Þjóðviljinn - 20.12.1955, Qupperneq 1
1H siðiii*
Sunnudagur 18. desember 1955 — 28. árgangur — 288. tölublað
Jórdan logar í óeirðum vegna andúðar
almennings á inngöngu i herbandalag
MannskœS áföki Jerúsalem - Útgóngu-
bann I Betlehem - Konungur rýfur þingíS
Mikil ólga er í Jórdan vegna fyrirætlunar ríkisstjórn-
arinnar um að ganga í Bagdadbandalag Vesturveldanna og
fylgiríkja þeirra í vestanverðri Asíu.
Bagdadbandalagið var stofnað
i sumar. Að því standa Bretland,
Tyrkland, Irak, Iran og Pakistan
og Bandaríkin taka þátt í störf-
um þess.
Stjórna rkreppa
Fyrir skömmu kom Templer
hershöfðingi, forseti yfirherráðs
brezka heimsveldisins, til Amm-
an, höfuðborgar Jórdans. Kvis-
aðist það brátt að hann hefði
meðférðis kröfu frá brezku
stjórninni um að hún vildi að
Afganistan fær
sovézka aðstoð
Búlganín forsætisráðherra og
Krústjoff, framkvæmdastjóri
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, fóru í gær frá Kabúl, höf-
uðborg Afganistan. Lauk þar
mánaðar ferðalagi þeirra um
Suður-Asíu. Tilkynnt hefur ver-
ið í Kabúl að Sovétríkin muni
lána Afganistan 100 milljónir
dollara til langs tíma til að efla
atv'innuvegi landsins. Hlutleysis-
og 'griðasamningur ríkjanna frá
1931 hefur verið endurnýjaður.
Forsætisráðherra Afganistans
neitaði að svara spurningum
fréttamanna, hvort verið væri
að semja um sölu sovézkra
vopna til Afganistan.
Flugvél Búlganíns og Krúst-
joffs flaug til Tashkent, höfuð-
borgar sovétlýðveldisins Tad-
sjikistan. Óku þeir þar um göt-
urnar í opnum bíl en hálf rnill-
jón manna var komin saman til
að fagna þeim.
Jórdan gengi hið fyrsta í Bagd-
adbandalagið. Jórdan var stofn-
að fyrir tilstilii Breta, her rík-
isins er undir stjórn brezkra
liðsforingja og brezki ríkissjóð-
urinn hefur greitt allan kostnað
af vopnabúnaði Jórdans.
Templer hafði skamma hríð
dvalið í Amman þegar fjórir
ráðherrar í rikisstjórninni sögðu
af sér, vegna þess að þeir voru
mótfallnir inngöngu i Bagdad-
bandalagið. Sagði þá öll ríkis-
stjórnin af sér en konungur fól
helzta formælanda bandalagst-
sinna að mynda nýja stjórn.
Hervörður á götunum
Siðan hefur ókyrrð ágerzt
jafnt og þétt í landinu. í höfuð-
borginni Amman efndu stúdent-
ar til mótmælagöngu gegn þátt-
töku í Bagdadbandalaginu. Gang-
an varð mjög fjölmenn. Yfirvöld-
in létu dreifa henni með skot-
hríð. Einn stúdent beið bana
en margir menn særðust. Þetta
gerðist á laugardag. Síðan hafa
flokkar vopnaðra hermanna
verið á verði á götunum, en
engu að síður hefur fólk hvað
eftir annað safnazt saman til
að mótmæla aðild Jórdans að
Bagdadbandalaginu.
í gær tóku að berast fréttir
af fjöldafundum og hópgöngum
í þeim hluta Palestínu sem
Jórdan lagði undir sig, í gömlu
borginni í Jerúsalem gerði
mannfjöldi i gær aðsúg að ræð-
ismannsskrifstofum Tyrkja,
Breta og annarra Bagdadbanda-
lagsríkja. Herlið skaut á fólk-
ið og biðu að minnsta kosti
fjórir menn bana. í Hebron kom
einnig til átaka milli hermanna
og almennigs. í Betlehem hefur
verið sett útgögubann frá dag-
setri til dögunar, en engar fregn-
ir hafa borizt af hvað þar hefur
gerzt.
í gærkvöld tilkynnti útvarpið
í Amman að Hussein konungur
hefði rofið neðri "<jeild Jórdans-
þings og boðað ti! nýrra kosn-
inga. Segir í tilskipun konungs,
að hann telji að þjóðin eigi að
fá að láta í ljós vilja sinn, þar
sem örlagaríkar ákvarðanir séu
framundan.
Þjóðleikhúsið frumsýnir Jóns-
messudraum á annan í jólum
Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er Jónsmessudraumur
Shakespeares, undir stjórn enska leikstjórans og leikarans
Walter, Hudd. Alls koma fram í leiknum nær 60 manns;
hljómlistina flytja 20 hljóðfæraleikarar úr sinfóníusveitinni
fyrrverandi — og væntanlegu — undir stjórn dr. Urbancic,
en Erik Bidsted hefur æft flokk 20 barna er dansa í leikn-
um; stunda þau nám í leikdansskóla Þjóðleikhússins. Sem
sagt: söngur og dans og kátína og vor í skammdeginu
miðju.
