Þjóðviljinn - 20.12.1955, Qupperneq 5
Þriðjudagur 20. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
O. H. Rydelsborg klœðskeri
Hann var einn þeirra sem
komu að sunnan og lögðu leið
sína út til íslands. Hann hvarf
aldrei aftur til blómgra beyki-
skóga ættlands síns — í gær
fór utför hans fram frá Foss-
vogskirkju.
Fullu nafni hét hann Olav
Hans Hemmen Rydelsborg og
var fæddur í Oðinsvéum í
Danmörku 6. janúar 1883. 33
ára gamall kom hann til Is-
lands og settist hér að sem
klæðskeri. Dóttur hafði hann
eignazt úti.í Danmörku og fjór-
um árum eftir að til íslands
kom kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni, Guðrúnu Rydels-
borg, er varð hans önnur hönd
í starfi hans, og annaðist hann
af mikilli fórnfýsi í langvar-
andi veikindum hans síðustu
árin. Starfrækir hún áfram
vinnustofu þeirra. Þau eign-
uðust tvo syni. Er annar þeirra
á lífi.
' Rydelsborg lét vel að sauma
föt úr bezta fáanlegu efni fyr-
ir fjáða menn, en hann vísaði
heldur aldrei frá sér hinum
snauða alþýðumanni kreppu-
árahna,' heldur bætti föt hans
af slíkri vandvirkni að svo víð-
frægt varð að eftir það voru
fataviðgerðir hans aðalstarf.
Sem blankur skólastrákur fór
ég eitt sinn til hans með buxur
er hengilrifnað höfðu í kapps-
fullum, glöðum félagsskap.
Þegar hann fékk mér þær aft-
ur varð -ég að leita vel til
að sjá hvar þær höfðu rifnað.
Þá vissi ég að hann var snill-
ingur í iðn sinni. Atvikin hög-
uðu því þannig að löngu síðar
áttum við Rydelsborg heima
undir sama þaki í fullan ára-
tug. Einhver sem vita þóttist
vék því að mér að hann væri
maður kaldlyndur. Hann skildi
vel talaða og ritaða íslenzku,
— en talaði hana aldrei sjálf-
ur. Til þess mun hafa legið sú
ástæða, að á verkstæðinu sem
hann vann á fyrsta ár sitt hér,
var hann hæddur svo fyrir
framburðartilraunir sínar á
íslenzku. að hann hét því að
fslendingar skyldu skemmta
sér við eitthvað annað en ís-
lenzkuframburð sinn. Og við
það sat. Málið varð því að.*>
vissu leyti múr milli hans og
þeirrar þjóðar sem hann bjó
með, og mun það hafa átt
drjúgan þátt í að vekja horium
einmanakennd og jafnvel
kulda. Valdi hann sér þá stund-
um flöskuna sér að félaga.
Verður svo oft að eitt er livað
gæfa og gjörfileikur. Fyrstu ár-
in bjuggum við undir sama
þaki sem algerlega framandi
menn. Svo var það eina bjarta
vornótt er hann vakti, að við
tókum tal saman er ég var
að hætta vinnu. Þá fyrst skildi
ég að hin stundum þóttafulla
Barnagallar
Verð kr. 200,00
Barnaúlpur
Verð frá kr. 217,00
T0LED0
Flscherstmdi
hversdagsgríma hans huldi
heitar tilfinningar. Það var
maður mtð tilfinningarnar á
réttum stað, sá Rydelsborg er
sagði mér frá æsku sinni. Ein-
hver fyrsta sé'Skútftilírnrig hans
var að horfa á lögregluná taka
föður sinn í verkfallsátökum
og flytja hann bundinn á hest-
vagni . í . svartholið. Og þegar
hann fór að syngja fyrir mig
danska verkalýðssöngva, frá
því fyrir aldamót, varð mér
ljóst af glóðinni í augum hans
að hann gleymdi, ekki yfirstétt
ættlands síns kynnin í æsku
— og fyrirgaf henni aldrei.
Hann sagði mér líka frá dvöl
sinni í danska hernum. Hans
starf var að sauma föt á sam-
borgara sína, en ekki að vega
þá. Og því mun hann hafa
. haldið til íslands árið 1916.
Upp frá því taldi hann sig
íslending. Þegar hann, eftir
lýðveldisstofnunina, fékk heim-
sent eyðublað til útfyllingar ef
hann vildi vera danskur ríkis-
borgari fleygði hann því frá
sér og sagði: Hvað á ég að
gera með þetta? Hér hef ég
verið mestan hluta ævinnar.
