Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 6
i) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 15. maí 1956 liióÐyiumM Útgefandi: Sameiningarflokkur álpýðu — SósíaMstaflokkurinn . ■" 1 i —m. ii . . . i . ,.i „Mikilvægustu herstöðvar Bandaríkjauna í hættu“ J Tndarlegt gæti virzt hve grunnt er á því góða í imðarbandalögum. Veslings Atlanzhafsbandalagíð! Á ráðs- íundi þess í París virtist liggja svo nærri að bandalagið springi í loft upp af innbyrðis- sundurþykkju, að farið var toónarveginn að tveimur full- trúanna, fulltrúa íslands og áulltrúa Grikklands, að þeir ympruðu ekki á íslandi eða Kýpur, ef tækist að láta aðra fulltrúa byrgja inni álit sitt á þessum tveimur löndum. Hefur utanríkisráðherra ís- lands, dr. Kristinn Guðmunds- son, frómt frá þessu skýrt og varð hann fúslega við þeirri beiðni að minnast ekki á ætt- land sitt á því þingi, ef verða mætti að friður héldist í Norð- ur-Atlanzhafsbandalaginu, þó Ækki væri nema fram yfir kosningar á íslandi. Vel er skiljanlegt að tauga- kerfi brezkra stjórnarvalda þoli illa að minnzt sé á Kýpur 'um sinn. Þó er Kýpur einung- is kafli í framhaldssögu. Ný- lenduþjóðir ýta af sér okinu Siver eftir aðra, þar virðist eng- ín aðferð duga lengur, hvorki snútur, brúkun innlendra leppa, ’oé bein kúgun með hervaldi. Sjálfstæðishreyfing þjóðanna í Asíu og Afríku er þegar orðin svo sterk, að nýlenduveldin <eru hvarvetna að missa tökin. í>að voru ekki mörg sjálfstæð s-íki í Afríku fyrir tveimur jþremur áratugum. Nú fjölgar þeim óðum, þó ,,sjálfstæði“ þeirra sé með ýmsu móti og víða ábótavant. I Asíu rísa, Stórveldin Kína, Indland og Indónesía til sívaxandi áhrifa 'um gang Asíumála og heims- mála, og hafa á skömmum tíma gerbreytt valdahlutföllum Sieimsins. Víða fer baráttan fyrir end- anlegu sjálfstæði fram í jþví formí að þjóðir losa sig við erlendar herstöðvar í landi sínu. Það tók Egypta hátt í öld að iosna við herstöðvar Breta og tök.þeirra á landinu. 'Nú er skriðurinn á baráttunni hvarvetna miklu meiri, vegna gerbreytts heimsástands. Meira að segja þjóðarbrot, eins og Kýpurbúar, berst nú svo mark- visst gegn herstöðvum og valdi þrezku nýlendukúgaranna, að íyrirsjáanlega hlýtur einnig S>essari viðureign að ljúka með ósigri Englendinga, og mun því fagnað af frjálshuga mönnum uim heim allan. A’ hrifin af viljayfirlýsingu Al- þingis um brottför Banda- ríkjahers af íslandi hafa sjálf- sagt komið á óvart þeipn Fram- sóknargörpum, sem létu til- ieiðast að samþykkja hana. Ákvörðunin hefur vakið heims- athygli, og óttast nú Banda- Viltu vinna fyrir þjóð þína? ríkjastjórn og íslenzkir leppar hennar að ekki verði stöðv- uð sú þróun, sem þar var ýtt ujndir, hvað sem vilja Ey- steins Jónssonar og annarra afturhaldsmanna Framsóknar líður, og hvað s’em þeir 'kunna að hafa ætlað sér með sam- þykgt Alþingis. Þá mun það heldur ekki stoða þó fyrrver- andi utanríkisráðherra íslands léti segja sér að þegja um ís- landsmál á Parísarfundi í maí. Ilandaríkjastjóm er logandi " hrædd að úrslit kosning- anna 24. júní verði á þá lund að Alþýðubandalagið vinni á „Mikilvægnstu herstöðvar, sem Bandaríkin hafa treyst á, jafnt á Ceylon og á íslandi eru nú í hættu“, segir bandaríska rit- ið ,,U.S. News and World Re- port“. Eru þar mjög hörmuð kosningaúrslitin á Ceylon, þar sem alþýðufylking vann nú í vor einn stærsta kosningasigur sem sögur fara af. „Það þýð- ir að einu fiota- otr flugher- stöðvai- sem Vestrið gat treysi j á í þeim lieimshluta fari brátt I sömu leið og Súez. sömu leið | og ísland er að fara“. Og bætt er við: „Ekki einu sinni ný efnahagsaðstoð Bandaríkjanna, tilkynnt rétt fyrir kosningar, virðist nokkur áhrif hafa”. Sama hugmyndiri og þegar hef- ur komið fram í bandarískum blöðum, að hægt muni að múta íslendingum svo úrslitin 24. júní verði eins og Bandaríkja- stjóm vill. I ¥ hinu bandaríska blaði kemur einnig fram sá ótti að yf- irlýsing Alþingis muni kveikja og efla baráttu annarra þjóða gegn herstöðvum Bandaríklj- anna. „Bæði herfræðingar og diplómatar ræða þá hættu, að fordæmi íslands yrði fylgt í öðrum löndum. ’ . .