Þjóðviljinn - 05.04.1956, Side 5
Fimmtudagur 5. apríl 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (5
„Hvers vegna flokkur okkar
bersf gegn manndýrkun^
Málgagn Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna rekur feril Stalins, kosti oglesfi
Grein sera birtist í Pravda, að'almálgagni Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, á miövikudaginn fyrir páska um
manndýrkunina og hættulegar afleiðingar hennar, var
fyrsta greinin sem sovézk blöð hafa birt um það efni,
síðan Krústjoff flutti skýrslu sína á lokuöum fundi 20.
þings flokksins.
Hér fer á eftir- allítariegur
útdráttur úr þessari grein.
„Hvers vegna hefur flokkur
okkar hafið harðvítuga bar-
áttu gegn manndýrkuninni og
afleiðingum hennar,“ spyr blað-
ið og svarar: „Vegna þess að
manndýrkunin felur í sér að
vissum einstaklingum em
eignaðir ofurmannlegir hæfi-
leikar, að þeir eru gerðir að
eins konar ofurmennum sem
unnið geti kraftaverk og þeir
tignaðir samkvæmt því.
Slíkar rangar skoðanir á
ínonnum, og þá einmitt á J. V.
Stalín, ósamkvæmar anda
kenninga Marx og Leníns,
ruddu sér til rúms og voru
í hávegum hafðar hér í mörg
ár.“
Verðleikar Staiíns
,,Það er ómótmælanlegt, að
J. V. Stalín vann mikið í þágu
flokks okkar, verkalýðsins og
hinnar alþjóðiegu verkalýðs-
hreyfingar. Ölliim er kunnugt
um hlutverk Jians í undirbún-
ingi og framkvæmd hinnar
sósíalísku bvltingar, í borgara-
styrjöldinni og baráttunni fyrir
uppbyggingu sósíalismans. J.
V. Stalín hafði á hendi starf
aðalritara miðstjórnar flokks-
ins og varð þannig einn af
leiðtogum flokksins og sovét-
stjórnarinnar. Hann vann af
alhug, ekki sízt á fyrstu árun-
itm eftir dauða Leníns, ásamt
öðrum fulltrúiun í miðstjórn-
inni gegn þeim mönnum, sem
afbökuðu kenningar Leníns.
Staiín var einn af beztu marx-
istunum, verk hans, rökfesta
hans og viljafesta höfðu mikil
áhrif á forustusveit flokksins,
á allt starf hans.“
Síðan er vikið að baráttu
Stalíns gegn öllum þeim sem
fylgdu að máium Trotskí, Sín-
ovéff og öðrurn þeim, sem vildu
leiða flokkinu út af þeirri
feraut, sem Lenín hafði markað,
hraut iðnvæðingar og sam-
yrk jii, og áfram er haldið:
,,Á. þessum árum vann Stalín
sér vinsældir í flokknum og
varð kunnur meðal fólksins.
Þau einkenni og þeir þættir í
forystustarfi Stalíns, sem
manndýrkunin átti síðar eftir
að spretta upp úr, fóru samt
smám saman að koma í ljós.“
Einum manni þakkað
Pravda segir síðan að hafa
verði í huga að manndýrkunin
hafi rutt sét’ til rúms á þeim
sama tíma og Sovétríkin unnu
Stórfellda sigra í uppbyggingu
sósíalismans, á stríðsárunum
og eftir þau, á árum þegar
Sovétríkiu efldust á alla. lund.
„Þessir gífuriegu sigrar í
uppbyggingu nýs þjóðfélags
Sém unnir voru undir leiðsögn
Kommúnistaflokksins voru ekki
skýrðir á réttan hátt sam-
kvæmt kenningum Marx og
Leníns, heldur voru þeir eign-
aðir einum manni — Stalín —
og skýrðir á þann veg, að þeir
væru að þakka einhverjum sér-
stökum hæfileikum, sem hann
átti að búa yfir.
Þótti lofið gott
„Þar sem hann átti sjálfur
ekkert lítillæti til, hafði hann
ekki aðeins ekkert á móti
smjaðrinu, heldur gerði allt til
að ýta undir það. Með tíman-
J. V. Stalin
um varð þessi manndýrkúh æ
fáránlegri og andstyggilegri og
varð til mikils tjóns.“
Pravda vitnar nú í mörg um-
mæli Marx, Engels og Leníns
sem bera með sér að þessir
forystumenn kommúnismans
lögðu sig í framkróka við að
fordæma alla manndýrkun.
