Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. febrúar 1956 r-----------------———" ÞlÓBVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — -------------------------' Eina leiðin Daglega hækka lífsnauðsynjar manna; í gær kom í blöðunum skýrsla frá verðgæzlustjóra þar sem rakið var að ýmsar brýn- ustu nauðþurftir hækka í verði um 6,7—35,8% af völdum nýju skattanna einna saman. Og þó er þetta aðeins byrjunin, álagning smásala og heildsala hækkar einnig, og síðan hleður verð- bólgan utan á sig á gamalkunn- an hátt; sú vara sem nú hækk- ar um 10% verður orðin 20% hærri eftir nokkra mánuði. Upp- bætur fyrir þessar verðhækkan- ir fá launþegar engar fyrr en 1. júní, og þær uppbætur munu -aðeins jafngilda broti af verð- bólgunni. Hún bitnar fyrst og fremst á innfluttum varningi, og hann hefur tiltölulega lítil á- hrif á grundvöll vísitölunnar. Það er samróma álit almenn- ings að betta ástand sé ger- samlega óþoiandi; nú verði að taka í taumana svo um munar. En hvernig verður það gert? Það verður aðeins gert, með því að hrekja frá völdum þá aft- urhaldsstjórn sem hefur legið eins og rnara á þjóðinni árum saman; það verður að fjarlægja úr valdastólum þá menn sem hafa beinan og óbeinan hagn- að af verðbólgunni, skuldakóng- ana, milliliðina og braskarana. f forsætisráðherrastóli má ekki lengur sitja maður sem getur hrósað sér af því með yfirlæt- isfullu glotti á Alþingi ,að hann sé skuldugasti maður landsins. í fjármálaráðherraembætti má ekki lengur sitja maður sem hef- ur ekki áhuga á neinu öðru en þvi að leggja nýja og nýja skatta og tolla á almenning, svo að hægt sé að hlífa milliliðum og gróðafélögum. Baráttan gegn verðbólgunni er póíitísk barátta og hún verður ekki leidd til sigurs fyrr en búið er að kveða niður íhaldið og hjálparheilur þess. Þessi sann- indi eru nú að verða öllum al- meriningi ljós. Verklýðshreyf- ingin hefur haft forustu í því að reyna að sameina öll vinstri öii landsins, og sú stefna hefur fenpið hinar beztu undirtektir um allt land. Það stendur ekki ó almenríingi. En það stendur á öðrum; það stendur á nokkrum leiðtogum í Framsóknariiokknum, Alþýðu- flokknum og Þjóðvarnarflokkn- um. Þessir menn hafa ekki enn íengizt til að skil.ia það að vinstri flokkarnir eiga að vera tæki kjósenda sinna og vinna í þeirra þágu. Þeir láta stjórn- ast af annarlegum sjónarmiðum, sumir virðast beinlínis vera er- indrekar íhaldsins. Þessir menn geta gert íslenzkum almenningi mikið ógagn, ef þeir velja enn það hlutskioti að sundra og tvistra. Þeir geta tafið þá þró- un jtérn ein er heilbrigð í íslenzk- um. þjóðmálom, '• en þeir geta ekki komið í veg fyrir hana. Al- jmenningur mun halda áfram að þoka sér saman, en þungur á- fellisdómur verður kveðinn upp yfir þeim mönnum sem heykjast eða svíkja þegar afkoma alls al- «iopnings er í húfi. Þá ortlr verk pía í brjóst þjódor þinnor Þjóðviljinn birtir hér ræð- ur þær sem Jakob Bene- diktsson magister og Jón Leifs tónskáld fluttu í veizlu þeirri sem haldin var til heiðurs Halldóri Kiljan Laxness og Auði konu hans í Þjóðleikhúskjallar- anum s.l. mánudagskvökb Ræða Jakobs Benediks- sonar Kæru heiðursgestir, virðulega samkoma. Til þess liggja mörg rök, að við íslendingar fögnum því af alhug að Halldór Kiljan Laxness hefur hlotið þá við- urkenningu sem æðsta getur á vettvangi bókmennta, og það ekki síður fyrir þá sök að mörg okkar hafa lengi verið sannfærð um að hann ætti hana skilið. Ég ætla mér ekki að telja upp þessi rök; mig langar að- eins til að nefna tvennt, sem sérstök ástæða er til að þakka nóbelsverðlaunaskáld- inu á þessum degi. Annað er trú hans á manninn, trú hans á lífið, sem er undir- staðan að falslausri samúð hans með lítilmagnanum og að óbilandi hugrekki hans og hlífðarlausri hreinskilni í