Þjóðviljinn - 18.03.1956, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.03.1956, Qupperneq 5
Suiunidagur 18. marz 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Málverk af Pavlovu eftir rússneska listamanninn Saveli Sórin. Pavlova dansaöi sig í hel AldarfjórSungur liöinn frá dauða frœg- ustu dansmeyjar sem uppi hefur veriÖ Enn í dag er nafniö Pavlova samnefnari alls þess snilld- arlegasta og fegixrsta sem danslistin hefur að bjóöa. Á þessu ári er aldarfjórðungur liöinn síðan hún dó. Ártíðarinnar hefur verið minnzt 6. ýmsan hátt, ekki sízt með út- gáfu bóka um ævi hennar og list. Pavlova var ekki ein af þeim -listamönnuin, sem gera sér tíð- rætt um einkamál sín. Ekki var einu sinni vitað með vissu hve- jtær hún fæddist, en haldið er að það hafi verið árið 1881. Fæðing- arstaðurinn var St. Pétursborg, sem nú heitir Leníngrad. Hún missti ung fpður sinn og ólst upp hjá móður sinni við kröpp kjör, Átta ára gömul sá Pavlova balletsýningu og ákvað þá að gerast dansmær. Tíu ára gömul var hún tekin í keisaralega ball- etskólann. Fimm ái’urn síðar var hún orðin fyrsta dansmær. Tveim árum eftir það fór hún fyrstu dansförina til útlanda. „Hún svífur" Pavlova vakti fádæma hrifn- ingu hvar sem nú kom. Hún stofnaði sinn eigin balletflokk, ferðaðist um allan hnöttinn og var brátt hvarvetna viðurkennd snjallasti balletdansari í heimi. Ein af bókunum á 25. ártíð Pavlovu er safn endurminninga nemenda hennar, dansfélaga og vina. „Hún losaði ballettinn und- an fargi of strangra venja . . . hún beitti leikninni aldrei leikn- innar vegna . . . jafnvægi hennar var óskilgreinanlegt . . . hún dansaði ekki, hún sveif“, segja höfundarnir. Ævi Pavlovu var á engan hátt æsileg; listin var það eina sem var æsandi við hana. Hún barst ekki á og sóttist ekki eftir dýr- um skemmtunum. Dægrastytt- ingar hennar voru pókerspil og' sund. Einkalíf hennar var um- heiminum lokuð bók. Það er ekki vitað með vissu enn þann dag í dag, hvort hún og umboðsmaður hennar, Victor Dandre, voru gift eða ekki. Frakkar Simþst neyta aflsmunar í Alsír Fiugher fiota og landher stefní gegn |)jí>ðfrelsishreyfingu Alsírbáa Frakkar stefna nú miklu liði til Alsír, m.a. frá Vestur- Jbýzkalandi og' Vestur-Afríku. Á fundi frönsku stjórnarinnar í gær var ákveðið að stefna Vz tnilljón varaliðs til Alsír auk þess Irene Joliot-Curie Framhald af 1. síðu. að rannsókmrm þeim á geisla- virkum efnum, er leiddu til upp- götvunar kjarnörkunnar. — Nefiidu hjónin sig báðum ættar- 3iöf nnrum, Joliot-Curie. Síðasta áratuginn var þeim hjónum meinað að gegna opin- herum störfum í þjónustu kjarnorkurannsókna Frakka, vegna baráttu þeirra í Heims- .friðarhreyfingunni, en Fred- ^rick Joliot-Curie er forseti hennar. hers sem þegar er þangað kom- inn, senda þangað fjölda hernað- arflugvéla, og einbeita Miðjarð- arhafsflotanum til Alsírstranda. Jafnframt yrði framleiðsla hernaðarflugvéla af þeirri gerð sem mest er notuð í Alsír látin hafa forgangsrétt fyrir annarri flugvélasmíði í Frakklandi, og margvíslegar ráðstafanir aðrar gerðar til að stórauka hernaðar- mátt Frakka í Alsír á skömmum tíma. Þykja ráðstafanir þessar henda til að Frakkar hyggist neyta afls- munar til að berja niður þjóð- frelsishreyfinguna. Fyrir almenning Pavlova sagði eitt