Þjóðleikhússtjóri sagði frétta-
mönnum frá þessu í gæi’, en eins
og menn muna hefur áður verið
Bókhlöðustígur 10
ónýtist í eldsvoða
Laust eftir miðnætti s.l. var slökkviliðið hér í
Reykjavík kvatt að íbúðarhúsinu Bókhlöðustíg 10,
en það er allstórt timburhús járnvarið, tvær hæð-
ir og lágt ris. Þegar slökkviliðið kom á vettvang
var efri hæðin alelda og stóðu logatungurnar út
um gluggana. Ónýttist hæðin með öllu og einnig
urðu miklar skemmdir af völdum vatns og reyks
á neðri hæðinni og í risi. Slökkviliðsmenn voru enn
að störfum, er blaðið fór í prentun.
Það verður dregið á
Þorláksmessu 23. des.
Allir útsölumenn happ-
drættisins eru vinsam-
lega beðnir að póst-
leggja óselda miða í
síðasta lagi þann 23.
desember.
Tilkynnið okkur sím-
leiðis þann 23. des.
hvernig ialan stendur.
Hjálpumst öll að því að
breyta happdrættismið-
unum í peninga og láta
verða sem minnst eítir
óselt.
Happdrættisnefndin
Walter Hudd.
sagt frá komu hins enska leik-
stjóra hingað. Það var um 20.
nóvember, en síðan hafa æfingar
leiksins staðið látlaust; og þegar
fréttamenn litú á sviðið í gær
var þar allt í uppnámi: Leikstjór-
inn talaði með öllum líkamanum
við Bachmann Ijósameistara, Bid-
sted stóð á miðju gólfi og sýndi
ungum pilti hvernig maður á að
hafa liðamót mitt á milli ökla og
hnés, Lárus Ingólfsson málaði
leiktjöld með tíu penslum í senn,
og í sama bili lyftist rautt tjald
frá sviðsgólfi og hvarf eitthvað
upp í rýmdirnar. Svo kom leik-
stjórinn brosandi og sagði að það
væri mikið að gera eins og sjá
mætti, æfingar hefðu aðeins stað-
ið tæpar 4 vikur — en það verð-
ur allt í lagi á annan, vonaði
hann. Hann lét vel yfir samstarf-
inu við leikarana, og ber þá að
geta þess hér að Hildur Kalman
hefur verið honum til aðstoðar
við leikstjórnina; vitaskuld hefur
málið verið tii nokkurs trafala.
Núl, n,ú, Jón Sigurbjörnsson
leikur Þesevs, en Valur Gíslason
Egevs. Benedikt Árnason er Lys-
ander, Helgi Skúlason: Demetri-
us, Jón Aðils: Fílóstratus, Regína
Þórðardóttir: Hippólína drottning,
Herdís Þorvaldsdóttir: Hermína,
dóttir Egevs; Kati’ín Thors:
Helena. Rúrik Haraldsson leikur
álfakónginn og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir álfadrottninguna.
Lárus Pálsson leikur Bokka, sem
„upphafinu veldur". Þá eru sex
handverksmenn: Gestur Pálsson,
Klemenz Jónsson, Róbert Arn-
finnsson, Bessi Bjamason, Bald-
vin Halldórsson og Indriði Waage.
Leiktjöldin voru teiknuð úti I
Framhald á 7. síðu
Skotfæraf lutning HernámsBiðsins á
þoia gegnyin bæinn m
Vltavert aS vera oð þvœlasf meÖ sprengi-
efnalestir um bœinn i miSri jólaösinni
Ríkisstjórnin lætur það hneyksli viðgangast
að nú í miðri jólaumferðinni flytur hernáms-
liðið hundruð tonna af sprengiefni og skotfær-
um í gegnum bæinn.
Fyrir eigi alllöngu kom birgða-
skip með jólaglaðning til her-
námsliðsins: skotfæri og sprengi-
efni. Stóð uppskipun þess og
flutningur gegnum bæinn yfir
á þriðja dag.
Skotfærin voru þá flutt suður
á Keflavikurflugvöll og bjugg-
ust menn við að þar með vær-
um við lausir við þennan ófögn-
uð í bili. En í gær er skotfæra-
og sprengiefnaflutningur hafinn
á ný. í þetta sinn sunnan af
Keflavíkurflugvelli til Reykja-
víkur! Mun herstjórnin ætla að
senda þennan „jólaglaðining“ til
annarra stöðva sinna.
Skotfæraflutningur þessi mun
eiga að halda áfram í dag og' alls
á að flytja hér í gegnum bæinn
og skipa út nokkrum hundruðum.
lonna af skotfærum.
í gærdag stöðvaði skotiæralest
Bandarikjairianna ferðir áætl-
unarbilanna og annarra er komu
sunnan með sjó. Myndaðist brátt
lörig lest af bílum íslendinga á
Suðurnesjaveginum, er ekki
fengu komizt leiðar sinnar fyr-
ir skotfæralestinni. Töfðust veg-
Framhald á 14. siðu
4 dagar eftir. Skiíastaðir: Skólavörðustígur 19
og Tjarnargafa 20. Opið til kl. 10 í kvöld.