Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1956, Blaðsíða 9
■ ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Þriðjudagur 15, mai 1956 — ÞJÓÐVIL3INN — <9 Þrettán hðndknattlelksstulkur valdar til Noregs- og Finnlandsfarar í júni ALFUR UTANGARÐS: GróSavegurinn Handknattleiksráð Reykja- ur hefur fyrir nokkru valið lið það, sem á að fara til Noregs í boði Grefsen-félagsins, sem hingað kom á s.l. sumri. Stúlkur þær sem valdar hafa verið eru þessar: Gerða Jónsdóttir KR, Geir- laug Karlsdóttir KR, María Guðmundsdóttir KR, Elín Guð- mundsdóttir Þrótti, Helga Em- ilsdóttir Þrótti, Inga Hauks- dótt'ir Fram, Sóley Tómasdóttir Val, Sigríður Kjartansdóttir Ár manni, Sigríður Lúthersdóttir Ármanni, Rut Guðmundsdóttir Ármanni, Svana Jörgensdóttir Ármanni, Valgerður Stein- grímsdóttir Ármanni og Guð- laug Kristinsdóttir FH. • Þjálifari flokksins verður Stefán Gunnarsson, en farar- stjóri vérður formaður Hand- knattleiksráðsins, Árni Árna- son. í ráði er að flokkurinn fari einnig til Finnlands og keppi þar fyrir Islands hönd á Norð- urlandamótinu sem fer fram um mánaðamótin júní og júlí. Fjárhagsmálin hafa ekki verið enn að fullu leyst, en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Um 20 stúlkur hafa æft reglu- !ega síðan u'm síðustu áramót, og þær sýndu á „pressuleikn- Um“ að þær haifa æft vel og eru þegar komnar í góða þjálf- un. Þær æfa þrisvar í viku og virðist sem engan bilbug sé á þeim að finna, því að í vonda veðrinu á þriðjudagskvöldið, 1 rokinu og rigningunni, hlupu þær og æfðu og létu veðurham- inn ekkert á sig fá. Þær fara til Noregs 13. júní og keppa á nokkrum stöðum og dveljast þar til 23. júní. Dag- inn eftir fara þær til Finn- lands og verða þar til 2. júlí. Um sama leyti verður íslenzka landsliðið í knattspyrnu að keppa við Finna. Er þetta hvorttveggja fellt inn í hin stórbrotnu hátíðahöld , sam- bandi við 50 ára afmæli finnska íþróttasambandsins. Því má bæta við að til gam- an, að stúlkurnar í Grefsen < tóku þátt í vorkeppni í Osló< (útsláttarkeppni) og tefldu < fram sveitum bæði í A og B- < flokkum og höifðu yfirburði í< báðum og unnu, voru þær í. úrslitum í báðum flokkum við, O.H.K. Reykjavíkurmótið: KR vann Þrótt 5:1 eftir mjög tilþrifalítinn leik Leikur þessi verðúr sjálfsagt ekki á spjöldum knattspyrnu- sögunnar talinn neinn merkis- viðburður. Fyrri hálfleikurinn var þó, miðað við getu Þrótt- ara og keppnisaldur og miðað við að þeir áttu í höggi við íslandsmeistarana, nokkuð betri en á móti Víking um daginn. Samleikstilraunir voru gérðar af og tii og reynt var að valda betur en þá. í heild var háifleikurinn ekki svo ójafn og 2:1 voru nokkuð sanngjörn úr- slit. KR-ingar náðu ekki tök- um á neinum samleik, að heitið gat. Bill gætti Gunnars Guð- mannssonar vel, svo að lion- um tókst ekki að byggja upp á- hlaup eða samleik, en aðrir í liðinu virtust ekki hafa auga fyrir slíku. 