Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1956, Blaðsíða 7
Sunmidagur 26. febrúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Verkamenn eisa að staiKÍa saman í kosningum eins og í verkföllum! — Myndin: Útifundur í Reykjavík í desemberverkfallinu 1952. Sjáifkjörið í Dagsbrún. — Um síðustu helgi birti Þjóð- viljinn forsíðufrétt með þeirri fyrirsögn. Var skýrt svo frá að einungis hefði komið fram einn listi, borinn fram af stjóm og trúnaðarráði, til stjórnarkosninganna sem fyrirhugaðar voru í gær og dag. Varð hann því sjálfkjör- inn. Frétfaþjónysfa bitar snögglega Hverjum þeim Reykvíkingi sem man hve hörð átök jiaía oft orðið við stjórnarkjör í Dagsbrún, stærsta og öflug- asta verkalýðsfélagi landsins, mun þykja það tíðindum sæta að þeir félagarnir Hann- es Stephensen, Eðvarð Sig- urðsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Ragnar Gunnars- son og Vilhjálmur Þorsteins- son verði sjálfkjörnir. Samt hefur ekkert blaðanna í bæn- um nertia Þjóðviljinn flutt þessa fregn. Andspænis frétt- um sem þessari bilar frétta- þjónusta Morgunblaðsins, Tímans, Alþýðublaðsins og Vísis. Líkt fór um fregn af úrslitum kosninga í Félagi járniðnaðarmanna, og höfðu þó Morgunblaðið, Tíminn og Alþýðublaðið ósnart minnt leséndur sína á að í því fálagi væri ,,andkommúnisminn“ í heiiögu stríði við erkióvininn. Traast íorysta — Uppgjöf íhðldsins Það heilaga stríð hefur einnig verið háð árum saman í Dagsbrún, stríð gegn em- ingarforustu verkamanna, með samræmdri herstjórn frá flokksskrifstofum Sjálfstæðis- flokksíns, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Á ýmsu hefur oltið um bardagaaðferð. Stundum buðu allir þríflokk- arnir fram í sameiningu. Dagsbrúnarmenn afþökkuðu þá forystu. Þá var Óðinsklík- an látin róa ein á báti. Elcki komst sá bátur i höfn. Þá var gripið til þess að reyna að fleyta Alþýðuflokksmönnum einum. En Dagsbrúnarmönn- um þótti Holsteinsmark og Skuggasundssvipur á útgerð- inni og höfnuðu henni líka. 1 fyrra varð svo einingar- stjóm Hannesar Stephensens 19.—25 febrúar 1956 sjálfkjörin. Með þvi var yfir- lýst gjaldþroti þeirrar við- viðleitni Sjálfstæðisflokksins, að ná tökum á Dagsbrún með hjálp Alþýðuflokksins, enda þótt afturhaldið haldi á- fram moldvör’pustarfsemi meðal Dagsbrúnarmanna. En það gjaldþrot var um leið vitnisburður um traust reyk- vískra verkamanna á eining- arforystu félagsins. Það traust og vinsældir Dagsbrún- arstjórnar mun þó aldrei hafa verið meira og almennara en að loknum hinum miklu verkföllum vorið 1955, svo auðskilið er að stjórn Sjálf- stæðisflokksins og hægri menn Alþýðuflokksins skyldu kjósa að fylgi „andkommún- ismans“ í Dagsbrún yrði ekki til sýnis í ársbýrjun 1956. ¥@rkalýðsSélögin Sáfa landi gagnmerkum samþykkt- um um verkalýðsmál og þjóð- mál. Með þeim rís og stækk- ar krafa alþýðunnar í land- inu um baráttu á stærra sviði en verkalýðsfélögin hafa beitt hér á réttri leið. Undirtektir afturhaldsins hafa bent til hins sama, og mun ekki of- mælt að þennan vetur hafi stjórnmálalíf landsins ekki mótazt af öðru