Þjóðviljinn - 17.12.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1955, Blaðsíða 7
Laugardagfur 17. desember Ein sú stunrf sem vid hofum lifnd mestn verið undirbúnar, og gert smávegis tillögur um breyt- ingar á málfari, hingað og þangað. En auðvitað hef ég alltaf lagt áherzlu á það að Halldór yrði að fara vandlega yfir tillögur mínar á eftir, hirða eða hafna eða finna alveg nýja leið, eins og hann hefur oft gert. Ég nefni þetta vegna þess að ég hef heyrt utan að mér tröllasögur um breytingar sem ég eigi að hafa gert á bókum Halldórs, en þær eiga ekki við neitt að styðjast. Einhvern tíma sá ég meira að segja á prenti að ég < Stokkhólmi 11. des. Meðal þeirra Islendinga sem tókru þátt í nóbelshátíðahöld- unum í Stokkhólmi vóru Jón prófessor Helgason og Þórunn Bjömsdóttir kona hans, en þau hafa um langt skeið ver- ið í hópi nánustu vina Hall- dórs Kil jans, og má t.d. minna á hversu mikil uppistaða bréfaskipti þeirra Jóns era í bók Peters Hallbergs um Kiljan. Ég notaði tækifærið og skrapp til þeirra hjón- anna í dag á hótelherbergið þar sem þau búa, til þess að spjalla svolítið við Jón um Halldór og nóbelsverðlaunin. — Áttirðu von á því að Halldór fengi nóbelsverðlaun- in í ár? — Við höfðum ávæning af því að það væri í aðsigi, en áræddum ekki að trúa því. Daginn áður þóttumst við ; hafa öragga vissu um að af þvi hlyti að verða, en þó ef- aðist ég enn þar til mér var sagt að opinber tilkynning hefði verið birt. Þá fannst okkur við lifa eina þá stund sem við höfum lifað mesta. — Hvað hafið þið Haildór þekkzt lengi? —■ Síðan 1919, þá vildi svo til að við áttum báðir heima við sömu götu í Kaupmanna- höfn. Halldór hafðist þar við í lítilli kytra, í henni var enginn ofn, en hann sat þama í vetrarhörkunum og skrifaði og skrifaði. Þegar ég minnist þess dettur mér oft í hug það sem Haildór segir um Ólaf Kárason: Það var eins og honum bráðlægi á að koma sem allra mestu á pappírinn á sem skemmstri stund af því sem inni fyrir byggi. Þarna kynntumst við og síðan hefur okkur alltaf verið vel til vina, þótt tæp- lega verði fundnir tveir ólík- ari menn. ■ Þegar ég ber brigður á að sú kenning standist heldur Jón áfram: < — Það kann helzt að mega teljast sameiginlegt með okkur að báðum hættir við að segja sögur í dálítið ýktri mynd. Við höfum gaman af þvi að segja allt með nokkuð miklum f jarstæðukeimi, draga fram það sem aðrir kunna að telja aukaatriði en hafa hitt í baksýn. — Og nú bætir Þór- unn inn í að það sé stundum kjmdugt að heyra hvernig þeir magna ýkjurnar hvor í < öðrum, þegar þeir ræðast við. ( — Áttirðu von á því, þeg- < ar þú kynntist Halldóri fyrst, að hann myndi ná jafn stór- Hmtt við Jón Helgason prófessor um Haildór Kiljan og Nóhetsverðlaunin felldum árangri í skáldskap og sannazt hefur? — Mér fannst ljóst frá fyrsta fari að eitthvað óvenju- legt væri á ferðinni, eitthvað fyrir utan og ofan það al- genga, það held ég mér sé óhætt að segja; en auðvitað beið maður dálítið átekta þar til Vefarinn kom út, þá held ég engum hafi blandazt hugur um að Halidór byggi yfir miklu. Ég hef alltaf haft miklar mætur á Vefaranum; þótt höfundur væri þá ekki búinn að ná fullum þroska finnst mér alltaf sterkir og miklir kaflar í þeirri bók. — Ég sá í bók Hallbergs, að þú munt hafa verið alvar- lega hræddur um að Halldór yrði innlyksa í kaþólskunni. — Ég hef lesið bók Peters Hallbergs . með aðdáun, ég undrast og dáist að því hversu vel hann fjallar um þetta efni sem alls ekki er vandalaust, hvað hann fer um það mjúkum en þó sterk- um tökum. Víst var ég alvar- lega hræddur um að Halldór myndi alveg hverfa í kaþólsk- una, helga sig hinni alþjóð- legu kirkju en glatast Iandi sínu. Ég man að ég spurði hann einu sinni hvort hann hefði nokkra von um að verða páfi; þegar hann taldi öll tor- merki á því bað ég hann blessaðan að snúa við, fyrst framavonirnar væra ekki meiri en þetta. Halldór var þá aðeins tvitugur að aldri, en ótti okkar sýndi hversu mikl- ar vonir við bundum við hann. Halldór sneri sér að kaþólsk- unni sökum þess að í um- rótinu mikla eftir fyrri heims- styrjöldina þurftu ungir menn að finna sér eitthvert bjarg, og það var án efa guðs mildi að Halldór valdi þessa braut; þar var hann innan um há- menntaða menn sem tóku hann að sér, kenndu honum og skírðu hann að lokum eins og heiðingja. Ég spái því að það hafi verið enn tilkomu- meira að sjá Halldór skírðan, innan um presta og preláta í höklum og öðram skrúða, en sjálf nóbelshátíðahöldin í