sinn, að markmið sitt væri að færa al- menningi ballettinn, og henni var alvara. Hún dansaði í kvik- myndahúsum og fjölleikahúsum: í hringleikahúsum kom hún fram milli atriðis fílanna og atriðis loftfimleikamannanna, hún dans- aði í ráðhúsum, bókasöfnum og tjöldum. Það er ekki sízt elju og eld- móði Pavlovu að þakka að veg- ur ballettsins og vinsældir hafa aldrei verið meiri en nú. Almenn ingur hefur kynnzt ballettinum og tekið ástfóstri við hann. En Pavlova ætlaði sér ekki af. Hún *var sífellt á ferðinni, sí- dansandi, unni sér aldrei hvíld- ar. Sol Hurok, sem komið hefur fleiri snjöllum listamönnum á framfæri en nokkur annar núlif- andi maður, segir í bókinni um Pavlovu: „Hún hefði ekki átt að leggja á sig öll þessi drepandi ferðalög . . . Hversvrgna þurfti hún að dansa sig í hel? . . . Á annarri öld við annað jskipúlag hefði hennar verið gætt sem hins dýr- asta gimsteins? Hún hefði ekki verið látin vinna nema nokkra mánuði í ár- inu, hún hefði ekki þurft að dansa nema einu sinni eða tvisv- ar í viku. Hún hefði fengið tóm til bæði að vinna og lifa.“ 112 farast s farðskiáSffa SíÖustu dægrin hafa jaröskjálftar valdiö miklu tjóni í Líbanon. Vitaö er að 112 menn hafa farizt og 25 þorp jnega heíta í rústum. í höfuðborg Líbanons, Beirut, urðu ekki miklar skemmdir af völdum jarðskjálftans en um hundrað þúsund manna flýði liús sín s.l, nótt og höfðust við undir berum himni af ótta við jarðskjálfta. Jarðliræringarnar fimdust einnig í ísrael og Jórdaniu, á !Sýrlandi og Kýpur. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur \ ■ n bazar í G.T.-húsinu n.k. þriöjudag, 20. marz kl. 2. \ Fundur veröur haldinn í húsi félagsins þriðju- « daginn 20. þ.m. kl. 8.30. •i Dagskrá: ATVINNUMÁL. Stjórnin Garðleigjeisdur í Reykjavík | eru áminntir um aö halda. göröumsinum og garð- \ skýlum í fullkominni hirðu svo sem fyrir er mælt i í i’eglum um leigugaröa bæjarins. Allsherjarhreinsun verður framkvæmd nú á næstunni í garðlöndunum og veröur þá fjarlægt \ allt rusl, vanliirt skýli og annaö þaö, sem rækt- | uninni er óviökomandi, án frekari viðvörunar. Borgarlæknirinn og Rækiunarráðunautur Beykjavíkur i Tilkynning Nr. 8/1956 Innflutningsskiifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á unnum kjötvörum: í heildsölu: 1 smásölu Miðdagspylsur, pr. kg........ kr. 20.50 kr. 24.25 Vínarpylsur og bjúgu pr. kg... — 22.10 — 26.20 Kjötfars, pr. kg............. — 13.90 — 16.50 Söluskattur og framleiðslusjóðsgjald er innifalið í vérðinu. Reykjávík, 17. marz 1956. Verðgæzlustjónnn B.S.S.R. B.S.S.R. Ibúðir til sölu: 1. Einbýlishús í Kópavogskaupstað, 5 herbergja íbúð. 2. íbúðarhæð, 4 hrebregja íbúð í Teigahverfinu. 3. Tveggja herbergja íbiið á hitaveitusvæðinu. 4. 3. herbergja. íbúð í skipasundi. Eignaskipti: 1. íbúð á néðri hæð í nýju húsi við Ægissíðu fæst í skipt- um fyrir 4—5 herberja einbýlishús, eða íbúðarhæð, sem er sér að öllu leyti, og helzt á liitaveitusvæði. 2. Einbýlishús í Silfurtúni, fæst í skiptum fyrir þriggja herbergja. íbúð á hitaveitusvæði í Reykjavík. Upplýsingar gefnar á skrifstofu félagsins kl. 17—18.30 tii n.k. þriðjudagskvölds. Félagsmenn, er vildu neyta forkaupsréttar, gefi sig fram fyrir þann tíma. 1 Stjórn B.S.S.R.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.