Þjóðviljinn - 11.12.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.12.1955, Blaðsíða 7
- Sumiudagiir 11. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hannes Pétursson |K; V ÆÐ ABÖKi Fyrsta kvœðábók pessa unga Ijóðaskálds hefur fengið fádœma góðar viðtökur. Bókin rennur út — 1. upplag hennar er þeg- ar á þrotum. Rikissfjórnin nú ekki hrædd viS kauphœkkanir i® erra Stóríelld hækkun á hálaunamönnum; lítil hækk- un hjá þeim lægst launuðu Kauphækkun verkamanna ....... 3-4 þús. 11% Kauphækkun skriíst stj. ráðuneyta (bílastyrkur meðtalinn ..... 32 þús. 53% Kauphækkun ráðherra ......... 33 þús. 47% Árslaun ráðherra verða....... 111.150 Þessar mikilsverðu upplýsing- ar gaf Karl Guðjónsson í ræðu um nýja launalagafrumv, á Al- þingi i gær. Frv. var til 2. umr. og lágu fyrir tillö'gur launa- málanefndarinnar, sem fjárhags- nefnd flytur, um hækkanir á all- mörgum liðum. Lýsti Karl yfir fullu samþykki við hækkanir á lægri launaílokkunum, s"em hann sagði að væru nauðsynlegar og í samræmi við þá hækkun, sem verkamenn knúðu fram á sd. 1 vori. En stefna ríkisstjórnarinn-1 ar er sú, að nota litiar, en rétt- j mætar kauphækkanir til lág-! launamanna sem átyllu til stór-1 felldrar hækkunar á launum há- tekjumanna. Sýnir eítirfarandi j samanburður glögga mynd af þessu: Laun í des. Laun í jan. Raunv. Árslaun 1954, vísit. ’56 ef vísit. Hækk- Hækk- laun í vísit. 159 væri óbr. un í kr. un í % jan. ’56 171 stig Ráðherrar 5.847,25 8.612,50 2.765,25 47,3% 9.262,50 111.150,— Skrifst.stj. í ráðuneytum 4.906,30 6.797,25 1.890,95 38,5% 7.310,25 87,723,— —„— með bílastyrk 2.640,95 53,8% 8.060,25 96.723,— Prófessorar 4.698,74 6.280,50 1.581,76 33,4% 6.754,50 81.054,— Skrist.stj. í ríkisstofnunum 3.956,13 5.326,50 1.370,37 34,6% 5.728,50 68.742,— XIII. launafl 2.790,45 3.140,25 349,80 12,5% 3.377,25 40.527,— ejiia SilíOTSema Sovézki fiðlusnillingurinn Ða- vid Oistrakh er nú á hljóm- leikaferð um Bandaríkin og hef- ur hlotið frábæra dóma. Tón- listargagnrýriandi Tirne teiur hann vera mesta fiðluleikara sem nú er uppi. Aðsókn að hljómléikr.rn Ois.tr- akh hefur hvarvetna verið gííur- leg og hefur hann orðið að neita boðum um að leika í mörg- um borgurn. Hann hélt hljóm- leika í höfuðborginni Washir.gr-' ton og þáði fyrir hæstu greiðsíu sem nokkur tónlistarmaður hef- ur féngið fyrir eina hljómleika, 8000 dollara eða 130.000 krón- ur. Helgi Hálfdánarson: Á Ljóðapýðingar Ljóðavinir missið ekki af þessari bók — hún er aS verða uppseld HEIMSKBINGLlk Til þess að fá skýrari saman- burð um kauphækkunina frá des. '54 til jan. ’56 er notuð sama vísitala. Þar í er því engin liækk- un vísitölunnar á þessrnn tírna. XIII. launaflokkur er talinn samsvara nokkuð kaupi verka- manna og er kauphækkunin þar næstum sú sama. í>ess skal enn- fremur getið, að til viðbótar þessum launum ráðherra, sem á- kveða á með sérstökum lögum samhliða launálpgúnum, konia að sjálfsogðu full þingmanns- laun. Minnti Karl á það hvernig