Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1956, Blaðsíða 6
Mf— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. maí 1956 PIÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Falsrök og maiinalæti Ttíorgunblaðið er enn að ympra á tillögum Ingólfs Jónsson- ar, viðskiptamáiaráðherra síns, »urt fölsun vísitölunnar, og er greinilegt að blaðið finnur að iþað stendur höllum fæti í jþessu máli. Segir það nú að vel fkomi til mála. að leiðrétta vísi- töluna, þannig að hún gefi . srétta mynd af verðlaginu, svo >■ að launþegar þurfi ekki að ótt- ' ast að gengið sé á þeirra hlut . þótl. vöruverð sé greitt niður. Þetta eru falsrök og manna- læti hjá Morgunblaðinu. Ef - vísitalan gæfi rétta mynd af verðlaginu í landinu mjnidi það - ifeosta nákvæmlega sömu upp- . Jiæð að hækka hana um eitt etig og að lækka hana um eitt etig. Talið er að skattar þeir «g álögur. sem íhaldið og . Pramsókn lögðu á þjóðina fyr- ■ ir skemmstu og nema 250 - aniiljónum króna, muni hækka - eaúgildandi vísitölu um 17 stig. Ef vísitalan væri réttlát myndi það kosta nákvæmlega sömu upphæð að greiða vísitöluna niðui' um 17 stig — 250 millj- ónir króna. Og hvað væri þá unnið með tillögum ihaldsins? A uðvitað er tillagan um nið- urgreiðslu vísitölunnar einmitt við það miðuð að falsa, annars væri hún alger endi- leysa. Það á að nota lítinn hluta verðbólgunnar til þess að binda vísitöluna og þar með kaupið. Samkvæmt hinum op- inberu tillögum Ingólfs Jóns- sonar þyrfti aðeins 21 miiijón króna til þess að festa vísitöl- una — ekki tíunda hluta skatt- anna miklu. Með þeim tiilögum hefur ilialdið sýnt launþegum djúpt í hugskot sitt; menn vita sannarlega hvað þeir eru að kjósa yfir sig ef þeir greiða vísitölufölsurunum atkvæði í sumar. Hvorl er sigurstranglegra? T7osningar þær sem fram fara ■"* í sumar em átök alþýðu ananna við auðmannastéttina og flokk hennar. Átök þessi era þó ekki eins skýr og æski- legt hefði verið sökum þess að andstæðingar íhaldsins ganga eundraðir til baráttu. Þjóðin veit hvemig reynt var að sam- eina alla vinstri menn til sókn- ar, hvernig Alþýðusamband Islands gerði látlausar tilraun- ir til að fylkja andstöðuflokk- um íhaldsins saman, og hitt dylst ekki heldur neinum fcverjir valda því að ekki tókst allsherjar samstarf; á því bera Bhægri menn Framsóknar og Alþýðuflokksins ásamt stjóm- snálabröskumm Þjóðvamar- flokksins alla ábyrgð. Þeir neituðu öllum kostum og vildu umfram allt skemmta. íhalds- ekrattanum með innbyrðis á- tökum vinstri manna. 17n um þessa samninga var aðeins fjaliað af fáum mönnum í þessum flokkum, allur almenningur var ekki spurður ráða. Hann verður hins vegar spurður eftir hálf- an annan mánuð. Og þá verða állir vinstri menn að gera það upp við sig hvort þeir telja sigurstranglegra að vinstri flokkamir haldi áfram að veg- ast á innbyrðis, meðan auð- mannastéttin stendur saman, eða hvort íhaldsandstæðingar eiga að reyna að vinna saman að sameiginlegum hugsjónum og hagsmunamálum. Það er hl u tverk A lþýðuba ndaiagsins og tilgangurinn með stofnun þess að tryggja slíka sam- vinnu og fylgi þess sker úr um árangurinn. Þar hefur hann fylgi! - Otjórnmálaáhugi á íslandi ^ hefur ekki verið eins mik- 511 og nú um langt skeið. Fund- ir em mjög fjölsóttir og langt- m fieiri en venja hefur verið ffyrir kosningar að undanförnu. Og ástæðan er augljós, fólk gerir sér grein fj’rir því að nú er mikið í húfi og að nú tjóar ekki að hanga aftan í flokki þótt hann hafi einu sinni verið kosinn. En það vekur athygli í þess- um stjómmálaáhuga að • það hefur aldrei verið eins dauft yfir Sjálfstæðisflokkn- ■ um og nú. Hann hefur haldið fáa fundi til þessa og þeir hafa verið sofandalegir og illa sótt- ír. Ástæðan til þess er einnig Ijós: það er einmitt fólkið sem að undanfþrnu hefur kosið , fijálfstæðisfloklrinn — margt fólk sem lítinn áhuga hefur haft á stjómmálum fyrr en nú — sem. er að gera það upp við sig hvern það eigi að kjósa af hinum flokkunum. Ráðamenn flokksins fá hvaðanæva að fréttir af þessari þróun og þær hafa. lamað þá. Istaðinn virðast þeir ætla að hugga sig við það að þeir njóti þó alltaf hylli banda- rískra ráðamanna og her- námsliðsins. Morgunblaðið hefur ekki skrifað neitt annað vikum saman en áróður fyrir hernámi. Af þeim skrifum að dæma mætti ætla að á Kefla- víkurflugvelli telji Sjálfstæð- isflokkurinn sér visan þann stuðning sem á skortir með ís- lenzku þjóðinni, enda er þar að finna skýringuna á afstöðu þessa óþjóðholla flokks. Sérstæð estrisni í öld hina greiðu samgangna -**■ eru heimsóknir þjóðhöfð- ingja og annarra forustumanna ríkja