í Hull og Grimsby, vilji gjam- an fá íslenzkan fisk til að verzla með. Fulltrúar Alexand- er & Woods hafa þegar leitað hófanna í Grimsby. Cann, ritari félags fiskkaup- manna í Grimsby, segir: „Verði íslenzkum fiski landað i North Shields liggur í augum uppi að endurskoða verður löndunar- bannið frá rótum“. Dynamo vann SumlerAand Knattspyrnuliðið Dynamo frá Moskva keppti í gær við enska liðið Sunderland, sem nú er efst í fyrstu deild brezku deildakeppninnar. Keppt var á heimavelli Sunderland. Sovézka liðið vann með einu marki gegn engu. Markið var sett þrem mín- útum fyrir leikslok. Lelkurinn var lélegur, enda var hellirign- ing næstum allan fyrri hálf- leik. Hráolía osf benzínhækkar um 3 aura lítrinn Frá og með deginum í dag hækkar verð á benzíni og hráolíu um 3 aui'a lítrinn. Hækkar benzínið úr kr. 1.75 í kr 1.78 og hráolían úr kr. 0.76 í kr. 0.79. Hráolíuverðiö miöast viö kaup af lager en sé olían keyrð heim leggst enn 1 Vz eyrir á lítra og er þá verðið 80^2 eyrir. Verður allur almenningur sem olíuna notar til upphitunar húsa sinna að sæta því veröi því fæstir hafa aöstöðu til heim- flutninga sjáifir. Þessa nýju verðhækkun á benzíni og olíu af- saka olíufélögin meö hækkuöum fiutningskostn- aði. Má nærri geta að fátæk og aöþrengd fyrirtæki eins og olíufélögin hafa ekki getaö tekið þá hækk- un á eigin herðar enda stóö ekki á stjórnarvöldun- um aö samþykkja að henni skyldi velt yfir á al- menning. Drap móður sína og 43 aðra af fégræðgi Flugvél grandað með vítisvél tii að komast yfir líftryggingarfé Tuttugu og þriggja ára gamall Bandaríkjamaðm’ hefur játað að hafa komið fyrir vítisvél í flugvél sem fórst fyrir hálfum mánuði með öilum innanborðs, 44 mönnum. Ráðherrer Vesturvelda ésammála um nýjan fund í gær kom í ljós að utanríkisráðherrar Vesturveld- anna geta ekki komið sér saman um, hvort boðaö skuli til nýs fjórveldafundar þegar þeim sem nú stendur lýkur. Maður þessi heitir John Gil-1 bert Graham. Hefur hann játað að hafa komið nokkrum dyna- mitstöngum, tengdum við raf- geymi og tímastilli, fyrir í far- þegaflugvél á leið frá New York til Portland. Gerðist þetta í Denver, þar sem móðir hans tók sér far með vélinni. 630.000 kr líftrygging Graham var handtekinn í gær. Bandaríska alríkislögreglan, sem falin var rannsókn málsins eft- ir að ljóst þótti að vítisvél hefði grandað flugvélinni, segir að hann hafi framið illvirkið til að ráða móður sina af dögum. Hafði hann líftryggt hana fyr- 'ir 630.000 krónur skömmu áður en hún lagði af stað í flugferð- ina. Hálftíma eftir að flugvélin, DC-6B frá United Airtines, lagði af stað frá Denver, tættist hún sundur i loftinu. Allir sem í henni voru, 39 farþegar og fimm manna áhöfn, biðu samstundis bana. Vesturveldaráðherramir komu saman á fund í gænmorgun og segja fréttamenn, að þeir hafi ekki orðið á eitt sáttir. Pinay, utanríkisráðherra Frakklands, lagði til að boðaður yrði nýr fundur utanríkisráðherra fjór- veldanna með vorinu. Macmillan hinn brezki vildi einnig að á- kveðið yrði að halda nýjan fund en taldi ekki hægt að ákveða fundartíma að svo stöddu. Bandaríski utanríkis- ráðherrann Dulles andmælti til- lögu Pina.ys og kvaðst álíta að rikisstjórnir fjórveldanna yrðu að fjalla nánar um skipti þeirra áður en unnt væri að ákveða frekari fundahöld. Síðdegis í gær ræddn utan- ríkisráðherrarnir fjórir um samskipti ríkja í austri og vestri og sýndist sitt hverjum. Búizt er við að ráðstefnunni í Genf ljúki á morgun. Harður bar- dagi í Alsír 1 fjaillendi í Alsír sló i gær í bardaga milli fransks herliðs og 200 manna sveitar úr skæru- hernum sem berst fyrir sjálf- stæði Alsír. Franska liðið naut aðstoðar herflugvéla. Það þykir tíðindum sæta að Frakkar urðu þess varir að nokkrir Evrópumenn börðust með Alsírbúum. Talið er að þeir séu liðhlaupar úr útlend- ingahersveitinni frönsku. Ofjarlar Perons komnir í hár saman, skipt um forseta Hreyfing sú sem steypti Peron eim-æðisherra frá völd- um í Argentínu er klofnuö. í fyrradag var Lonardi hers- höfðingja, Sém tók sér forseta- vald þegar Peron hröklaðist úr landi, steypt af stóli. Lonardi í stofufangelsi Við forsetaembættinu tók annar liershöfðingi, Pedro Ar- anburo. Fregnir frá Buenos Air- es í gærkvöldi hermdu að Lon- ardi sæti í stofufangelsi. Aranburo lét það verða sitt fyrsta verk að reka 21 ihers- Framhald á 12. síðu. Pálvii Kristjáusson, sem hreppti fyrsta bílinn í happdrœtti Þjóðviljans, stendur fy rir framan eign sína. — Sjá viðtal við Pálma á priðju síðu. (Ljósm. Sig. Guðm.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.