Þess er ennfremur getið að
Stalín fordæmdi einnig sjálfur
allt óhóflegt lof á einstaklinga,
en blaðið segir, að hann hafi
gert það með óljósu og al-
mennu orðalagi og bætir við að
„í rauninni hafi ekkert verið
spyrnt á móti hinni sívaxandi
manndýrkun, sem hann sjálfur
ýtti undir á allan hátt og gerði
sig jafnvel stundum sekan um
sjálfshól."
Starf fjöjdáns
Pravda bendir á, að marx-
isminn geri ráð fyrir, að
verkalýðsstéttin eigi að skapa
hið kommúníska þjóðfélag og
að því fjölmennari sveit sem
leggi þar hönd að vei’ki, því
djúptækari og víðtækari verði
hinar þjóðfélagslegu breyting-
ar, sem af byltingunni leiði.
Hin miklu afrek sovétþjóð-
anna voru því aðeins hugsan-
leg, að þær legðu sig fram
undir forustu Kommúnista-
flokksins.
„Manndýrkunin sem þróaðist
á síðustu árum ævi og starfs
J.- V. Stalíns olli miklu tjóni.
Stalín virti að vettugi grund-
vallarreglur flokksstarfsins,
þar með talda regli ra. itm ,
samvirka forystu, hann tók!
tíðum ákvarðanir upp á eigin !
spýtur og þetta .leiddi til þess
að starfsreglum flokksins var
spillt, að grafið var undan lýð-
ræðinu 1 flokknum, að troðið
var á lögum byltingarinnar og
menn ofsóttir að ástæðulausu.“
Olli efnahagstjóni
Því næst er rætt um Bería
og þann hóp manna sem hon-
um fylgdi og skemmdarverk
þeirra og sagt, að þeir hafi
því aðeins getað komizt í valda-
stöður sínar, að starfsreglur
flokksins höfðu verið fótum
troðnar af völdum manndýrk-
unarinnar. Eftir dauða Stalíns
hafi mikið áunnizt í að uppræta
leifar manndýrkunarinnar og
grundvallarregla Leníns um
samvirka forystu sé nú aftur
höfð x hávegum. Þetta hafi haft
stórbætandi áhrif á öll störf
þjóðarinnar, bæði í menningar-
og efnahagslífi. Síðan segir:
„Manndýrkunin stuðlaði að
skaðlegum starfsaðferðum í
forystu flokksins og stjórn
efnahagsmála, slæmu stjórnar-
fari og vakti vantrú á frum-
kvæði að neðan. Þetta leiddi
af sér alvarleg mistök í stjórn
landbúnaðarins, svo að dæmi sé
nefnt, og hann varð aftur úr
á möi'gum mikilvægum sviðum.
Miðstjórnin sýndi fram á þessi
mistök, sem kunnugt er, og
gerði ráðstafanir til stórauk-
inna framfara í landbúnaðin-
um, sem þegar hafa reynzt ár-J
angursríkar.
Breitt yfir mjsfellur
„Manndýrkunin leiddi af sér
mörg fáránleg fyrirbæri, eins
og að bi’eitt var yfir misfellur,
raunveruleikinn fegraður og
falsvonir vaktar. Við höfum
enn á meðal okkar ekki allfáar
höfðingjasleikjur og sníkju-
gesti, menn sem vanir eru að
halda ræður sem aðrir hafa
skrifað og aldir eru upp í
þrælslund og undirgefni, og
það aðkallandi starf bíður okk-
ar, að fletta ofan af og sigr-
ast á þessum leifum manndýrk-
unarinnar.
Manndýrkunin hefur einnig
valdið miklu tjóni í hinu fræði-
lega starfi. Ef við athugum
rit um heimspeki, hagvísindi,
sagnfræði og önnur félagsleg
vísindi, sem skrifuð voru und-
ir áhrifum manndýrkunarinnar,
sjáum við að mörg þeirra sam-
anstanda af tilvitnunum í verk
eftir J. V. Stalín og vegsömun
hans. Manndýrkunin hefur
sjaldan komið betur í ljós en
í hinni „Stuttu ævisögu“ J. V.
Stalíns, sem gefin var út í
samráði við hann.
„Hin stutta saga Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna" er
líka á margan hátt mótuð af
manndýrkuninni."
