Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. febrúar 1956 Dr. Tartakower Framhald af 6. síðu. birtingar hér, en einna eftir- minnilegastur finnst mér sigur hans á Marócsy á skákmótinu í Tepitz-Schönau 1922. Þar fórnar Tartakover heilum hrók, en síðan líður langur tími áð- ur en sóknin, sem venjulega kemur beint í kjölfarið, getur hafizt. Svartur mjakar mönn- nm sínum hægt og hægt í átt- ina til vígvallanna, en hvíti herinn er svo lamaður að hann getur ekki veitt sér björg nógu snemma. ' i Hollenzkur leikur. Teplitz Schönau 1922. Maróczy Tartakower. 1. d2—ci4 e7—et> 2. c2—c4 f7—f5 3. Rbl—c3 Rg8—f6 4. a2—a3 Bf8—e7 5. e2—e3 o—o 6. Bfl—d3 d7—d5 Svartur byggir „grjótgarðinn", tilgangur leiksins er að treysta aðstöðuna á miðborðinu með því að koma í veg fyrir e2—e4, og geta svo í skjóli þess hafið sókn á kóngsvæng. Aðalgalli þessa kerfis er að Bc8 lokast illa inni. 7. Rgl—f3 c7—c6 8. o 0 Rf6—e4 9. Ddl—c2 Be7—d6 10. b2—b3 Rb8—d7 11. Bcl—b2 Hf8—f6 12. Hfl—el 13. g2—g3 Hf6—h6 Svartur hótaði Bxh2f, Rxh2, Dh4 og vinnur. Hvítur hefur hugsað sér að byggja trausta varnarstöðu á kóngsarmi (með Bd3—fl—g2 og jafnvel Rf3— d2—fl) en sækja sjálfur á drottningarmegin. 13. . . . Dd8—f6 14. Bd3—fl g7—gö 15. Hal—dl g5—g4 16. Rc3xe4 Tilneyddur, því að Rd2 svarar svartur með Rxf2! 17. Kxf2 Hxh2f 18. Bg2 Bxg3f! 16. . . . f5xe4 17. Rf3—d2 Hh6xh2!! Þetta er hróksfórnin. Nú getur hvítur ekki leikið Rxe4, vegna þess að þá valdar svartur hrók- inn með Ðh6 og hótar máti jafnframt. 18. Kglxh2 Df6xf2t 19. Kh2—hl Eftir 19. Bg2 mundi svartur halda sókninni áfram á sama hátt: 19. — Rf6. 19. . . . Rd7—f6! Þetta er kjarni málsins. Eftir 19. — Dxg3 gæti hvítur valdað 2. röðina með drottningunni CRbl) en nú verður hann að nota hrókinn til þess. 20. Hel—e2 Df2xg3 21. Rd2—bl Hvítur ætlar að bera hrókinn fyrir, ef drottningin skákar á h4 og létta þannig á stöðunni, en fær ekki tækifæri til þess. _ 21. . . . Rf6—h5 9 22. Dc2—d2 Bc8—d7! Það er kostulegt að sjá, hvern- ig svartur kemur mönnum sín- um hægt og hægt á framfæri, hann býr sig undir Haf8. 23. He2—f2 Dg3—h4t 24. Khl—gl Bd6—g3! Nú er hvítur neyddur til að láta skiptamun, því að Hg2, Hf8 leiðir til stöðu þar sem hann getur sig hvergi hrært. 25. Bb2—c3 Bg3xf2t 26. Dd2xf2 g4—g3 27. Df2—g2 Ha8—f8 Loks er allt lið svarts komið í leikinn og hann hótar nú Hf2, Dhl, Hh2 eða Hf2, Dh3, Hxflf! og vinnur drottninguna eða mátar. 28. Bc3—el Mynd II. Verst fyrrnefndri hótun og veit- ir svarti tækifæri til að vinna manninn aftur með Dh2f 29. Dxh2 gxh2f 30. Kxh2 Hxfl. En eftir 31. Rd2 Hf7 32. Bh4 væri örðugt að vinna, enda finnur Tartakower miklu betri leið. Hann fómar enn fyrir tímahag og kemur síðan bisk- upnum í leikinn. 28. . . . Hf8xflt! 29. Kglxfl En vitastkuld ekki Dxfl, Dh2 mát. 29. . . . e6—e5 30. Kfl—gl Bd7—g4 31. Belxg3 Nú er ekki um annað að ræða, því að eftir 31. Hd2 exd4 32. exd4 Bf3 33. Bxg3 Rxg3 34. Dh2 Dxh2t 35. Hxh2 Re2 á svartur peð upp í skiptamun- inn. 31. . . . Rh5xg3 32. Hdl—el Rg3—f5 33. Dg2—f2 Dli4—g5 34. d4xe5 Bg4—f3t 35. Kgl—fl Rf5—g3t og þvítur gefst upp (Kgl, Rhlf) Þessi skák vakti mikla at- hygli þegar hún var tefld, en dómnefnd mótsins veitti Tartakower ekki nema þriðju fegurðarverðlaun fyrir hana. Um þann dóm komst Tarraseh svo að orði: „Fórni maður hrók áður en hann hefur komið mönnum sínum í leik, og haldi hann því þar að auki fram að fórnin sé rétt, þá er ekki ein- ungis óhugsandi að hann hafi rétt fyrir sér, heldur jafnvel ótrúlegt,“. Vikuþættir Framhald af 7. síðu. ekki kysi neinn þeirra ef sundrungin héldist. Bróðurhönd fil sálfa En getur þetta gerzt? Geta Alþýðuflokksmenn, sósíalistar og Þjóðvarnarmenn rétt hvor öðrum hönd til sátta og hafið sameiginlega baráttu gegn sameiginlegum óvini verka- lýðssamtakanna, frelsis, sjálf- stæðis og framfara? Því mun svarað næstu vik- ur. En krafa fólksins er af- dráttarlaus, krafa fólksins í verkalýðsfélögunum, í öllum þessum flokkum. Og nú þeg- ar er sú krafa orðin þrungin svo sterkri von, að liver sá ílokksleiðtogi sem ætlaði að hafa liana að engu ætti á hættu að verða þokað til hlið- ar, svo