Þjóðviljinn - 04.03.1956, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1956, Síða 6
6) _ ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 4. marz 1956 HlÓOVlUINN Oigefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Landheigismálið Málgagn utanrikisráðherrans | skýrir svo frá í gær að brezkir i útgerðarmenn séu nú aftur farnir að auglýsa. S.l. miðviku- dag kom frá þeim heilsíðuaug- lýsing í The Times, virtasta foorgarablaði Bretlands, og er þar enn klifað á fomum róg- burði um málstað íslendinga. Enn athyglisverðara er þó það sem brezkir útgerðarmenn segja um 'léynimakk það sem þeir hafa að undanfömu átt við íslenzk stjóraarvöld og sendi- menn þeirra. Þeir segja að í samningunum felist eftirtalin atriði: 1. íslendingar fái leyfi til að landa óunntun fisld í Bretlandi samkvæmt visstun reglum. 2. Bretar fái að koma í ís- leuzka landlielgi með óbúlkuð veiðarfæri þegar horfur eru á íllviðri. 3. Núverandi friðunarlína verði bundin, helzt í 25 ár, en a.m.k. meðan Sameinuðu þjóð- irnar hafa ekki gengið frá af- stivðu sinni til landhelgismál- anna almennt. Allt er þetta staðfesting á fyrri fréttum um samningana við Breta, og öll atriðin ganga í berhögg við augljósustu hags- muni Islendinga. Eins og marg- sinnis hefur verið sannað hér í blaðinu er okkur sizt af öllu kappsmál að fara aftur að stunda ha^pdrættissölur í Bret- landi en hætta að verka fiskinn innroilands að sama skapi. Slík ráðstöfun væri mikil _ afturför, hefði í för með sér minni at- vinnu og minni gjaldeyristekj- ur. Tillagan um að Bretar fái undanþágu frá almennum regl- um um landhelgina er bæði frá- leit og móðgandi; hún er af Breta háifu hugsuð sem viður- kenning okkar á hinum al- ræmdu morðákærum brezkra útgerðarmanna á s.l. ári. Þó er þriðja atriðið herfilegast, en með henni á að hafa af okkur hin mikilvægustu landsréttindi og skerða styrkustu undirstöðu sjávarútvegsins. Þetta em þau atriði sem Bretar segja að Ólafur Thors og sendlar 'nans liafi verið að semja um að undanförnu. Stjórnarblöðin bera á móti því annan daginn að landhelgina hafi borið á góma en birta hin- ar brezku fréttir með velþókn- un og athugasemdalaust hinn daginn, enda er það staðreynd að stjórnarliðið hefur flutt um það tiliögu á þingi að fresta öþum aðgerðum í landhelgis- málinu. En nú er ekki seinna vænna að ríkisstjórnin geri ís- lendingum formlega grein fyr- ir aístöðu sínni, beri endanlega til baka hinar brezku frásagn- ir — eða staðfesti þær. Áfram- haldandi þögn verður skoðuð iksem staðfesting. SKÁK ÍJr Húsafellsskógi, málverk eftir Ásgrím Jónsson * Asgrímur Jónsson tístmálari áttræður Það gæti verið fróðlegt að athuga viðhorf manns sem fæddur er á fyrri helmingi þessarar aldar til manns sem þá þegar var farinn að ganga óstuddur á þeirri braut sem hann hafði valið sér sem listamaður. I fljótu bragði virðist svo að segja með öllu ókleift fyrir hinn unga mann að geta skilið eða sett sig inn í það stríð, sem hinn eldri hefur orðið að heyja fyrir list sinni. Það er siður fólks að tala um slæma tíma, erf- iða lífsbaráttu, fátækt. Að