Þjóðviljinn - 22.12.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1955, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 22. desember 1955 Y-------------------------> þlÉÐtflUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — --------------------------> Þurfa nenn frekar vitnanna við? Um skeið í sumar skrifaði Morgunblaðið dag eftir dag greinar um það hvernig kjara- barátta verkafólks í vor væri undirrót alls ills, hvernig hún hefði hrundið af stað nýrri dýr- tíðarskriðu, raskað öllu jafn- vægi í þjóðfélaginu og þar fram eftir götunum. Hámarki sínu átti þessi áróðursherferð að ná með fundi sem Varðarfélagið hélt, þar sem Bjarni Benedikts- son hélt ræðu og sýknaði milli- liðina af allri synd, lýsti þeim sem hornsteinum þjóðfélagsins sem héldi öllum stéttum uppi af fórnfýsi og ósérplægni. Hefur aldrei komið eins skýrt í Ijós að Sjálfstæðisflokkurinn er að- eins og einvörðungu flokkur miililiðanna. En þegar hér var komið urðu f orsprakkar Sj álf stæðisf lokksins sjálfir bangnir við áróður sinn; þeim varð ljóst að hann mælt- íst mjög iila fyrir meðal al- mennings, og síðan hefur Morg- tinblaðið verið miklu hljóðlát- ar á þessu sviði. Enda veit fólkið í landinu fullvel að bar- átta verklýðsfélaganna í vor var engin orsök, heldur afleiðing fyrri verðbólgu, og vann engan- veginn upp þá kjaraskerðingu sem orðið hafði á undanförnum árum. Og ekki hefur það held- ur dulizt neinum, að verðhækk- anir þær sem á hafa dunið eru í fyllsta ósamræmi við lausn verkfallsins; kjarabætur verka- manna voru aðeins notaðar sem átylia handa milliliðunum til að moka saman meiri gróða. Síðasta dæmið er svo glöggt að jafnvei Morgunblaðið heyk- ist á því að verja það. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn Reykjavíkur hefur sam- þykkt að útsvörin skuli hækkuð um livorki meira né minna en 43% á næsta ári. Þótt allir hag- fræðingar auðmannastéttarinnar legðu saman væri þeim öldung- is ófært að reikna út að slík út- svarshækkun sé óhj ákvæmileg afleiðing af 11% kauphækkun verkafólks. Útsvarsupphæðin hefði ekki einu sinni þurft að hækka um 11%, að öðru ó- breyttu, þvi ekki eru öll út- gjöid bæjarins kaupgjald. En jáfnvel þótt farið væri á yztu þröm í útreikningum er hækk- un sú sem íhaldið hefur sam- þykkt að minnsta kosti fjórum sinnuin hærri en nokkur rétt- læting getur fundizt fyrir, og er þá sukkið og óstjórnin og rang- lætið í bæjarrekstrinum og út- svarsáiagningunni látið liggja milli hluta. Þarna eru sem sé hirtir tug- ir milljóna til þess eins að skerða kjör almennings í bæn- um. Og þessi leið er farin vegna þess að ekki er tekið tillit til 'útsvara við útreikning vísitöl- unnar, þannig að fólk fær þessa blóðtöku ekki bætta í neinu. Skyldu vera margir bæjarbúar sem nú þurfa frekar vitnanna sdð? EGAR þeir Búlganín og Krústjoff ferðuðust um Ind- land á dögunum höfðu þeir eins og frægt er orðið ýmislegt útá stefnu Vesturveldanna í heims- málunum að setja. Meðal annars létu þeir í ljós álit sitt á Bag- dadbandalaginu, sem stofnað var síðastliðið sumar. Að þessu bandalagi standa Bretland, Tyrkland, Irak, Iran, og Pákist- an, en Bandaríkin hafa heitið því fullum stuðningi þótt þau vilji ekki ganga formlega í það enn sem komið er. Veldur þar mestu um að eitt bandalagsrík- ið, Irak, á að nafninu til í stríði við ísrael, og engin bandarísk stjórn lætur sér detta í hug að móðga kjósendur ,af gyðinga- ættum rétt fyrir forsetakosning- ar með því að ganga í bandalag við yfirlýsta fjandmenn ísra- els. Það var víst í Kashmír sem Krústjoff komst svo að orði, að Bagdadbandalagið myndi ekki verða langlíft, því að það mið- aði að því að flytja kalda stríðið til Asíu þvert ofan í vilja og hagsmuni þjóðanna sem þar byggju. IJLÖÐ á Vesturlöndum skýrðu frá þessum ummælum Krús- tjoffs undir stórum fyrirsögnum, en þau gerðu minna úr ræðu sem annar erlendur