Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fiirnntudagnr 1. desember 1955 f Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn — t--------------------------J Þokum okkur saman Það er nú síðasta hálmstrá hernámsmanna að halda því fi'am að það sé Atlanzbanda- laginu að þakka hversu frið- samlega horfir í heiminum, ef það hefði ekki komið til hefðu Rússar fyrir löngu ráðizt yfir Vesturevrópu. Það sé því mikið friðarverk að efla þetta banda- lag og vígbúast allt hvað af tekur. En þessi röksemdafærsla er fölsk, og til þess að sjá það þarf ekki annað en bera upp hina einföldu en sígildu spurn- ingu: Hvers vegna réðust Sovétríkin ekki yfir Vestur- evrópu, áður en Atlanzhafs- bandalagið var stofnað, hafi það verið áform þeirra, hvers vegna biðu þau meðan Vestur- veldin vígbjuggust hvað ákaf- legast og Bandarikin komu sér upp heilum herstöðvahring kringum Sovétríkin ? Þessari spurningu geta hernámsmenn ekki svarað, sökum þess að rök- semdafærsla þeirra. er í and- stöðu við staðreyndir. Á sama hátt hafa allar rétt- lætingar þeirra fyrir hernám- inu fallið um sjálfar sig, þann- ig að engin stendur eftir. Ef stjórnmálamenn reyndu nú að halda samskonar ræður •og þeir fluttu 1951, myndi öll þjóðin hlæja að þeim. Þróunin hefur afsannað allar fullyrðing- ar þeirra og staðfest að sósíal- istar fóru með rétt mál. Enda er nú svo komið að hernáms- blöðin reyna ekki lengur að verja þessar aðgerðir, Alþýðu- flokkurinn hefur flutt á þingi tillögu um uppsögn hemáms- samningsins, svipaðar kröfur sjást nú æ oftar á síðum Tím- ans og Morgunblaðið þegir. En þrátt fyrir allt þetta heldur hernámsliðið áfram at- höfnum sínum eins og ekkert hafi gerzt. Það er að reisa sér fullkomna ameríska borg við Keflavíkurflugvöll og ætlar að hreiðra þar um sig til lang- frama. Það er þessa dagana að semja um að innlima Njarðvík- urhöfn í herstöðvarkerfið. Og það hefur uppi áform um að drita niður radarstöðvum langtum víðar á landinu. Allar em þessar athafnir í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar og hagsmuni. Allar rekast þær á staðreyndir alþjóðamálanna og það sem annarstaðar er að -gerast. Enga þeirra treysta sjálf hemámsblöðin sér til að veria. Samt em þessir atburðir að gerast. Við svo búið má ekki lengur standa. Það má ekki láta her- námið þróast sjálfkrafa, líkt og fárviðri eða. óviðráðanlega pest. Það verður að finna leiðir til að breyta afstöðu þjóðarinnar í at- hafnir og hagnýta til fulis upp- gjöf og undanhald hemáms- inanna. Og ráðið er hið sama og forðum: Við verðum að þoka okkur saman, við verðum að herjast hlið við hlið, allir her- námsandstæðingar, þótt okkur kunni að greina á um margt og mikið annað. Látum það vera heitstrengingu okkar þenna fyrsta desemberdag. Venjulega þykir það engum stórtíðindum sæta þótt þjóðhöfðingjar eða aðrir valda- menn fari í opinberar heim- sóknir til annarra landa. Slík- ar heimsóknir era oftast á þann veg að haldnar eru efnis- litlar ræður, merkisstaðir skoð- aðir og skipzt á góðum gjöfum. Undanfarna daga hefur staðið yfir opinber heimsókn, sem orðið hefur eftirminnilegri en flestar aðrar. Það er för þeirra Búlganíns, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Krústjoffs, framkvæmdastjóra Kommún- istafiokks Sovétríkjanna, til Indlands. Hún hefur verið eitt helzta efni heimsfréttanna frá því hún hófst. Einkum er það tvennt sem veldur því, hversu mjög athygli heimsins hefur 1 beinzt að þessu ferðalagi. | Ferðaiangarnir hafa brugðið út | af þeim sið, sem tíðastur er í opir.berum heimsóknum, að j halda sig við margpvæld og innantóm kurteisisorðtök. Þvert á móti hefur varla liðið svo dagur að þeir iétu sér ekki eitthvað um munn fara sem þótt befur svo fréttnæmt að það hefur samstundis verið básúnað út um alla heimsbyggð- I ina. Tugir fréttamanna frá fjölda landa elta þá félaga i , ! hvert fótmál. I öðru lagi hefur indverskur almenningur gert ; móttökurnar eftirminnilegar. | Hvarvetna þar sem gestirnir koma, fagnar þeim slíkt fjöl- menni að einsdæmi er, jafnvel í hinu þéttbýla Indlandi. í höfuðborginni Nýju Dehli 1>g aftur í Kalkútta, stærstu borg Indlands, safnaðist meira en milljón manna saman og fagn- aði þeim Búlganín og Krústjoff