Þjóðviljinn - 16.12.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. desember 1955
IJtgefandi:
Sameiningarflckkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
■-------------------------------/
Sögulegur
atburður
Það eru mikil tíðindi og góð
að allir andstöðuflokkar íhalds-
ins í Reykjavík báru í gær fram
sameiginlega, í allsherjarsam-
vinnu, breytingartillögur sínar
við fjárhagsáætlun Sjálfstæðis-
flokksins á aðalfundi bæjar-
stjórnarinnar. Slík samvinna
hefur ekki tekizt fyrr og hún
mun vekja ánægju allra íhalds-
andstæðinga; þakkar Sósíalista-
flokkurinn fulltrúum sínum í
bæjarstjórn sérstaklega þann
góða þátt sem þeir áttu í því að
samvinna tókst.
Samvinnan er þó ekki alger;
fulltrúi hægriklíkunnar í Al-
þýðuflokknum, Magnús Ást-
marsson, viidi ekki taka þátt í
að flytja einnig ályktunartillög-
urnar sameiginlega; hann sagðist
verða að hafa einhverja sér-
stöðu!! Afleiðingin varð sú að
hann stóð uppi einn og einangr-
aður og áhrifalaus, á sama hátt
cg Þórður hreppstjóri í kosning-
Unum í Kópavogi.
Það hefur löngum verið skæð-
asta áróðursvopn íhaldsins í
bæjarstjórnarkosningum að lýsa
yfir því að ef það missti meiri-
hluta sinn tæki við alger glund-
roði. Andstöðuflokkar íhaldsins
hafa löngum sjálfir yddað þetta
vopn með því að leyía valdhöf-
unum að deila og drottna, koma
fram hver í sínu lagi og- hafa
jafnvel ekki samvinnu um sjálf-
sögðustu atriði. Hefur íhaldið
sérstaklega beitt kommúnfsta-
grýlunni í þessu skjmi og oft
rneð fullum árangri. Og síðan
hefur það bent á andstæðinga
sina og sagt: Þama sjáið þið,
þeir geta ekki unnið saman, það
er tilgangslaust að kjósa þá.
Sú samvinna sem nú hefur
tekizt í bæjarstjórninni er þess-
vegna sögulegur viðburður, og
eí haldið verður áfram á sömu
braut á ráðsmennsku íhaldsins í
höfuðborginni að vera lokið. I-
haldið er í minnihluta meðal
kjósenda í Reykjavík og hefur
verið það um alllangt skeið;
þess vegna eru tillögur and-
siöðuflokkanna jafnframt vilji
meirihluta bæjarbúa, og ef fylgt
væri lýðræðisreglum væri ekki
unnt að standa gegn þeim. En
auÖvitað skiptir íhaldið sér ekki
aí neinu slíku, það mun halda
áfram að drottna með eiriræðis-
valdi meðan það á þess nokkurn
kost — og þann kost verður að
laka af því með sameiginlegu
átaki.
Samvinna sú sem nú hefur
tekizt í bæjarstjórn Reykjavíkur
er fordæmi fyrir íhaldsandstæð-
inga um land ailt; hún er í sam-
ræmi við hagsmuni og vilja
vinnandi fólks, hún vísar leið-
ina til sigurs. Einmitt á þenn-
an hátt ber vinstri flokkunum
að starfa á Alþingi íslendinga,
og þar hafa þeir meira að segja
liðstyrk til að mynda vinstri
Stjóm, ef viljinn væri í sam-
í&semi við fylgið.
Dœmasafsi með úrlausnum
effir Lárus Bjarnason
Nýlega er komin út nýstár-
leg bók eftir hinn þjóðkunna
skólamann Lárus Bjarnason
fyrrv. skólastjóra. Þótt Lárus
sé kominn hátt á áttræðisald-
ur, ber áhugi hans á stærð-
fræðikennslu og stærðfræði-
iðkunum ekki á sér nein
ellimörk, enda hygg ég, að
lengi mætti leita að hans
líka að því leyti. Það er líkt
um tröllatryggð hans við
þessi fræði og umhyggju
hans fyrir velfarnaði nem-
enda sinna. Hvort tveggja
hefur jafnan verið með ein-
dæmum.
Það ástfóstur, sem Lárus
tók við þessa fræðigrein, á
sér dálítið sérstæðan uppruna,
sem ég hygg, að mætti að ó-
sekju verða æskumönnum til
eftirbreytni. Hann segir svo
frá sjálfur, að á fyrstu náms-
árunum hafi honum fundizt
fæmi sín í stærðfræði ekki
standast samanburð við
frammistöðuna í öðrum grein-
um. Ekki skal það sannast,
að ég hafi svo merka fræði-
grein að neinu olnbogabarni,
hugsar hann. Hér er einmitt
sá rétti vettvangur mikilla
átaka. Og hann náði réttu
tökunum og sleppti þeim
aldrei síðan.
