Þjóðviljinn - 10.02.1956, Síða 12
Þjóðleikhúsið hefur hátiðarsýningu á
islandsklukkunni inæstu viku
HIÓÐVIUINN
Föstudagur 10, febrúar 1956 — 21. árgangur — 34. tölublað
Sýningin haldin til heiðurs höfundinum, nóhels
verðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan Laxness
N.k. föstudag, 17. febrúar, verður liátíóarsýning 1 Þjóð-
leikhúsinu á hinu vinsæla leikriti Halldórs Kiljans Lax-
ness, íslandsklukkunni. Með sýningu þessari vill leikhús-
iö heiðra skáldiö í tilefni veitingar nóbelsverölaunanna.
Þjóðleikhússtjóri skýrði blaða-
mönnum frá þessu í gser. Sagði
hann að ákvörðun um sýningu
á einhverju leikrita Laxness
hefði verið tekin strax eftir
að hann hefði hlotið nóbelsverð-
launin og íslandsklukkan síðan
orðið fyrir vaiinu af ýmsum
ástæðum. Hún var sem kunnugt
er eitt af þrem leikritum, sem
sýnd voru við vígslu Þjóðleik-
hússins vorið 1950 óg eina nýja
leikritið. Alls hefur leikhúsið
sýnt ísiandsklukkuna 56 sinnum
eða oftar en nokkuð annað leik-
rit, og 32 þúsund hafa séð það,
einnig fleiri en nokkuð annað
viðfangsefni. Ætlunin var að
sýna leikritið fyrr í vetur, en
sýningum varð að fresta vegna
veikinda ieikstjórans Lárusar
Pálssonar, sem jafnframt fer
með eitt af aðalhlutverkunum.
Hátíðarsýning verður sem fyrr
segir á föstudaginn í næstu viku
en síðan verður leikritið sýnt
enn nokkrum sinnum. Skáldið
mun verða viðstatt hátíðarsýn-
inguna.
Halldór Kiljan Laxness
Aðalhlutverkin leika sömu
leikarar og á fyrstu sýningum
íslandsklukkunnar: Brynjólfur
Jóhannesson leikur Jón Hregg-
viðsson, Herdís Þorvaldsdóttir
Snæfríði íslandssól, Þorsteinn Ö.
Stephensen Arnas Arnæus, Gest-
ur Pálsson junkæran í Bræðra-
tungu, Regína Þórðardóttir konu
Arnæi, Lárus Pálsson Jón Grind-
víking, Haraldur Björnsson Jón
Marteinsson, Valur Gíslason Ey-
dalín, Jón Aðils Sigurð dóm-
kirkjuprest.
Egyptar fá lán í
Alþjóðabankanum
Tilkynnt var í Kairó í gær að
samkomulag hefði tekizt milli
egypzku stjórnarinnar og
Black, forseta Alþjóðabankans
í Washington, um að hann
veiti Egyptum 200 milljón doll-
ara lán til byrjunarfram-
Framhald á 5. síðu.
Laxness haldið
samsæti 20. febr.
Nóbelsverðlaunaskáldinu Hall-
dóri Kiljan Laxness verður hald-
ið samsæti í ieikhúskjallaranum
mánudaginn 20. febr. Sérstök
nefnd annast um undirbúning
samsætisins og eiga sæti í henni
Jón Leifs formaður Bandalags
íslenzkra listamanna, Helgi
Hjörvar formaður Rithöfundafé-
legs íslands, Ragnar Jónsson
forstjóri, dr. Páll ísólfsson og
Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik-
hússtjóri,
Öllum er heimil þátttaka í
hófi þessu meðan húsrúm leyfir
og liggur áskriftarli^ti frammi
í skrifstofu Þjóðleikhússins.
Hólmaborg
Sænsk stjórnarvöld mót-
mæla líka loftbelgjum
Alþýðuríkin senda SÞ kæru( sovétstjórnin
segir belgina notaða til njósna
Tékkóslóvakía, Búlgaría og Ungverjaland hafa sent SÞ
kæru vegna loftbelgja Bandaríkjamanna og flugmála-
stjóm SvíþjóÖar hefur mótmælt því aö þeir séu sendir yfir
sænskt land.
