Þjóðviljinn - 06.05.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1956, Blaðsíða 3
Ljótunnarstöðum 1. maí 1956. Það er 1. maí. Reyndar er dagurinn liðinn, nú þegar ég sezt miður að pára þetta, og það ei' komin nótt. En hér í kjördæmi Hermanns líður fyrsti maí eins og aðrir dagar, enda. er hann prentaður með svörtu letri á dagatalið sem Sambandið lætur prenta fyrir bændurna og útbýtt er tit þeirra af kaupfélögunum. Og af því að það hefur verið svartur dagur á almanakinu, hefur fólkið hringt á miðstöð og beðið um kaupfélagsbúðina og það hefur orðið dolfallið og undrandi, þegar það hefur fengið það svar, að það væri fyrsti maí og búðin lokuð. • Erum allan ársins hring að fórna Ég held að enginn dagur árs- ins sé okkur bændunum jafn erfiður og fyrsti maí. Við, sem allan ársins hring erum að fórna okkur fyrir heill þjóðfé- lagsins, sýnum aldrei meiri fórnarlund og þegnskap en ein- mitt fyrsta maí, því aldrei þrælum við meir en þá, líkt og við vildum með því reyna að afplána eitthvað af þeirri stóru synd verkalýðsins, að taka sér hvíld frá störfum þennan dag. • Hvað mega þeir... í kvöld var ég að hlusta á dagskrá útvarpsins, sem helguð var þessum merkisdegi. Ja, guð minn góður, mikill kross hefur verið lagður á verkalýð þessa lands. í sjö ár samfleytt hefur hann fengið Steingrím Stein- þórsson yfir sig hvern fyrsta maí. En í kvöld flutti þó Stein- grímur mikinn fagnaðarboðl- skap. Þetta átti að vera í síð- asta sinni, sem þessi kross yrði á lagður. En i tilefrii þessarar skilnaðarræðu, var Steingrím- ur svo háttvís, að hann hafði ekki í frammi neinar hótanir, sem stundum fyrr, heldur að- eins holl ráð. Man ég enn tvö þeirra: Verkamenn eiga ekki að leggja út í verkföll og þeir eiga ekki að skipta sér af stjórnmálum. Og myndi því margur vilja spyrja með Hannibal Valdimarssyni: Hvað mega þeir þá eiginlega gera? • Ef séra Pétur er undanskilinn Ólafur Björnsson prófessor, sem alltaf heyrist í útvarpinu þennan dag, er einhver sá leið- inlegasti maður, sem í útvarp kemur, ef undan eru skildir Ólafur Jóhannesson prófessor og séra Pétur í Vallanesi. En þessir tveir menn, Stein- grímur og Ólafur, eru svo yf- irþyrmandi að þeir skyggja á allt annað sem þessi verkalýðs- dagskrá hefur inni að halda og vel er úr garði gerð. • Karlarnir sem koma til Reykjavíkur Lítið er um kosningarnar að Segja, svo mér sé kunnugt. Hermann hefur ekki sézt hér ennþá, svo ég viti. Hins- vegar var frambjóðandi íhalds- ins hér á ferð, sennilega til að telja sína sauði. Svo var það tilkynnt í ísafold, að hann hefði gefið kost á sér, vegna feess að fulltrúaráð Sjálfstæð- Sunoudagur 6. maí 1956 — þJÖÐVILJINN — (3 Þessi mynd sýnir alpýðu Reýkjavíkur 1. maí sl. — pegar Skúli prœlaði til að „reyna að afplána eitthvað af peirri stóru synd verkalýðsins ... (Ljósm. Sig. GuSm.). Sjö ára krossburði að Ijáka - Plat- aðir á flokksþinginu - Og enn á að þvo ismanna í Strandasýslu hefði skorað á hann einróma, að gefa kost á sér. En ég held að því sé líkt farið með fulltrúa-j ráð Sjálfstæðisflokksins í: Strandasýslu og Framsóknar- félag'ið hér, að þetta eru stofn- anir sem í raun og veru eru Fréftabréf af Sfröndum ekki tij. Karlarnir sem koma til Reykjavíkur um það leyti sem flokksfundirnir hefjast, eru gerðir að fulltrúum þar á staðnum, annaðhvort beint af flokksskrifstofunum, eða þá, að þeir eru látnir kjósa hver ann- an og má vitanlega einu gilda, hver aðferðjn er notuð. • Plataðir á flokksþingmu Maður á vitanlega ekki að fullyrða meir en maður veit. Þótt enginn hafi sagt mér það er ég hálfhræddur um, að Framsóknarmenn hér trúi var- lega á reikningslist prófessor- anna. Hitt er þó verra að svo virð- ist sem þeir hafi verið plat- aðir á flokksþinginu til að fall- ast á þetta kosningafyrirkomu- lag, því þeir voru látnir lifa í þeirri trú, að það væri allur Alþýðuflokkurinn sem þeir væru að innbyrða og mun sumum hafa brugðið í brún, þegar það svo fréttist í þing- lokin