“ ,’;Sú hætta er áreiðanlega til staðar i Nor- egi og Ðanmörku, en þau lönd vilja ekki bandarískan her. Samningar um herstöðvar á Azoreyjum, sem endurnýja þarf innan skamms, kynnu að verða óhagstæðir eða ófáanleg- ir. Fordæmi íslands kynni að verða fylgt í Marokkó, Líbíu, nálægum Austurlöndum, er neyddu Bandaríkjaher burt úr öðrum flugstöðvum. Meira að segja kynni al eflast tilhneyg- ingar Breta að losna við bandaríska flugherinn“. j Sízt mundu íslendingar harma, að fordæmi þeirra gæti eflt sjálfstæðisvilja ann- arra þjóða,sem líka hafa er- lendar herstöðvar í landi. En það fordæmi þarf að verða af- dráttarlaust, íslendinga sjálfra vegna, og alþýða landsins get- ur sýnt það í sumar, að hún ætlist til hreinnar og hiklausr- ar afstöðu íslenzkrar ríkis- stjórnar í máliriu. í rauninni er stjórnmála- þras fjarska leiðinlegt, Hvað þá að bjóða upp á slíkt í æsku- lýðssíðu? En allt um það, þá er það reginfirra, sem margt ungt og jafnvel fullorðið fólk segir, að stjórnmál varði það engu. Það er dálítill munur á að segja: „Mér er sama hvern- ig allt rekst meðan ég lifi,“ eða: „Mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey.“ Hið síð- ara er afsakanlegt, hitt ekki. Það er álíka og að segja: „Mér er sama hvort landið flýtur eða sekkur.“ Slíkt er óneitanlega ankannalegur hugsunarháttur. Stjórnmál eða pólitík eru viðhorf okkar til þjóðskipulags og þjóðmála, en á stjórn þeirra byggist afkoma einstaklingsins og heildarinnar. Þótt hér væri eingöngu stundaður sjávarút- vegur gætum við i efnahags- • legu tilliti lifað kóngalífi. Við höfum, auk fiskimiðanna, yfir að ráða orku jarðhita og vatns- falla, sem gefur möguleika á stóriðnaði, en sú orka er ekki nýtt nema að takmörkuðu leyti. Þrátt fyrir þessi auð- æfi lánds og sjávar er þjóðin á heljarþröm. Væru þessir möguleikar nýttir, þyrfti eigi að sækja rekstrarfé atvinnu- veganna í vasa almúgans til að forða öllu frá algeru hruni, en slík hafa verið ráð valdhaf- anna. Er eðlilegt að slik póli- tík finni náð fyrir augum fólksíns? Ég minnist orða íélaga' míns, sem ég talaði við nýlega: „Það er alveg vonlaust að við get- um iiíað sem sjálfstæð þjóð“. Ég he!d sá Ejcli sé að gefa sig Aðalatriðið er hvað hann hefur að segja. Annars heitir hann Birgir Sigurðsson og hef- ur þann kost beztan að flýta sér hægt, jafnt í hugsun sem gangi. Þess vegna er enginn vandi að elta hann uppi á götu, þegar eiga þarf við hann þýðingarmiklar viðræður. Bara að gefa honum kaffi. Síðan er hægt að dorga úr honum allt sem maður vill. — Hvað um tilvistina, Birg- ir? — O, hún er breytileg eins og kjólar kvenfólksins. Menn deyja, aðrir lifna og eru jafn sannfærðir um mikilvægi sitt og hinir sem fóru. Og alltaf er von. Það varðar kannski mestu. — Þú átt kannski konu í fallegum kjól? — Nei, ég hef fundið kon- ungsríkið, en prinsessuna vant- ar. — Hjá hvaða fyrirtæki vinn- urðu? — Það er í daglegu tali kallað Strombólí, annars heitir það Rafgeislahitun. 17 ára reynsla. — Og hvernig fellur þér starfið? — Ágætlega, nema þegar ég fæ straum. — Er ekki nærgöngult að spyrja um áhugamál? — Jú, ef maður á engin. Ég reyni að lappa upp á sál- artetrið, svo fari ekki fyrir mér eins og hænunni, sem var að skoða sólskinjð. Maður kom og dró krítarhring umhverfis hana. Það var hennar víta- hringur; hún hringsólaði í hon- um þar til hún dó. — Nú vaða mannhatarar uppi, elskar þú ekki mann- fólkið? — Jú, með öllu mínu afskap- Framhald á 11. síðu uiHfuni }ó(Lú.LifTum Hann fyrirleit íhaldið, og vildi umfram allt herinn burt. Hann ■var í mínum