gestur flutti í indversku borginni Bombay skömmu áður. Þar kvað mjög við sama tón og hjá Krústjoff, en ræðumaður gat varla verið frábrugðnari fram- kvæmdastjóra Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Hann var Saud konungur í Arabíu, sem Hussein Jórdanskonungur kom til Indlands í boði Nehrus forsætisráðherra skömmu á eft- ir hinum sovézku ráðamönnum. Konungi var engu meira gefið en Krústjoff um Bagdadbanda- lagið. Hann kvað stofnun þess tilraun eiiendra yfirgangsseggja til að gera Asíuþjóðir að verk- færum í valdabaráttu framandi stórvelda og etja þeim hverri gegn annarri. Saud hyllti hlut- leysisstefnu Nehrus og kvað hana eiga að vera fyrirmynd annarra Asíuríkja. QÍÐAN þeir Krústjoff og Saud ^ fluttu ræður sínar hafa at- burðirnir orðið til þess að beina athygli manna enn meira að Bagdadbandalaginu. Þessa dag- ana liggur við borgarastyrjöld og byltingu í Jórdan útaf fyr- irætlun valdhafanna þar að láta að ósk brezku stjórnarinn- ar og ganga í bandalagið. Sir Gerald Templer, forseti yfir- herráðs brezka heimsveldisins, kom í síðustu viku til Amman, höfuðborgar Jórdan, og færði Hussein konungi og ríkisstjórn- ERLEND TIÐINDI Ný uppreisn í eyðimörkinni inni þau skilaboð, að brezku stjórninni þætti miklu varða að Jórdan gengi hið fyrsta í Bagdadbandalagið. Meirihluti ríkisstjórnarinnar tók máli Templers vel, en fjórir ráðherr- ar snerust gegn aðild að banda- laginu og sögðu af sér. Þá hröklaðist öll stjórnin frá, en Hussein konungur fól eindregn- asta bandalagssinnanum í henni Hazza el-Majali, að mynda nýja stjórn og ganga frá aðild Jór- dans að Bagdadbandalag'inu. Af því hefur þó ekki orðið, þvert " á móti hröklaðist el-Majali frá völdum í fyrradag eftir að alls- herjarverkfall var skollið á í landinu og tugir manna höfðu fallið í helztu borgunum þegar hei'lið skaut á mótmælafundi gegn aðild að Bagdadbandalag'- inu. fTlÍÐINDI sem þessi eru eins '* dæmi í Jórdan, Landið var brezkt yemdargæzlusvæði frá lokum heimsstyrjaldarimiar fyrri til loka þeirrar síðari, er það var viðurkennt sjálfstætt ríki. í fyrstu var Jórdan að mestu víðlent eyðimerkurflæmi byggt nokkur hundruð þúsund hirðingjum. En við skiptingu Palestínu og í styrjöld araba- ríkjanna við ísrael bættist Jór- dan töluvert land og íbúatalan komst upp í 1.600.000. Þrátt fyr- ir formlegt sjálfstæði Jórdans hafa Bretar jafnan litið á land- ið sem hjálendu sína, Þeir hafa frá upphafi greitt herkostnað þess og brezkir liðsforingjar stjórna hernum, sem talinn er sá harðsnúnasti í arabaríkjun- um. í raun og veru er ríkið Jórdan handaverk Arabíu-Law- rence, sem eins og kunnugt er kom á bandalagi Breta og araba g'egn Tyrkjum í heimsstyrjöld- inni fyrri. Traustustu fylgis- menn Lawrence í hópi araba voru af konungsætt Hashemíta, sem farið hafði halloka í bar- áttu við Ibn Saud um völdin í Arabíu. Að ráði Lawrence bjuggu Bretar til tvö ríki handa þessum vinum hans, Hashemíta- prinsinn Feisal var gerður kon- ungur Iraks og frændi hans kon- ungur Jórdan. ¥)REZKIR ráðamenn hugðust u tryggja valdaaðstöðu sina við Miðjarðarhafsbotn til fram- búðar með því að setja þessi í-íki undir vini sína. Nú hafa Bretar orðið að láta af hendi herstöð sína við Súesskurð, og þá reið þeim meira en nokkru sinni áður á að festa sig í sessi í Irak og Jórdan. Brezka ríkis- istjórnin beitti sér þvi fyrir stofnun Bagdadbandalagsins áð- ur en Bandaríkin voru fáanleg til að ganga formlega í það, til þess að hindra að Egyptar tækju óumdeilda forustu fyrir araba- Glub pasha, brezki liðsforinginn sem stjórnar her Jórdans. ríkjunum öllum. Einræðisstjórn Nuri el-Said í Irak gerði eins og fyrr það sem Bretar buðu, hún gekk í Bagdadbandalagið og rauf þar með samtök araba- ríkjanna. Svar egypzku stjórn- arinnar við tiltæki Breta var að reyna að fylkja arabaríkjunum öðrum en Irak í nýtt bandalag. Hún hefur þegar