Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN ( 3 og gera Tónlistarhátíð þeirri, sem halda átti hér í byrjun þessa mánaðar í tilefni 10 ára afmælis Tónskáldafélags fslands, hefm- nú verið frestaö vegna þess aö útvarpsstjóri hefur lagt Sinfóníuhljómsveitina niöur. Vonast er þó tií aö hægt veröi aö halda hátíöina um miöjan febrúar n.k., þar sem ráöherra hefur skipaö nefnd til a'ö gera til- lögur um og undirbúa fjárhag hljómsveitarinnar. Stjórn Tónskáldafélagsins og nokkrir aðrir tónlistarmenn, er unnið liafa að undirbúningi há- Faiigelsi Framhald af 1. síðu. afgreiðslu, oftast hefur hon- um verið lofað svari næsta dag — en það er sem sagt ó- komið enn. Og í gær lá allt í einu svo mikið á því að jafn hættulegur afbrotamaður gengi ekki laus að Halldóri var varp- að í fangelsi ■—■ án þess að búið væri að gefa nokkurt formlegt svar við náðunarum- sókn hans. ★ ★ Tukthúsráðherrann að verki Það mun væntanlega allra ma.nna mál að þetta séu fárán- legar og óþolandi aðfarir. Það er ekki í samræmi við réttar- skyn nokkurs heilbrigðs manns að flokka það til glæpa þótt menn geri garða kringum hús sín. Lögin um það eru einnig fallin úr gildi með skömm og háðung fyrir nokkrum árum og blygöast sín allir sem að þeim stóðu. En einnig eftir að lögin era úr gildi fallin er haldið áfram að hundelta menn samkvæmt ákvæðum þeirra. Slík vinnubrögð verða varla flokkuð undir annað en hreina geðveiki, nýtt dæmi um tukt- húsunarástríðu Bjarna Bene- diktssonar. tíðarinnar, skýrðu blaðamönn- um frá þessu í gær. Nefnd sú sem um ræðir er skipuð Sig- tryggi Klemenzsyni skrifstofu- stjóra í menntamálaráðuneyt- inu, Guðlaugi Rósinkranz þjóð- leikhússtjóra, Ragnari Jónssyni forstjóra og Vilhjálmi Þ. Gísla- syni útvarpsstjóra. Tóniistarmennírnir lögðu á- herzlu á það á fundinum í gær, að þeir teklu að með þessari nefndarskipun væri ákveðið að starf semi hí jóm sve: tari n na r liæfist að nýju, enda væri fuli- komin sinfómuhtjómsveit und- irstaða allrar þróunar æðxi tónlistar. Fjórir tónleikar Skúli Halldórsson tónskáld er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hefur hann unnið að undirbún- ingi hennar um alllangt skeið og skýrði svo frá í gær, að dagskráin væri nú tilbúin með tilliti til þess, livaða verk væri hægt að flytja hér, en megnið af íslenzkiím tónverkum hefur aldrei heyrzt á íslandi, þar sem túlkunarmöguleikar em hér svo fáir. Á hátíðinni verða eins og áður hefur verið greint frá eingöngu flutt íslenzk tón- verk, þó aðeins lítill hluti þeirra og ekki þau umfangsmeiri eða veigamestu. í sambandi við hátíðina verða haldnir fjórir tönleikar: kirkju- tónleikar í Dómkirkjunni, karla- kór ■ og kammertónleikar í Austurbæjarbíói og hljómsveit- artónleikar í Þjóðleikhúsinu. Daginn sem hátíðin hefst verða eingöngu sungin íslenzk sálma- lög við messugerðir hér á landi. Jón Leifs, formaður Tón- skáldafélags Islands, drap í gær nokkuð á atvinnuörðugleika ís- lenzkra tónskálda, en þeir stafa fyrst og fremst af skorti á fjölrituðum eintökum tónverka þeirra. „Sögusinfónía min er t.d. aðeins til í einu afriti, sagði Jón, og það kostaði tugi þús- unda að láta gera það ásamt öllum röddum til flutnings". Þegar eintök tónverkanna eru fengin kemur að því að fá þau æfð og flutt, en síðan tekin upp á plötur eða bönd. Þá fyrst er hægt að byrja að kynna verkin. Opnas á meigun nýja veirzlun að Biæðiaborgaislíg 43 Sláturfélag Suðurlands opnar á morgun nýja verzlun að BræÖraborgarstíg 43 hér í bænum. Er verzlunin hú> glæsilegasta og búin öllum fullkomnustu tækjum og á- höldum. Að baki verzlunarsalarins eru vinnuherbergi, frystiklefi, kæli- geymsla og rúmgott eldhús. Um tíma var í athugun að