Þjóðviljinn - 10.02.1956, Page 6

Þjóðviljinn - 10.02.1956, Page 6
6) — ÞJÓÐVXLJINN — Föstúdagxir 10. febrúar 1056 --- EMIL H. EYJÓLFSSON: Kosningar og stj órnarmyndun í Frakklandi þlÓOVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — .______________:__________/ Þyldu atvinnuveg- irnir að vera án Thcrsara? Hver hugsandi maður í landinu veit, að verkföllin sl. vor og kaupha&kkun sú sem þá fékkst var nauðvöm alþýðu iandsins gegn afleiðingum aft- u r haldsóst j órnar Ólafs Thors og Eysteins Jónssonar, Bjarna Benediktssonar og Steingríms Steinþórssonar, Ingólfs Jóns- sonar og Kristins Guðmunds- sonar, afleiðing afturhaldsó- stjómar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar allt frá 1947. En nú hefur íslenzkt aftur- hald fundið eina von: I Sviþjóð hafa sósíaldemókratar gert einn dásamlegan samning fyrir verkalýðinn. Þar hafði verið farið að ráðum Eysteins og Ól- afs, að manni skilst af leiðara Morgunblaðsins, og reiknað út ,,vísindalega“ hvað atvinnuveg- imir „þyldu“ og síðan ákveðin 2-8% launahækkun. Að baki slíkra hugleiðinga og áróðurs íslenzka afturhaldsins er alltaf sama meginhugsun: Hlutfall verkalýðsins í arðinum af framleiðslunni, í þjóðartekj- unum, má aldrei verða meira en nú. Allt annað verður líka að standa í skorðum. Ofsagróði fámennrar auðmannaldíku verður að lialda áfram í sama mæli og hingað tii. Afætulýður milliliða og okrara verður að fá sinn mælda skerf, ekki minni en nú. Allt það hyski sem lifir á framleiðslunni án þess að leggja nokkuð af mörkum til þióðfélagslega nauðsynlegra starfa verður að fá útmældan lífeyri af vinnuarði fólksins í landinu, að dómi þeirra Ólafs og Eysteins. Alþýðu manna er Ijóst að þetta er falsröksemd og mun aldrei viðurkenna hana sem „vísindalega“ kenningu. Sókn alþýðusamtakanna hefur rétti- lega beinzt að .því að gera hlut verkalýðsins ,alls hins starfandi fólks, í skiptingu arðsins stærri, og mun beinast að því einnig framvegis. Það er hægt m.a. með því að Iosa af atvinnuveg- unum þann sníkjandi gróðalýð sem læsir klónum um stóran hluta þjóðarteknanna og sóar honum í óhófseyðslu og fjöl- skvldulúxus sinn, í stjóm- málasamtök gegn alþýðunni. Afturhaldið veit, að þegar al- þýðan skilur til fulls, hve vel is- lenzkur þjóðarbúskapur „þoliri' að vera án Thorsara, án Siálfstæðisflokksins, þá er ekki einungis pólitískum völd- um afturhaldsins í landinu lokið, heldur einnig arðráns- færum þess. Þvi skal verkalýðn- um talin sú trú, að verkföll séu til bölvunar, heilbrigð verka- lýðssamtök séu tU bölvunar. Allt slíkt liefni sín, reikningur- inn komi með kveðju frá Gre- gorv. Því sé rétt að lofa Gre- gorv Sjálfstæðisflofcksins og Gregory Framsóknar að lafa í völdunum ótrufluðum af verka- Jýðssamtökiun landsins. En skyldi það ekki reynast ofætlun að alþýða landsins Æfleypi við þeirrrályktun? París, seint í janúar. Frakkar eru flestum meiri einstaklingshyggjumenn, og kemur það fram á ýmsum sviðum. Óvíða eru fleiri stjómmálaflokkar og flokks- brot, sem oft og tíðum eiga erfitt að finna samstarfs- gmndvöll. Stjómarskipti em því tíð, meiri hluti ótryggur. Síðasta hægri miðflokkastjóm Faure og Pinay fór ekki var- hluta af þeim erfiðleikum, auk þess sem fjölmörg brýn vandamál steðjuðu að innan lands og utan: Norður- Afríkumálin, kosningar í Saar, Genfarráðstefnan o. s. frv. En E. Faure er tyímælalaust slunginn stjómmálamaður og tókst iðulega