Nýr bátur til Keflavíkur
Skipasmíöastöö Njarðvíkm’ hefur nýlokiö smíöi 58 lesta
báts úr eik og byrjar hann veiöar einhvern næstu daga,
gerðm’ út frá Keflavík. Sama skipasmíðastöð er byi’juð að
leggja kjöl áö öörum jafnstórum báti fyrir h.f. Hrönn
í Sandgeröi.
Hinn nýi bátur heitir Ólafur
Magnússon og er eigandi hans
Albert Ólafsson o. fl. i Kefla-
vík. Skipstjóri er Óskar Ingi-
bergsson. í bátnum er 280 ha
Maiinheim dísilvél. 1 honum eru
öll nútíma siglingartæki, m. a.
Simraad-dýptarmælir með asdic-
útfærslu. Rétt mun að geta þess
að salerni eru í bátnum, en þeir
munu færri fiskibátarnir sem
búnir eru jafnsjálfsögðum hlut.
Yfirsmiður við bátinn var
Bjarni Einarssón skipasmiður.
Vélaniðursetningu annaðist
Framhald af 3. síðu.
Adenauer er að missa óskoraðan
meirihluta sinn á þingi
Frjálsi lýðræðisflokkurinn og sósíaldemó-
kratar hefja viðræður um stjórnarmyndun
í Norðurrín-Vestfalen
Þaö þykir nú sýnt, að flokkur Adenauers, forsætisi’áö-
herra V-Þýzkalands, Kristilegi lýöræðisflokkmlnn, muni
missa þami óskoraða meirihluta, sem haim hefur haft á
þingi síðan í þingkosningunum haustið 1953.
Sænska flugTná.lastjórnin sendi
gær flugmálastórn Noregs orð-
sendingu þar sem kvartað var
yfir veðurathuganabelgjum sem
Bandarikjamenn liafa sent frá
Gardermoen-flugvelli við Osló í
samráði við norsku veðurstof-
una og borizt hafa yfir Sviþjóð.
Tekið er fraan, að loftbelgir
þessir, sem eru um 40 metrar
að þvermáli geti verið hættu-
iegir flugvélum og er farið fram
á að gerðar verði ráðstafauir
til að tryggja það, að þeir her-
ist ekki í framtiðinni yfir
sænskt land.
Alþýðuríkin mótmæla
Tékkneska stjórnin sendi
Sameinuðu þjóðunum í gær
kæru vegna áróðursbelgjanna
sem Bandaríkjamenn senda frá
Múnchen í Vestur-Þýzkaiandi
til Tékkóslóvakíu, en Tékkar
hafa vegna þeirra neyðzt til
að banna næturflug yfir landi
sínu. SÞ hafa áður horizt mót-
mæli gegn áróðursbelgjunum
frá stjórnum Ungverjalands,
Rúmeniu og Albaniu.
f njósnaskynl?
Ilitséff, hlaðafulltrúi sovézka
utanríkisráðuneytisins, kallaði
erlenda fréttamenn í Moskva á
sinn fund í gær og sýndi þeim
nokkra bandaríska loftbelgi sem
borizt höfðu yfir sovézkt land.
Sagði hann að sovétstjórnin
hefði ástæðu til að ætla að belg-
ir þessir væru sendir yfir Sovét-
Framhald á 5. síðu.
Nýr bátur til Neskaupstaðar
Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
í gærmorgun kom hingaö nýr fiskibátur byggöur í
Gilleleje í Danmörku.
Báturinn heitir Huginn og
eru einkennisstafir lians NK
110. Hann er 65 tonn að stærð
með 240 ha Völundvél. Meðal-
gangliraði á heimleið var 9 sjó-
mílur á klst. Huginn er traust-
byggður bátur, búinn ölíum
þeim siglinga- og öryggistækj-
um er nú tíðkast í bátum af
þessari stærð, þvá.m. eru asdic-
tæki. Kojur eru í bátnum fyrir
13 menn. 'Eigendur Hugins eru
hf. Hrafnkell, en áðaleigendur
þess eru Jón S. Sigurðsson og
Ármann Magnússon. Huginn
mun fara í dag áleiðis til
Sandgerðis, en þar verður hann
gerður út í vetur. Skipstjóri
verður Jóhann Sigurðsson, en
skipstjóri á leiðinni heim frá
Danmörk var Þórður Björns-
son.
