Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN —" (5 Þessi mynd var tekin af þeim Búlganín og Krústjoff á flugvéllinum í London. Þeir eru aö heilsa áhöfnunum á flugvélunum premur sem flutti þá og fylgd- arliö þeirra þaðan til Skotlmids og til baka. Bandórísk lög giMcr ekki í Dcmmörku V Bjómaður sem sakaður var um að hafa sagzt vera kommúnisti sýknaður Hæstiréttur Danmerkur kvað í síðustu viku upp dóm í máli dansks sjómanns, sem útg'eröarmaóurinn haíði kraf- iö um skaðabætur fyrii’ það eitt, að hann hafði ekki þær skoðanir, sem leyfilegar eru í Bandaríkjuhum. Skjaldbaka bjargaði sjó- manni undan bákörlum Purðulegt atvik átti sér stað undan Afríkuströnd nýlega. Risaskjaldbaka bjargaöí sjómanni frá drukknun. Mál þetta verður rakið til ársins 1953. Sjómaðurinn, Carl Chr. Henriksen, var þá átján ára garnall og var ráðinn á ‘skipið Freya Tonrn, sem sigldi til Bandaríkjanna. Þegar til New York kom, voru allir skip- verjar yfii’heyrðir af banda- rískri lögreglu og spurðir um stjórnmálaskoðanir. Henriksen sagði lögreglumönnunum að hann væri kommúnisti. Vörður uni skipið Það varð mikið uppistand við þessa yfirlýsingu hásetans og bandarísku stjórnarvöldin töldu sýnilega að hinn ungi háseti Blaðamaður blind- ur eftir árás Bandaríski blaðamaðurinn Victor Riesel hefur legið á sjúkrahúsi síðan 5. apríl, en þann dag skvetti ókunnur mað- ur brennisteinssýru . framan í hann. f síðustu viku tilkynntu læknar hans, að hann hefði misst sjón á báðum augum og mundi ekki fá hana aftur. Riesel telur, að tilræðismaður- inn hafi verið gerður út af glæpalýð sem náð hefur tökum á verkalýðsfélögum í New York, en hann hefur lengi háð bar- áttu í blaði sínu og útvarpi gegn glæpamönnunum. liæs graiBdnM þrýsíilwftsvél Þrýstiloftsknúin spréngjuflug- vél af gerðinni Canberra hrap- aði á dögunum í Ástralíu, eft- : ir að viliigæs hafði sogazt inn í. loftopið á einum hreyflinum og teppt það. Vélin kom niður í mýrlendi og áhöfnin slapp ó- sködduð. ætlaði sér að „steypa stjórn Bandaríkjanna af stóli með valdi“, honum var því neitað um landgönguleyfi. Hann tók þá aftur orð sín og sagði þau vera tilhæfulaus. Engu að síður var settur vörður um skipið í öllum þeim höfnum sem það kom til i Bandarikjunum og útgerðinni var gert að greiða allan kostnað af honúm. Ekld skylda að þekkja bandarisk lög Útgerðin tók þá þann kost að reka hann úr skipsrúmí fyr- irvaralaust og senda hann með flugvél heim til Danmerkur. Þegar heim kom krafði útgerð- in hásetann um 4.200 danskar krónur fyrir fargjald og ann- an kostnað sem hlotizt hafði af hinum ógætilegu orðum hans við bandarísku lögregluna. I sjórétti var Henriksen dæmdur til að greiða þessa uþp- hæð, en hæstiréttur féllst ekki á þann dóm, sýknaði sjómann- inn á þeim forsendum, að hann liefði ekki verið skyldugur að þekkja hin bandarísku laga- ákvæði. Fjárveitsnganefnd fuMtrúa- deildar Bandarikjaþíngs hefur lagt til, að Bandarlkin verji 46.233 milljóu dollurum til Iandvarna á f járhagsárimi, sein hefst 1. júlí. Þaft er 1.741.832.374 dallurum nieira en varið var til Iandvarna á fjárhagsáriini sem nú er að líða. Hin auknu útgjöld stafa m.a. af því, að gert er ráð fyrir að fjtílga í bandarfcha hemuin á næsta ári. 30 júni í ár er talið að hann verðí 2.820.100 menn, en 2.865.200 á miðju næsta ári. Dæmdur til dauða fyrir móðurmorð Maður að nafni Graham var í síðustu viku sekur fundinn af kviðdómi í Denver í Bandaríkj- unum um að hafa myrt móður sína með tímasprengju, sem hann kom fyrir í flugvél, sem hún ætlaði að ferðast með. Skömmu eftir flugtakið sprakk flugvélin og hrapaði til jarðar og 44 menn týndu lífinu. Kvið- dómurinn' lagði til að Graham yrði dæmdur til lífláts. Graham hafði komið sprengj- unni fyrir í ferðatösku móður sinnar, Daisie King. Hann hafði áður líftryggt hana fyrir 37.500 dollara. Fyrir skömmu fundust 22 gull- stengur í farangri sænsks kaup- sýslumanns í tollskoðun á flug- vellinum í Kaupmannahöfn. Maðurinn situr í haldi og Al- þjóðalögreglan er að reyna að rekja, hvaðan gullið sem hann hafði meðferðis er upprunnið. Um alla Vestur- Evrópu Fréttamenn hafa eftir háttsett- um lögregluforingjum, að ýmis- legt bendi til að vel skipulögð samtök gullsmyglara starfi um alla Vestur-Evrópu. Það þykir mjög athyglisvert að rétt eftir að Svíinn var handfgkinn í Kaupmannahöfn lagði maður að nafni Frederic Ebel á Alpafjöll í ófæru veðri. Lögregluna