að bjarga stjóminni frá falli með póli- tískum loftfimleikum (vinstri meirihluti í Marokkómálinu, hægri í Alsirdeilunni.) Loks í nóvemberlok er mælirinn full- ur, flestir þingmenn radikala- flokksins, flokks Faure, hafa snúið við honum bakinu undir forystu Pierre Mendés-France. Og eftir tvísýnar atkvæða- greiðslur um kosningalög- gjöfina fellur stjómin með 100 atkv. mun. í óþökk flokksbræðra sinna notar Faure sér ákvæði stjómar- skrárinnar og rýfur þing. Kosningar 2. janúar. Ég ætla mér ekki þá dul að gera nákvæma grein fyrir kosningar. En á fráfarandi þingi vom þessir flokkar helztir: a) Kommúnistaflokkur; stærstiflokkurinn með 25,9% atkv., 93 þingmenn; skýr- ingin á því, að flokkurinn hefur ekki fleiri þingmenn er sú, að við seinustu kosn- ingar var kosningalöggjöfin honum víða í óhag vegna bandalaga. Leiðtogar: M. Thorez, J. Duclos, M. Cac- hin. b) Sósíalistafl., 14,9% at- kv„ 94 þingsæti; hlaut fleiri þingsæti en flokkuriim átti í rauninni skilið vegna kosn- ingabandalags við M. R. P., er beinlínis var stefnt gegn kommunistum. Leiðtogar: Guy Mollet, Christian Pin- eau. c) Sósíal-radikali flokkur- inn og fylgiflokkur (U. D. S. R.), 11,2% atkv., 82 þing- sæti, miðflokkar fremur til vinstri. Leiðtogar: Herriot, P. Mendés-France, Daladier, E. Faure, Fr. Mitterand (U. D. S. R.) d) M. R. P. 12,8% atkv., 85 þingmenn; kristilegur, hægri miðflokkur, er til varð í stríðslok og komið hefur mikið við sögu undan- farin ár. Leiðtogar: Bidault, R. Schumann, Teitgen. e) Hægri flokkar (óháðir, bændaflokkar o. s. frv.); nokkrir hópar mjög tengdir; 12,3% atkv., 125 þingsæti. Leiðtogar: Pinay, Duchet. f) Sósíal-republikanar (nefndust áður Gaullistar, og fleiri) 20,4% atkv., 57 þingmenn. Hægri flokkur, afar ósamstæður. Leiðtogar: de Gaulle, hershöfðingi, Kosningabaráttan er hat- römm frá upphafi. Faure og fylgismönnum hans er vikið úr radikalaflokknum að til- hlutan Mendés-France, sem nær öllu ræður innan flokks- ins á flokksþinginu í haust. Er Faure gefið að sök þjónk- un við hægri flokkana, en Mendés-France er mjög í mun, að flokkurinn gangi heilsteyptur og samhentur til kosninga. Kommúnistaflokkurinn er fús til samstarfs við sósíal- igta og radikala Mendés- France, vill koma á fót Al- þýðufylkingu í líkingu við þá, sem vann sem stærstan sigur 1936. A. m. k. tveir þingmenn sósíalista lýsa yfir fylgi sínu við einhverskonar samvinnu sósíalista og komm- únista. Saman hafa þessir tveir flokkar hreinan meiri- hluta í 20 kjördæmum og jaðra við það í öðrum 10. Auðvitað var ólíklegt, að tækist að skapa alþýðufylk- ingu, til þess höfðu erjur flokkanna verið of harðar, og við síðustu kosningar höfðu sósíalistar gert banda- lag við hægri flokk, M. R. P., einungis til þess að klekkja á kommúnistum. En það er athyglisvert tímanna tákn, að þetta eru fyrstu .kosningar siðan 1947, er áróðri flokk- anna er ekki fyrst og fremst beint gegn kommúnistahætt- unni, engin grýla dubbuð upp. Snemma í desember kemur saman flokksþing sósíalista, og fyrir harða atlögu Guy Mollet, formanns flokksins, og Pineau („Við viljum held- ur tapa 20—30 þingsætum en vinna á í bandalagi við kommúnista") er samþykkt að taka upp samvinnu við Mendéssinna. Þannig verður hin svoneriida Lýðveldisfylk- ing til: Sósíalistar, radikalar Mendés-France, stuðnings- menn Fr. Mitterand (U. D. S. R.), eins aðalráðherra í stjóm Mendés-France, og loks nokkur