bar- áttunni fyrir rétti hins ó- brotna manns, rétti hans til lausnar undan kúgun, rétti hans til friðar, rétti hans til mannsæmandi lífs. Það er satt sem Halldór hefur sagt, að „það þarf afskaplegt þrek til að vera maður“, til að halda fast við hugsjón sina og lífsskoðun í heimi þar sem Pétrum Þríhrossum og stas- sjónistum gefst alltof mikið svigrúm til að þrengja kosti þeirra sem minna mega sín. En Halldór hefur fært okkur þá huggun og þann styrk í hverri söguhetju sinni af ann- arri, að jafnvel hjá hinum aumustu á þessarar verald- ar vísu leynist neisti sem aldrei verður kæfður, sá neisti frelsis og manndóms sem ekkert ofbeldi megnar að slökkva. Hitt atriðið sem ég vildi nefna, það sem lyftir þessari lífsskoðun skáldsins í hærra veldi, það er snilld hans, skapandi skáldgáfa og íþrótt í meðferð máls og stíls. Án hennar hefðu verk hans ekki orðið sá öldufaldur íslenzkra bókmennta sem hæst hefur risið síðan punkturinn var settur aftan við Brennunjáls- sögu. Þessir tveir þættir, trú- in á lífið sjálft og snilligáfan í víðasta skilningi eru svo órjúfanlega fléttaðir saman í allri list Halldórs að þar verð- ur ekki á milli greint. Þeim er það framar öllu að þakka hvern sess verk hans skipa í hugum lesenda, hvort heldur er hjá fámennri heimaþjóð hans eða með fjarlægum stór- þjóðum. Og í því sambandi megum við ekki gleyma því að skáldið hefur orðið að sigr- ast á mörgum erfiðleikUm sem ekki eru á vegi höfunda frá stærri þjóðum. Allir hljóta að skilja — og ég get borið inn það af nokkurri reynslu og ekki kinnroðalaust — hvað mikið skortir á að þýðingar á erlendar tungur geti endur- speglað snilld Halldórs í með- ferð móðurmáls síns. En svo mikill er skáldskapur hans að jafnvel þessi þröskuldur hefur ekki getað orðið frægð hans að fótakefli. Það er efn- ið, inntakið í skáldskap hans sem er svo mikilfenglegt, svo mannlegt og svo satt, að hann hefur náð óskiptri á- heyrn ekki aðeins landa sinna heldur allrar veraldar, þó að þeir einir sem íslenzku skilja, njóti listar hans til fulls. Kæri Halldórí Þú hefur ort verk þín í brjóst þjóðar þinn- ar, og ekki hennar einnar, heldur alls mannkyns, hins líðandi og stríðandi fólks, hvar sem það er á hnettinum. Og við höfum orð þín sjálfs fyrir því að sá einn mæli- kvarði sé til á góðan skáld- skap. Fyrir þetta vildi ég flytja þér þakkir á þessari hátíðarstund. ★ • Ræða Jóns Leifs Háttvirta samkoma! Nú aftur hafa listamenn lát- ið í Ijós ósk um að ég flytti frá þeim ávarp og þakkir til Halldórs Laxness. í rauninni þarf ég ekki að bæta miklu við það, sem ég sagði á hafnarbakkanum er skáldið kom hingað heim fær- andi íslandi sigurinn. Eitt vil ég þó undirstrika, sem ég sagði þá og mér virðist enn hafa gleymzt um of: Halldór Laxness hefur fyrstum allra íslendinga tek- ist að sanna heiminum tílveru- rétt íslenzks þjóðernis. Vér hinir höfum lengi reynt hið sama, og vér fögnum sigr- inum eigi síður fyrir það, þótt Halldór yrði fyrri til, en þessi sigur er i sjálfum sér ekki á- fangi og engiim endir, — heldur uppliaf og herör. Ég sagði við skipsfjöl, að skáldinu hefði tekizt að hrinda upp hurðinni, svo að „ljós heimsins" fengi að skína inn og „fegurð himinsins“ væri nú loks augljós hverju manns- barni. Ég hafði í huga ömurleik hins íslenzka moldarkofa, þar sem forfeður vorir hafa setið öld- um sainan og skrifað og hlaðið bók á bók, án þess að mega festa hugann við hvort þær 'ýrðu lesnar eða ekki, — en þegar upp er hrundið hurð- inni og ljós heimsins, kastar glætu inn í kofann og hvert mannsbarn streymir út og skoðar fegurð himinsins, — hvað svo? Nýtt viðliorf hefur skapazt. Þegar ég frétti um sigur Halldórs, þá var mín fyrsta hugsun sú, að nú gæti hann þó kostað fyrsta flokks erlendan einkaritara í svo sem þrjú ár til að létta