Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJÍNN — Sunnudagur 26. febrúar 1956 mm^ Birgðastöö Esso í Örfirisey. Birgðastöð Esso í Hafnarfirði. Hér við hliðin.a eru birtar myndir af þremur hinna miklu olíustöðva sem blá- snauð olíufélögin hafa kom- 1 ið sér upp á undanfömum árum, og vantar þó mynd ’ af stærstu olíustöðinni, þeirri sem B.P. hefur komið sér upp í Laugamesi. í Þjóð- vilanum s.l. sunnudag komst Lúðvík Jósepsson þannig að orði um þessa fjárfestingu olíufélaganna: „Að lokum vil ég svo benda öllum landsmönnum á þær staðreyndir sem þeir hafa sjálfir fyrir augunum um gróða olíufélaganna. En það er fjárfesting félaganna. Tökum dæmi af Esso. Það bættist hér í hóp olíufélag'- anna fyrir fáum árum. Það er því nýgræðingur. Hvað á það nú: 1. Stór.a birgðastöð í Hval- firði. 2. Dýra birgðastöð í Örfiris- ey. 3. Dýra birgðastöð í Hval- firði. 4. Hundruð olíugeyma í þorpum og kaupstöðum um allt land. 5. Benzínstöðvar um allt land. 6. Olíuskipið Litlafell. 7. Tugi stórra olíubíla, auk ýmiskonar annarra eigna. Og nú er það að kaupa 16 þús. tonna olíuflutningaskip. Þetta allt hefur nýgræðing- urinn komizt yfir. — Hafa bankarnir brotið allar sínar göfugu lánareglur og lánað þessu félagi á annað hundrað milljóna? Eða hefur kannski verið nokkur hagnaður á olíu- sölunni? Það er blindur maður sem ekki sér þessar staðreyndir. Dnda sjá allir flandsmenn þetta.“ Bréí úr Blesugróíinni — Hægíara menningarstraum- ar — Óhentugar (,stopp"-stöðvar Blesugrófarvagnsins EFTIRFARANDI bréf er komið innan úr Blesugróf: Kæri Bæjarpóstur. Eg sé að þér verður tíðrætt um strætis- vagnaferðir eins og vera ber þar sem þeir koma svo mjög við sögu bæjarins. Raunar virð- ist mér að þær séu nú komn- ar í það horf að flestir megi vel við una. Verðsveiflur og styrkir lúta mannviti og sið- gæði hærri staða. Þú hefur oft og mörgu sinni bent á það sem betur mátti fara og oft með góðum árangri. Þó er eitt sem engan árangur hefur borið. Og skal því tekið upp að nýju. Við sem búum hér við svo- kallaða Blesugróf erum víst allra Reykvikinga lengst frá hjárta borgarinhár. Eins og blóðið rennur hægt til gómanna og tánna virðast straUrriar menningarinnaf mjög hægfara hér. Það mun þó vera aðeins augnabliks naglakul og við von- um að okkur hlýni vel á eftir. Ég bý hér við B-götu, næsta gata er C-gata. Við báðar þess- ar götur er þéttskipað íbúðar- húsum, en þau eru þéttskipuð fólki. Við borgum þjónustu strætisvagnsins jafnt og aðrir og tökum hækkun með þögn og þolinmæði. En hann stanzar hér aldrei. Á árum áður gekk það oft illa að handsama kvíðariðinn hest. Þegar hann sá heim stökk hann til baka ef hann komst það, arjnars í hina áttina. Blesugrófarvagninn hagar sér mjög iíkt þessu, hann stanzar á Bústaðahorni. Þar er gott út- sýni og ekkert hús nálægt, svo spýtir hann í eins og byssubrenndur upp að Blesu- gróf. Þar eru klettar og dauðs- mannsgjár á báða vegu og ekkert hús nálægt. Þar verður fjöidi farþega að snúa aftur á móti þeim, sem fara út á Bú- staðahorni, fýlkingarnar mæt- ast við B-götu eða C-götu. Raunar er þetta vel þolandi í björtu og góðu veðri. Þarna er margt af fallegu kvenfólki jafn- vel þó spurningarmerkið sé á hverju andliti: „Hvað á þessi skrípaleikur að þýða? Vitan- lega er ekki stætt á þessu til lengdar, við fáum „stoppistöð“ (eða skilastöð). En mér finnst dráttur á því með öllu ástæðu- laus. Það eru vafasöm með- mæli að sýna réttlæti og fram- tak aðeins síðustu dagan fyrir kosningar. Nú er þorraþræll liðinn og skammdegið á enda. Á morgun kemur góa með albjartan vinnudag óg margháttaða feg- urð eins og nafnið bendir til. Þá eiga bændurnir að vera betri við konur sínar en um aðra daga ársins, að minnsta kosti þær sem ekki drógu sig í hlé á fyrsta þorradag. Ég vildi því mælast til, eða öilu heldur skora á þá sem stjórna Blesu- grófarvagninu að þeir heilsi góu með því að taka upp að stanza við B-götu eða C-götu, og láti börn og kvenfólk sem hér býr, aldrei framar þurfa að ganga upp og niðúr á Bústaða- gróf eða Bústaðahorn til að ná í Strætisvagn. Raunar hef ég ekkert umboð, en ég bæði sé og heyri að sá