meir en kröfu fólksins um rótíækt samstarf og viðleitni afturhaldsins að sundra þeirri alþýðufylkingu sem rís nú.til svars við kröi'u fólksins. Leiðin fsl sigurs Það er til marks um þessi nýju viðhorf verkalýðsfélag- anna hve virkan þátt þau taka í stjórnmálaþróuninni, í ' fullvissu þess að eina leiðin til að tryggja sigra kaup- gjaldsbaráttunnar er su, að verkalýðsstéttin standi sam- an einnig í stjórnmálabaráttu, standi saman í kosningum til Alþingis og bæjarstjórna eins og í verkfallsátökum, þekki andstæðingana, varist brellur þeiri’a, berjist til sigurs. Því er það, að verkalýðs- félögin benda nú í samþykkt- um sínum á ákveðna leið til sigui’s á stjórnmálasviðinu, leið til framkvæmda á kröfu fólksins um „vinstri stjórn“. Dagsbrún lagði á hana þunga áherzlu í samþykkt 9. þ.m., og hún kemur skýrt fram í samþykkt Iðju, félags verk- Vikoþntrir fiS sín faka Fréttir af verkalýðsfélögum virðast raunar ekki vera mik- ils metnar hjá blöðum Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- ar, nema ef tekst að misnota eitthvert þeirra í „baráttunni gegn kommúnismanum11, þeirri sömu sem Hitler sálugi og Bjarni Ben og sálufélagarnir McCarthy og Eysteinn hafa háð af dæmafáum áhuga en misjöfnum árangri. Meira að segja Alþýðublaðið lætu.r sig hafa að klípa aftan af hinum merkustu samþykktum verkalýðsfélaga og hálffela þær sem passa ekki í þröng- sýnisgróp hægrimanna. Einmitt nú í vikunni hefur rignt yfir frá verkalýðsfélög- um í Reykjavík og utan af sér á af krafti hingað til. Þær bera vitni ört vaxandi vitund verkalýðs landsins um nauð- syn þess að tryggja sigra kaupgjaldsbaráttunnar með því að vinna sterkustu virki afturhaldsins í landinu, vinna úrslitaáhrif á meirihluta Al- þingis og ríkisstjórn. Hý von i brjósts verkamanna Ný von, nýr fögnuður, vaknaði í brjósti verkamanna um iand allt, er loks tókst haustið 1954 að mynda rót- tæka einingarstjórn í Alþýðu- sambandi íslands. Með sam- starfi Sósíalistaflokksins og vinstrimanna Alþýðuflokks- ins liófst þróunarferill, sem leitt getur til mikilla um- skipta í verkalýðsmálum og stjórnmálum íslands þegar á næstu árum. Þetta skilst bezt ef haft er í huga að einmitt sú samstaða er leiddi til myndunar ein- ingarstjórnar í Alþýðusam- bandinu haustið 1954 hefur nú þegar svo mikil áhrif á stjórn- málaástand landsins, að verkamenn um land allt eygja nýja sigui’möguleika. Frumkvæði Alþýðusam- bandsstjórnar að samvinnu andstæðingaflokka Sjálfstæð- isflokksins um stefnuskrá í samræmi við hagsmuni alþýðu landsins, er atburður sem get- ur orðið afdrifaríkur um þró- un islenzkra verkalýðsmála og stjórnmála. Það frumkvæði má telja vitnisburð um nýtt þroskastig alþýðusamtakanna. Undirtektir fólksins í verka- lýðsfélögunum hafa sýnt að stjórn Alþýðusambandsins er smiðjúfólks, frá þessari viku. Þar er mótmælt harðlega hin- um þungbæru álögum aftur- haldsins, sýnt fram á að „til- gangurinn virðist fyrst og fremst vera að ræna verkalýð- inn þeim kjarabótum er hann knúði fram með verkfallinu á síðastliðnu vori.