að Hannibal yrði ekki með. • Veðsetta höfuðið Þú hefur auðvitað heyrt sög-. una um formann framsóknar- félagsins á Akureyri, sem lagði höfuð sitt að veði tii trygging- ar því að Framsókn færi ekki í stjórn með íhaldinu eftir kosningar. Ekki hef ég heyrt um neinar slíkar veðsetningar, hér í kjördæmi Hermanns, hinsvegar hafa verið á kreiki sögur um menn sem segjast ekki ætla að kjósa hann oftar, ef hann fer í stjórn með íhald- inu eftir þessar kosningar, eftir allt sem á undan er gengið. • Holdið svo giátlega veikt Það er nú svona með aum- ingja Hermann, eins og aliir vita: þótt andinn sé reiðubú- inn hefur holdið oft reynzt svo grátlega veikt. Vonbrigðin eru orðin svo mörg og sár hjá góðum Framsóknarmönnum að það er ekki nema að vonum að þeir séu nú loks teknir að spyrja sjálfa sig: Ætlar þessi samstaða með íhaldinu engan enda að taka? Hermann er nefnilega búinn að leika þerman leik svo ákaf- léga oft, að taka sig til fyrir hverjar kosningar og þvo og þvo alla ihaldsbletti af sínum ágæta ílokki og svo hefur hann sagt við kjósendurna: Sko, nú er allt hreint og fágað, nú getið þið verið ánægðir, nú lít- ur flokkurinn okkar út eins og nýr flokkur, sem aldrei hefur komið náiægt íhaldi. • íhaldsfreistnin Eftir kosningarnar hefur svo allt lent í sama foraðinu og Frönsk dragtarefni Ensk ullareíni í kjóla og kápur HARKADURINN Hafnarstræti 11 fyrr. Við þetta virðast Fram-—« sóknarmenn vera orðnir dálítiS smeykir, eins; og hin fræga- höfuðveðsetning Framsóknar- mannsins á Akureyri ber glöggt vitni um, svo og yfir- lýsingar manna hér á Ströndr um um að þeir muni ekki kjósa flokkinn aftur, ef hann falli fyrir íhaldsfreistninni einu sinni enn. ® Smáfuglabúið Ekki hefur frétzt um neinn Þjóðvarnarmann sem eigi að verða hér í kjöri. Vafalaust birtist hann samt í fyllingu tímáns. Um það get ég ekkert sagt annað en það að mér kemur i hug setning sem stundum heyrist i útvarpi á veturna þegar snjór er mikill á jörð og tíðarfarið stirt: Nú er þröngt í búi hjá smá— fuglunum. Vertu svo blessaður. Skúli Guðjónsson. -------------------—---------*CSd Kvennasýningin Framhald af 12. síðu. manna, á að fara fram hér í Reykjavík dagana 9. og 10. júní. Allar íslenzkar stúlkur á aldrinum 18-30 ára, ógiftar sem giftar, eru hlutgengar til þeirr- ar keppni, einnig þær sem hafa tekið þátt í slíkri keppni hér áður — nema þær sem valdar hafa verið fegurðardrottningar. — Annað kvöldið verða þær sýndar í kjól, en hitt kvöldið í sundfötum. 5 verðlaun veitt hér Fimm af þátttakendum £ keppninni hér heima hljóta verðlaun. Sú sem fer með sigur af hólmi fær auk ferðarinnar vestur til Kaliforníu ríflegaa farareyri, tvo kvöldkjóla og sundföt. Önnur verðlaun eru útvarpsgrammófónn, þriðju verðlaun flugfar til Kaupmanna hafnar, fjórðu verðlaun dragt og fimmtu verðlaun gullúr. Fyrst hin hafa sigrað Þegar rætt er um hverja möguleika Islendingar hafi til að sigra í fegurðarsamkeppn- inni i Kaliforníu er á það minnt að í tvö skipti af þeim fjórunx sem keppni þessi hefur fram farið hafi Norðurlandastúlkur sigrað, finnsk stúlka 1952 og sænsk í fyrra. Og fyrst hin Norðurlöndin hafi sigrað, hvers vegna vegna skyldum við þá ekki getað það líka, segja menn. Fegurst af 50 þúsundum I ár munu 43 þjóðir taka þátt í fegurðarsamkeppni þess- ari og er talið að sú sem sigr- ar liafi verið valin úr 50 þús. kvenna hópi, séu allar með taldar sem mæta við „undan- rásir“ heima í hverju landi. Tekið er fram að keppendur verði fluttir frá New York til Long Beach í Kaliforníu í Sup- er Constellation flugvél af nýj- ustu gerð, og tekið verði á móti þeim með mikilli viðhöfn og feikn áhorfenda. Þetta eru símarnir Og nú óska þeir sem gang- ast fyrir fegurðarsamkeppninni hér heima að allar fagrar stúlk- ur tali við þá sem fyrst og taki þátt í keppninni hér í Reykja- vík. Símarnir sem hringja á í varðandi keppnina eru: 6056» 81685 (kl. 18-19) og 2154.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.