Þjóðviljinn - 06.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1956, Blaðsíða 1
80832 | Skrifstofa Alþýðubaiidalag’sIisíS i Hafnarstrætl 8 hefur nú fengi íð nýtt símanúmer til viðbótað við nr. öö«8 sem hún hafði áSb ur. Er það númer 8 08 32. i 400 manna fundur á Siijlufir&i í fyrrahröld Lýsir fyllsta stuðningi við Alþýðubandala HrœSslubandalag Framsóknar og krafa fór hina herfi- legusfu hrakför - Áffi 13 afkyœSi á fundinum! Fundur Alþýðubandalagsins á Sigiufirði i íyrra- kvöld var ágætlega sóttur eða 400 manns þegar flest var. Stóðu umræður fram til kl. nær 2 um nótt- ina og fór hræðslubandalag Framsóknar og krata hina herfilegustu hrakför. — Fundurinn samþykkti með nær öllum atkvæðum gegn 13 einróma traust og-fylgi við Alþýðubandalagið. Framsögumenn á fundinum voru Einar Olgeirsson og Hanni bal Valdimarsson og fenjfu þeir hinar ágætustu undirtektir fundarmanna. Auk þeirra töl- uðu af hálfu Alþýðubandalags- ins þeir Þóroddur Guðmunds- son, Þórir Konráðsson, Hlöðver Sigurðsson og Gunnar Jóhanns- son. Hræðslubandalagið tjaldaði öllu er það átti til og sendi 7 ræðumenn á fundinn, 3 Fram- sóknarm. og 4 krata, þá iBjarna Jóhannss., Ragnar Jóhannesson Jón Kjartanss. og frá krötum Jóhann G. Möller, Sigurjón Sæ- mundsson, Kristján Sturlaugs- son, Kristján Sigurðsson. Fóru þeir hina mestu hrakför, eins og bezt sést á því að þegar frá eru taldir þessir ræðumenn hræðslubaridalagsins fengust ekki nema 6 menn til að greiða með þeim atkvæði. Fundurixm samþykkti að loknum umræðum, með atkvæð- um nær allra er þá voru á fundinum gegn 13, svohljóð- andi: „Fjölmennur kjósenda- funöur á Siglufirði vottar Al- þýðubandalaginu fyllsta stuðning sinn við þá breytbu aðferð i kjarabarátfunni, eins og sakir standa, að vernda kaupmátt launanna með eínhuga samstöðu á Stjórnmálasviðinu í stað vcrk fallsbaráttu og treystir því til að vernda hag og ré.tt al- þýðustéttanna á Alþingi ef það fær þar úrslitaaðstöðu um afgreiðslu mála.“ sljorn og Sósíalistafélags Siglufjarð Mjölnir, blað Sósíalistailokksins á. Siglufirð'i hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu frá stjórn og fulltrúaráði Sósíal- „Hið nána samband milli Sjálfstíeðisflokksins og bandarískra aðila” Kristinn Guðmundsson utanrikisráðherra skrif- aði grein í Tímann í fyrradag um herndmsmálin og umrceður þœr sem um pau hafa orðið síðustu daga. Kemst ráðherrann m.a. svo að orði í grein sinni: #/Alltaf hefur mér þótt óviðkunnanlegt hið nána samband er méf hefur virzt vera milli Sjálfstæðisflokksins og bandarískra aðila á Keflavíkurflugvelli. Skal það skýrt nánar ef óskað er.” Þetta eru mjög athyglisverð ummœli hjá utan- ríkismálaráðherra landsins, þeim manni sem gerzt á að þekkja til þess sem fram hefur farið að tjalda- baki síðustu árin. Vill Þjóðviljinn mjög eindregið óska eftir því að ráðhenann skýri ummœli sín nánar, eins og hann býðst til. Taka- ráðamenn Sjálfstœðisflokksins ekki einnig undir þá ósk?! Fulltrúaráðs- og trúnaðar- mannafundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur verðux huldinn i kvöld (sunnudag) kl. 8.30 aö Tjarnargötu 20. Fundarefni: Kosningaundirbiíningurinn. istafélags Siglufjaröar: Sá atburður hefur nú gerzt, að Áki Jakobsson, fyrverandi miðstjórnarmeðlimur í Sósíal- istaflokknum og alþingismaður floþksins fyrir Siglufjörð, hefur boðið sig hér fram til þings á vegum kosningabandalgs Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Þetta framboð kemur flestum á óvart og ekki sízt