Þjóðviljinn - 22.12.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 22.12.1955, Side 1
Fimmtudagtfr 22. desember 1955 — 20. árgangur — 291. tölublað »Flotastöð hér kemur ekki til greina« Þannig komst málgagn utanríkisráðherrans að orði fyrir réttum 4 mánuðum — Hvað segir það nú? 20. ágúst s.L birti Tíminn forustugrein um hugsanlega flotastöö Bantíaríkjamanna í Hvalfirð’i og sagði m.a.: „Um slíka ráðagerð er það hins vegar að segja, að hún verður áreiðanlega ekki samþykkt aí íslenzk- um stjórnarvödum. Flotastöð hér kemur ekki til greina.'' Richard Butler Hokksbrœður Edens óáncegðir Breytingarnar á brezku stjórn inni sem lengi hafa verið fyrir- hugaðar voru birtar opinberlega í fyrrinótt. Butler lætur af fjármáJaráðherraembættinu og verður staðgengill Edens for- sætisráðherra og foringi íhalds- flokksins í neðri deildinni. Mac- millan verður f jármálaráðherra, við utanríkismálaráðherraemb- ættinu tekur Selwyn Lloyd en landvarnaráðherra í stað hans verður Monckton, sem verið hefur verkalýðsmálaráðherra. Það vekur mikla athygli að tvö af útbreiddustu ihaldsblöð- um Bretlands, Daily Telegraph og Dail Mail, láta í ljós megna óánægju með breytingarnar á stjórninni. Segja fréttamenn að innan íhaldsflokksins séu uppi háværar raddir um að Butler hafi hlaupizt frá afleiðingum hinna óvinsælu aukafjárlaga sem hann bar fram í haust. Blöð frjálslyndra og Verka- mannaflokksins segja að hér eftir verði ríkisstjórnin eins og Framhald á 9. síðu. Það var fyrrihluta ágúst- mánaðar að bandariska stórblað ið New York Times birti frétta- grein um hernám Islands og var þar skýrt frá því að ætl- unin væri að gera hér mikla flotastöð og ætti hún að kosta 3264 milljónir króna. Eftir að þessi frétt kom skoraði Þjóð- viljinn dag eftir dag á utanrik- isráðherra að birta þjóðinni opinbera yfirlýsingu um málið, og loks tókst að fá hann til að að segja að engin beiðni hefði enn borizt um gerð flotastöðv- ar hér og ,,þar af leiðandi“ hefði ekkert leyfi verið veitt. Svar ráðherrans þótti nokkuð loðið, en það var síðan áréttað í for- ustugrein í Tímanum 20. ágúst. Var þar skýrt frá þvi að um- mæli hins bandaríska hlaðs hefðu „átt við flotastöð í Hvalfirði. Ýmsir sérfrœðingar hafa látið nppi þá skoðun, að flotastöð þar væri mikilvæg fyrir Atlanzhafsbandalagið. Einnig mun hafa. verið bent á að æskilegt. væri að liafa þar miklar skotfærageymslur, sem til greina kæmi að væru sprengdar inn í fjall.“ Eftir þessa lýsingu á hug- myndum handarískra sérfræð- inga birti Tíminn svo svardaga þá sem vitnað var til í upphafi og hélt áfram: „Ef friðarhorfurnar haida. áfram að glæðast verður stefna íslendinga að sjálf- sögðu sú að draga heidur úr þessum frainkvæmdum en auka þær.“ Það eru aðeins liðnir fjórir mánuðir síðan þessi ummæli birtust í blaði utanríkisráðherr- ans. Samt telur yfirflotaforingi Atlanzhafsbandalagsins nú tímabært að birta opinberlega þau áform að gera Hvalf jörð að flotastöð, eftir að hafa setið á fundum undir forsæti Kristins Guðmundssonar. Verður að teljast trúlegt að þetta mál hafi borið þar á góma á þann veg að flotaforinginn telji góð- ar horfur á framgangi áforma sinna. En alit það veit málgagn utanríkisráðherrans að sjálf- sögðu fulikomlega, og þess er að vænta að það skýri án tafar frá málavöxtum, ítreki svardaga sína frá því í haust eða geri grein fyrir því ef það hefur skipt um skoðun. SAS kaupir sjö þrýstiloftsvélar Sænsk-dansk-norska flugfé- lagið SAS undirritaði í gær samning um kaup á sjö þrýsti- loftsflugvélum við bandarísku Douglas flugvélaverksmiðjurn- ar. Fyrsta vélin verður afhent í ársbyrjun 1960. Vélarnar eiga að bera 165 farþega hver og fljúga með 9Ö0 km hraða á klukkustund. Þegar þær verða teknar í notkun. styttist flug- tíminn yfir Atlanzhaf um helm- ing niður í átta klukkutíma. Vélarnar kosta allar um 750 milljónir króna. Vísir birtir í gær á forsíðu mjög merka frétt. Fyrsta setn- ingin hljóðar á þessa leið: „40 þús. manns flýja komm- únistalöndin mánaðarlega." Önnur setningin er svona: „Flóttamaður yfirgefur þau á hverri sekúntlu sólarhrings- ins.