Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 4
ÞJÖE>VILJINN — Fimmtudagur 1. desember 1055 Það er einkennileg tilviljun, að sá íslendingur, nú lifandi, sem mest allra hefur borið og ber heill íslands, fuilveldi þess og sa'nnarlegt sjálfstæði fyrir bi’jósti, skuli eiga afmæli á Sjálfan fullveldisdaginn — 1. desember. •. En það er listamað- íirinn EGGERT STEFÁNSSON, f. tenórsöngvari, rithöfundur og skáld. Það er fyilsta alvara mín, er ég kalla hann skáld. Ekki er það vegna þess, að hann hafi gefið út ijóðabækur, leikrit eða skáldsögui) heldur vegna þess skáldanda: og skáldlega innsæ- is, sem hvarvetna fylla rit- v.erk hans. Sá skáldandi sveif einnig yfir vötnunum í söng hans og gerði hann að mesta listamanni í söng, sem Island hefur eignazt til þessa dags, og jer engri rýrð kastað á aðra söngvara -með þeirri fuilyrð- íngu. Listamannsbraut Eggerts Stefánssonar hefur löngum ver- ið þyrnum stráð, en á þeirri braut tókst honum samt að-afla sér þeirrar auðlegðar, 'sem er öilum öðrum auði betri: sannr- J ar menntunar, víðsýni andans, samfara hinni fullkomnustu listtækni. Hann hafði að heim- an með sér .eina dýrmæta perlu: gott og. göfugt hjarta, og þessi perla var greypt í umgerð úr skíru guiii, sem var ástin til íslands, þjóðarinnar, sögu, tungu, náttúru. Og á öllum ferð- um sínum meðal margra er- lendra þjóða um áratugi missti Eggert aldrei af þessum dýr- grip, heldur íágaði liann alltáf vetur og belur. Hann hlýddi kalli hjarta síns og gjörðist fcoðberi islenzkrar listar úti í iöndum, þótt það kostaði hann það, að hann varð að iara á mis við vel launaðar stöður sem flytjandi erlendrar listar. Það starf Eggerts hefur pft verið misskilið og vanþakkað, en margir ágætir rnenn hafa kunnað að meta það, bæði ís- lenzkir Qg erlendir. Má meðal hinna síðarnefndu benda á hið ágæta tónskáld Svía, W. Pet- erson-Berger, sem taldi, að Eggert hefði verulega „missi- on‘‘ að rækja í því að kynna heiminum islenzka tónlist. Og þetta fræga tónskáld taldi Eggert í röð hinna fremstu söngsníllirtgá, sem það þekkti, jafnvel betri en Forsell. Og það verður aldrei metið, hversu íslenzka þjóðin á Eggert mikið að þakka fyrir það afrek, er " hann vann með kynningu sinni. v Áreiðanléga hefur hún orðið til þess að vekja eftirtekt héimsins á því, að frá ís- Jandi gat fleira gott komið en íiskurinn.' Þannig varð braut- in greiðari íslenzkum lista- ' mönnurn, ’og rithöfundum, sem eftirtékt heimsins beindist nú, að. Eggert song mikinn f jölda íslenzkra sönglaga á grammó- fónplötur, og þó að margar þeirra séu gerðar áður en hin ' nýjasta og fullkomnasta upp- tökutækni kom til sögunnar, 1 bera þær þó af öllum öðrum íslenzkum hljómplötum vegna •hinnar dásamlegu söngraddar • og tækni og vegna listarinnar í - flutningi laganna. Þessar söng- plötur eru nú löngu ófáanleg- ar. En ég hefi fyrir satt, að Ríkisútvarpið eigi þær flestar, ’ ef ekki allar. En hvað sem veld- ‘ lir, Keyrast þær örsjaldan og .rflestar aldrei. Finnst mér það Sextíu 09 fimm ára Eggert Stefánsson • • sonffvan undarleg ráðstöfun, að snið- ganga slíkan listamann sem Eggert er, og ekki sæmandi slíkri menningarstofnun. undarins þroskast. En ef ein- hver efar það, að Eggert sé skáld, þá ætti hann að lesa í þeirri bók kafia, sem nefnist: Eggert Stefánsson og Lelia kona hans. (Sig. Guom. tók myndina á lieimili þeirra hjóna í fyrrad.) Ég gat þess i upphafi þessa máls, að ég teldi Eggert Stefánsson skáld. Hann hefur ritað niikið og gefið út nokkrar bækur og bæklinga. Helztar þeirra eru ðsiands fata morgana Reykjavík 1943, Óðurinn til árs- ins 1944, og sjálfsævisaga, er nefnist