Þjóðviljinn - 31.12.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1955, Blaðsíða 2
14) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. desember 1955 Gleðilegt nýar! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Fálkinn h.f. 1 Gleðílegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Pétur Pétursson, Hafnarstræiá 7 og Lauigavegi S8 Gleðílegt.nýar! JÞökkum viðskiptin á liðna árinu. Veitingastofan Litia flugan, Vesturgötu 53, sími 83577 Gleðilegt / a nycir i j dqkdcb j oajD Þökkum viðskjptin á liðna árinu. Gleðílegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Vélsmiðjan Afl h.f., Laugavegi 171 Gleðiiegt nýár! Vélsmiðja Sigurðar Einarssonar Mjölnisholti 14 Gleðiiegf nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bakaríið Frakkastíg 14 Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Snyrtistofa Önnu & Ester, Hailveigarstíg 9 Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Samband ísl. samvúumfélaga / i nyar! Þökkurn viðskiptin á liðna árinu. BÆJAKÉTGERÐ REYKJAVÍKUR Gleðilegt nýár :i Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Blikksmíðjan Grettir, Brautarhotti 34 HugJeiðmgar um átök auð- valds og alþýðu á Islandi Framhald af 13. siðu hér á? Hafa illir álfar verið hér að verki og komið um- skiptingi frá sér, í íslenzka bæinn ? Hver er orsök þess, að það, sem leiðtogum íslenzkrar at- vinnurekendastéttar þótti þjóðargæfa 1945: réttlátur vinnufriður við íslenzka al- þýðu, — það hatast íslenzka auðvaldið við í dag og leiðir frekar vonlaus hjaðningavíg yfir íslenzkan þjóðarbúskap en að unna verkalýðnum bættra kjara og aukinna rétt- inda, sem þjóðfélagið nú get- ur þó veitt í miklu ríkara mæli en 1945-’47, þó ekki væri sýnd nema sama sanngirni og þá? Á því að finna hið rétta svar við þessari spumingu og breyta samkvæmt því, velta örlög fslands. Ólafur Thors, forsætisráð- herra nýsköpunarstjórnarinn- ar sagði 1946, er hann lýsti því hversvegna Islendingar hefðu hafnað herstöðvakröf- um Bandaríkjanna 1945, eft- irfarandi: „f fyrra báðu Bandaríkin okkur um land af okkar landi, til þess að gera að landi af sínu landi. Ýmsir óttuðust að síðan ætti að stjórna. okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis þjóðin.“ ____ Það er þetta, sem hefur verið að gerast síðan 1946. Þeir, sem elcki trúðu því 1946 að þetta væri tilgang- ur ameríska auðvaldsins og þeirra, sem gengu á mála hjá því, sjá það nú, ef þeir vilja hafa opin augu: - Ainerískt auðvald og her- vald er að leggja undir sig' Island. Það er verið að stjórnu okkar gamla Fróni frá þeirra nýríka landi. Og það er verið að reyna að beygja íslenzkan anda nndir hið ameríslca dollaravald og uppræta allt, sem íslenzk ]»jóð hefur verið stoltust af til þessa. Og amerísku auðvaldi liefur orðið allvel ágengt um Jiessa hluti hvað snertir íslenzka auð- maunastétt, — en það hefur rekið sig á að íslenzk alþýða er því óþægur ljár í þnfu. Það, sem þjóð vorri ríður á, framar öllu öðru nú, er að halda vöku sinni og láta enga gerningahríð fjandmanna sinna villa sig í þessum efn- um. Frelsisbarátta þjóðar vorr- ar við auðvald Ameríku er í byrjun. Amerika auðvaldið hefur ráðizt á land vort. Með lof- orðasAÚkum, hótunum og und- irferli nær það fyrstu tökun- um. Yfirlýstur tilgangur þess fyrir 10 árum var að gera ísland að amerískri herstöð til 99 ára. Það er tilgangur •þess enn. — Því megum við aldrei gleyma, hvaða ósann- irtdi sem það og þjónar þess kunna að hafa aó yfirvarpi á hinum ýmsu skeiðum árásar- imiar á - land vort og þjóð. íAjmeríska auðvaldið hefur í þessu verki sínu einbeitt sér að þri að ánetja sér islenzka auðmannastétt og treystir síð- an á að sú yfirstétt geti í krafti valda sinna og áhrifa lagt þjóðina að fótum hins erlenda yfirboðara síns. Undanfarin átta ár _ hefur amerískt auðvald verið að um- skapa íslenzka atvinnurek- endastétt 1 sinni mynd, um- steypa hana, svo hún henti hagsmunum þess. Það er sam- svarandi breyting og gerðist þegar Noregskonungur var að umskapa íslenzka höfðingja- stétt í hirðmenn sina og hand- gengna menn. íslenzk atvinnurekendastétt er ekki lengur Jiin sama og hún var 1945. Voldngustn að- iljar íslenzkrar auðmanua- stéttar 1945 em: hernámsauð- valdið, sem ekld var til 1945, og lieildsalaauðvaldlð, sein alltaf hataði nýsköjntnina og samstarf atvinnurekenda við alþýðu. títvegsmenn og