hluti sósíal- republikana (áður Gaullist- ar.) Forystumaður auðvitað: Pierre Mendés-France. Þeir rjúka af stað með brauki og bramli, deila hatrammlega á E. Faure og stjómarstefnu með kosningasigurinn. hans, og reyna einkum að laða til sín ungt fólk, sem nú kýs í fyrsta skipti. Mend- és-France lýsir yfir, að fari sömu menn með völd næstu ár, eigi landið ekki framar uppreisnarvon, hann leggur áherzlu á, að baráttan sé nú fyrst og fremst milli hægri og vinstri. „Kosningabaráttan skýrist óðum. Annars vegar em hinir seku, rígbundnir stöðum sínum og sérréttind- um, vemdaðir af flokksklík- um sínum. 1 stuttu máli: hægri öflin. Hins vegar vinstri öflin, öll þau ungu öfl sem á landið trúa . ... “ o. s. frv. (Express). Nóbels- verðlaunaskáldið Mauriac rit- ar innfjálgar, klökkar grein- ar og snýr máli sínu til ka- þólskra, heitir á þá að styðja Lýðveldisfylkinguna, yfirgefa M. R. P., sem svikið hafi flest gefin heit. Gagnrýni blaðsins er vissu- lega hörð og réttmæt, en ýms- ar spumingar vakna þó. Hvers vegna hafna Mendés- France og vinir hans öllu samstarfi við kommúnista, ef þeim er jafnmikið áhugamál og þeir láta í veðri vaka að mynda sterka vinstri stjóm? Eins og málum er pú háttað í Frakklandi, er vinstri stjóm án þátttöku kommúnista ó- hugsandi. Og þeir vílja sam- komulag. Næsta. stjórnajy myndun mun skera úr um, hversu raunhæfur vilji Mend* és-France er til vinstri sam* steypu. Og dálítið hlálegt er stund- um sundurþýkkja Faure og Mendés-France, sem sá siðar- nefndi reynir að túlka sem djúpstæðan skoðanamismun. Sannleikurinn er þó sá, að lengst af studdi Mendés- France stjóm þeirra Faure- Pinay, enda hefur Faure að mestu haldið áfram á þeirri braut, sem Mendés-Ffance markaði. Annar kom á friði í Túnis, hinn í Marokkó. Hvor- ugur gerði neitt raunhæft í. Alsírmálinu. Enn er þar landstjóri, Soustelle, sem , Mendés-France skipaði á sin- um tíma. Enda þótt áróður Lýðveld- isfylkingarinnar hafi einkum sett svip sinn á kosningabar- áttuna, verður ekki hjá því komizt að geta þáttar nýrrar hreyfingar: Poujadismans, sem kenndur er við upphafs- mann sinn og foringja, Pierre Poujade, blaða- og póstkorta- sala frá smábæ í Suðvestur- Frakklandi. Uppgangur Pouj- ade hófst fyrir nokkrurtt ár- um, er kaupmenn efndu til samtaka og neituðu að greiða tolla og skatta, sem Vöru að kyrkja starfsemi þeirra. Upp- hafléga er því Poujadisminn - ' aðeins hagsmunasamtök skattþjakaðra kaupmanna ög ' iðnaðarmanna í lágþróuðum héraðum gegn ásókn ríkis- valdsins. Það er ekki fyrr en seinna, þegar hann er orðinn viðtækari og einkum er hannt berst til bæjanna, að han». fær á sig fasistískan blæ. Millistéttirnar sem löngúra. hafa verið óákveðnar og velk- ar fyrir hvers kyns ofbeldis- stefnum og sterkum mönnum, hrifast af grófu, slagorða- kenndu málfari Poujade, gamlir fasistar skipa sér und- ir merkir hann (Ðides, fjmr- verandi lögregluforingí), og smám saman breytist hreyf- ingin úr hagsmunasamtökum í „ópólitísk“ stjórnmálasam- tök með fasistísku sniði. Kosningabarátta þeirra var aðallega fólgin í þvi að hleypa upp fundum ándstæð- inganna, til þess höfðu þeir skipulagðar sveitir, fleygja Framhald á 10 síðu. Jacques Duclos, framkvœmdastjóra Kommúvritaflokks Frakklands óskað til hamingju flokkaskiptingu í Frakklandi, né áróðri flokkanna fyrir framan af; nú Chaban-Del- mas.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.