gert bandalög við Sýrland og Saudi Arabíu og hefur haft öll spjót úti til að ánetja einnig Líbanon og Jórd- an. Hefðu þau ríki skipað séi' við hlið Egyptalands hefði Irak einangrazt frá hinum ar- abaríkjunum, og enginn vafi er á að kalt hefði nætt um valda- klíkuna í Irak í þeirri einangr- un. íT'RINDI Templers herráðsfor- seta til Amman var því ekki fyrst og fremst hemaðarlegs eðhs heldur pólitísks. Innganga Jórdans í Bagdadbandalagið átti að hindra að Irak yrði einmana í þeim félagsskap. Enginn vafi er á að brezka stjórnin hefur búizt við að innganga Jórdans í bandalagið gengi eins og í sögu. Uppreisnarástandið í land- inu hefur 'komið Bretum og vin- um þeirra í Jórdan mjög á óvart. Þeir hafa ekki gætt þess að ríkið hefur tekið miklum stakkaskipt- um á fáum árum. Það er ekki lengur samsafn dreifðra ætt- sveita, sem fylgja foringjum sín- um af fyllstu hollustu hvert sem vera skal. Meirihluti lands- manna er nú Palestínumenn, með fasta bústaði, töluverðan pólitískan þroska og sterka þjóðernisvitund. Þetta fólk læt- ur sig engu varða þá greiða sem Arabiu-Lawrence kann að hafa gert forfeðrum konungs þess fyr. ir mörgum áratugum. Það er fyrst og fremst arabar, hefur ekki farið varhluta af þjóðernis- vakhingunni sem farið hef ur um arabalöndin á síðustu árum, og telur sjálfstæða utanrikisstefnu Egyptalands betur sæma araba- ríkjunum en fylgispekt Iraks við Vesturveldin. XflNGAÐ til hafa Bretar alltaf getað treyst því að þeir gætu deilt og drottnað við Miðjarðar- hafsbotn í krafti erfðafjand- skaparins milli konungsættar- innar i Amman og Bagdad ann- arsvegar og konungsættarinnar í arabisku höfuðborginni Riy- adh hinsvegar. Hashemítar hafa aldrei getað gleymt því að ætt Saudanna hrakti þá út úr Ara- bíu. En nú eru arabaþjóðirnar að vaxa upp úr þessum leifum frumstæðra þjóðfélagshátta. Það liefur sýnt sig að þorri Jórdans- búa hafnar hinum brezku vinum konungsættar sinnar og vill óð- fús gera bandalag við erfða- fjendur hennar í Saudi Arabíu. Hinsvegar er eftir að vita, hvort þessi þjóðarvilji fær að ráða. Hussein konungur, sem er ungur og reiðir sig að mestu á brezka ráðunauta, hefur rofið þing. Það hefur löngum þótt brenna við í arabaríkjunum, að úrslit kosn- inga væru í grunsamlega miklu samræmi við óskir ríkisstjórn- anna sem séð hafa um fram- kvæmd þeirra. Þó mun reyn- ast erfitt að falsa kosningar í þeim hluta Jórdans sem áður heyrði Palestínu til. AÐ er ekki einskær tilviljun að Harold Macmillan lét af hendi utanríkisráðherraembætt- ið í Bretlandi sama daginn og stjórn Hazza el-Majali lagði nið- ur völd í Amman. Þá tíu mán- uði sem Macmillan hefur verið utanríkisráðherra hefur aðstaða Breta við Miðjarðarhafsbotn versnað svo ört, að heimsveld- inu er bráð hætta búin. Kýpur er eins og púðurtunna sem á hverri stundu getur sprengt hornstólpa Atlanzhafsbanda- lagsins í loft upp. Ef Bretar halda þar óbreyttri stefnu, að kúga eyjarskeggja með aftökum, hýðingum, fjöldahandtökum og múgrefsingum, hlýtur að draga til fullra vinslita með þeim og Grikkjum. Leyfi þeir hinsvegar Kýpurbúum að sameinast Grikklandi tryllast Tyrkir. Of- an á þetta hefur nú bætzt öng- þveitið í Jórdan. Ef ekki tekst að þröngva Jórdan inn í Bag- dadbandalagið, eru álit og áhrif Breta í arabalöndunum endan- lega úr sögunni. Þess kann þá að verða skammt að bíða að spádómur Krústjoffs um upp- lausn Bagdadbandalagsins ræt- ist. M.T.Ó. Þjóðhátíðarlog Oddgeirs ÝmSar af tónsmíðum Odd- geirs Kristjánssonar eru fyrir löngu kunnar um land allt, eink- um meðal yngri kynslóðarinn- ar. Undanfarin 20 ár mun hann á hverju ári hafa samið nýtt lag á hverju ári til að syngja á þjóð- hátíð Vestmannaeyinga. Nú hef- ur hann valið úr þessari hátíða- laga-syrpu sinni 5 lög og gefið út. Eru lög þessi til sölu í bóka- búðum og hljóðfæraverzlunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.