1 síðari hálfleik fór Gunnar sem hægri útherji og þar tókst honum að aðhafast meira og undirbjó hann öll mörkin. Vinstri bakvörður gætti Landskeppni í frjálsmn íþróttum viS Dani og Hollendinga í sumar Nú er ákveðið að Islendingar taki þátfc í tveim landskeppnum í Irjálsiun í}>róttum í sumar. Verður fyrst keppt við Dani í Kaup- mannahöfn um 20. júlí, en síðan haldið til Hollands og keppt þar nokkrum dögum síðar. Á báðum stöðunum verður keppt í 20 aðalgreinum frjáls- íþrótta: 7 hlaupum, hindrunar- hlaupi, tveim grindahlaupum, tveim boðhlaupum fjórum köst- um og fjórum stökkum. íslendingar hafa tvívegis áður háð landskeppni við Dani í frjálsum íþróttum og unnið í bæði skiptin, 1950 hér í Reykja- vík og 1951 í Osló. í júlímán- uði í fyrra var keppt við Hol- lendinga hér í Reykjavík sem kunnugt er. Þá unnu Hollend- lngar með 111 stigum gegn 103. Frjálsíþróttasambandið nýtur Styrks til utanfararinnar frá menntamálaráðuneytinu og ÍBR, f flokknum sem utan fer verða um það bjl 30 menn, 27 kepp- endur, 2 fararstjórar og þjálfari. Eins og undanfarin tvö sum- ur verður efnt til svonefnds íþróttadags í sumar, dagana 9. —11. júní. Um líkt leyti, 10--17. júní fer fram norræn unglinga- keppni í frjálsum íþróttum og taka Islendingar þátt í henni eins og tvö s.l. ár. Verður nána-r skvrt frá þessu síðar. Þess má geta að lokum, að Frjálsíþróttasambandinu hefúr verið boðið að senda fjóra kepp- endur og fararstjóra á Rudolf Harbig-mótið í Dresden, í Aust- ur-Þýzkalandi, í lok september í haust, og tvo keppendur á frjálsiþróttamót í Rúmeníu um miðjan september. Hefur FRÍ þegið bæði heimboðin, sem eru íslendingum algerlega að kostn- aðarlausu. * hans ekki, hann fékk livað' eftir annað að leika óhindrað' fram og gefa knöttinn fyrir' mark og samherjar hans fylgdu' honum eftir og skoruðu, en' vörn Þróttar var oft sein aft-' ur og gátu KR-ingar skorað' fyrirhafnarlítið. Þrátt fyrir' þennan markamun er KR-liðið' ekki sterkt og án Gunnars Guð-* mannssónar hefði liðið ekkri sigrað með miklum mun. Áhorfendur voru fáir og veð-< ur kalt. Dómari var Guðmund- ur Sigurðsson. Kiiattspyrnuleikir< unt heigina Um þessa síðustu helgi fóru< fram nokkrir leikir í sambandi< við 45 ára afmæli Vals. Á laug- ardag kepptu þrjár sveitir í 4.< fl. og fóru leikar þannig að< A-sveit Vals vann A-sveit< Þróttar 2:1, B-sveit Vals vann< A-sveit Hauka 1:0 og C-sveit< Vals tapaði fyrir A-sveit Vík-< ings 0:3. Á sunnudagsmorgun< kepptu tvær sveitir í þriðja fl.< við sveitir úr KR og fóru leik-< ar þannig að báðar sveitir Vals unnu með sömu markatölu 2:1. Áður höfðu fyrstu flokkar, þessara félaga keppt og varð jafntefli 1:1. Á laugardaginn hófst 1. fl. mótið og kepptu þá Valur og, Fram og sigraði Valur 2:1 og KR vann Þrótt 1:0. Þá fór fram á sunnudaginn úrslitaleikur í öðrum fl. frá því, í fyrra, en mótinu var ekki lok- ið þá vegna kæru sem fram kom á leikmann tfrá Suðurnesj- um er hafði leikið með skóla- félagi á Akureyri fyrr á árinu, en lék síðar með sveit frá! Suðurnesjum. (Hvenær hef ur slíkt verið bannað?). Riðilinn hafði sveit Suðurnesja unnið og hefur sjálfsagt tapað málinu og næsta sveit fengið réttinn til þess að keppa við Fram sem sigraði í liinum riðlinum. Leik þessum lauk þannig að Fram sigraði með 4 mörkum gegn 2. 84. dagar Það hefir mig kannski alltaf grunaö, sagði móðir hennar. En híngaðtil hefir ekki fariö mikiö fyrir viljan- ’ um þínum og framtaksseminni. Þaö er ekki svo að skilja að ég mundi verða guðslifandi fegin, ef þér er það alvará aö verða einsog aðrar úngar stúlkur. Hversvegna ætti ég aö vera öömvísi en aörar úngar stúlkur? hreytti dóttirin útúr sér. Ætli við séum ekki állarsaman eins skapaöar. Ja, það má kannski segja aö allar stúlkur séu eins, svo lángt sem það nær, ansaði Stjana. Það virðist þó lít- ið hafa gagnaö þér ennþá hvaö