sjálfsögðu er þetta böl þjóðfélagsins hvar sem það finnst, en það tilheyr- ir ekki aðeins fortíðinni ennþá, því miður. Eins og fátæktin sem slík er sú sama í dag og í gamla daga, er stríð listamanns- ins Við verk sitt hið sama Og það herur alltaf verið á öllum tímum. Þegar listamaðurinn hefur agað sjálfan sig með látlausu striti og starfi, fundið til með því verki sem hann vinnur og er þó aldrei ánægður, er ef til vill hægt að tala um sigra og þá fyrst verður mannsins getið. Slíkur maður er Ásgrím- ur Jónsson. Ásgrímur er fæddur í Rúts- staðahjáleigu í Gaulverjabæj- arhreppi í Flóa 4. mars 1876 og ólst þar upp til 14 ára ald- urs. Stundaði síðan ýmis störf til lands og sjávar, þar til hann ákvað rúmlega tvítug- ur að aldri að hefja listnám og sigldi til Kaupmannahafn- ar. Þar vann hann fyrir sér sem húsamálari samhliða því sem hann stundaði nám. í teikniskóla og síðar við lista- háskóla á Charlottenborg. í listasafni ríkisins í Kaup- mannahöfn kynntist hann málverkum ýmissa gamalla meistara. Að dönskum mál- verkum undanskildum var þar mest um málverk hollenzkra málara og urðu þeir Ruisdael og Rembrandt eftirlæti hans. Lítið mun hafa verið um franska list í safninu. Eina mynd sá hann sem varð hon- um opinberun. Höfundurinn var Vincent van Gogh. Van Gogh sem var Hollendingur (1853-1890) hafði verið í Frakklandi um nokkurra ára skeið fyrir dauða sinn og fyllt flokk málara sem að hylltust að nokkm leyti stefnu hinna svokölluðu impression- ista. Dirfska og litkraftur myndarinnar fyllti Ásgrím eldmóði og hrifningu og hanr ÁSGRÍIMUR JÓNSSON Höggmynd efttr Sigurjón Ólafssou ákvað að komast lengra suður á bóginn og sjá meira af hinn:' nýju list. Árið 1903 hélt Ásgrímur sína fyrstu málverkasýningu hér heima og aðra sýningu 1907. Það ár fékk hann styrk til ítalíuferðar og var tæp tvö ár í þeirri ferð. Á ítalíu sá hann og kynnti sér lista- söfn Rómaborgar, Flórenz. Napólí og Feneyja og hreifst af verkum Renæssancins og Sienhamálaranna. Afdrifarík ust mun þó sú ferð hafa ver- ið fyrir Ásgrím fyrir það að hann á heimleið fór um Þýzkaland og sá á söfnum i Berlín og Weimar vérk im- pressionistanna frönsku. Þess ar nýju myndir höfðu djúp áhrif á viðhorf hans til mynd- listar og hafa markað þá leið Framhald á 10. síðu. Kveðja frá forseta r Islands Mér er það bæði þjúft og skylt, að senda Ásgrími Jónssyni kveðju og þökk á áttræðisaf- mælinu. í dag minnist öll þjóð- in hans með þakklæti og virð- ingu. Áttatíu ár er löng mannsævi en stutt listasaga. Ég minnist hans fyrstu sýninga í Vinaminni fyrir fimmtíu árum. Það var viðburður í þá daga, Við unglingar gátum tékið und- ir með gamla manninum skaftfellska, sem sagði, að „kortin“ hjá Ásgrími væru betri en hjá dijnsku land- mælingamönnunum. Þjóðin var auðug að náttúrufeg- urð og snilldarlegum lýs- ingum í ljóði og nú steig Ásgrímur fram, fullþroska á ungum aldri, og leysti landvættir fossanna, fjall- anna og jöklanná úr álög- um. Skilningúr hans jók oss skilning, og það sem Bakkabræðrum tókst ekki, að bera ljósið inn í húsið í skjólum, varð nú