grelði sem Raf- stöðvarvagninn gerir fólki hér með því að skila af sér við Brúarland er með þökkum þeg- inn, enda ómetanlegt hagræði, og mætti þá varla minna vera en að sá vagninn sem okkur tilheyrir og ber það virðu- lega nafn Blesugróf, hætti að beita okkur bellibrögðum. Raunar veit ég það verður, en ég trúi því ekki að nokkurs manns heiðri sé hætt þó það verði ákveðið nú þegar og jafn- vel er það klókara en að gera það nokkru fyrir kosningar. Þetta kostar ekki neitt, næstu stanzar yrðu þeim mun minni, oftast enginn á Bústaðahorni. Margt fleira mætti um þetta segja, en ég ætla að sjá hvað setur fram í góulokin. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga OG SVO VÆRI held ég ráð að taka til óspilltra málanna við bundna máli. Hér eru tveir fyrripartar, sem krefjast þess að vera botnaðir hið fyrsta; annar er rammpólitískur; hinn upphaf á sérkennilegri ástavísu (eða bara hverju sem er), og auk þess með miðrím: 1. Við skulum orðsnilld Mogg- ans muna, meðan riOkkur fjóla grær. j 2. Ástúð má í augum sjá, auðargnáin væna. Lúðvík Jósepsson: Hvar er ©líuiréinsi? Eigendur olíufélaganna græða á olíuaölu, en þeir græða ekltí á blaðadeilum um olíusölumálin, það er öllum orðið ljóst af deilurn þeim, sem orðið hafa í blöðunum. Það liggur við sjálft, að ég vorkenni vesalings olíumönn- unum, sem reknir eru af olíu- félögunum út í það vonleysis- verk, að halda uppi blaðadeil- um til 'vamar olíu-okrinu. Þarna bisast þessir vesaling- ar dag eftir dag, við þann ó- gjörning að neita opinberum reikningum ög þverskallast við staðreyndum. Varnir þeirra lenda allar i handaskol- um og þeir verða sér og um- bjóðendum sínum til athlægis. Hér eru örfá dæmi um til- burði þeirra úr síðustu vörn- inni: 1. „Kommúnistar æstu til verkfalla“, segja þeir oliu- menn, og leggja á það megin áherzlu í fyrirsögn. IMenn taki ve! eftir, að þessi tullyrðing á að vera vorn í deilu um olíuverð hér og olíu- verð erlendis. Bálaglegt inn- legg það. 2. Olíumenn segja: „Eins og lesendur munu sjá, er það ef til viil þýðingar- mest, sem Lúðvík hefur ekki talað um.“ Eg hefi sagí, að oliuverð væri miklu hærra hér en í ná- lægum lönduin og sannað mál mitt með tölum Það atriði, sem deilan er um, skiptir ékki mestu máli, að dómi þeirra olíumanna, heldur hitt sem ég hefi eklti talað mn eins og t.d. benzin- verð, húsakynding í smáþorp- um í Þýzkalaridi, mjólkur- verð ihér og þar og tímakaup mælt í olíulítnim. Þetta eru nú rökræður í lagi. 3. Þá er ein vörn þeirra oliumanna í formi þessara samvizkuspurninga til mín: „Hvað mundi L.J. segja, ef hér á íslandi væru ekki til nein frystihús og við flytt- um fiskinn út ónnninn? Og hvað hefur Þjóðviljinn sagt út af því, að við flytjúm lýsi út. óhert, og missum þar með vinnslukostnað- inn.“ Við lestur þessara furðu- legu spurninga fallast mér í rauninni hendur. Mér er sem sagt Ijóst að þeir, sem spyrja, geta ekltí verið með réttu ráði, eða liljóta að vera úti á þekju. Það er í rau»inni fiill- komlega framhærileg kross- gáta áð ráða fram úr því, livernig liægt er að setja þessar spurningar í sain- band við deilu okkar um það hve olíuverð á Islandi sé miklu hærra, en í nálæg- um löndum. Eg tel þá Mogga-olíumenn afgreidda með því sem hér hefur verið sagt, enda ætla ég þá svo steindauða í þessum deilum, að þeir hreyfi hvorki legg né lið hér eftir. Þeir Tímamenn hafa valið sér hyggilegri kost í þessum olíudeilum. Þeir geystust að vísu af stað með miklum lát- um og stórum fullyrðingum. Strax við fyrsta svar mitt fór úr þeim allur vindur og þeir hættu beinum deilum. Þess í stað tóku þeir að skrifa framhaldssögu um þró- un olíumála. Þeir skýrðu olíu- vinnslu, olíu-dælingu, olíu- flutninga og mismunandi teg- undir olíu. Auðvitað fer þessi fram- haldssaga Tímans út fyrir mörk sannleikans annað slag- ið eins og t.d. þegar sagt er að öll olía sé undir verðlags- eftirliti. Það er rangt, ]>ví öll togara- olía er utan verðlagseftirlits. Þá segir (og birt er línurit og mynd af því) að verðlag á olíu sé nú miðað við flutnings gjald 51-52 sli. á tonnið, en Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.