Nú er ég gamall maður, og
þegar ég er dauður vona ég
að einhverstaðar verði pláss
fyrir mig í íslenzkri mold.
Og nú þegar hann hefur verið
borinn hér til hinztu hvíldar,
kunnur fjölmörgum, en mis-
skilinn af flestum, þakka ég
honum fyrir stundirnar er
hann lét mig sjá manninn á
bak við þóttagrímu hversdags-
Björn Magnússon - Kveðjuorð
ins.
J. B.
«•«*«>
HÚSGÖGN - HÚSGÖGN
★ SÓFAB0RÐ
★ INNSK0TSB0RÐ
★ REYKB0RÐ
★ LÉTT B0RÐ
★ ST0FUSKÁPAR
(Mahogni)
★ SVEFNSÓFAR
Bólsturgerðiii I. Jónsson h.f.
Brautarholti 22 — Sími 80388
Sumir menn eru þannig gerð-
ir að þeir flytja með sér í senn
heiðríkju og hlýju. Einn slíkra
manna var Björn Magnússon.
Hann lézt 6. þ. m. og verður
borin til grafar í dag. Birni
Magnússyni kynntist ég ekki
fyrr en hann var kominn á efri
ár og hef því fátt að segja um
æskuár hans. Húnvetningur var
hann að ætt, fæddur 23. sept.
1883 að Ægissíðu í Þverárhreppi
í Vestur-Húnavatnssýslu, sonur
Sigurlaugar Guðmundsdóttur og
Magnúsar Kristinssonar. Björn
ólst upp hjá foreldrum sínum
til 12 ára aldurs. Hann stundaði
nám í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri 1905—1907. Skömmu
síðar hóf hann kennslu og
stundaði hana víðsvegar í Húna-
vatnssýslu, lengst á Blönduósi.
Hann kvæntist Þorbjörgu Krist-
jánsdóttur og bjó á ýmsum stöð-
um í Húnavatnssýslu, unz hann
fluttist til Reykjavíkur 1930, og
átti heima hér til dauðadags,
slitu þau hjónin samvistum fyr-
ir nokkrum árum. Þau hjónin
eignuðust 6 börn. Það elzta dó
í æsku, hin eru öll á lifi.
Eftir 1936 var Björn Magnús-
son lengst af sjúklingur. Dvaldi
hann lengi á Landakoti en þrjú
síðustu árin á elliheimilinu
Grund. Það var fyrst eftir að
Björn var orðinn sjúklingur að
ég kynntist honum, og mætti
ætla að kynning við mann sem
veit að hann gengur með ólækn-
andi sjúkdóm væri ekki sérlega
upplífgandi. En því var öðruvísi
farið með Björn Magnússon.
Hann þuldi ekki langar lýsingar
á sjúkdómi sinum. Hann flagg-
aði heldur ekki með setning-
unni: glaður og reifur skyldi
guma hver unz sinn bíður bana,
en hljóður og yfirlætislaus fór
hann eftir þessari kenningu.
Hvert sinn er hann kom inn úr
dyrunum fylgdi honum hlýja
og mildi mannvits og lífs-
reynslu. Hann var fjölfróður,
einkum um þjóðleg efni, og
flutti hann nokkur erindi í út-
varpið um það efni; lesendur
Þjóðviljans minnast margrá
góðra greina eftir hann. Einnig
þýddi hann nokkrar bækur.
Björn gat sagt manna skemmth'
legast frá, en áhugi hans vap,
samt ekki allur við gömul þjóð-
leg fræði. Hann horfði ekki
stöðugt um öxl til liðins tíma
heldur var áhugi hans fyrir
vandamálum samtímans sívak-
■andi. Hann var sjálfur fremuý
fátækur maður alla ævi og
þekkti þvíkjör alþýðunnar, jafnt
kotbóndans sem verkamanns-
ins. Heill og hamingja hins al-
menna manns, þjóðarinnar allr-
ar, var hans heitasta áhugamál.