Bók sú, er Lárus sendir nú
frá sér, ber svo skýran svip
höfundar síns, að enginn,
sem til þekkir, gæti um villzt.
Margir munu eflaust hyggja,
að stærðfræðibækur beri öðr-
um bókum síður svip höfund-
ar síns, og má vera, að svo
sé stundum, en þá er þessi
bók undantekning.
Þarna hefur höfundur safn-
að saman fyrst og fremst úr-
vali úr þeim mörgu hnittnu
dæmum, sem hann hefur lagt
fyrir nemendur sína, og munu
margir þeirra því geta fund-
ið þar gamla kunningja frá
námsárunum og ef til vill með
leiðsögu þeirra geta rakið
sum þau spor um lönd minn-
inganna, sem þeir liugðu
löngu fennt í.
Höfundur birtir hér auk
þess allmörg önnur dæmi,
einkum prófdæmi. Ef ungu
skólafólki er forvitni á að
sjá, hvaða verkefni hafa ver-
ið lögð fyrir foreldra þeirra
í æsku, mun oft vera hægt
að finna það í bók Lárusar.
Hún getur því haft minning-
argildi fyrir yngri sem eldri.
Það, sem gerir bókina þó
fyrst og fremst nýstárlega,
eru lausnirnar, en þær fylgja
hverju dæmi og eru valdar
Lárus sextugur
og settar fram af þeirri alúð
og vandvirkni, sem höfundur
er kunnur að. Flestar eru úr-
lausnirnar eftir höfund sjálf-
an, en sumar eftir aðra nafn-
greinda menn. Seinast í bók-
inni eru ljósprentuð allmörg
dæmi með úrlausnum, skrifuð
af höfundi sjálfum.
Hverjum mundi til hugar
koma, sem sér allan frágang
á þessum dæmum, að þau
séu skrifuð af manni, sem er
kominn hátt á áttræðisaldur,
blindur á öðru auga og ekki
með fulla sjón á hinu. Hvað
mundi þá um skrift og frá-
gang höfundar, meðan hann
hafði fulla sjón?
Oft er frágangi nemenda á
skriflegum úrlausnum ábóta-
vant. Hér getur ao líta for-
dæmi, sem vert er að taka
til eftirbreytni.
Ekki tel ég neinum vafa
bundið, að þessi bók getur
orðið mörgum nemanda miltil-
væg stoð við nám, jafnt
skólanám sem sjálfsnám, og
vegna hinna persónulegu
tengsla við hina mörgu nem-
endur höfundar og hinna
smekklegu handskrifuðu kafla
verður hún áreiðanlega mörg-
um kærkomin jólagjöf.
Við nemendur þínir þökkum
þér fyrir bókina, Lárus.
Sigurkarl Stefánsson.
NÝIUNG!
Uppleysir fyrir þrykkimyndir svo liægt er að
skipta um myndir, skemmir ekki málninguna.
SKILTA6EBÐIN
Skólavörðustíg 8
HúsmœSraféleg I
Reykiovskur !
■
Jólafundur félagsins verður haldinn föstudag- I
inn 16. þ.m. kl. 8 í Borgartúni 7.
Frk. Vilborg Bjömsdóttir, húsmaeörakennari, :
sýnir húsmæörum ýmis konar nýjungar í mat, !
bakstri og jólasælgæti. — Allt ókeypis. — Allar |
kontu’ velkomnar.
Þegar þeir mæta og þegar
þeir mæta ekki
Við stofnun lýðveldis á ís-
landi 1944 lýstum við yfir
ævarandi hlutleysi í hemaði.
Fáum árum síðar telur
meirihluti alþingis sjálfsagt að
ganga í hernaðarbandalag og
ljá eiganda atomsprengjunnar
flugvöll og flotastöð til af-
nota fyrir her sinn.
Vopnavaidið var nú orðið
lielzta haldreipi hins unga lýð-
veldis — erlent vopnavald.
Þegar háttsettir herforingj-
ar eru hér á ferð, eða tylla
sér aðeins á íslenzka grund,
er hvert tækifæri notað til
þess að votta þeim virðingu
og trúa þjónustu, þá er rik-
isstjóm íslands ávallt reiðu-
búin að hylla tákn hins er-
lenda valds.