gær; hann hafði æfinguna frá fornu fari. — Er einhver sérstök af bókum Kiljans sem þú metur mest? — Ég hef misjafnlega mikl- ar mætur á þeim eins og sjálfsagt allir lesendur hafa. T. d. hef ég ákaflega mikið dálæti á sögunni af Ólafi Kárasyni, Heimsljósi eins og hún á nú að heita, en þó skil ég mjög vel þá menn sem taka aðrar bækur fram yfir eða telja þær rísa jafn hátt. — Hvaða höfundareinkenni Halldórs era þér hugstæðust? — Mér þykir mest um vert þann galdur hans að bregða alltaf nýju og nýju ljósi yfir efnið, kynna það í mismun- andi birtu; maður veit aldrei hvemig birta verður á næstu blaðsíðu. — Það er líkt og í ljósaskiptunum í íslenzkri náttúra, sífelld breyting, allt- af eitthvað nýtt, bætir Þór- unn við. — Það er sagt heima að þú hafir farið yfir handrit af æði mörgum bókum Halldórs. — Ég hef lesið yfir ýmsar bækur hans, ýmist í handriti eða þegar nýjar útgáfur hafa hefði átt mikinn þátt í samn- ingu bókar einnar, en þá vildi svo óheppilega til að höfund- urinn tilgreindi bók sem var skrihið á stríðsárunum þegar Halldór sat heima og ég í Danmörku og enginn sam- gangur var milli okkar, þann- ig að bókin var prentuð eftir liandriti sem ég hafði alls ekki séð. Annars hefur mér oft fundizt Halldór mjög harðleikinn við fyrri bækur sínar, þegar þær hafa komið út á nýjan leik, og ég hef oft reynt að stilla svo til að hann hlífði einu og öðra sem mikil eftirsjá var að. — Mér er sagt að sumir norrænumenn hafi litlar mæt- ur á Gerplu; hvernig fellur þér við hana? — Aðalatriði Gerplu er auð- vitað það sem undir býr; hún fjallar um okkar tíma og vandamál þeirra. En ég held að þeir menn hafi rétt fyrir sér sem segja að Gerpla hafi þann galla að persónumar séu of ógeðfelldar, ég fyrir mitt 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 leyti get ekki lagt Gerplu til jafns við hinar miklú nú- tímasögur Halldórs. Þó er mér kunnugt um það að menn, sem hafa mjög mikið vit á bókmenntum, telja Gerplu rísa hæst allra bóka hans. Skemmtilegasti kaflinn i Gerplu finnst mér frásögn- in um vist Þormóðs meðal Skrælingja og lokakaflinn er líka ákaflega áhrifamikill. Halldór hefur endað allar mestu sögur sínar á mjög til- komumikinn hátt, þannig að lesandinn situr eftir eins og steini lostinn. — Hvað finnst þér um nó- belsverðlaunin ? — Mér hefur alltaf fundizt að þessi verðlaun væru I sjálfu sér lítilsverður atburð- ur, ef maður fyndi ekki alveg eindregið og öragglega að Halldór er þess fullkomlega umkominn að þiggja þau. Það hefur stundum heyrzt heima„ að mál sé til komið að eiq-' hver íslendingur fái nóbels- verðlaun, rétt eins og til sé heill herskari af íslenzkum mönnum sem megni að þiggja þau. Við verðum að hyggja að því að bækur þess sem verðlaunin hlýtur eru þýddar víðsvegar um heim, og ef þær standast ekki mat lesenda er miklu verr farið en heima setið; þá er íslendingum ekki sómi að fá nóbelsverðláun, heldur niðurlæging. Það er þvi fagnaðarefni að ekki var hrapað að því að veita þessi verðlaun, fyrr en til var mað- ur sem var þess umkominn að bera þau með fulluni sóma. — Hvað finnst þér um yngri skáldin heima ? — Ég fylgdist allt of illa með þeim, les of lítið. Eftir því sem ég eldist finnst mér ég fjarlægjast það sem er að koma fram nýtt, en hallast meira að því eldra. Ég hef lítið gaman að órímuðum ljóð- um, en ekki vil ég lasta það, ef mönnum er eðlilegt að yrkja á þann hátt. — Órímað mál er ekki ljóð, eins og sáta er ekki baggi fyrr en búið er að binda heyið, bætir Þórunn við. — Hvaða ritverkum vinnur þú að um þessar mundir ? Það fer nú mestur tíminn minn í að lesa verk annarra, ég hef ýms ritsöfn undir höndum og kann ekki við að taka við öllu óbreyttu sem að mér er rétt. I Bibliotheea Amamagnæana era þannig komin 20 bindi, flest einar 4-500 bls., og í þá útgáfu hef- ur farið mikill tími. Svo er Manuscripta Islandica, en það safn á að verða 20 bindi og ekki komin nema tvö. Næsta bindið verður Wolfen- biittelhandritið að Eyrbyggju og Egilssögu, og ég hlakka sérstaklega til að sjá það komið út, því það er bók.sem geymd er á afskekktum stað og fáir íslenzkir fræðiroenn hafa átt kost á að handleika. Daginn áður en ég kom hing-r að var ég að ganga frá ljós- prentaðri eftirmynd af kvæða- bók sem Magnús Jónsson digri í Vigur tók saman, á- samt inngangi, og ég vonast til að sú útgáfa verði þeim mönnum til mikillar fyrir- greiðslu sem kunna að. ,fást við skáldskap 16. og 17. ald* Framh. á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.