Þjóðviljinn - 18.03.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.03.1956, Blaðsíða 3
■ Sunnudagur 18. marz 1956 ~ ÞJÓÐVILJINN — (8 Báðning erlends fólks til sveitastarfa eftir 160 körlum og konum Látluus flótti úr sreitMtnum frá 1951 — Víðii er hándinn arðinn einn eftir Hundrað tuttugu og fjórir bændur hafa nú óskað eftir 104 erlendum karlmönnum og 53 stúlkum til sveitastarfa og vitað er um nokkrar fólksbeiðnir, sem enn eru í pósti. — Stöðugur fólksstraumur hef- ur verið úr sveitunum, sérstaklega frá 1951 og er nú svo komið að víða er bóndinn orðinn aleinn eftir á jörð sinni. Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys hefur með höndum ráðn- ingar á erlendu fólki til land- búnaðarstarfa hér og skýrði í gær blaðamönnum frá þeim mál- um. Kvað hann árlega hafa verið töluverða eftirspurn eftir er- iendu fólki til sveitastarfa, allt frá því að Þjóðverjar voru fluttir inn 1948, en þó sérstaklega eftir 1951 (þ. e. sömu ár 0£ stjórnar- völdin hafa kastað íslenzku vinnúafli á glæ við erlendar hernaðarframkvæmdir). Aildrei fleiri jarðir til sölu en nú Á s.l. sumri voru um 100 er- lendir menn við sveitastörf hér á landi, aðallega Danir. Á vetrum eru þeir færri, voru 40 þenna vet- t»r, flestir við fjósamennsku. Framboð á jörðum til sölu hef- ur aldrei verið meira en einmitt nú, og er það táknrænt um þró- unina í sveitunum. Beðið um 160 maims Búnaðarfélagsfundur á Sel- fossi skoraði á Búnaðarfélag ís- lands að útvega erlent verkafólk og samþykkti búnaðarþingið að verða við þeirri ósk. Var bænd- ■ um gefinn frestur til 15. þ. m. að senda umsóknir, Hafa borizt beiðnir frá 124 aðilum um 104 karla og 53 stúlkur, og vitað er um nokkur. bréf með beiðnum um fólk, sem enn eru á leiðinni, svo Edda Film sýnir aftur Rvík kvikmyndina „Fögur er hlíÖin“ f dag kl. 2 verður í Austur- bæjarbíói sýuing á Islamls- kvikmyndinni „Fögur er hlíð- in.“ Þessi kvikmynd var sýnd nokkrum sinnum í Reykjavík í fyrravor. Hún var tekin á veg- um Edda Film h.f. um sama leyti og verið var að kvik- mynda Sölku Völku hér á landi. „Fögur er hlíðin“ er litkvik- myhd og sýnir vel fegurð lands ins. Fjallar hún um skó’adreng sem ferðast viðsvegar um land- ið í fylgd með jarðfræðingi. Jafnframt er brugðið upp svip- myndum úr sögu þjóðarinnar. íslenzkt tal er með kvikmynd- inni. „Fögur er hlíðin“ var fyrir skömmu sýnd í Stokkhólmi og fékk mjög góða dóma. Hún hefur einnig verið sýnd í Frakklandi, Ameríku og^víðar og þykir hin bezta landkynn- ing. alls vérður það ekki undir 160 manns sem óskað er eftir er- lendis frá. Stórbændur fyrst og fremst Það eru fyrst og fremst stærri búin sem óska eftir erlendu verkafólki. Er hinum erlendu mönnum fyrst og fremst ætlað það verkefni að unnast mjaltir og önnur fjósverk. Beiðnir hafa borizt úr öllum sýslum landsins nema Norður ísafjai’ðarsýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Mjólkurfram- leiðsluhéruðin vilja fá mest af fólkinu, Árnesingar biðja um 40, Eyfirðingar um 30, Rangvelling- ar og Borgfirðingar um 10 hvorir Aðrar sýslur mun lægri, allt nið- ur í t. d. Strandamenn sem biðja um 1 stúlku. Bóndinn einn eftír Gísli kvað unga fólkið þyrpast burt úr sveitunum og væri víða svo komið að bóndinn væri orð- inn einn eftir. Væru beiðnir um stúlkur margar frá