augum fulltrúi þeirra æskumanna, sem hata allt íhald í hvaða mynd sem það birtist, en hafa þó ekki fundið leið að öðru betra. Hvers vegna? Ef til vili vegna þess að vonleysið hefur tekið sér bólfestu í „innra hylkinu“, eins og Þórbergur orðar það. Þótt allt berjist hér í bökk- um eru ávallt einhverjir reiðu- búnir að „hjálpa“, þó með svo- litlum skilyrðum! Ef við megum hafa herstöðvar hjá ykkur, skuluð þið fá plenty money. Dollar er freistandi fyrir litla kalla, sem meta þá meira en sjálfstæði eins eylands. Þeir reyna að koma því inn hjá fólki, að það borgi sig langt um betur að vinna fyrir „frið- elskandi þjóðir“ og hljóta doll- ar fyrir, heldur en þola sífellt halla atvinnuveganna. Þó er nú svo komið, að flestir meta meir heiður lands síns, en svívirð- ingu „friðelskandi þjóða.“ Fyrir nokkru var stofnað kosningabandalag, serri hefur það m. a. á stefnuskrá sinni að vinna gegn vopnuðu friðar- hugsjóninni og telur það einn þátt í endurreisn atvinnuveg- anna, að útverðir „friðarins“ hverfi til heimkynna sinn. Þetta bandalag vill kaupa tog- ara og gefa þeim sem sturida hervinnu kost á að vinna við íslenzka atvinnuvegi. Það væri ánægjulegt ef æskumenn kynntu sér mismun á markmið- um þessa bandalags og hugsjón litlu kallanna, að selja landið sitt. Hversu, heilbrigðara er ekki að vinna að hagsæld föður- lands síns, heldur en kyssa klæðafald þeirra dusilmenna, sem leitt hafa þjóðina í þær ógöngur sem hún á nú við að etja. gussi, „Skál fyrir hernaðarandanum” Fyrr á öldum var það al- títt, að fræknir menn íslenzkir sigldu utan á fund konunga og annarra mikilmenna að afla sér mannorðs og frama. Fluttu þeir mikilmennum þess- um gjarnan lofkvæði og þágu fyrir gjafir, svo sem bauga, vopn og jainvel skip hlaðin varningi og hvers kjms ger- semum. Kvæði bessi, drótt- kvæðin, bera vott um hina sérkennilegu andagift þessara liðnu foiíeðra okkar. Því miður lagðist þessi siður niður um aldabil, en sem betur fer er nú að vakna áhugi ís- lendinga fyrir upptöku hans að nýju, og er slíkt mikið gleði- efni. Frumkvæði að þessu áttu tveir kappar, er mikið hafa komið við sögu þessa lands síðustu árin. Hafa þeir nýlega lokið reisu í landi því, er Vest- ur-Germanía heitir, til fundar við þjóðhöfðingja þess lands, en hann hefur m. a. getið sér frægð fyrir að vekja á ný á- huga fólks þar í landi á her- mennsku og gildi þeirrar í-^ þróttar í þágu heimsfriðarins. Ekki munu komumenn hafa flutt þjóðhöfðingja ' Vestur- Germaníu dróttkvæði í fomri mynd, en um hitt eru menn sammála, að aldrei hafi íslend- ingar á erlendri grund flutt hugnæmari né sannari ræðúr, enda náin tengsl milli áhuga- mála komumanna og þjóðhöfð- ingjans. — Aftur á móti þótti mörgum hér heima óþarft að bendla íslenzku þjóðina. við þeirra áhugamál og lyfta glös- um í hennar nafni þeim til undirstrikunar, minnugir þess, að sá andi er eigi með öllu brott úr V-Germaníu, er m. a. oili dauöa íjölda íslendinga, er leíð áttu um þann salta mar á stríðsárunum. Ekki hefur það spurzt, að þeir félagar hafi verið með g'jöfum útleystir frá V-Ger- maníu, og þykir ferð þeirra því í mörgu frábrugðin þeim ferðum er höfundar drótt- kvæða gerðu. En guðsorð hlutu þeir mörg að vegarnesti og gulau í sömu mynt ríkulega. Mun það ekki ofmælt, að ekki mun hróður vor fslendinga rýrna, ef aldrei verða ókristi- legri menn í förum erlendis fyrir þjóðarinnar hönd. sabbi. -ú>\ Góði dátinn Sveik Höfundur: Jaroslav Hasek. Teiknari: Hermann Grossmann. — Einn vinur minn skrifaði mér um daginn og sagðist eiga liúnd, Það væri eltki hægt að heyja stríð neina eiga hund. Útvegaðu mér einn! — Jæja, greyið, þarna fann ég loksins félaga og vin sem er samboðinn mínum herra. Sá verður hreykiim að taka þig með sér á morgungöugu! 4i * m. && » £ w i «■' U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.