Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 2
£) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. desember 1955 □ □ I dag er fimmtudagurinn I. desember. ísland sjálfstætt ríki 1918. — 334. dagur ársins. — Elegíusmessa. — Tungl í há- suðri klukkan 1.43. — Árdegis- haííæði kl. 6.06. Síðdegishá- flæði kl. 18.29. Safnaði 35 þús. krónum Barnaverndarfélagi Reykjavík- ur, sem hafði fjársöfnun á Bunnudaginn var, söfnuðust samtals 35 þús. krónur. Er það nokkru minna en í íyrra, enda var kalt í veðri og óhagstætt að selja á götunum. — Félagið biður' fyrir þakkir til allra sem lögðu fram sinn skerf til starf- eemi félagsins. Sextugsafmæli I dag er frú Anna Teitsdóttir, Bakka Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu, 60 ára. Sextugsafmæli Sextíu ára er í dag frú Þór- unn Lýðsdóttir, Sunnuhvoli Sandgerði. Millilandafiug Sólfaxi er vænt- anlegur til Rvík- ur kl. 18.15 í kvöld frá Ham- borg, Kaupmannahöfn og Ósló. Innanlandsflug 1 dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Kópa- ekers og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Isafjarðar, Kirkju- •bæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Bazar til ágóða fyrir Líknarsjóð Ás- laugar Maaek heldur Kvenfélag Kópavogshrepps í barnaskóla- búsinu sunnudaginn 4. desem- 'ber klukkan 2. r \\/v' Fastir liðir eins *■-A » Gg venjulega. K1 11.00 Hátíð há- skólastúdenta — Messa í kapellu Hákólans (Prestur: Sigurður Pálsson i Hraungerði. Organ- leikari: Jón ísleifsson). 13:30 Hátíð háskólastúdenta: — 1) Ræða (Ilalldór Kiljan Laxness skáld). 2) 15.30 Samkoma í há- tíðasal Háskólans: a) Ávarp (Björgvin Guðmundsson stud. ökon. formaður Stúdentaráðs). b) Ræða (Sigurkarl Stefánsson menntaskólakennari). c) Ein- leikur á planó (Ásgeir Bein- teinsson). d) Ræða (dr. Björn Sigfússon). 19.10 Tónleikar: Stúdentalög. 20.30 Dagskrá ‘t.mdirbúin af Stúdentafélagi R- víkur: a) Ávarp (Barði Frið- riksson form. Stúdentafélags- ins). b) Ræða (Gunnar Gunn- arsson). c) Gamanvísur eftir Guðmund Sigurðsson (Gestur Pálsson leikari). d) Einsöngur (Guðmundur Jónsson óperu- söngvari). e) Gluntasöngur (Bjarni Bjarnason læknir og Guðmundur Jónsson). f) Ræða (Jóhann Hafstein bankastjóri). 22.10 Danslög pl. 24.00 Dag- skrárlok. Garðyrkjumenn Munið fræðslufundinn að Hótel Hveragerði kl. 2 á laugardag. LfFJABtÐIB Holts Apótek | Kvöldvarzla ti fjgjj*- | kl. 8 alla dagr Aastur- 1 nem^ iaugar tw«jaT í daga til kl 4 Frá Stúdentaráði Ósóttar pantanir að hófi Stúd- entaráðs að Hótel Borg í kvöld verða seldar í skrifstofu ráðs- ins í Háskólanum kl. 10-12 árdegis í dag. Ef eitthvað verð- ur þá eftir óselt af miðum verða þeir seldir við suðurdyr Hótel Borgar kl. 2-3 í dag. Charles Laughton veröur á alvarleg skyssa; hann heldur aö Marilyn Monroe muni kalla á lögregluna, þegar hann ávarpar hana á götu. Fimm smásögur eftir 0.Henry Fyrir nokkrum árum gerði brezkt kvikmyndafélag mynd eftir þrem smásögum Somer- set Maughams. Þótti hún tak- ast vel og svo vinsæl varð hún, að skömmu síðar kom frá félaginu önnur mynd byggð á fjórum sögum eftir sama höfund. Nú háfa Banda- ríkjamenn tekið fimm af smá- sögum O. Henrys, eins af hinum gömlu og góðu höfund- um sínum, til samskonar með- ferðar, og byrjaði Nýja bíó að sýna myndina i gær. Ósjálfrátt gerir maður saman- burð á þessari mynd og þeim hrezku, einkum sögunum, og ég get ekki neitað því að ég kann öllu betur við mig í fé- lagsskap Bandaríkjamannsins en enska broddborgarans. O. Henry hefur ekki aðeins feng- ið áhuga fyrir persónum sín- um heldur líka haft samúð með þeim, og myndin nær vel viðkunnanlegum blæ smásagn- anna. Sögurnar fimm eru allar einfaldar. Sú fyrsta er skemmtilegt grín um Soapy gamla (Charles Laughton), G Á T A N Þursa hef ég svartan séð, setur fót í auga, hörðum kyssir munni með, meiðir glóðar di’auga. Ráðning síðustu gátu: UNGI í EGGI. ÆSKUFÓLK ætti að tileinka sér áliugamál til að standæst freistingar áfeugisins. — Umdæmisstúkan. