Þjóðviljinn - 20.12.1955, Page 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. desember 1955
HlÓOVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflckkur alþýðu
— Sósíalistaflokkurinn —
Samtaka starf
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins
í bæjarstjóm Reykjavíkur hefur
nú samþykkt að hækka útsvörin
á bæjarbúum um 43%, og er
sú „röksemd“ helzt tilgreind
að kaupgjald verkafólks hafi
hækað um 11% fyrr á árinu!!
Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar
sitja sveittir við að undirbúa
svipaða iðju, þótt enn sé ekki
fengin niðurstaða um það hvem-
ig ráninu skuli háttað — hvort
hækka skuli tolla og skatta,
auka enn bátagjaldeyrinn eða
lækka gengið umbúðalaust. Hag-
fræðingar hranna upp kenning-
um hver um annan þveran og
eru þeir helzt sammála um það
að atvinna sé alltof mikil í land-
inu, það þurfi að koma á hæfi-
legu atvinnuleysi. í því skyni
eru vextir hækkaðir, útlán enn
takmörkuð að miklum mun og
hömlur settar á innflutning
byggingarefnis. Og ekki virðast
stjómarherrarnir harma það
þótt togaraflotinn og bátaflotinn
stöðvist um áramótin, gjaldeyr-
isframleiðsla landsmanna hætti
um sinn.
Það er þannig augljóst hverj-
ir kostir eiga að bjóðast lands-
fólkinu á hinu nýja ári, ef
afturhaldsmenn stjómarflokk-
anna eiga að ráða: stóraukin
dýrtíð og minni vinna.
Alþýða manna þarf að búa
sig undir það að mæta þessu
áhlaupi á öllum sviðum og helzt
að hrinda því og byggja upp
nýja stjórnarstefnu og nýja
stjórn í landinu. Happdrætti
Þjóðviljans, sem nú er að verða
lokið, er einn liðurinn í því
starfi. Þess gerist ekki þörf
að itreka þá reynslu að Þjóð-
viljinn hefur verið alþýðunni
óhjákvæmilegt vopn í baráttunni
síðustu tvo áratugi. Hver sigur
sem unnizt hefur, jafnt í vöm
og sókn, hefði verið óhugsandi
án þess'a vopns, og áhrif þess
hafa aldrei verið meiri en nú.
Það hefur þurft þrotlaust starf
og látlaus fjárframlög alþýðu
manna til þess að tryggja út-
komu blaðsins, en sá maður er
ófundinn sem veit ekki af ptr-
sónulegri reynslu sinni að þau
framlög hafa svarað kostnaði.
Þau stjórnmálaátök sem nú
eru framundan verða umsvifa-
-mikil og afdrifarík. Boðskapur
einíngarinnar nær æ meiri tök-
um á andstæðingum íhaldsins,
og leiðin til að snúa herhlaupi
því, sem afturhaldið undirbýr,
upp í sókn alþýðunnar er að
tryggja vinstri samvinnu sigur
í landinu. Hver seldur happ-
drættismiði stuðlar að þeirri
þróun; þeir miðar sem ónýtir
falla eru stuðningur við aftur-
haldið. Þjóðviljinn heitir því á
alla vini sína og stuðningsmenn
að starfa af fyllsta kappi þá
daga sem eftir eru — með sam-
taka starfi er unnt að vinna
S«nikinn sigur.
Snæfellingaljóð
Nokkur héruð hafa gefið út
ljóðasöfn: Þingeyingar, Borg-
firðingar, Austfirðingar, Hún-
vetningar og nú loks Snæfell-
ingar. Þetta gengur furðuseint
fram og ættu önnur héruð að
hraða slíkri útgáfu ljóða sinna
til fróðleiks og kynningar.
Ekki veit ég hvert þessara
safna er bezt frá skáldskapar-
sjónarmiði. Öll eru þau misjöfn
og er það sjálfsagt mál. Ekki
dugar að velja í slík söfn ein-
ungis fágaðan skáldskap; þá
fæst ekki rétt mynd af ljóða-
gerð hvers héraðs. Það má vel
vera að Snæfellingar standist
ekki hinum skáldaflokkunum
snúning í ljóðlist og rímleikni.
Margt er að vísu vel ort í bók
þessari en ekki með afburðum.
En að þessu safni hefur verið
bezt unnið af þeim er sáu um
útgáfu. Fyrir það sama er þetta
safn miklu fróðlegra en hin —
veitir meiri vitneskju um al-
menna ljóðmennt. Enginn höf-
undur er þjóðkunnur fyrir
skáldskap. Nokkrir hafa gefið
út bækur en flestir ókunnir ut-
ansveitar. Annars eru skáldin
53, þar af 13 konur. Nær fjórði
hluti höfundanna mun vera dá-
inn.