Og því er bjart og hlýtt um
minningu hans. ,
J. B.
-8
Þeir, sem fara í bókabúð- j
ir þessa dagana taka eftir að j
ein álitlegasta og ÓDÍK- j
A.STA bókin (eftir lesmagni) j
er
UMHVERFIS JÖRÐINA j
En samt verða menn ennþá ■
■
ánægðari með bókina, þegar ■
þeir hafa lesið hana. •
■
■
Bókaútgáfan Einbúi [
j! jí
J J
ÚTBREIÐIÐ *
ÞJÓDVILJANN *
KÁRI skrifar: Ég sé í blöðun-
um að Alþingi hefur fellt til-
lögu um að hækka kaup bréf-
bera og finnst mér það furðu-
legt, því að laun bréfberanna
eru hörmulega lág. Einkum
finnst mér athyglisvert að Al-
þingi skuli taka slíka afstöðu
á sama tíma og póstmenn og
bréfberar eru önnum kafnir
við að lesa í sundur jólapóst-
inn og gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að koma
öllum bréfum til réttra við-
takenda. Á skólaárum mínum
vann ég stundum við að bera
út jólapóst í jólafríinu og
þekki því af eigin raun hvað
það er. Við unnum frá klukk-
an átta á morgnana og oft
langt fram á kvöld og fengum
sextíu krónur fyrir daginn.
Það hefði Ölafi Thors þótt
lítill peningur. Ég man t.d.
eftir því, að eitt aðfangadags-
kvöld var ég ekki búinn. að
bera póstinn í mínu hverfi
fyrr en klukka,n níu. Mánað-
arlaun bréfbera' munu vera kr.
3300.00 og sjá allir að erfitt
hlýtur að vera fyrir fjöl-
skyldumenn að komast af með
það. Mér finnst að afstaða
Kaup bréfbera — Jólapóstur — Launalögin —
Ósamræmi milli launaflokka — Hinir „ábyrgu" og
verðlaunin þeirra
stjómarflokkanna á Alþingi í
þessu máli sýni nokkuð greini-
lega hve þeim stendur inni-
lega á sama um kjör lægst-
launuðu stétta þjóðfélagsins,
og láta sig afkomu þeirra
bókstaflega engu skipta.
★ ★
PÓSTURINN, sem einnig er
dálítið kunnugur bréfbera-
starfinu, er hjartanlega sam-
mála því sem bréfritari seg-
ir um kjör bréfberanna og af-
stöðu stjómarflokkanna til
þess máls. Og yfirleitt var af-
greiðsla launalagafrumvarps-
ins með miklum éndemum og
málflutningur stjómarliðsins í
umræðunum um það allur
hinn kauðalegasti. Þegar full-
trúar alþýðunnar á Alþingi
leggja til að dregið sé úr
hækkunum á hæstu laununm,
en lægstu launin aftur hækk-
uð þeim mun meira, þá túlkar
stjórnarliðið það sem fjand-
skap við láglaunafólk! Svona
verða hægri mennirnir rök-
fimir þegar þeir koma á þing.
Það er e.t.v. ekki nema eðli-
legt, þótt tillögur um að
draga úr kauphækkunum til
ráðherra og annarra dugandi
hermangara, komi dálítið illa
við kvöldúlfshjarta ihaldsins
og orsaki hinar fáránlegustu
árásir Moggans á einn ástsæl-
asta leiðtoga okkar. Hitt kem-
ur úr hörðustu átt, þegar
hægri klíka Alþýðuflokksins
lætur blað sitt taka í sama
streng. Af öllum ömurlegum
hlutverkum þessa dindils í-
haldsins er þetta eitt hið öm-
urlegasta. Það ber tvímæla-
laust að keppa að því að
minnka bilið milli hæstu og
lægstu launaflokkanna og
koma á þeirri skipan launa-
mála, að laun manna séu á-
kveðin eftir þvi, hverja þýð-
ingu störf þeirra hafa fyrir
þjóðarbúskapinn, en ekki eft-
ir titlum og mannvirðingum
eins og nú er. Ráðherrar og
aðrir hinir hæstlaunuðu svara
því eflaust til hér, að þeirra
ábyrgð sé margfalt þyngri en
verkamanna og annars lág-
launafólks, og þar af leiðandi
beri þeim tvö- og þrefalt
hærra kaup. — En ég spyr:
Finnst þessum mönnum virki-
lega að þeir hafi lyft síniim
hluta ábyrgðarþungans af því-
líkum glæsibrag að það beri
að verðlauna þá með 30-40
þúsund króna kauphækkun á
ári? — Hvað finnst ýkkur,
lesendur góðir?