iðn- rekendur em raunveruJega einskonar hornrekur innan anðmannastéttarinnar, sem valdiiafarnir þó neyðast til að taka tiilit til, meðan amerísku auðvaldi hefur ekki tekizt að leggja íslenzkan sjá\arútveg og iðuað alveg að velli. Hemámsauðvaldið er horn- steinn ameriskrar jTirdrottn- unar á fslandi. Hernámsgróð- inn er svefnþora, er stinga skal íslenzku sjálfstæði. Þess- um örugga og áhættulausa ofsagróða slciptir amerískt auðvald í helmingaskiptum til hernámsflokka sinna, — og segir við þá um leið: Meira skal ég gefa ykkur, ef ég fæ fleiri radarstöðvar, Njarðvík og Hvalfjörð, — og miklu meira, ef þið gangið ötulav fram í að leggja allt fsland undir mig. Ameríski hershöfðinginn John White á Kefiavíkurflug- velli upplýsti að á þessu ári færu 151 milljón ísl. kr. til íslenzkra aðilja vegna fram- kvæmdá og 71 milljón króna í vinnulaun við rekstur her- stöðvanna. Hann bætti við: „fsland allt græðir fjárhags- lega á dvöl varnarliðsins hér“ — og heldur auðsjáanlega að þar séu fundin rökin sem duga. HeildsalaauðvaJdið er kjöltu- bam valdhafanna. Til þess er veitt gróðanum, sem ís- lenzkan atvinnurekstur skort- ir til að bera sig. Einokunar- hringar og annað verzlunar- auðvald nýtur þeirra réttinda, sem almenningi er neitað um. Aðeins á einu ári, 1953, voru bankalán til verzlunarauð- valdsins aukin um 73 milljónir lcróna, meðan bankaián til ný- bygginga íbúðarhúsa voru svo að segja stöðvuð ’að skipun S jálfstæðisflokksins. Sú auðmannastétt, sem ræð- .ur landinu 1955, er svo miklu ríkari. óhófsamari og ósvífn- ari en. sú atvinnurekendastétt, sem hér réð fyrir stríð, að segja 3ná áð upp sé risin ný auðmannasté11 á íslandi. En aúðuv hennar, byggist fyrst og fremst á niðurTægingu þjóð- arinnar, og valdi sínu fær hón ekki haldið til lengdar, nema með því í senn að forheimska fslendinga, eins og blöð henn- ar nú revna, og spilla þjóð- inni siðferðilega, beygja hug hennar og hjarta undir ofur- vald peninganna, eins og hún nú kappkostar að gera. Það voru töluð stolt orð við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 um mannhelgi sem tilgang og lögmál lýðveldis vors. Nú er svo komið, eftír átta ár amerískrar yfirdrottnun- ar, að HELGl PF.NINGANNA virðist vera orðið lúð æðsta á Islandi að álití valdhafanna. Undir peningaA'akiið skal öll þjóðin lieygð. Auðsöfnunaræð- ið á að setja mark sitt á allt þjóðlífið. Þess lögmáli skal allt lúta, — ef ameríska og íslenzka auðvaldið fær að fara sínu fram: Efnahagslifið er svínbeygt undir þetta auðsöfnunaræði yfirstéttarinnar, svo við ligg- ur að atvinnuvegirnir, — og þá fyrst og fremst sjávarút- vegurinn — brotni saman und- an þeim ofurþunga, sem hams- laus gróðasöfnun olíuhringa, banka, vátryggingarfélaga, skipafélaga, heildsala og ann- arra auðfélaga reynist honum. Það er þessi skefjalausa auð- söfnun yfirstéttarbáknsins á fslandi, sem er orsök þeirrar kreppu, sem sjávarútvegurinn nú er í, — og hefur verið í um hver áramót, — og sú lcreppa verður ekki leyst, fyrr en þessum álögum auðstéttar- innar linnir. — Allur almenn- ingur verður harðast fyrir barðinu á auðsöfnunaræðinu í sambandi við okrið og láns- fjárskortinn á liúsbygginga- sviðinu. Auðstétt fslands er að láta núverandi kynslóð, sem þrælar baki brotnu við að húsa allt landið, borga upp íbúðarhús, sem standa tvær, þrjár aldir, á 15—20 árum. Auðstéttin er að svipta alþýðu fornum rétti hennar til langra lána með lágum vöxtum (2%) og innleiða í staðinn lánfjárskort og dýr „náðar“-lán, á 5V2-7%, til skamms tíma, helzt veitt í helmingaskiptum gegn sál og sannfæringu. Stjórnmálalífið reynir auð- stéttin að soramarka sér á sama hátt. Það á að kaupa upp sál og sannfæringu með „lánum og leyfum,“ svæla undir auðvalclið heil lcjördæmi með hótunum um fjárhagslegt bann. Á andlega lifið er auðvaldið að re.vna að setja brennimark sitt. Tilbeiðsla peningavalds- ins og hatrið á frelsishrevf- ingu alþýðunnar á þar að verða leiðarljós skáldanna. Og amerískt hugsandi auðvalds- sinnar haida að þeir geti keypt sál og sannfæringu ís- lenzkra skálda og rithöfunda rétt eins og fé á fæti. Siðferðilega hefur þjóð vor aldrei veríð í slíkri hættu sem nú. Hnignun og rotnun auð- valdsskipulagsins sjálfs, mark- viss mannspilling af hendi drottnaivdi amerísks og ís- íeazks anðvaids, allt ógnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.