“ Minnst er á, að búast megi við „enn frek legri árásum á lífskjör verka- lýðsins, svo sem gengislækk- un og bindingu kaupgjalds. Og ályktun verksmiðjufólks- ins lýkur á þessa leið: „Fundurinn ítrekar því sam þykkt aðalfundar félagsins um undirtektir við áskorun Al- þýðusambandsstjórnar til vinstri flokkanna, um sam- starf að myndun ríkisstjórnar og kosningabandalags til að koma í veg fyrir misbeitingu ríkisvaldsins gegn lífskjörum verkalýðsins. Fimdurinn skorar á Al- þýðuflokklnn, Sósíalista- flokkinn og Þjóðvarnarflokk- inn að stofna nú þegar til ná- ins samstarfs og kosninga- baiulalags á grundvelli stefnu skrár Alþýðusambandsins. En verði sú raunin á að einhverj- ir þessara flokka eða einstak- ir foringjar þeirra hafni slíku samstarfi, og gangi þannig gegn tvímælalausum liags- muRum allrar alþýðu landsins hvar í flokki er hún stendur, skorar fundurinn á alla þá í þessimi flokkum, sem slíkt samstarf lilja, að taka hönd- um saman og mynda stjórn- málalega einingu alþýðunnar sein ásamt faglegu baráttunni yrði þess megnug að rétta lilut verkalýðsins og skapa atvinnuvegunum heilbrigð starfsskilyrði". Sundrung elur ðífur- haldið Þessi krafa fólksins, um stjórnmálasamstöðu Alþýðu- flokksins, Sósíalistaflokksins og Þjóðvarnarflokksins, hljóm ar nú æ ákveðnari frá verka- lýðsfélögum landsins. Og ekki einungis frá þeim, heldur öllu því fólki, sem hrýs hugur við framhaldi afturhaldsstjórnar á íslandi.' Eðli þeirra ríkis- stjórna, sem afturhald lands- ins hefur barið saman með tökum sínum á tveim stærstu stjórnmálaflokkum landsins, verður alþýðu manna skilj- anlegra með hverjum mánuði sem líður. Og því rís nú krafa fólks- ins, um einingu alþýðunnar, alþýðu Reykjavíkur og ann- arra kaupstaða, alþýðu kaup- túna og sveita. Krafa fólks- ins, að í næstu kosningum verði hættunni af nýrri aftur- haldsstjórn, hálfu verri, að kosningum loknum, ekki mætt á þann hátt að and- stæðingar íhalds og aftur- halds gangi sundraðir til kosninga, og haldi áfram þeim óvinafögnuði að berjast inn- byrðis, heldur einbeiti afli sínu gegn sameiginlegum ó- vini, — einræðisflokki aftur- haldsins. SamsfaSa feýHir mesra en samlagning atkvæða Verkalýðsfélögin hvert af öðru benda á þá leið til að ná þessu marki, að þrír til- teknir flokkar, Alþýðuflokk- urinn, Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvarnarflokkurinn hafi samstöðu í næstu kosningum. Samþykktir verkalýðsfélag- anna um þetta atriði eru al- veg skýrar og afdráttarlaus- ar. 1 þeim felst sá skilning- ur, að slík samstaða þýðir Lúðvík Jósepsson ekki einungis að leggja sam- an atkvæðatölur þessará flokka úr kosningunum 1953, heldur hlyti heilshugar sam- starf Alþýðuflokksins og Sósí- alistaflókksins og Þjóðvarnar- flokksins í kosningimum að gefa þúsundum kjósenda nýja von, nýja vissu uin þá ör- lagaríku breytingu sem ga ti orðið í stjórmnálum landsins við það að þessir þrír flokkar sameini krafta sína. Að sam- eiginlegu framboði floltkanna þriggja í heiðarlegu samstarfi þyrptist fjöldi kjósendá, sem Fravnhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.