Framhald af 1. síðu.
verið innan 100 mílna svæðis
frá Mugganesi, norðvestasta
hluta Færeyja.
Flugvél fi’á strandgæzlunnni
íslenzku, en hún getur verið 12
stundir á lofti, mun leita í dag,
en óvíst er um hve þátttaka
björgunarflugvéla af Keflavík-
urflugvelli verður mikil, því
þær eru uppteknar af leit að
bandarískri flugvél sem bvarf
á leið vestur frá íslandi í fyrra-
dag.
Leiðtogar Frjálsa lýðræðis-
flokksins, stærsta samstarfs-
flokks Adenauers i vesturþýzku
stjórninni, og sósíaldemókratar
í fylkinu Norðurrín-Vestfalen
hófu í gær viðræður í Dússel-
dórf um myndun stjórnar í fylk-
iiiu. Síðan sumarið 1954 þegar
kösningar fóru síðast fram til
fylkisþingsins hefur þar setið
samsteypustjórn sömu flokka og
standa að Bonnstjórninni, en
það var eitt af skilyrðum
Adenauers fyrir stjómarsam-
starfinu að flokkamir stæðu
saman að öllum fylkisstjóraum
þar sem þeir. hefðu meirihluta
til þess.
Takist samstarfið milli sósíal-
demókrata og Frjálsa lýðræðis-
flokksins um fylkisstjóm í Norð-
urrín-Vestfalen mun það leiða
til þess að Bonnstjórnin missi
% meirihluta sinn í efri deild
vesturþýzka þingsins, en, á því
sitja fulltrúar kosnir af hin-
um einstöku fylkisþingum. Jafn-
framt má telja líklegt að slíkt
samstarf muni komast á i fleiri
fylkjum. og jafnvel leiða til
þess að flokkur Adenauers verði
í minnihluta í efri deildinni.
Stofnun iðnsveinasambands áformuð
Tuttugasta þhigi Sveinasambands byggingamanna í
Reykjavík lauk s.l. laugardag 28. janúar.
Ýmsar samþykktir voru gerð-' J *"
ar og mikið rætt um framtíð
sambandsins. Kosin var nefnd
til að vinna að stofnun sam-
bands allra iðnsveina í Reykja-
vík og jafnvel landssambands
iðnsveina.
Þingfundi lauk með kosningu
í stjórn Sveinasambands bygg-
ingamanna fyrir yfirstandandi
starfstímabil.
Forseti var kosinn Þorsteinn
Löve múrari, varaforseti Magn-
ús Tómasson pípulagningamað-
ur, ritari Mattliías Ólafsson
málari, gjaldkeri Jón Guðna-
son múrari, aðstoðarritari
Magnús Þórhallsson pípulagn-
ingamaður og meðstjórnandi
r ,, . T, ‘ Þorsteinu Löve
Astþor Jonsson.
Vegita nýrra kosningalaga
Þessar viðræður í Diisseldorf
eru taldar afleiðing þeirrar
mndurþykkju sem risið hefur
nilli stærstu stjórnarflokkanna
it af fyrirhugúðum breytingum
i ko'sningalögunum, sem miða
ið því að gera þau hagstæðari
Cristiiega iýðræðisflokknum, en
rau mundu um leið draga úr
úngfylgi minni stjórnarflokk-
anna.
Fréttamenn í Bonn telja ekki
ósennilegt að viðræðurnar í
Dússeldorf kunni að draga enn
stærri dilk á eftir sér, að þær
muni ieiða til þess að algerlega
slitni upp úr samstarfi þessara
tveggja stærstu borgaraflokka
Vestur-Þýzkalands, og þá jafn-
vel til nýrrar stjórnarstefnu i
landinu.