orðnar svo tiðar að þær gleymast flestar jafnóðum. Einstöku fundir gnæfa þó upp- úr flatneskju ófrumlegra skála- ræðna og loðinna yfirlýsinga. Ferðalag þeirra Búlganíns og Krústjoffs til Bretlands fyrir síðustu mánaðamót hefur tví- mælalaust fengið öruggan sess í þeim flokki. Það eitt var í sjálfu sér minnisverður at- burður að æðstu menn Sovét- ríkjanna komu í fyrsta skipti í opinbera heimsókn til ríkis- stjórnar eins af stórveldum auðvaldsheimsins. Flest brezk blöð telja að viðræður Búlga- níns og Krústjoffs við Eden og aðra brezka ráðherra séu líklegar til að marka tímamót í rkiptum Sovétríkjanna og Vesturveldanna. Nú bætist það við að móttökurnar sem sov- ézku gestunum voru veittar virðast ætla að verða helzta bitbeinið í flokkadeilum í Bret- landi á þessu vori. Ríkisstjórn hennar hátignar og stjórnar- andstaða hennar hátignar hnakkrífast sem sé um það þessa dagana, hvor meira hafi gert til að spilla sambúð Bret- lands og Sovétrikjanna með frámunalega ruddalegri fram- komu við gestina. 17eppni forustumanna Verka- *“■ mannaflokksins og íhalds- flokksins um heimsmetið í dónaskap við gesti hófst fyrir alvöru þegar stjórn þingflokks Verkamannaflokksins bauð Búlganín og Krústjoff til kvöldveizlu í þinghúsinu. Varla höfðu menn fyrr setzt undir borð en George Brown, einn úr stjórn þingflokksins og fyr- irhugaður birgðamálaráðherra ef flokkurinn skyldi mynda ríkisstjórn, tók að senda gest- un.um tóninn. Einkum lagði hann son Krústjoffs í einelti. Þegar Krústjoff reis á fætur að borðhaldi loknu og tók að halda ræðu linnti ekki framí- köllum og hnútukasti frá Brown. Krústjoff svaraði hon- um fullum hálsi. Gaitskell, for- ingi Verkamannaflokksins, tók síðan til máls. Það sem honum lá á hjarta var að troða upp á gestina lista með nöfnum á annað hundrað sósíaldemó- krata, sem hann kvað sitja í fangelsum í Austur-Evrópu. Krústjoff svaraði, að í Sovét- ríkjunum sætu engir sósíal- demókratar í fangelsi og sov- étstjórnin-Iegði það ekki í vana sinn að skipta sér af innanrík- ismálum annarra ríkja. Varð fátt um kveðjur þegar veizl- unni lauk. Á fundi þingflokks- ins daginn eftir var Gaitskell ávítaður fyrir að taka mál póli- tískra fanga upp á þann hátt sem hann gerði. Sumir þing- menn vildu senda Búlganín og Krústjoff formlega afsökunar- beiðni, en það varð úr að Gaitskell gekk á fund þeirra næsta dag og lét í ljós hryggð sína yfir, hvernig veizlan fór. Lionel Crabb í froskmannsbúningi 17'ramkoma Verkamanna- flokksforingjanna mæltist frámunalega iíia fyrir í Bret- landi. Var þeim legið á hálsi fyrir að láta pólitiskt ofstæki hlaupa svo með sig í gönur að gleyma . almennum kurteisis- reglum. „Mér er ekki ljóst hvaða gagn Verkamannaflokks- Erfend tí ð i n d i foringjamir gátu vonast til að gera með því að fá B og K nafnalista opinberlega“, segir Kingsley Martin, ritstjóri New Statesman and Nation, eins áhrifamesta málgagns Verka- mannaflokksins. „Forustumenn stórveldis eru ekki líklegir lil að eiga það á hættu að frá því verði skýrt í heimsblöðun- um að nafngreindir einstak- lingar hafi verið látnir laus- ir úr fangelsi að beiðni erlends stjórnmálaflokks. Auðvitað gera ihaldsblöðin sér óspart mat úr því að foringjar Verka- mannaflokksins skuli hafa gert sig bera að svona afglapa- skap“i Fagnaðartóninn í í- haldsblöðunum má marka af þessum setningum úr forustu- grein Sunday Express á sunnu- daginn: „Enginri véfengir rétt Verkamannaflokksmanna til að gera hreinskilnislega grein fyrir skoðunum sínum. Hins- vegar véfengja menn rétt þeirra til að koma fram af yf- irlögðum ruddaskap. Það er dregið í efa að þeir hafi rétt til að hreyta svívirðingum ..yfir veizluborð. Einkum er það vafasamt að þeir hafi rétt til að þjóna lund sinni af svona ábyrgðarlausum fíflaskap þeg- ar viðkvæmar samningavið- ræður standa yfir. . . Þjóðin gerir sér nú vel ljóst að Verka- niannaflokksstjórn mun aldrei verða fær um að tryggja frið og samkomulag við Sovét- Rússland“. Fyrst eftir að Búlganín og Krústjoff héldu heim leit út fyrir, að Eden og ihalds- menn myndu græða á heim- sókninni en Gaitskell ogVerka- mannaflokkurinn tapa. ,,For- sætisráðherrann hefur vaxið stórum i áliti af heimsókn Rússanna", sagði Kingsley Martin í blaði sínu 5. maí. En þá kom það upp úr kaf- inu að froskmaðurinn hafði ekki komið úr kafi. Flotamála- ráðuneytið tilkynnti 29. apríl, að tíu dögum áður hefði Lion- el Crabb flotaforingi, frægasti froskmaður Bretlands, verið við köfun í höfninni í Ports- mouth, þar sem sovézka beiti- Framhald á 8. síðu. —. ■ 'Jrit «. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.