svo ákaflega að við sjálft lá að þeir kæmust ekki leiðar sinn- ar. r '1n.... \ Erleiidi tíðindi L_______________. IV/galgögn stjórnenda Bret- i"-*- lands og Bandaríkjanna hafa haft allt á hornum sér vegna heimsóknar ráðamanna Sovétríkjanna til Indlands. Skamma þau Búlganín og Krústjoff fyrir að halda fram stefnu sinni í heimsmálunum i ræðunum sem þeir flytja, og Nehru forsætisráðherra fyrir að taka gestunum með slíkum kostum og kynjum sem raun ber vitni. Þetta ergelsi er ekki nema eðlilegt. Tilraunir ríkis- stjórna Vesturveldanna til að umgirða Sovétrikin á alla vegu múrvegg hernaðarbandalaga undir brezkri og bandarískri forustu hefur strandað á Ind- landi. Undir forustu Nehrus hafa nokkur Asiuríki bundizt samtökum um að standa utan hernaðarbandalaga. Þessi ráða- breytni hefur gefizt svo vel að hlutleysisstefnan breiðist út. Til dæmis hafa flest araba- ríkin aðhyllzt hana. Heimsókn hinna sovézku gesta til Ind- lands er sönnun þess að ekki aðeins friðsamleg heldur einn- ig vinsamleg sambúð getur tek- izt með ríkjum sem búa við mismunandi þjóðskipulag og ó- líka stjórnarhætti. Því er hún eitur í beinum manna, sem hafa sett sér það mark að sann- íæra þjóðirnar um að vígbún- aðarkapphlaup og kalt stríð sé bezta hlutskipti sem mann- kynið eigi völ á. Stjórnendur Vesturveldanna eru blátt áfram afbrýðis- samir. Indland er annað fjöl- mennasta ríki heimsins og miklu skiptir, nvar það leggst á sveif í heimsmálunum. Ekki er langt um liðið síðan Eden og Dulles voru á ferð í Nýju Dehli hvor í sínu lagi. Ind- verskur almenningur virti þá ekki viðlits. En þegar Búlganín og Krústjoff koma ætlar allt um koll að keyra, Indverjar koma milljónum saman til að fagna þeim, nærri liggur að þeir séu kæfðir í blómaregni og á landsmóti indverslcra skáta í Bombay eru þeir um- svifalaust kjömir heiðursskát- ar. Vestrænir stjórnmálaleið- togar klóra sér í kollinum og spyrja, hvort allir Indverjar séu á einni svipstundu orðnir kommúnistar. Þeir hafa ekki gert sér ljóst að Sovétríkin era að hálfu leyti Asíuríki, og að sov- étlýðveldin i Asíu eru sá hluti álfunnar sem lengst er kominn í tækniþróun, almennri mennt- un, heilsugæzlu o. s. frv. Sov- étríkin hafa iðnvæðzt af eigin rammleik, án teljandi aðstoð- ar frá hinum háþróuðu iðnað— arlöndum í Vestur-Evrópu og Ameríku. Þess vegna líta Asíu- menn aðdáunaraugum til Sovét- rikjanna, hvaða álit sem þeir annars hafa á kommúnisma. Það er fordæmi Sovétríkjanna sem hefur sannfært fyrrver- andi nýlenduþjóðir í Asíu um að þær geti iðnvæðzt án þess að selja frumburðarrétt sinn fyrir tækniaðstoð. egar byltingin var gerð í Rússlandi fyrir tæpum fjóram áratugum var það á svipuðu stigi og Indland þeg- ar nýlendustjórn Breta lauk. Nú eru Sovétríkin annað af tveim reginstórveldum heims- ins. Októberbyltingin 1917 hafði djúptæk áhrif í nýlend- unum. Frelsisbarátta nýlendu- Framhald á 9. síðu. • •■■■■■■ •■■ ■*aaaaaiisavi ■■■■■■■■■■■■>« TILKYMMING Samkvæmt samningi vorum viö Vinnnveitendasamband íslands, atvinnurek- endur 1 Hafnarfiröi, Árnessýslu, Akranesi, Keflavík, HangárvaHasýslu, Mýra- sýslu, og á Akureyri veröur leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með' deginum í dag og þar til ööruvísi verður ákveðiö, sem hér segir: TÍMAVINNA: Dagv. Eftírv. Nætur & ht Fyrir 2Vz tonns bifreiðar 51.33 60.77 70.21 — 2Vz til 3 tonna hlassþunga 56.92 66.36 75.80 — 3 — 3Vz — — 62.48 71.92 81.36 — 3Vz — 4 — — 68.06 77.50 86.94 — 4 — 4 Vz — — 73.62 83.06 92.50 Aörir taxtai’ óbreyttir aö þessu sinni. Reykjavík, 1. desember 1955 Vörubílastöðin Þróttnr Reykjavík Vörubílstjárafél. Mjölnir Árnessýslu Vörubílastöð Keflavíknr Keflavík Bílstjórafél. Mýrarsýsln Mýrarsýslu Vörubílastöð Hafnarfjarðar Hafnarfirði Bifreiðastöð Akraness Akranesi Vörubílstjérafél. Fylkir Rangárvallasýslu Vörubílstjórafél. Valur Akureyri ■*■*■■*••••*■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■•■■■■*■■■■■■■■■■■■•■■■■■■«■■■■•■■■■■■■■••■■•••■•■■•■■■■■■■■■•■•< Bílaiest flytur sovézku gestina frá flugvellinum inní höfuðborgina Nýju Delhi. Búlg- anín, Nehru og Krústjoff standa í opnum bíl sem fer fyrir. Gestirnir veifa til mann- fjöldins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.