í safni þessu er ekkert af
ungu fólki og er það raunaleg
staðreynd. Aðeins einn er innan
fertugs; sex yngri en fimmtugir.
Eitt skáldið er 106 ára og er
sennilega dáinn þótt ekki sé
þess getið í heimildargreininni.
Vafalaust yrkir ungt fólk á
Snæfellsnesi eins og annað and-
lega heilbrigt æskufólk. Þetta
skarð í bókina er enn rauna-
legra vegna þess að ungmenna-
félög Snæfellinga og Hnapp-
dæla gefa bókina út og áttu
því ungir ljóðasmiðir að eiga
auðvelt inngöngu í safnið.
Bókin er býsna margþætt, og
þó flest í fomum stíl, engar
nýungar.
Ekki veit ég hver yrkir bezt
þarna, en mér þykir mest var-
ið í vísur Kristínar Benjamíns-
dóttur, þar er engin tilgerð.
Ekki þekki ég neitt til þeirrar
gömlu konu, en greind hlýtur
hún að vera.
Sigurður Hallbjörnsson yrkir
inngangskvæði: Snæfellsnes.
Það er allskáldlegt kvæði og svo
kveður enginn bögubósi. Heyrt
hef ég þá sögu að forsjármenn
útgáfunnar hafið beðið Sigurð
að yrkja forspjall að bókinni.
Hann tók því ekki fjarri. Eftir
tvo eða þrjá daga komu þeir á
fund skáldsins. Hann hafði þá
fullgert kvæðið en ekki hirt um
að skrifa. Rituðu þeir nú ljóðið
eftir því sem hann mælti fram.
Slíkt er markvert dæmi um al-
þýðugreind og gott minni. Allt
er kvæðið vel ort en einkum
niðurlagið, sem er ágætur skáld
skapur og hljóðar svo:
Heimur hrasandi
1 hörmum vakir,
vefur líkblæjum
vonir fleygar.
Mennt og mannvit
að morði stefnir,
kvíða kynslóðir
komandi degi.
snyrtivörur
í jólagjöf, er viss um aö gefa smekklega
og velkomna jólagjöf
Höfum nú allar fáanlegar tegundir
af Helena Rubinstein gjafavörum
á verði við allra hæfi
★
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11 — Laugaveg 100 — Hafnarstræti 5
Fer með skautum
feigðargustur,
— loft er allt
lævi blandið. —
Blika er í austri,
blika í vestri,
— banablikur,
byrgja þær sólu.
Mjög er vélt
um vitund manna.
Falsarans bros
fjörvi ræður.
Sviptir sannleika,
sefjaðir, villtir,
heimskaðir lýðir
hrekjast af leið.
Hví er þjáður
þessi heimur
er sveipast sælum
sólarljóma?
Hví stara móti
stjörnu skínandi
brostin barnsaugu
í borgum hrundum?
Ó, Snæfeilsdætur
og Snæfellssynir! í
Gengi er valt j
í vorum heimi. !
Verið á verði,
vakið; gerið j
hérað vort
að Helgafelli.
Margt er dável kveðið í safni
þessu. Góður rímnasvipur er á
vísum Hallbjarnar Þorvaldsson.-
ar og væri mér forvitni á afi
vita hvort hann hefur ekki ort
rímur. Ekki leynir sér skáldi
skapurinn í kvæðum Helgu
Halldórsdóttur á Dagverðará.
Einkum er Vetrarkvöld á Snæ«
fellsnesi af mikilli gáfu ort.
Jóhannes Þorgrímsson á þarna
góð kvæði. Andvarp Jóns Sig-
urðssonar frá Hofgörðum er
gott dæmi um tildurlausa ljóða-
huggun.
Kristján Eliasson kvað á hlaði
stórbýlis:
Framhald á 14. síðu
■
Fæðiskaupendafélag Reykjavíkur |
5
«
heldur fund í kvöld kl. 8,30.
■
■i
Þeir, sem ætla að borða í mötuneytinu og vilja
að það taki til starfia fyrir jól, mæti á fundinum.
Stjórnin
Italskar regnkápur
Hlýjar og fallegar — Nýjasta tízka
MARKAÐURINN
Laugavegi 100
Matreiðsludeildl
Aðalfundur
deildarinnar verður haldinn að Röðli miðvikudaginn
28. þ. m. kl. 22.00.
Fundarefni: Lagabreytingar og venjulega aðal-
fundarstörf.
Stjórnin
ÍM>s*ii«sii>aa»aiBaaua»BRcaBia«BaaaHiBi