Lífið og ég. Af henni eru komin út þrjú bindi, en hið fjórða er því nær fullbúið til prentunar. Sú ævisaga er um margt einstök í sinni söð, því að hún er fyrst og fremst saga þess, hvernig andi og' list höf- I ríki hestsins, og benda síðan á, hvar betur og skáldlegar hefur verið ritað um íslenzka hesta. Þá ætti sá hinn sami að lesa ritgerðina 11 Paradiso í bókinni íslands Faia morgana. Sú ritgerð og margt annað í þeirri bók er meðal þess feg- ursta, sem ritað hefur verið á íslenzku á þessari öld, og feg- urð þess ljómar æ því skærar sem það er oftar og betur lesið og íhugað. Ég set hér dæmi um ritlist Eggerts. f ritgerð- inni ísland 20. aldar segir hann: „Sjálfstæði hið sanna og eina . er lyndiseinkunn. Lyndisein- kunn þessi skapar frelsi til allr.a hluta, sem eru í kringum okkur, og hefur okkur uppyfir það, sem beygja vill hugann eða líf manns í fjötra. Finnum vér fjötrana nálgast eða verðum vér varir við minnstu' kreppu að frelsi manns, verður það lyndiseinkunn þessi, sem spyrnír á móti hættunni og hindrar það að fjötTarnir legg- ist alveg að lífi voru. . .“ í ritdómi um Sölku 'Völku eftir H. K. Laxness segir Eggert: „Eins nú, — stórskáldið, sem skrifað hefur lífsins bók ís- lenzku þjóðarinnar, — ástir Salvarar Valgerðar Jónsdóttur, í tímabundnu umhverfi, sem gleymist, en mynd hennar verð- ur eilif eign allra, sem blóð hafa í æðum, eld í huga og skilið geta á íslenzku þessi Ljóðaljóð íslenzkra sálna, —• hann er krossfestur öfugur fyrir þjóð sinni af afturgöng- um íslenzks óeðlis, sem er umburðarleysi í skoðunum, ó- nákvæm gagnrýni á því, sem virkilegt er, og á því, sem ein- ungis sýnist, og skilningsleysi á fljólandi frumeðli lífsins strauma. Bardagaaðferð þess- ara drauga er svo að fara að peningum manna....“ „.... Hús hins lifandi skálds hreyfist þó ekki; hann veit, að Pétur Þrí- hross allra tíma „gefur ekki skáldum að éta, nema hann þurfi að múta þeim.“ Og hann veit, að skáldið hefur nóg í sín- um heimi.“ „Næturgaiinn, segir hið stóra BÆJARPÓSTURINN hefur fengið eftirfarandi fyrirspurn um fiskverð: Nýr steinbítur og þorskur kosta jafnmikið, eða kr. 2.40 pr. kg. En þeg- ar búið er að herða þessar sömu fisktegundir, kostar kílóið af steinbítnum kr. 42 — en af þorskinum kr. 35 —. Hvernig stendur á þessum verðmismun? Bæjarpósturinn biður þá aðilja, sem f jalla um verðiagningu þessara afurða, góðfúslega að gefa upplýsing- ar um þetta. Annars er verð á harðfiski nokkuð misjafnt í búðunum. — Bæjarpósturinn spurðist fyrir um það í nokkr um verzlunum í gær, og reyndist það vera frá kr. 31 — upp í kr. 35,50 hvert kíló af harðfiski (þorski), en kr. 42 — til 43,50 hvert kg. af hertum steinbít. Sama er að segja um fleiri vörutegundir, verðið á þeim er dálítið mis- jafnt í verzlunum. Um daginn kom t. d. á markaðinn dá- lítið af útlendu káli (hvítkáli og rauðkáli), og mun það hafa kostað í heildsölu (hjá Grænmetisverzluninni) kr. 4 — hvert kg. En útsöluverðið á því hjá verzlunum var tals- vert xnisjafnt, komst að ég Fyrirspurn um íiskverð — Misjaínt verð á sömu vöru — Fylgist vel með verðlaginu — Bréí frá móður — hygg upp í kr. 7,95 hjá sum- um þeirra, en aðrar seldu það á kr. 5,70 og kr. 6 — hvert kg. Þessi verðmunur á sömu vörutegundum er all- einkennilegt fyrirbæri. Annað hvort hljóta sumar verzlanir að leggja talsvert minna á vöruna en þeim er leyfilegt (og það finnst rxiér ótrúlegt), eða þá að aðrar verzlanir leggja mun meira á vöruna en þær hafa heimild til (og það finnst mér trúlegra). Annars vill Bæjarpósturinn enn einu sinni áminna fólk um að fylgjast vel með vöruverðinu og hika elcki við að kvarta, ef