sem síðar kann að verða. Þaö er ekki svo aö skilja, aö hvergi vildi ég heldur vita þig hjá vandalausum en hjá þessum heiðursmönnum frá Amríku, því það er ekki svo lítið sem ég á þeim aö þakka. Ég veit þú getur gert eitt og annaö til gagns þegar þú vilt, og myndarskapinn hefiröu haft fyrir aug- unum frá því þú byrjaðir að sjá. En það er viöbúið að þaö þurfi mikið til að gera þeim til hæfis, því þeir eru trúlega góöu vanir í þessum efnum heima hjá sér í Amríku. Ég get þó alltaf reynt, sagöi dóttirin. Ja, því ætli þú getir ekki reynt, sagöi móöir hennar. Þaö nær þá ekki leingra ef þeir geta ekki notast við þig. ÞaÖ sæti síst á mér aö spillp fyrir því aö þetta heimili geti notið einhvers af allri dýrðinni þama út- frá, og ekki líst mér á aö pabbi þinn hafi burði í sér til þess aö bera sig eftir björginni. Stjönu var vissulega ekki láandi þó henni væri dálít- iö um og ó við þessi óvæntu umskipti dóttur sinnar tii orðs og æðis. Hún haföi þó ekki látiö sitt eftir liggja híngaðtil við að gera úr henni venjulega únga stúlku, en árángurinn hafði veriö sprglega rýr til þessa. Þegar hún hugleiddi málið þótti henni sýnt aö hér væm for- lög að verki, og þegar þau taka alltíeinu í taumana get- ur fleira og furðulegra skeö en mann órar fyrir. Ég verö að tala um þetta við oddvitann, sagði hún við dóttur sína. Og Stjana lét ekki sitja við orðin ein frekar en fyrri daginn, svo hún stytti sig 1 hasti og brá sér samdægurs á fund hans. Oddvitinn brá ekki hart viö þó Stjönu væri mikið niörí fyrir er hún lýsti erindinu. Klóráöi sér í höfðinu, hummaöi og lét brýr síga. Meinarðu þetta. 1 alvöru, Stjana mín, hu, aö þú ætlist til aö ég ráöi hana Þrúðu þína hjá Könunum? Þaö sem ég meina, þaö meina ég í alvöru, sagöi Stjana. Ég hefði varla farið aö hlaupa þetta aö gamni mínu einsog ég á annríkt. Hún vill þetta sjálf. Og svo sannar- lega má ég vera guöi þakklát fyrh’, aö hún hefir sinnu á því áö vilja láta eitthvaö gott af sér leiöa. Mér líst ekki á þetta Stjana mín, hu, sagði yfirvaldið'. Hefir hún nokkumtíma veriö manneskja til þess aö gera nokkurn skapáöan hlut til gagns? Það gerir þetta dauðans heilsuleysi sem guö hefur lagt á hana, aö hún hefir ekki veriö mamieskja fyrir miklu híngaötil, ansaöi Stjana. Þaö veit einginn nema sá sem reynir hvaö þaö er aö vera heilsulaus. En svo er skaparanum fyrir aö þakka, aö henni hefir farið ótrúlega mikiö fram uppá síökastið. Þaö getur maður kallað fréttir, hu, sagöi oddvit’nn, ogþá má athuga. þetta, Stjana mín. Fyrst hún vill þetta sjálf finnst mér ekki eftir neinu aö bíða, ansaöi Stjana þybbin. Þaö þarf einginn aö segja mér, aö þeir geti ekki notað hana Þníöu mína, blessaöir Kanarnir. Nei, aöra eins dándismehn eigum viö ekki að í þessari sveit. Það er margt hægt aö nota ef 1 það fer, hu, tuldraði yfirvaldið. En mér segir svo hugur um, að Lángholtiö sé ekki heppilegur stáöur fyrir Þrúöu þína. Ekki get ég hugsaö mér betri staö fyrir hana, sagöi Stjana. Og ég hefi góöar heimildir fyrir því aö þeir sæk- ist eftir stúlkum og borgi þeim vel. Ég reingi þig ekki um þaö, hu. En þaö er alltaf nokkur áhætta fyrir úngar stúlkur að vera innanum svona marga kallmenn, og alla uppá sitt besta, hu. Ég er ekki smeyk um aö hún Þníða mín passi sig ekki fyrir kallmönnum, ansaöi Stjana. Hún er siðsöm og.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.