bændum sem væru orðnir aleinir eftir á jörð- um sínum og óskuðu að fá ráðs- konu. Kaup og kjö^ Búnaðarfélagið hefur ákveðið kjörin þannig að kaup karla fyrir 54ra stunda vinnuviku, þ. e. 9 stunda vinnudag sé 2000 kr. á mánuði og allt fritt og kaup stúlkna 1200 kr. á mánuði. Far- gjald til landsins greiðir hið er- lenda fólk sjálft, en bændur ferðakóstnað þess eftir að það kemur til landsins. Á s.l. ári fengu hinir erlendu verkamenn 800 kr. af kaupi sínu mánaðarlega yfirfærðar í erlend- ari gjaldeyri. - Á atvinnuleyfi fyrir útlend- inga til landbúnaðarstarfa hefur aldrei staðið, en Gísli kvað e. t. v. geta skapazt örðugleika með gjaldeyrisyfirfærslu ef útlend- ingar yrðu fluttir inn í stórum stíl. Ilanskir karlmenn — Færeyskar stúlkur Gísli kvað verða reynt að fá karlmenn í Danmörku. Þar væri einnig flótti úr sveitunum til bæjanna, en atvinnuleysi í bæj- unum, svo líkur væru til að þar mætti fá karlmenn. Þá hefur hann fengið færeyskan búnað- arráðunaut til að ráða hingað færeyskar stúlkur, og býst við tfremur góðum árar(gri. Þegar hafa 20 danskir karlmenn er voru hér s.l. vetur verið ráðnir hér áfram. Ekki sinnt Hið erlenda fólk verður ráðið til vinnu yfir tímann frá apríl- maí til 1. nóvember næsta haust. Auk þeirra 160 beiðna er áður getur, hefur komið fjöldi beiðna um fólk til styttri tíma, en Gísli kvað þeim beiðnum ekki sinnt að sinni, og ekki ráðnir útlend- ingar til svo skamms tíma, þar sem nóg myndi vera af ísl. skóla- fólki til að fullnægja þeirri eftir- spurn. Fyrsta Suðurlandaferð Férða- skrifstofu ríkisins hefst 1. maí n.k. Verður farið héðan sjóleiðis til Kaupmannahafnai’, en þaðan í ísl. bíl suður um Þýzkaland, Sviss, Ítalíu og Frakkland. Frá París verður flogið heim og tek- ur ferðin alls 36 daga. — Myndin hér að ofan er tekin í einni af Suðui’landaferðum Ferðaskrif- stofu ríkisins og sýnir nokkra ís- lendinga í Cannes í Frakklandi. igætir tónleikar Sunnukórsins ísafirði, 16.-3. 1956. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sunnukórinn hélt tónleika hér 1 Alþýðuhúsinu í gær- kvöldi. „Kviksögur" Framhald- af 1. síðu. allt land -sé nú unnið að því að skýra flokksdeildum frá umræðum og ákvörðunum flokksþingsins, m.a. vai’ðandi það að vinna beri gegn persónu- dýrkun í flokknum. Efnisskrá var þessi: Fyrst söng kórinn þessi þrjú lög: Ferðasöngur eftir Felix Körling, Stormur lægist eftir Oscar Borg, einsöng í því lagi söng frú Helga Þórðardóttir, og Gígjan eftir Sigfús Einarsson. Þar næst var tvísöngur, Sig- urður Skagfield óperusöngvari og Gísli Kristjánsson sungu Gunnar og Njáll eftir Jón Lax- dal, frú Herdís Jónsdóttir og Sig. Skagfield Nótt eftir Humperd- inck og Sigurður Jónsson og Gunnlaugur Jónasson Sólseturs- ljóð, eftir Bjarna Þorsteinsson. Þá söng Sigurður Skagfield þéssi einsöngslög: Ó, faðir gjör mig lítið ljós, eftir Jónas Tómas- son, Inn við jökla, þjóðvísu eftir Böhemen, Miranda eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Hún talar ei um ástina eftir J. Haydn og Sparisjóður Kópayogs opar n«k» þrii N.k. þriðjudag tekur Sparisjóður Kópavogs til starfa að Skjólbraut 6 í Kópavogskaupstað. Ákveðið hefúr verið að Spari- Sparisjóður þessi var stofn- aður seint á árinu 1954 og skipa stjóni hans þeir Baldur Jónsson, Jón Gauti, Jósafat