Þjóðviljinn - 31.07.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1956, Blaðsíða 1
IflLJINN Þriðjudagur 31. julí 1956 — 21, árgaugur — 171. tölublað I gser fannst 16 ára gamaJD grískur ■ drengur á 'Kýpur, seE3 salniað hafði verið frá þrí 3 fyrramorgun, andaður i:étt hjí§ kirkju í borginni Laránactfe Hann mun annaðhVórt hafg verið skotinn eða rekinn í gegu, r Utsvörin í Reykjavík hækka unt 47 mllljónir frá fyrra ári! HeildarupphœSin nú 165 millj. kr. i staS 118 millj. i fyrra Niðurjöfnun útsvara í Reykjavík er lokiö og nemur heildarupphæð útsvaranna sem lögö eru á einstaklinga og félög um 165 milljónum króna. í fyrra var jafnað niö- ur á sömu aöila 118 millj. kr. Nemur því hækkun. út- svaranna 47 milljónum króna eða um 40%! Áætlunarupphæð útsvaranna í ár var 144,3 millj. kr. en á þá upphæð er heimilt að leggja 5-10% fyrir vanhöldum. Ihalds- meirihlutinn í bæjarstjórn og niðurjöfnunarnefnd hefur síð- ustu árin notað heimildina til fulls, þ.e. bætt fullum 10% of- an á útsvarsupphæðina. Mun það algert einsdæmi. Flest önn- ur bæiarfélög láta sér nægja 5% eða þar um. Eins og áður hefur verið skýrt frá nam heildarniðurjöfn- unin 165 millj. kr. þegar niður- jöfnunarnefnd hafði lokið störfum. Voru það um 5 millj. fram yfir áætluð útsvör og há- marksheimild fyrir vanhaldaá- lagningu. Samþykkti bæjar- stjórn í sl. viku að hækka fjár- hagsáætlunina um þá upphæð og verjrt henni til r.ýrrn íbúða- byggii-ga. Hefði sú leið ekki ver ið farin hefði orðið að umreikna öll út.svörin og lækkunin bá numið um 3%. íhaldið hafði skorið framlög til íbúðabvgg- inga mjög við nögl við samn- ingu fjárhagsáætlunar og þótti minnihluta bæjarstjórnar eftir atvikum rétt að fallast á þessa breytingu á heildarupphæðinni að því tilskyldu að l'járhæðin gengi óskipt til nýrra íbúða- bygginga í stað braggaíbúða. þannig að heildarframlag bæj- arins til þeirra framkvæmda næmi 10 millj. kr. í stað 5 millj. Sú gífurlega hækkun útsvar- anna sem nú á sér stað ,eða um 47 millj. kr. á einu ári, kemur að sjálfsögðu hart niður á öll- um almenningi. Skattþegnarnir eru þessa dagana að fá tilkynn- ingar í hendur um það sem þeim hverjum og einum er gert að gi’eiða til bæjarsjóðs. Or- sakir þessara miklu hækkana eru aðallega tvennar: í fyrsta Nældi íhaldið sér í 3 milljénir aukalega? Blaðinu barst sú frétt rétt þegar það var að fara í prentun að við endur- tekna og endanlega sam- lagningu útsvaranna liefði komið í ljós að heildar- upphæðin sem lögð hefur verið á bæjarhúa hefði reynzt 3 mllljón krónuin hærri en bæjarstjórn haíði verið skýrt frá og hún endanlega heimilað. S ni- kvæmt þessu eru útsvörin 168 millj. kr. eða 50 millj. krónum hærri en í fyrra! Þessar 3 milljónir eru lagðar á gja dendur án nokkurrar heimildar frá bæjarstjórn eða félags- málaráðunej’tinu, en það þarf að staðfesta breyt- ingar sem gerðar eru á útsvarsupphæð eftir að fjárhagsáætlun hefur ver- ið afgreidd. lagi hin síaukna dýrtið sem yf- irráð íhaldsins í fráfarandi rík- isstjórn hafa skapað með að- gerðum sínum í efnahagsmál- um, og svo í öðru lagi óstjórn bæjarstjómarmeirihlutans sjálfs, þar sem hver silkihúfan er upp af annari og ofvöxtur skrifstofubáknsins heldur sí- fellt áfram af ævintýralegum hraða. Verið að ryðja Siglufjarðarskarð Siglufirði í gær. Frá fréttar. Þjóðviljans. Siðan á laugardag hefur ver- ið liér úrhellisrigning í byggð en snjókoma til fjalla. Umferð um Sigluý. u’ðai’skarð tepptist aiveg í gæ: dag. Ýta er nú á leiðinni ti' að moka skarðið. Ekki er búist við að umferð hefjisl :yrr en einhverntíma á moiguii. Nasser situr við sinn keip Stjórnir vesturveldanna athuga enn mót« aðgerðír gegn þjóðnýtingu Súezfélagsins Nú yfir helgina og í gær sátu þeir Selwyn Lloyd ,ntan« ríkisráöherra Breta, Pineau, utanríkisráðherra FrakkfS og Murphy, aöstoöarutanríkisráöherra Bandaríkjanna, éÁ rökstólum í Lundún'um og ræddu hvaö vesturveldin skull til bragös til mótvægis gegn þjóðnýtingu