“ Þriðja setningin er á þessa leið: j „Að meðaltali flýja 40 þús- und manns árlega frá löndum þeim, sem kommúnistar ráða yfir.“ 1 fjórðu málsgrein segir: „er því þannig haldið fram, að einhver flýi þessi lönd á hverri mínútu sólarhringsins.“ I fimmtu málsgreininni er komizt þannig að orði: „að 1.1000.000 (svo!) manns hafi flúið fyrstu 9 mánuði þessa árs.“ Þetta getur maður nú kallað fréttaf lutning: að reyna að spenna yfir alla möguleika frá 40.000 manns á ári upp í 31. 536.000 manns á ári, ef miðað er við einn á sekúndu. Vilji einhver lesandi vita hver talan er sönn er því til að svara að þær eru allar jafn sannar; hreinn og ómengaður Vísis- sannleikur. HBPPDRfETTI PJflÐllliJflllS Tveir dagar — dreglð annað kvöld Vegir víða ófærir austanfjalls Hdiisheiðin cfær — Öfært um Seifoss — Mikil umierðarstcSvun á Suðurnesjaveginum — En snjólausir vegir nor&anlands. Hellisheiðin varð ófær í fyrrinótt og í gær urðu vegir austanfjalls sumstaðar ófærir svo mj ólkurflutningar gengu erfiðlega. Síðdegis í gær var t.d. öfært innanbæj- ar á Selfossi: frá Tryggvaskála austur að Mjólkurbúinu! En Krýsuvíkurvegurinn var fær. — Síðdegis í gær varð mikil umferöarstöðvun á Suðurnesjaveginum hjá Vatns- leysu. Voru áætlunarbílarnir og tugir annarra bíla stöðv- aðir þar. f dag og á morgun er tækifærið að vinna fyrir Þjóðviljann Skorað er á allar deildir að skipuleggja hússölu í kvöld Það var erfiður dagur hjá bíl- stjórum og ýtumönnum á aust- urleiðinni í gær. 1 gærmorgun mun að vísu hafa verið snjólétt í uppsveitum Árnessýslu en í niðursveitunum voru vegir erf- iðir og sumstaðar lítt færir og Hellisheiðin ófær. Krýsuvíkur- vegurinn var liinsvegar fær frá Hveragerði, eftir að kom út —""IWW» fyrir Selvogsheiði festi ekki snjó á veginum, nema. hjá Stöp- unum við Kleifarvatn, þar var ófærð. Tugir bíla fastir í snjó á Suðumesjavegimim. Síðdegis í gær þegar Þjóðvilj- inn átti tal við Davíð Jónsson hjá Vegagerð ríkisins var ó- fært meðfram Ingólfsfjalli, var þá verið að ryðja stórri bílalest leið austur. Öfært var upp í Holt og einnig hjá Eyrarbakka. Þá voru einnig ýtur komnar suður að Vatnsleysu og fleiri á leiðinni þangað, því þar voru tugir bíla fastir. Snjólausír vegir norðanlands. HvaJfjarðarleiðin mun hafa verið fær í gærkvöldi, enginn snjór á Holtavörðuheiði né í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum, Htill á Öxnadálsheiði, — jafnvel Vaðlaheiði næstum tal- in fær fólksbílum. Vestur yfir Bröttubrekku fór áætlunarbíll i fyrradag. Mikill þungi var í sókn margra dei’.da í gær þrátt fyrir óhag- stæ-tt veður. Sumiar deildirnar eru að ljúka því verki sem þeim var fa'ið og nálgast nú óðfluga 100%. Þrjár deildir eru nú komnar upp fyrir 9*9%. En margar deiidirnar eiga nokkuð langt í land og nú eru aðeins dlaigurinn í dag og á morgun til stefnu. — Notum vel þessa báða daga, og náum hiei’.d- armarkinu. Formenn deildanna eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Sósílalistajfélags Reykja- víkur í dag. Tokið er á móti skilum í dag frá kiukkan 10-12 og 1-7 og 8.30-10 i kvöld í afgreiðslu Þjóðviljans Skólavörðustíg 19, og skrifstofu Sósíalistaféiags Rvíkur Tjarnar- götu 20, sími 7511. — Röð deild- anna er nú þiannig: 1 Hlíðadeild 98,5% 2 Laugarnesdeild 93,1— 3 Bústaðadeild 91,3— 4 Sunnuhvo'sdeild 79 — 5 Bolladeild 76,8— 6 Njarðardeild 76,5— 7 Þingho’.tsdeild 75 2— Langholtsdeild 75 2— 8 Kleppsholtsdeild 70,8— 9 Háteigsdeild 68 — 10 Sikerjafjarðiardeild 66,9—i 11 Skóladeild 65,7— 12 Sogadeild 65,1— 13 VaPadei’d 65 — 14 Skuggahverfisdeild 64,8— 15 Hafnardeild 64,6 16 Túnadoiid 64 4- - 17 Vesturdeild 64,3 18 Mú'adeild 63,3 19 Nesdei’d 62,6 20 Meladeild 62,1 21 Vogadeild 61,3 - 22 Barónsdeild 61,2 - Muníð efftlr ! jólatrésskemmtun Sósíalista- í félags Reykjavíkur, sem: verður fimmtudaginn 29.: deseinber n. k. — S já nánar: í auglýsingu inui í blaðinu.: Z dagar eftir. Skilastaðir: Skólavörðustígur 19 og Tjarnargata 20. Opið tii kl. 10 í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.