kleift með nýrri tækni. Ljós og litir og línur landsins var fest á dúk og borið inn í hús og á heimili til yndis og ununar í skammdeginu. Það er ótrúleg breyting sem orðin er á þessum fimmtíu árum, og Ásgrím- ur er brautryðjandinn. Listaverk skreyta nú ís- lenzk heimili í ríkara mæli en þekkist með öðrum þjóðum. Málaralistin er almenn- ingseign eins og bókmenning- in áður. Nafn Ásgríms stendur sjálfstætt, án nokkurs titils, föstum fótum í íslenzkri lista- sögu, og minnir á hið mikla nafn Hallgríms. Ásgrímur er einn af stórmeisturum sínnar samtíðar. Og vel hefur hann skilið, að það er eitthvað í íslenzkri náttúru á sólbjörtum sumardegi, sem næst bezt með vatnslitum, hið tæra loft, hin léttu fjöll og skæru litir. Mikinn yndisarf skilur hann þjóð sinni eftir. Og skylt er að þakka sérstaklega hina miklu gjöf, sem hann hefur ánafnað ríkinu sjálfu. Vér íslendingar erum fámenn þjóð, og því stoltari af hverjum samlanda, sem reynist hlutgeng- ur á héimsmælikvarða. Miklar gáfur og óþreytandi elja gefa list Ásgríms það „Langalíf", sem eru þessa heims beztu laun. í dag hyllum vér einn af beztu sonum íslands, Ásgrím Jónsson! Ásgeir Ásgeirsson Britstj.: Guðmundur Amlaugsson f fótspor Alekhfns Eins og menn hafa séð í fréttum lauk keppni í meist- araflokki á Skákþingi Reykja- víkur þannig að efstir og jafnir urðu þeir Benóný Bene- diktsson og Jón Éinarsson, en Benóný hafði hagstæðari stigatölu og er því úrskurðað- ur skákmeistari Reykjavíkur 1956. Þetta, verður áreiðán- lega talið merkismót í sögu Taflfélagsins, fyrir þá sök ekki sízt að nú er í fyrsta skipti keppt í drengjaflokki. Skákáhugi meðal barna og unglinga er nú með eindæm- um mikill og er vel að Tafl- félagið lætur það á einhvem hátt til sín taka. Ekki hef ég haft aðstæður til að fylgjast með keppninni, en mér var sýnd ein af skák- um Benónýs á dögunum og' læt hana fjúka hér, hún mun hafa verið tefld í fjórðu öm- ferð. ★ Eggert Gilfer - Benóný 1 e2-e4 e7-eá 2 Rgl-fS Bb8-c6 1 3 Bfl-c4 d7-d6 Hér er að jafnaði leikið BfS -c5 (ítalski leikurinn) eða Rg8-f6 (prússneska vörnin), sjaldnar Bf8-e7 (ungversk vöm) eða d7-d6. 4 c2-c3 Bc8-g4 5 Ddl-b3 — Það er kostur við óregluleg- ar vamir, að andstæðingmmj finnst hann skuldbundinn til að hrinda þeim sem skjótast. Drottningarleikur hvíts lítur nógu vel út, en reynist ekki að sama skapi. Ef tii vill er bezt að leika d2-d3 og koma mönnum sínum vel fram áður en hafnar em meiri háttar aðgerðir. 5 — Dd8-d7 6 Bc4xf7f Dd7xf7 7 Db3xb7 Ke8-d7! Svartur fóraar skiptamunin- um, og er sú fórn örugglega. rétt og betrá framhald en Hb8, Dxcöf. 8 Db7xa8 Bg4xf3 9 g2xf3 Df7xfS 10 Hhl-gl Df3xe4f 11 Kel-fl — ' Kdl er líklega betri leikur, eh þó er þess að gæta, að kóng- urinn kemst ekki á c2, með- an báðar drottningamar eru á homalínunni, vegna Rd4f. 11 — Rg8-e7 12 Da8-b7 — Drottningin á að komast í leik aftur, en betra var að leika d2-d3 til þess að koma léttti mönnunum í leikinn. mm*m®í i %m. ■ - ■ mm.* JJJJ ABCDEFGM Staðan eftir 13. leik svarts. Framhald á 10. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.