okkur fyrr- verandi félögum hans og sam- starfsmönnum, enda leitaði Áki eftir samkomulagi um að vera hér ■ í kjöri á okkar vegum og stóðu umræður milli hans og okkar um það, þar til nú fyrir nokkrum dögum, að hann til- kynnti, að hann vildi ekki að athuguðu máli fara í framboðið. Ekki skýrði þó Áki frá því að hann ætiaði fyrir fulit og allt að slíta vináttu og samstarfi við okkur, heldur fréttum við frá pólitískum andstæðingum, að svo væri. Sú frétt reyndist rétt, og nú tilkynnir hann framboð sitt hér á Siglufirði gegn sín- um gamla flokki og fyrri sam- herjum og vinum. Við hefðum óskað þess og telj- um okkur liafa átt rétt á vegna fyrri vináttu og margra ára samstarfs, að franikoma Áka Jakobssonar 'við þessi vinslit hefði verið drengilegri en raun er á. Um það skal þó ekki sak- ast, og hva$ það er sem veldur þessari ákvörðun Ák,a hú, hvort það eru heiðarleg skoðanaskipti eða eitthvað annað, munum við ekki orðlengja um, en óneitan- lega kemur okkar, fyrri sam- herjum hans það einkennilega fyrir sjónir, að Áki Jakobsson, sem alveg frá unglingsárum sín- um hefur fyrirlitið Alþýðuflokk- inn og hatað Framsóknarflokk- inn, skuli nú hafa gerzt fram- bjóðandi kosningasamsteypu þessara flokka hér á Siglufirði í komandi kosningum, sérstak- lega þegar þess er gætt, að Al- þýðufJokkurinn er nú í meiri niðurlægingu en nokkru sinni fyrr, þegar foringjar hans neita algjörlega öllu vinstra samstarfi gegn íhaldinu og leggja sig fram til að veikja og sundra vinstri öflum þjóðfélagsins og ganga með flokk sinn inn í Framsókn- arbúið eins og nokkurskonar hjáleiguþraalar, háðir og bundn- ir húsbændunum í Framsókn, en heilbrigðustu forustumennimir eru reknir úr flokknum og verkalýðurinn sem honum hefur fylgt segir skilið við liann i stórhópum og tekur höndum saman við stéttarbræður sína í Alþýðubandalaginu. Það skiptir ef til vill ekki svo miklu máli hvað veldur þessum sinnaskiptum ' Áka Jakobssonar, hvað það er sem fær liann til að segja skilið við fyrri sann- færingu ög hugsjónir og berjast nú gegn því sem hann barðist fyrir áður, en þetta er illt verk gégn alþýðu þéssa bæjar og fyrri samherjum, sem þeir eiga Framhald á 11. síðu Rétt fyrir hádegið i gær kviknaði í xerksmiðju Fisld- nijöis og lýsi h.f. í Grinda- vík. Verksmiðjan brann all- mikið og var óftns1 að vél- ar haí'i eyðiia.t. 1 aðalgeyms’u verksmiðj- unnar voru geyuulir 400 smátestir af mjöli. Tókst að ver ja því að eldurinn næði í mjölgeymsluna, e-.í ; rjölið mun hafa skemmst af vatni og reyk. AlHr stærsiis vínn- lenda í mgarmr Reykjavík í gær var dregið í 5. fl i happdrætti SÍBS um 375 vinn- inga að fjárhæð 375 þús. kr. Hæstu vinningar komu á eftirtalin núm’er. 100 þús. kr. á nr. 45995 selt í Reykjavík. 50 þús. kr. á nr. 30082 selt i Reykjavík. 20 þús. kr. á nr. 43264 selt í Reykjavík og 10 þús. kr. 12661 selt í Reykja- vík og 17480. (Birt án áb.). i' í. rv £ jipy filSSl Albert, hinu nýja björgunar- og gœzluskipi Norðlending® var hleypt af stokkunum í Stálsmiðjunni 26. þ.m. Lands* smiðjan tók þá við niðursetningu véla og meginhluta pesst starfs sem eftir er við skipið. Áðalvél skipsins er 620 ha dísilvél og vegur hún 20 smálestir. Er það' meiri þungi eih kranar hér geta lyft og var því bóman á Tröllafossi notziði til að lyfta vélinni yfir á Albert. Var pað gert í fyrrakvöW og er myndin ,sem Ari Bjömsson, einn af starfsmönnum. Landssmiðjunnar tók, frá pví verkL ■**>■'*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.