það verður vart við of háa álagningu. Þótt það muni kannski öft ekki miklu fjár- hagslega, þá er það þó altént ræktarsemi við heiðarleikann að leiðrétta slíkt. Og úr því við erum að tala um vöru- verð og verzlanir, þá get ég ekki stillt mig um að láta í ljós aðdáun mína á því, hve fisksalar eru yfirleitt geysi- lega fíjótir að reikna! Eg held, að þeir séu stundum húnir að reikna út verðið á fiskinum áður en liann kemst á vigtina hjá þeim, og það mjög nákvæmlega, eða því sem næst upp á eyri. — En hér kemur svo bréf, sem raun- ar fjallar um verzlun og sölu- mennsku, þótt þar sé um að ræða aðra og sennilega verð- meiri hluti en neyzluvörur Reykvíkinga. ---□. □---- MÓÐIR SKRIFAR: „Stjörnu- bíó sýnir um þessar mundir þýzku úrvalskvikmyndina „Heiða“, sem er gerð eftir skáld, vinnur stríðið. Hann mun syngja yfir nýjum Romeo “og'.Tú'líu og yfir laufskrúðúgum. lystigörðum, þar sem elskend- ur mætast. Sólskríkjan, „Am- bassadör" hans ljér, mun syngja yfir Salvöru Valgerði. Jónsdóttur og hennar líkum hér á íslandi. Afturgöngur munu hverfa fyrir þessari lífsins sóR og svo mun einnig verða hér. Ástin ber lífið uppi. Hverfi hún af jörðunni, hverfur lífið.“ Hvar sem gripið er niður í ritgerðir Eggerts, verða fyrir manni gimsteinar vizku og mannkærleika og perlur lif- andi stílsnilldar, og stundum. er sem andi spádómsgáfu sé yfir honum. í október 1937 seg- ir hann í ritgerðinni íslenzka listsýningin á Charlottenborg: „Gagnrýnendur í bókmennt- um Danmerkur vilja skipu- leggja þar dálítið líka. Þeir heinita Nóbelprísinn fyrir Gunnar Gunnarsson. Hann býr jú í Kaupmannahöfn, hann skrifar á dönsku og hann er íslendingur samt. En ef íslend- ingur ætti að fá hann, þá óskum vér helzt, að hann sé íslendingur í húð og hár —- standi fyrir ákveðnum íslenzk- um hugsjónum, eins o. t. d. skáldið í Hei'dísarvík, er skrif- ar hið glæsilega, íslenzka mál, eða hinn mælski snillingur á Laufásveginum, og að Islandi sjálfu komi sá heiður til góða.“ Hér er ekki rúm fyrir mikið af tilvitnunum, en sá íslending- ur er „úr skrýtnum steini1', sem ekki finnur til hjartans í brjósti sér, er hann les ritgerðir eins og „Quo vadis“, „Ekki vænti ég þú heitir Gilitrutt,“ „Kurt- eisi“ og niargar fleiri. En ég hef þó ekki talið það rit Eggerts, sem hann mun sjálfur telja sitt bezta verk, en það er „ÓÐURINN TIL ÁRSINS 1944. Þá náði hrifning hans hámarki, er hann þóttist sjá vonir sínar um fullkomið sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar í þann veginn að rætast að fullu. Þá orti hann þetta fagra og kröftuga órímaða ljóð og flutti það þjóðinni á nýársdag Framhald á 11. síðu. hinni vinsælu bók Jóhönnu Spyri, Heidi. Hún gerist í fögru umhverfi í fjallaland- inu Sviss, og er ósvikinn lof- söngur um náttúrufegurð og heilnæmi sveitalífsins. Heiða elst upp hjá afa sínum, er býr í afskekktum kofa uppi í hálendinu og unir hún hag sínum vel. Sagan segir frá viðhorfi gamla mannsins til fólksins niðri í byggðinni, sem hefur haft hann fyrir rangri sök, og baráttu hans fyrir því að fá að halda barninu hjá sér. Kvikmyndin er frábær- lega vel leikin, og bregður upp mörgum skemmtilegum, myndum úr sveit og kaup- stað, auk þess sem hún tek- ur til meðferðar ýms vanda- mál uppeldisfræðinnar. — Að- sókn að myndinni er feikimik- il og sýnir, að Heiða á marga aðdáendur hér heirpa. Bókin Heiða lcom út á íslenzku fyr- ir allmörgum árum, en er uppseld fyrir löngu. Virðist svo sem óhætt myndi að endurprenta bókina, því að hún er talin vera ein af heztu unglingabókum heimshók- menntanna, og er því sígild.“ Móðir,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.