Súezfélags* ins. -ffi r T^~-- Ráðherramir mutiu ekki hafa komist að neinni ákveð- inni niðurstöðu um hvaða ráð- stafanir vestui’veldunum beri að gera gegn þjóðnýtingartil- skipun Nassers. Þeir munu hafa rætt um möguleika á að stofna alþjóðlega stjóm til að annast rekstur Súezskurðarins. Ennfremur mun hafa verið rætt um hvernig skip vesturveld- anna skuli haga greiðslum á tolli fyrir að fara í gegnum skurðinn. Munu hafa verið ræddar áætlanir um að tryggja stöðugar ferðir skipa vestur- veldanna í gegn um skurðinn. Aðstoðarforsætisráðherra Egyptalands lýsti því yfir í gær að Egyptar myndu tryggja hindranalaust ferðir skipa í gegn um skurðinn. Þjóðnýting hans væri hreint fjárhagsmál Egypta og myndi ekki haí'a á«» hrif á starfsemi skurðarins. Eden flytur skýrslu Sir Anthony Eden, forsæti§» Framhald á 7. siðu Jafntefli við Hol- lendinga, tap fyrir Egyptum í fimmtu umferð á bridge- mótinu í Stokkhólmi gerði ís» lenzka sveitin jafntefli við HoL lendinga, með 57 stigum gegfl 61. I sjöttu umferð töpuðu ís- lendingar fyrir Egyptum me«J 30 stigum gegn 56. Rannve.ig. Ný karfamið hafa furtdizt úti af Austurgrænlandi Togarinn Fylkir fann þau i leiSangri er fiskideild Átvinnudeildar efndi til Ný karfamiö hafa fundizt út af Austurgrænlandi. Ekki verður enn um það sagt hve víðáttumikil þau eru, og reynslan ein sker úr því hve veiöisæl þau veröa; en ís- lenzkir togarar veiöa þar nú karfa á svæði sem þeir hafa ekki þekkt til áöur. Þeir Jakob Magnússon fiski- fræðingur og Jón Jónsson, yfir- maður fiskideildar Atvinnu- deildarinnar, skýrðu frétta- mönnum frá þessu I gær. Jak- ob stjómaði leiðangrinum sem fann miðin og farinn var á tog- aranum Fylki undir skipsstjórn Sæmundar Auðunssonar. fannst svo mikill karffl að togurum okkar var vísað ?i það svæði, og hafa þeir veitt þaJ? vel síðan. Ei*u þetta mið senj frá var sagt í upphafi. j Á þetta svæði varð ekki kom« izt í fyrra, vegna. íss; og má! gera ráð fyrir því að svæðið sé undir is nokkurn hluta ársins, A þessu stigi málsins verðus? heldur ekkert um það fullyrt hve mikla veiði þetta svasða kann að gefa, en botn er viða Fylkisbanbi fundinn. Haldið var af stað í leiðang urinn 13. júlí og komið aftur slæmur um þessar slóðir, sl. laugardag. Var fyrst siglt suður fyrir land og síðan aust- ur; en orðrómur hefur lengi verið um grunn er ætti að liggja Aff læra á karfann. Jakob Magnússon sagði aÆ vitneskja okkar um karfaiua í hafinu suður af Hornafirði, og jværi enn af skornum skammt* væru þar þá líklegar fiskislóðir. í I leiðöngrum sem þessum er En það var ekkert grunn. Síð- því safnað um hann gögnum Landlegudagur — Undanfarna daga hefur síldveiðiflotinn lítið sem ekkert getað aöhafzt á miðunum fyrir Norðurlandi vegna veðurs. Fréttaritari Þjóðviljans á Raufarhöfn tók þessa mynd einn daginn í sl. viku, en þá voru talin 104 skip í höfninni. . . * íí._______..-4 á. . an var haldið austur að vestur- brún Íslands-Færeyjahryggs- ins, þvínæst farið vestur á bóg- 'nn aftur og kannað suður af Reykjanesi, engir. sérstök tíð- ; indi er af því að segja. Eftir bað var haldið norður djúpt úti af Vesturlandi að ísrönd vestur af Víkurál. Var þá haldið vest- ur með ísnum og karfa leitað víða á þekktum stöðum og ó- þekktum. Og enn var siglt — og nú suður með Austurgræn- landi, og varð karfa vart á nokkrum stöðum. Á einum staðnum sem af sjálfu sér fékk nafnið Fylkisbanki, sem að notum mega verða; og' í þessum leiðangri lagði ha.m sérstaka áherzlu á lengdarm;rl~ ingar karfa og á söfnun kvai 13. til aldursgreiningar. Voru mældir og kvamaðir 10 þús- und karfar, og sést á þvi ru'S ekki hefur verið slegið slökuí við. Jakob sagði að ný miðí yrðu vitanlega ekki fundiní endalaust, og yrði því einnig að rannsaka lifnaðarhætti karfansj sem bezt: þekkja göngur hans, rannsaka hvaða álag stofninní þyldi, hvar vdða skyldi á! hverjum iima o.s.frv. mætti Framhald á 4. siðtl’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.