Líndal, séra Gunnar Árnason og Guðm. Gíslason. Auk venju- legra sparisjóðsstarfa mun Sparisjóður Kópavogs væntan- lega annast ýmsa aðra þjón- ustu og fyrirgreiðslu fyrir Kópavogsbúa. Hann mun t.d. starfa líkt og útibú Landsbank- ans í Langholti hér í bæ, en það tekur við greiðslum til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og afnotagjöldum símnotenda. Þá hefur sparisjóðurinn gert samn ing við Vátryggingafélagið h.f. um að annast afgreiðslu fyrir það í Kópavogskaupstað. sjóður Kópavogs gefi hverjum nýjum borgara sem fæddur er af foreldri búsettu í Kópavogi sparisjóðsbók með 10 króna innistæðu. Sparisjóður Kópavogs tekur eins og áður var sagt til starfa n. k. þriðjudag, en kl. 5 síð- degis þann dag verður af- greiðsla hans opnuð fyrsta sinni. Sparisjóðurinn verður síðan opinn alla virka daga kl. 5—7 síðdegis nema laugardaga kl. 1.30—3.30. Símanúmer verð- ur fyrst um sinn 80248. Starfs- maður sparisjóðsins hefur verið ráðinn Hró’fur Ásvaldsson við- skiptafræðingur. Fjórða umferðin Framh. af 12. síðu 21. Rb5 22. Bf2 23. cxR 24. Dc3 25. Dc6 26. Hal 27. HxH 28. Ha8 29. Ra5 30. Rb7 31. Hc8 32. RxBf 33. Hxc7 34. Bfl 35. g3 36. fxg 37. Bxb6 38. Ha7 Ba6 BxR Df8 Bd8 Ha4 HxH Rhf6 Kf7 Hg8 De7 g5 HxR Hb8 h6 g4 Hd8 Rxe4 og Sveinn gefur. Öðrum skákum var ekki lok- ið er blaðið fór í pressuna; um skák þeirra Benónýs og Ilivit- skís er það að segja að hún var tvísýn og að sama skapi skemmtileg. 1 5. umferðinni, sem hefst kl. 1 í dag, teflir Frevsteinn við Tajmanoff, Guðmundur við Ilivitskí, Sveinn við Baldur, Jón við Benóný, Gunnar við Friðrik. Stúlkan mín, arietta úr óp. Friedrike, eftir Franz Lehár. Að síðustu söng Sunnukórinn þessi lög: Vormorgun, eftir Franz Schu- bert. Ég man þig eftir Sigfús Einarsson, einsöngvari Gunn- laugur Jónasson, Hirðingjar eft- ir Robei’t Schumann og Volga- söng úr óp. Keisarasonurinn eftir Franz Lehár, einsöngvari Sigurð- ur Skagfield. Aðsókn að tánleikunum var á- gæt og söngui’inn í heild vakti mikla hrifningu áheyrenda. Ein- söngslögin varð Sigurður Skag- field öll að tví- og þrítaka, sama er að segja um tvísöngslögiri. Einnig y.arð kói’inn að endurtaka mörg af þeim lögum,-sem hann söng. Mesta hrifningu vakti þó síðasta lagið á efnisskránni, Volgasöngur úr óp. Keisarason- urinn eftir Franz Lehár. Þetta gullfagra lag varð kórinn áð syngja þrisvar. Þar fór líka 'sam- an yndislegt lag, glæsilegur söng- ur einsöngvara og kórs og ágætur^* píanóundirleikur ungfrú Elísa—^ betar Ki’istjánsdóttur, en hiin vajr-* undirleikari kórsins. Sigux’ður Skagfield óperu-** söngvari hefur verið hér á ísa- firði undanfarinn mánuð, radd- þjálfað kórfélaga og búið kórinn. undir þessa tónleika. Hefur hann unnið að þessu af miklum áhuga og smekkvísi, enda báru tónleik- arnir þess vott að, mikill og göð- ur árangur hefur orðið af starfi hans. Sunnukórinn hefur sjald- an eða aldrei haldið betri tón- leika. Má hiklaust þakka það kennslu Sigurðar og þá ekki síð- ur þátttöku hans í tónleikunum. Jónas Tómasson, tónskáld, stjórnaði þessum tónleikum í veikindaforföllum Ragnars H. Ragnars, núverandi söngstjói’a Sunnukórsins. Tónleikai’nir verða endurtekn— ir í kvöld og að þeim loknum halda kórfélagar Sigurði Skag- field kveðjusamsæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.