Þegar Halldór Kiljan Lax-
ness kemur heim með Gull-
fossi, eftir að sænska aka-
demían hafði kjörið hann
verðugasta viðtakanda bók-
menntaverðlauna Nóbels
þessa árs, var honum fagnað
innilega af alþýðufólki og
listamönnum, fyrir að hafa
varpað lióma á bókmenntir
þjóðarinnar að fornu og nýju,
fyrir að hafa bmgðið björtu
ljósi yfir menningu þjóðar
okkar og stækkað hana í aug-
run umheimsins.
Þá mætti enginn opinher
fulltrúi frá alþingi né ríkis-
stjórn, til að fagna honum og
þakka. Hér var heldur enginn
fulltrúi hervalds á ferð held-
ur vinur og bróðir alþýðunn-
ar, andlegur afreksmaður, að
koma heim.
Þegar íslendingi eru afhent
bókmenntaverðlaun Nóbele í
fyrsta sinni í sögu þjóðarinn-
ar er forseta alþingis og
menntamálaráðherra boðið að
vera viðstaddir hina hátíð-
legu athöfn.
Ekki gátu þeir verið við-
staddir þá athöfn.
Þegar boðað er til funda í
hinum ýmsu ráðum er snerta
hernaðarmál, þar sem Islend-
ingar eiga rétt til setu, þá
virðast ástæður vera hag-
stæðari til að mæta.
Hve lengi ætlar þú, íslenzk
alþýða og bændastétt, að líða
hinum íslenzku leppum hins
erlenda vopnavalds að fara
með menningar- og atvinnu-
mál þín?
' K. G.
MinningarorS
Guðrún Jónsdóttir frá Þor-
rnóðsdal i Mosfellssveit, er
andaðist að elliheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði 12. þ. m.
var fædd að Búrfelli í Gríms-
nesi 6. desember 1874. For-
eldrar: Ingveldur Gísladóttir,
hreppstjóra á Kröggólfsstöð-
um í Ölfusi og Jón Bjarna-
son frá Auðsholti í sömu
sveit.
Guðrún ólst upp í foreldra-
húsum ásamt systkinum sín-
um þeim Bjama, Gísla, Ing-
veldi, Guðjóni og Ágústínu.
Um tvítugsaldur fór Guð-
rún í Kvennaskólann í Rvík,
sem Þóra Melsted veitti þá
forstöðu. Var hún ein með
þeim fyrstu, sem útskrifaðist
úr þeim skóla.
Um aldamótin reistu þau
Guðrún og Ölafur Þorsteins-
son bú að Þormóðsdal. Þau
eignuðust þrjú börn, sem öll
dóu í æsku.
Þegar ég sem barn fluttist
austan yfir Fjall til Guðrún-
ar föðursystur minnar að
Þormóðsdal, sá ég glöggt, að
þar var allt með hinum mesta
myndarbrag, húsakynni ó-
venju glæsileg á þeim tíma,
matargerð framúrskarandi og
með nokkuð nýstárlegum
hætti. Dagfar húsmóðurinnar
var mjög alúðlegt og viðfeldið
og fyrirskipanir hennar séttar
fram af kurteisi og góðvild.
Guðrún var rösklega meðal-
kona að hæð, fríð sýnum og
glæsileg í framgöngu. Guð-
rún átti ávallt góða reiðhesta
og hafði mikla ánægju af
þeim, og er mér það í barns-
minni er ég eitt sinn horfði á
eftir henni á hestbaki, ásamt
nágrannakonu hennar, Val-
gerði frá Miðdal, að mér
fannst að þær mundu vera
með glæsilegustu konum sveit-
arinnar.
Guðrún fluttist til Reykja-
víkur um 1918 og nokkru síð-
ar hóf hún að reka greiða-
sölu að Laugavegi 19, og
mun hafa stundað það á ann-
an tug ára.
Þegar móðir hennar var
komin á efri ár, tók Guðrún
hana til sín, enda var mjög
kært með þeim mæðgum.
Þær bjuggu saman í Þing-
holtsstræti 28 í húsi Hólmfríð-
ar Gísladóttur, sem rak Hús-
stjórnarskóla Reykjavíkur, og
mun Guðrún þar hafa notið
góðs af fyrri kynnum sínum
við Hólmfriði, þegar þær voru
skólasystur í Kvennaskóla R-
víkur.
I hárri elli fór Guðrún á
elliheimilið Sólvang í Hafnar-
firði og dvaldi þar til æviloka,
eða um tveggja ára bil.
Með þessum fáu orðum vil
ég kveðja föðursystur mina
og votta henni þakkir fyrir
hlýhug hennar og prúð-
mennsku.
Sigurður BjarnaB»».