útbreiðslustörfin. Það er einmitt þetta, sem ætti að vera efst í okkar huga í dag, að ísland kunni að hag- nýta sér sigurinn, að utan- ríkis- og útbreiðsluþjónusta vor komist á menningarleg- um vettvangi í það horf, að ekkert fari forgörðum, sem geti orðið til að auka álit Is- lands úti um heim og skaua það öryggi, að sérliver skerð- ing sjálfstæðis vors mælist illa fyrir í augnm ráðandi þjóða — verði talin svo hneykslan- leg, að enginn viti borinn er- lendur stjói-nmálamaður láti sér hana til hugar koma. — Vér getum ekki skapað okkur neitt annað öryggi fyrir sjálf- stæði voru en þetta. Sigur Halldórs er nýtt upp- haf í sögu íslenzkra höfunda, hvort sem þeir nú skapa verlc orða, mynda eða tóna. — Vér þökkum honum lijartanlega og óskum honum og frú hans og allri aétt {>eirra vaxandi gengis og innri sem ytri frama! -------------------------,----r-<$> Verkamaimafélagið Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar veröur haldinn í IÖnó þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 8.30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. 3. Atvinnuleysistryggingarnar. 4. Sýnd kvikmynd frá 50 ára afmælishátíð Dagsbrúnar. MætiÖ stundvíslega, sýnið skírteini við inngang- inn. } STJÓRNIN. Kitstj.: Guðmundur Arnlaugsson Ðr. Tartakower Hinn 5. febrúar síðastliðinn. andaðist taflmeistarinn Savielly G. Tartakower suður í Paris 73 -ára að aldri. Þótt fáir ís- lendingar hafi séð dr. Tarta- kower og enn færri teflt við hann, er hann engu að síður góðkunningi flestra þeirra, sem komnir eru til vits og ára í skákinni og valda því rit hans um skák. Á árunum milli heimsstyrj- alda var Tartakower mikiivirk- astur þeirra manna, er um skák rituðu, hver bókin rak ,aðra og yrði of langt að telja þau rit öll. Hann >fitaði um skákmenn, um taflbyrjanir og mót, en fyrst og fremst um nýjungar. Tartakower var helzti postuli hins nýja siðar í skákinni, þeirrar breytingar á skákstíl, er ruddi sér braut eftir heimsstyrjöldina fyrri. Um þetta bera nöfnin á bókum hans vitni: höfuðrit hans Die. hypermoderne Schachpartie kom út í Vínarborg á árunum 1924 og 1925, Das neuroman- tische Schach árið 1927. Að vísu ber miklu minna á honum eftir heimsstyrjöldina síðari, enda var hann þá tekinn að eldast, en þó munu þrjár af mest seldu skákbókum síðustu ára hér heima einmitt vera frá hans hendi: 500 Mastér Games of Chess, 100 Modern Games of Chess (báðar ritaðar í félagi við Du Mont), og Beztu skákir Tartakowers. i Dr. Tartakower var pólskur að uppruna en bjó lengstum í Frakklandi, gerðist franskur borgari að ég held, en tefldi þó jafnan með löndum sínum á alþjóðamótum. Hann var liðs- foringi í frelsisher Frakka í síð- ari heimsstyrjöldinni og vann þá (og tefldi) undir nafninu Lautinant Cartier. Dr. Tarta- kower var víðförull og fjöl- menntaður, hann þýddi ljóð úr slavneskum málum á frönsku, ritaði um skák á þýzku, frönsku og ensku. Hann þótti óvenjulega skemmtilegur mað- _ ur, andríkur i samræðum, fynd- inn og fjörugur, og bera bækur hans þess merki, einlcum hin- ar fyrri, þar sem hann gefur orðgleði sinni lausan tauminn og er þá oft spaklegur og fjar- stæðukenndur í senn. En stund- um fer svo að við nánari at- hugun leysi-st það, sem manni þótti spaklegast við fyrstu sýn, upp í leik að orðum. En jafnframt var dr. Tarta- kower einn af fremstu skák- meisturum heimsins um sína daga. Hann var manna fróð- astur um taíibyrjanir, en neytti þess sjaldan, svo skemmtilegt þótti honum að feta nýjar slóð- ir, I-Iann var djarfur og hug- kvæmur í miðtafli og snjall í tafllokum. Minningabók hans er hið ágætasta skákasafn, svo margar skákir hefur liann vel teflt. Það er vandi að velja eina af skákum Tartakowers til Framhald á 10. síðu;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.