rík- isstjórnin og' allt hennar lið hefði farið hamförum gegn launahækk- un til verkamanna á s.l. vori. í>á hefði hreinn þjóðarvoði hlotizt af 11% hækkun til verkamanna. Nú væri engin hætta talin stafa af allt að 53% hækkun til há- tekjumanna. í sama streng tóku Lúðvík og Jósepsson, Einar' Olgeirsson Hannibal Valdimarsson. Eysteinn Jónsson taldi það hinsvegar fyllsta réttlæti, að ráðherrar og aðrir sSkir fengja að „fljóta með“ verkamönnum. (Samanber 11% til verkamanna, 4.7% til ráðherra.) Færði hann nefndinni þakkir fyrir tillögur sínar, sem allar gengu i hækkun- arátt. Hefur varla gallharðari kauphækkuriarmaður talað á þingi í seinni tíð. 6 h é 1. § v e r ð 1 a u n i si Skuldir Bandaríkj amanna aukast jafnt og þétt Verzlunarskuldir þeirra innanlands nema nú 3.500 ísl. kr. að meðaltali á hvern íbúa Iimanríkisskuldii' Bandaríkjanna fara stöðugt vaxandi og eru nú meiri en nokkru sinni fyrr. I septembermánuði s.l. jukust skuldir bandarískra neytenda vegna nýrra afborgunarkaupa um 544 milljón dollara og nema slíkar skuldir þá 26.699 milljón dollurum. Þegar við þessa upp- hæð er bætt venjulegum verzl- •unarskuldum neytenda nemur heildarfjárhæð skuldanna 34.293 •milljónum dollara, eða 3500 ís- lenzkum krónum á livern ein- asta íbúa Bandaríkjamia. Skuldir aukasfc örar en sparifé Anmtn fjórðung þessa árs aiam allt það snarifé sem lagt var til hliðar í Bandaríkjunum 1700 milljónum dollara, en jafn- framt stofnuðu þeir sér í nýj- ar skuldir sem námu samtals 2200 milljónuin dollara, aðal- lega vegna kaupa á bifreiðum með afborgunarskilmálum. Að sjálfsögðu kemur að skuldadögunum, að því að neyt- endur verða að fara að greiða þessar 34.293 milljónir dollara, sem þeir skulda smásölum og lánastofnunum sem annast fyr- irgreiðslu um afborgunarkaup. Þegar að greiðslu þessara miklu skulda kemur, getur ekki hjá -|því farið að bandarískir neyt- endur verði að draga úr nýjunf viðskiptum og það hlýtur aftur að leiða til minnkandi eftir- spurnar eftir framleiðsluvörum iðnaðarins. 'stjórnarvöldin hafa um alllangt skeið reynt að draga úr lánveitingum, m.a. með því að hækka forvexti bankanna, þau vita sem er að afturkippurinn verður þvi meiri sem skuldirnar verða meiri. Þeir Búlganín og Krústjoff komu í gær til Kasjmír, hins víð- lenda héraðs á norðvesturhluta Indlandsskaga, sem Indland og Pakistan hafa deilt um síðan 1947. Sagði Búlganín við komuna þangað, að þeir félagar hefðu ekki getað farið svo frá Ind- landi, að þeir kæmu ekki til þessa indverska landshluta. Útvarpið í Karaehi, höfuðborg Pakistans, deildi harðlega á Búl- ganín fyrir þessi ummæli, sem það sagði vera ósæmilega ihlutun í deilumál tveggja ríkja. Forsetar Æðsta ráðs Sovétríkj- anna hafa með tilskipun numið úr gildi bann við fóstureyðing- um, sem sett var árið 1936. í greinargerð fyrir tilskipun- inni segir, að bætt menntun kvenna og ráðstafanir hins opin- bera til verndar mæðrum og börnum geri það fært að afnema bannið. Vonast sé