hann flæktist ekki fyrir sókn fóiksins til nýrra dáða, til bjartara lífs, til ein- ingar alþýðufólks á Islandi, til alþýðuvalda. Að sjálfsögðu verða ýmsir örðugleikar á slíku samstarfi, einkum fyrst. Uppræta þarf tortryggni og fordóma, leggja til hliðar fyrri væringar. En sé áherzla lögð á það sem sameinar, hið sameiginlega stóra verkefni, ætti engum manni Alþýðuflokksins, Sós- íalistaflokksins og Þjóðvarn-^ arflokksins að reynast ofraun að ganga til þess samstarfs sem verkalýðsfélögin ætlast til, og ganga til þess heils hugar. Ábyrgðarlausir skemmfa þeir skraff- anum Enn mun reynt að hindra samstöðu þessara flokka. Það er til dæmis varla hægt að skemmta skrattanum betur en nokkrir æsingamenn í Þjóðvarnarflokknum gerðu nú í vikunni, er þeir gáfu út snepil sem átti að heita auka- blað af málgagni flokksins, Frjálsri þjóð, en snepillinn var eitt öskur af Morgun- blaðsáróðri er náði hámarki með þeirri kröfu að Sósíal- istaflokkurinn yrði lagður niður! Jafnframt voru prent- uð eyðublöð svo þeir sem fylgt hefðu Sósíalistaflokkn- um til þessa ættu sem auð- veldast að ganga í hinn eina og sanna flokk — Þjóðvarn- arflokkinn! Þetta tiltæki er ekki póli- tískur barnaskapur eins og heilbrigðir Þjóðvarnarmenn hafa sagt sneplinum til afsök- unar. Með útgáfu hans reyndu ábyrgðarlausir æsingamenn að eyðileggja þá vaxandi samstöðu sem er að myndast með verkalýðsflokkunum og Þjóðvamarflokknum, unnu vísvitandi gegn krÖfu fólks- ins um samstöðu gegn aftur- haldinu í landinu. Enda munu vandamenn snepilsins hafa fundið þá þungu öldu fyrir- litningar og andúðar sem reis gegn skemmdarverkum þeirra, einnig í Þjóðvamarflokknum sjálfum. Rýr eifirfekja öskur- kórsins Einnig Morgunblaðið og Al- þýðublaðið og Tíminn munu vonsvikin með eftirtekjuna er þau reyna nú að vekja æsing- ar gegn Sósíalistaflokknum með fáránlegum „fréttaburði" af 20. þingi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og enn fáránlegri útlagningu þeirra „frétta.“ Er auðfundið á Al- þýðublaðinu í gær, að það svíður undan hiitingunni er Lúðvík Jósepssan veitti ösk- urkórnum með hinni stillilegu, rökföstu grein i föstudags- biaði Þjóðviljans. Hann gaf sér tóm til að tæta í sundur firmr og staðleysur öskur- kórsins, og þeir munu fáir sem ekki finna að loknum lestri greinarinnar að álykt- un Lúðvíks i greinarlok um tilgang æsinganna er rétt. „Þannig horfa þessi mál við. Það er eins og stundum áður ósk afturhaldsins hér, að deilan um innanlandsmálin megi færast af íslenzkum vettvangi og austur á Volgu- bakka. Það er óskin um það að takast megi að leiða hugi manna frá erfiðleikum dags- ins, frá sköttunum, frá olíu- okrinu, frá dýrtíðinni, frá landhelgissvikunum, frá milli- liðaokrinu, frá þjóðsvikunum, og koma af stað karpi nm orðalag í ræðu Míkojans. — En slíkt tekst ekki.“ Ferðaskrifsfofa ríkisins kemur fil sögunnar Nei, fólkið í landinu mun hasla foringjum íslenzkra stjómmálaflokka völl heima á Islandi, það eitt er víst. Hinsvegar hefur Ferðaskrif- stofa ríkisins sýnt þá hugul- semi nú í vikunni að bjóða hverjum sem vill ferðalag til Sovétríkjanna í sumar, og væri ekki ólíklegt að þeir stjómmálamenn og blaða- menn sem sýnt hafa svo ó- venjulegan (en dálítið ó- hemjulegan) áhuga fyrir 20. flokksþingi Kommúnista- flokksins þar eystra noti nú færið og skreppi austur til nánari kynna af gerzkum. mmWM Laugaveg 80 — Sími 82209 Fjölbreytt árval af stelnhrlngum — Póstsendum — Manchett- skyrtur kr. 65.00 T0LED0 Fischersundi. Il/inn in a arApjöícl SJ.RS' SAMTÖK HERSKÁLABÚA AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð þriðju- daginn 28. febrúar kl. 8.30. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. VESTFIRÐINGAR Vestfirðingaféiagið heldur aðalfund sinn kl. 2 í dag í Naustinu. Venjuleg aðalfundai’störf. Rætt um byggðasafnið; þeir sem hafa áhuga á því máli, fjölmenni. STJÓRNIN. S.M.F. Matreiðsl umen n FramhalcLsaðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 22 í fundasal Alþýðusambands íslands, Hverfisgötu 8—10. DAGSKRÁ: Ólokin aðalfundarstörf. # Önnur mál. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.