hafði lengi grunað að Ebel væri ein- hver mesti gullsmyglari í Evr- ópu en aldrei náð í neinar sann- anir gegn honum. Ebel hugðist brjótast yfir landamærin frá Frakklandi til Ítalíu við þriðja mann í blindbyl, en þeir urðu allir úti. Það er opinbert leyndarmál að gull gengið kaupum og sölum undanfarin ár hefur smyglað í stórum stíl í Danmörku og Sjómaðurinn var á norsku skipi, sem statt var undan Gullströndinni. Allt í einu kom hann upp á þiljur skipsins alls- her og fleygði sér útbyrðis. Hann hafði sýnilega orðið ringl- aður í hinum steikjandi hita. Allt var gert til að bjarga hon- um um horð, en þetta var um nótt, og félögum hans tókst Bláfiskshrygna veidd við Afríku Herflugvél var í síðustu viku send frá Antananarivo á Mada- gaskar til að ná í skyndi í ný- veiddan bláfisk, eða coelacanth, eins og hann kallast á máli vísindamanna, svo að vísinda- menn gætu fengið hann til rannsóknar áður en hann byrj- aði að skemmast. Fiskurinn veiddist á sundinu milli Madagaskar og megin- lands Afríku, hann er 167 sas' langur og talinn vera hrygna. Bláfiskurinn er sjaldgæfasti fiskur sem þekkist í heiminum og var til skamms tíma talinn vera útdauður. Aðeins einu sinni áður hefur hrygna af þess- ari tegund veiðzt og hún var of ung til þess að hún gæti veitt vísindamönnum ’þá vitneskju sem þeir sóttust eftir. Þeir gera sér vonir að þessi nýveiddi blá- fiskur geti gefið mikilvægar upplýsingar um þróun dýrateg- undanna. Svíþjóð, en hingað til hefur lög- reglunni ekki tekizt að komast á snoðir um, hvernig því er komið inn í löndin. Lögreglan álítur að Ebel hafi verið á flótta sökum handtök- unnar i Kaupmannahöfn. % bænda í Kína í samyrkjubúum Hagstofan í Peking skýrir frá 'því, að 65% af öllum bænd- um í landinu séu nú þátttak- endur í samyrkjubúum, en 90% eru félagar í einhvers konar samvinnufélögum. Ríkið hefur gerzt meðeigandi að 70.000 fyr- irtækjum sem voru í eign ein- staklinga. Ný bihlíuutgáía í Sovétríkjunum í fyrsta sinn síðan 1918 verð- ur nú gefin út prentuð ný út- gáfa af biblíunni í Sovétríkj- unum, segir í frétt frá Tass. Útgefandi er patríarkinn í Moskva. ekki að koma auga á hann, enda þótt Ijóskastarar væru látnir lýsa upp í kringum skip- ið. Leitinni var loks hætt, og talið var víst að hann hefði orðið hákörlunum að bráð sem þarna halda sig. En þegar tók að birta kom maðurinn í ljós, liann sat á baki risaskjaldböku. Hákarlarn- ir höfðu gerzt nærgöngulir við hann og höfðu veitt honum mikil sár á herðunum, en ann- ars hafði honum ekki orðið meint af þessu ævintýri. Hann er nú kominn iieim til Björg- vinjar og sárin eru brátt full- gróin segir Bergens Tidende. Óp ú Verka- maimfiokks|ig- manni Brezki Verkamannaílokksþing- maðurinn Geoi-ge Brown var næstum hrópaður niður á 1, maí fundi í borginni Liverpool. Brown vakti á sér athygli nokkrum dögum áður, þegar hann hreytti ónotum i Krústjoff í veizlu sem þingflokkur Verka- mannaflokksins hélt honum og Búlganín. Viðstaddir kenna Brown um það öllum öðrum fremur að veizlan snerist upp í ásakanir og gagnásakanir milli Bretanna og sovézku gestanna. Þegar Brovvn kom upp i ræðu- stólinn á fundinum í Liverpool kváðu við hróp, blístur' og stapp. Hvað eftir annað var gripið frarní fyrir honum. Áheyrenduv kölluðu hann svikara, klofnings- mann og íhaldsdindil. Herferð hæít í Marokkó Franska herstjórnin tilkyrmti í vikunni að hún hefði skip- að herstjórninni í Marokkó að hætta herferð gegn ættbálkum Serkja í Riff-fjöllum. Hafa ætt- bálkar þessir rænt 14 frönsk- unr hermönnum. Herferðin gegn þeim var fyrsta hernaðaraðgerð Frakka i Marokkó eftir að þeir viðurkenndu sjálfstaéði landsins. Marokkóstjóm mótmælti þe ;ar og benti á að Frakkar hefðu iát- ið af hendi við hana yfirum- sjón með öryggismálum innan- lands. Spánskir stúdent- ar í fangelsi Fjórir spánskir stúdentar, sem höfðu borið út dreifibréf, þar sem stúdentar við Madi íd- háskóla voru hvattir til að mæta ekki í skólanum, hafa verið dæmdir í árs fangclsi hver og 10.000 króna sekt. Ætl- unin var að verkfallið við há- skólann yrði meðan fundug Unescos stæði yfir í Madrid. Grunur um norrænm ilokk gullsmvglðra Handtaka í Kaupmannahöfn sett í sam- band við mannskaða í Alpaí jöllum Lögreglan í Kaupmannahöfn telur sig komna. á slóö smyglaraflokks, sem stundað hafi stórfellt gullsmygl til Noró’urlanda undanfarin ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.