til að hin háu mæðralaun til barnmargra kvenna nægi til þess að halda fóstureyðingum í skefjum. Fóst- ureyðingar má aðeins fram- kvæma í sjúkrahúsum. Á fyrstu árum Sovétríkjanna voru engar hömlur settar við fóstureyðingum. Framhald af 1. síðn. og íslenzku umhverfi. En list hans væri ekki einskorðuð við ísland, höfuðeinkenni hennar væri saipúð með öllu lifandi hcr á jörðu, hún væri borin uppi af mannúð og mannást. ,,AMt sem Laxness hefur skrifað er þrungið ■ félagslsgum eldmóði og hann hef-. ur sjá'lfur tekið virkan þátt í i félagsKiálum sinnar tiðar". „Sú var tíð", sagði prófessor! Wessén, „að margir íslenzkir l rithöfundar vöidu sér annað nor-! rænt mál en íslenzku til að rita bækur sínar á, og ollu þar ekki einvörðungu fjár’nagsástæður, heldur einnig það að þeir van- treystu íslenzkri tungu sem tæki til listrænnar sköpunar. Mikil- vægasta afrek Laxness er ef til j vill að hann hefur enduniýjað íslenzka tungu til listrænnai , túlkunar í óbundnu máli og með fordæmi sínu gcfið íslenzkum rit- höfundum djörfung til að beita móðurmáli sínu. Það er ekki sízt þess vegna að landar hans virða hann svo mjög og meta svo mik- ils.“ Megi íslenzkur skáldskapur halda áfram að blómgast Prófessor Wessén hafði mælt á móðurmáii sínu, en nú beindi hann orðum sínum til skáldsins og mælti þá á íslenzku þessi orð: „Halldór Kiljan Laxness! Ég hef nú reyrit' í stuttu máli að skýra írá skáfdferii ýðár fyrir á- heyrendum hátíðarinnar. Flestir þeir er hljóta verðlaun Nóbels losna við þessa raun eingöngu vegna þess að þeir skilja ekki sænsku og þurfa því ekki að hlusta á hvað sagt er. Því er ekki þannig farið með ýður. Því miður munu fleiri íslendingár skilja 'sænsku en Sýíár íslenzku. Samt eru þeir márgif Svíar og aðrir sem lært hafa íslenzku eingöngu til þess að‘geía lesið bækur yðar á frummálinu og það er trú rriin að ri'ieð tímanum verði þeir enn fleiri. Ég bið yður að halda áfram þessu' þýðirigar- í mikla starfi og hv>etja aðra1 landsmcnn yðar að gera siíkt hið! Halldór Kiljan Laxness apdi myndir frá þjóðlífi íslands og sögu. Látum oss vonast eftir auðugri og mikilli blómgu?’ ís- lenzks skáldskapar. Ég færi ýður hjartanlegar harningj.uóskir, ífá sænsku akademíunn'i og bið ýður nú stíga fram íil bess að tak.a úr hendi konungs þau bókmennta- vérðlaun Nóbels sem i yður -afa verið veitt." Gekk Halldór Kiljan þá fyrir konung og tók viö vérð- laununum. Veizlan í ráðhúsinu Þá var afhendingu nóbéís- verðlaunanna lokið og var nú farið til ráðhúss Stokkhóims- borgar, þar sem haldiri var veizla, sem 800 manns cátu. Þar var haldin ræða fyrir mirmi kon- ungshjóna og konungur minntist Alfreds Nóbels. Bergstj;. tidt pró- fessor ávarpaði nóbelsvetö.Iauna- meni. Halldór Kiljan Laxn.ess ílutti þar ri'ðu. M.' K. (Ræðan var senc1 sj rdéýjíL'og er bví akki. að treysta að hún him birtist hér alyeg cins og sama. Géf öss áfram margar lif-l höfundur gekk frá henni)..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.