Bæði þessi rit eru táknræn
um það viðhorf til málanna,
að aðeins einn maður, Stalín,
gæti rutt fræðikenningunum
braut eða sagt eitthvað frum-
Tékknesk- íslenzka
menningarsan íbandið
heldur fræðslu-og skemmtifund í Gamla bíói sunnudag-
inn 8. apríl kl. 2 e.h.
Dagskrá:
1. Thor Vilhjálmsson flytur erindi uni
tékkó-slóvensltav brúðumyndir,
2. Róbert Arnfinnsson flytur þætti úr
Góða dátanum Svæk.
3. Sýndar verða brúðumyndir um ævintýri
Góða dátaus Svæk, gerðar af hiiium heims-
fræga Jiri Truka,
4. Stutt kvikmynd af brúðulxljómsveit
eftir snillinginn Skúpa.
Þetta verður eina tækiíærið til þess að sjá
þessar einstæðu kvikmyndir
Aðgöngumiðar fást í Bókabúð Sigfúsar Ey-
mundssonar, Kron í Bankastræti og í Bókabúð
Máls og menningar, Skólavörðustíg 21.
1 Hafnarfirði í Bókaverzlun Þorvaldar
Bjai’nasonai’.
MORARAR
óskast til að múra 120 ferm. liæð.
Upplýsingar í síma 82255.
i ATVINNA
■
■
Skrifstofumaður eða stúlka, sem getur annazt bréfa-
} skriftir á ensku og þýzku, vélritun og hverskonar af-
: greiðslu- og skrifstofustörf, getur fengið atvinnu 1. maí
M
■ eða fyrr.
■
■
■
Umsóknir merktar „1. maí", ásamt upplýsingum um
| fyrri störf og meðmælum ef til eru, leggist inn á af-
} greiðslu blaðsins fyrir 12. apríl n.k.
legt og nýtt, en slikt viðhorf
tálmaði að sjálfsögðu frekari
þróun kenninga Marx og Len-
íns, segir Pravda,
Bókmenntir, listaverk,
kvikmyndir
„Manndýrkunin markaði einn-
ig spor í mörgum verkum lista
og bókmennta. Margar sögu-
legar kvikmjmdir okkar, og þá
einkum stríðskvikmyndii’, og
einnig málverk og skáldsögur,
sem fjalla um stríðið, eru að
mestu fólgin í vegsömun og
upphafningu Stalíns.“
Blaðið segir að þessar kvik-
myndir og bækur úr striðinu
„birti ekki starf Kommúnista-
flokksins og sovétstjómarinnar
í réttu. ljósi, né heldur bar-
áttu hers okkar og þjóðar í
hinu milda föðurlandsstríði.“
„Afmáning leifa manndýrk-
unarinnar úr fræðilegu og hag-
nýtu starfi er eitt mikilvæg-
asta verkefnið sem bíður
flokksins og allra deilda hans
til að útiloka alla möguleika á
að manndýrkunin geri aftur
vart við sig, í livaða mynd sem
er.
„Þaó væri rangt að ætla að
það sé nóg að gex’a einhverjar
stjórnarráðstafaixir til að af-
má manndýrkunina um tíma
og eilifð. Það á heldur ekki við
að rasa fyrir ráð fram þegai’
um er að ræða að leysa mikil
fræðileg vandamál. Slíkt myndr.
aðeins valda tjóni. Til að afmá
leifar manndýrkunarinnar verð-
um við að auka og bæta upp-
lýsingastarfsemina, allt fræði*
legt starf okkar.“
T
í
Mikið verk fyrir höndum
„Kommúnistaflokkur Sovét-
rikjanna, sem sprottinn er af
kenningum Marx og Leníns,
sem hefur hálfrar aldar reynslu
að baki sér, sem hertur er í
deiglu byltingarinnar, býr yfir
óþrjótanlegum sköpunarmætti.
Flokkurinn viðurkennir verð-
leika J. V. Stalins, metur af
raunsæi hinn mikla skerf sem
hann lagði til málstaðar bylt-
ingarinnar og uppbyggingar
sósialismans, en jafnframt hef-
ur hann af einui’ð tekið sér
fyrirhendur að útrýma Stalíns-
dýrkuninni, í því skyni að end-
urreisa að fullu grundvallar-
reglur lenínismans um starf
flokksins og athafnir ríkisina
og búa þannig sem bezt í hag-
inn fyrir allt hið mikla skap->
andi starf okkar að bygginguis
hins komxnúníska þjóðfélags/* /