hafa sjálfsafgreiðslufyrirkomulag í verzluninni en horfið var frá því að sinni, þar eð slikt verzlun- arstarf byggist algerlega á inn- pökkuðum vörum, en pökkun á kjötvörum er. hér enn ófullkom- in m.. a. af gjaldeyrisástæðum. Sláturfélagið hefur í huga að hefja fullkomnari pökkun kjöt- vara á framleiðslustað en hér hefur þekkzt hingað til, enda þarf sérstakléga góðar úmbúðir til þess að pakkaðar kjötvörur þorni ekki og vérsni við geymsiu. r'-TH"-- Verzlunarstjóri hinnar nýju verzlunar er Guðjón Guðjóns- son, sem lengi hefur verið að- stoðarverzlunarstjórí í Matar- deildinni í Hafnarstræti. Skarphéðinn Jóhannsson arki- tekt skipulagði og teiknaði inn- réttingar verzlunarinnar, en Ingi- bjartur Arnórsson . húsasmíða- meistari og Húsgagnavinnustoí- an Björk smíðuðu þær. Guð- mundur Jónasson sá um málr.- ingu og Rafneistar h.f. um raf- tæki og raflagnir. RÉTTUR 40 ÁRA Framhald af 12. síðu. fyrirlestur sá áer Þorsteinn Er- lingsson flutti á Dagsbríinar- fundi um verkamannasamtokm, Síðustu áratugina hefur Einar Olgeirsson verið ritstjóri Rétf- ar. L.I.ÍJ skorar á landhelgisgæzluna að verja netasvæðið við Vestmannaeyjar Aöalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna er nýlega lokið. Ftmdurinn samþykkti eftirfarandi um varnir veiöi- svæöa utan fiskveiöitakmarkanna: Þar sem ágangur erlendra togara á hefðbundin veiðisvæði fiskibátarma fer nú stöðugt vaxandi var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Aðalfundur LÍÚ haldinn 17. til 20. nóv. 1955, skorar á land- helgisgæzluna, að verja neta- svæðið við Vestmannaeyjar á sama hátt og gert var áður en hin nýju fiskveiðitakmörk voru sett, enda telur fundurinn að Irvergi hafi átt að slaka á fengnum rétti eða hefð með hinum nýju ákvæðum. Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjórnar og Alþingis, að gerðar verði ráðstafanir, sem að haldi megi koma, með þvi að friða og verja ákveðin veiðisvæði ut- an núverandi fiskveiðitakmark- ana svo vélbátaflotinn fyrir Vestfjörðum geti stundað veið- ar sínar á hefðbundnum veiði- svæðmn Iínubáta í friði fyris? ágangi togara.“ gn omið ul M KJÖTVERZLUN Nf KJÖTVERZLUN horni BrœSraborgorsfigs og Ásvailagötu - Sími 1253 GeriS svo vel að lífa inn IIB* Sestl mestnriim iæst h|á okkur" Bræðraborgarstíg 43 — Sími 1253 Tímarltið Flug, 3. hefti 6- árgangs, er nýkomið út. ! Heftið hefst á frásögn af komal þýzka flugkappans, Wolf Hirta hingað til lands í sumar. Ri'> stjórinn, Jón N. Pálsson, birtii’ viðtal við handhafá loftferða* skírteinis nr. 9, sem er Magnús Guðmundsson flugstjóri. SagS er frá minnismerki því er af- hjúpað var í Fossvogskirkju- garði nýlega um íslendinga þá er farizt liafa í fiugslysim:,, Þá er grein um loftskip: Eiga loftskipin framtíð fyrir sér ?i Skýrt er frá drögum að fyrstuv kjarnorkuknúðu flugvélinnþ, Silfurörinni. Sagt er frá fljúg- andi diski — raunverulegu far* artæki, nýrri gerð flugvéjar, sem ekkert á skylt við kynja.- diskana frægu. Myndir og lýs- ingar eru á gerð fjölmargra nýjustu flugvélagerða. Svöe eru birt við spurningaþættinuEU Veiztu? Loks er frásögn af of« urhuganum og glæframannm- um Paul Mantz. Flug hefur komið reglulegá út síðustu árin og má furðu- legt telja að jafn fámenn stétij og íslenzkir flugmenn era skuli geta haldið úti jafn vönduðui tímariti um fagmál. Nauðsyn á slíku tímariti til að fræða landsmenn um nýungar í flug* málum er auðsæ, og til ,a® tryggja stöðuga útkomu þesai ættu sem fiestir að gergsti kaupendur. Flugsamgöngur erq mál sem snertir æ fleiri lancs- menn með hverju ári sem líður, Þetta er fyrsta hefti tíma* ritsins sem verður til sölu J verzlunum. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.