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna munu halda bazar rnánudaginn 5. desember n.k. Razarmunum veita móttöku eftirtaldar kon- ur: Guðríður Þórarinsdóttir, Hjallavegi 1. Sigríður Ottesen, Bollagötu 6. Sigríður Jóhannesdóttir, Grettisgötu 67. Ása Ottesen, Guðrúnargötu 8. Vigdís Finnbogadóttir, Ásvallagötu 79. Elínborg Guðbjarnardóttir, Sólbakka v/ Sundlaugaveg sem gerir örvæntingarfullar tilraunir til að komast i tugt- húsið og eyða þar vetrinum eins og liann er vanur. Laugh- ton er hreint í essinu sínu í þessum þætti, reyndar glltaf sjálfum sér líkur, — sá mað- ur er dauður, sem ekki skellir upp úr t.d. er sá gamli reyn- ir að sparka i sitjandann á lögregluþjóninum en rennur um leið á bananhýði og skell- ur kylliflatur í götuna. Önnur sagan fjallar um sakamál og spurninguna: Hvernig ber heiðarlegum leyni lögreglumanni (Dale Robert- son) að snúast gegn morð- ingja (Richard Widmark), sem á 1000 dollara hjá hon- um ? Leikur Widmarks í þessu litla hlutverki er einstakur, lýsing hans á hinum ófyrir- leitna nidda og glæpamanni óhugnanleg. Segja má að þriðja sagan sé „hrifandi“ (án þess þó að vera væmin) frásögn af öldr- uðum listmálara (Gregory Ratoff), sem missir allt sjálfsálit en tekst þó að bjarga lííi ungrar stúlku (Anne Baxter) með síðasta málverki sínu. Leikur Baxter í þessari sögu er ekki upp á marga fiska en Ratoff þeim mun betri. Fjórða sagan og sú iakasta fjallar á spaugilegan hátt um aðgerðir barnsræningja (Osc- ar Levant og Fred Allen), en sú fimmta er jólasaga. Þar er sagt frá ungum hjónum (Jeanne Crain og Farley Granger), sem ekki eiga fyrir jólagjöfum handa hvoru öðru, en selja það bezta sem þau eiga til þess að geta keypt gjafirnar: Hún selur hár sitt og kaupir festi á úr manns- ins, hann selur úrið og kaup- ir hárkamba handa henni! Leikstjórarnir, sem unnið hafa að myndinni, eru jafn- margir og smásögurnar; þrír þeirra eru vel þekktir, Ho- ward Ilawks, Henry King og Jean Negulesco. Sérstæðust er myndataka þess síðastnefnda. Rithöfundurinn John Stein- beck er kynnir í myndinni; við fáum að sjá framan í hann og heyra grófa taassa- rödd hans. iHJ. hóítunm Eimskip Brúarfoss kom til Rvíkur í fyrradag frá Hamborg. Detti- foss fór frá Khöfn í fyrradag til Leníngrad, Kotka og Hels- ingfors. Fjallfoss fer frá Hafn- arfirði í kvöld til Rotterdam. Goðafoss fór frá N.Y. I fyrra- dag tii Rvikur. Gullfoss fór frá Reyðar irði í fyrradag til Leith og Khafnar. Lagarfoss kom til Ventspils í fyrradag. Fer þaðan til Gdynia. Reykja- foss fór frá Vestmannaeyjum 27. þm til Rotterdam, Esbjerg og Hamborgar. Selfoss fer frá Rvík um hádegi í dag til ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Akureyr- ar og Húsavíkur. Tröllafoss fer væntanlega frá N.Y. 6. þm til Rvíkur. Tungufoss fór frá Vestmannaeyjum 22. fm til N. Y. Baldur kom til Rvíkur 28. fm frá Leith, Skipadeild SlS Hvassafell fór í nótt frá Norð- firði áleiðis til Finnlands. Arn- arfell fer í dag frá Akuz-eyri til Reyðarfjarðar. Jökulfell fer í dag frá Ventspils til Rauma. Dísarfell fór 29. fm frá Rotter- dam áleiðis til Rvíkur. Litla- fell fór í gær frá Faxaflóa til Austurlandshafna. Helgafell fer væntanlega í dag frá Gandia á- leiðis til Rvíkur. Werner Vinn- en er í Reykjavík. Skipaútgerð ríkisins Hekla kom til Akureyrar síð- degis í gær á vesturleið. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöid vestur um land í hringferð. Herðubreið kom til Reykjavíkur í gærkvöld frá Austfjörðum. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Akureyrar. Þyrill var ingur á að fara frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. SKIPA«TCeRft RIKISINS HEKLA austur um land í hringferð hinn 6. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjai-ðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers og Húsavíkur árdegis í dag og á morgun. Farseðlar seldir á mánudag- inn. Fer til Vestmannaeyja á morg- un. Vörumóttaka daglega. m inninyarópi öU \ AÐALFUNDUR Samlags skreiðarfiamleiðenda « * ■ \ verður lialdinn í Reykjavík, föstudaginn 16. des- : ember n.k. Dagskxá samkvæmt félagslögmn. Fundarstaöur | og tími ákveöinn síöar. Stjórnin t Orðsending til togarasjómanna Þar sem samningar um kaup og kjör á togur- um eru úr gildi frá og meö deginum í dag aö telja, vill sameiginleg samninganefnd sjómanna- félaganna í Reykjavík, ITafnarfiröi, Patreksfirði, ísafiröi, Sigluíiröi og Akureyri, svo og Fiskimat- sveinadeild S.M.F. tilkynna að meölimum þessara félaga er heimilt aö láta skrá sig á togara upp á sömu kjör og gilt liafa, þar til annaö verður ákveðiö m&ö’ minnst viku fyrirvara. Reykjavík, 1. des. 1955 Samnmganefndin khpk; «j *mm**mum*nu ■••■•■■mmiiimmmmii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.