Þjóðviljinn - 31.07.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.07.1956, Blaðsíða 5
DafArlrnetAÍ&Sit í PArtQvlSnnfan vélarafl 30 Þús- kw- Turninn mikli til lilwfOrSiySIwOlll l i Prial hœgri á myndinni er ekki reyháfur fieldur kœliturn fyrir vatn frá gufuhverflunum 72 metra hár og 54 metra breiður að iieðan, gerður úr steinsteypu. Öskar B. Bjaritason: Mókynt raístðð á Akranesi Mór hefur öldum saman ver- íð tekinn til eldsneytis á þann frumstæða hátt sem alkunnur er hér á landi og víða annars- Staðar. Ilver bóndi tekur fyrir sig i einstökum gröfum í ófram- ræstri mýrj með handverkfær- um. Mótekja með þessu lagi er mikil spjöll ó landi og eyðing verðmæta, því mikill hluti mósins verður eftir í mýrinni og næst ekki. Mótekja hefur að mestu fall- ið niður hér á landi á síðari árum, enda hentar hin gamla aðferð ekki lengur. Hér þarf véltæknin að koma til. Mótekja með vélum fer í vöxt í öllum löndum á síðari árum. f Sovétríkjunum er mjög mikil raforka framleidd í mó- kynntum orkustöðvum og hef- Ur verið í áratugi. Á frlandi er einnig mikið gert að raf- orkuframleiðslu með mó og ír- land er raunar eina landið í hinum vestræna heimi þar sem raforka er framleidd með mó svo nokkru nemi. Þar í landi er að vísu enn- þá mikið tékið af handunnum kögglamó og brennt í ófull- komnum eldstæðum til sveita, €n vélvæðing við mótekju og hagnýting mós til raforku- vinnslu er komin vel á veg fyrir forgöngu ríkisfyrirtækis- ins „Bord na Mona“ og áætl- anir um aukningu hafa verið igerðar til margra ára. Tvær stórar raforkustöðvar, onnur í Portarlington, hin í Alienwood, brenna véleltum kögglamó sem eina eldsneyti og sú þriðja, í Ferbane, sem brennir fræsimó, mum hafa verið tekin í notkun. Vélaafl Portarlington stöðv- arinnar er 30 þús. kw. með fuilu álagi, en Allenwood 40 þús kw. og Ferbane einnig 40 þús. kw. Portarlington stöðin tók til starfa snemma á árinu 1950. Stofnkostnaður var 57i/2 mill- jón króna og framleiðslukostn- aður rafmagns 19 aurar/kwst. (reiknað eftir núverandi gengi). Áætlað er að árið 1960 verði framleitt rúmlega 2% milljón- ir tonna af fræsimó á ári og samanlögð vélaorka orku- stöðva, sem brenna þessari teg- und mós, verði þá 300 þús. kw. Hér skal nokfcru nánar lýsí hvað átt er við með fræsimó. Vinnzla á fræsimó fer þann- ig fram að 1—1V2 sm. þykkt lag er tætt upp með herfi eða fræsara frá yfirborðinu á stórri spildu eftir að yfirborð hefur verið sléttað og grasrót numin burt ef þarf, og mólag þetta látið liggja þangað til það er orðið nokkurnveginn þurrt og safnað síðan saman með skúffum eða skröpum sem festar eru framan á dráttar- vél eða sogað upp með sogdæl- um á svipaðan hátt og ryksuga er notuð. Mómylsnan sem þannig fæst inniheldur 30— 50% raka, er notuð til kynd- ingar undir gufukötlum eða hún er þurrkuð frekar og gerð- ar úr henni pressaðar mótöfl- ur, „brikettur“, sem svo eru nefndar. Þessi aðferð til móvinnslu ryður sér æ meira til rúms vegna þess að hún er ódýrasta aðferðin til að vinna mó í stórrekstri. Hún er ódýrust vegna þess iað hún er algjör- lega vélræn og vélamar eru tiltölulega einfaldar. Hugsum okkur að fræsimó- vinnsla yrði reynd hér á landi t. d. á einhverjum hentugum stað á Akranesmýrum. Þá þarf einnig að hugsa fyrir hagnýt- ingu mósins á staðnum þar sem hann er tekinn, þ. e. í mýrinni eða nálægt henni. Til greina kæmi fyrst og fremst kynding með mónum til að framleiða heitt vatn til upphitunar fyrir mörg hús sameiginlega þ. e. hitaveitu fyr- ir kaupstað eins og t. d. Akra- nes. Annar möguleíki væri að reisa raforkustöð, sem kynnt væri með fræsimó og fram- leiddi rafmagn í gufutúrbínu. Slíka aflstöð mætti einnig miða við Akraneskaupstað. Kynding með mó fyrir hita- veitu eða rafstöð, eða hvort- tveggja, mundi vera mjög hag- kvæm fyrir Akraneskaupstað, þar sem vatnsaflsrafmagn er þar takmarkað og ekkert nátt- úrlegt- heitt vatn en mómýrar hinsvegar nógur i nágrenninu. Mókynt rafstöð gæti hentað vel sem „toppstöð“ með vatns- aflsstöðvunum. Má benda á að þegar vatnsafl er minnst, þ. e. eftir þurrkasumar, jiá er mó- tekja mest og mókynt rafstöð því fær um að taka við auknu álagi. Þriðji möguleikinn væri að framleiða úr fræsimónum pressaðar töflur, brikettur, sem áður voru nefndar. Og þetta er það eina sem til greina kæmi að gera ef aðeins væri um til- raunavinnslu að ræða. Brikett- <«>■ ur eru íramleiddar úr fræsimó þannig', að mómylsnan er þurrkuð niður í 10—12% raka, möluð og sálduð og síðaln þjappað saman í töflur í sterk- um þjöppum með miklum þrýstingi. Mótöflur eru mjög þægilegt og þrifalegt eldsneyti til kynd- ingar í miðstöðvum og til húsa- hitunar. Má gera ráð fyrir að hitagildi þeirra sé % af hita- gildi góðra steinkola, ef þær væru framleiddar úr bezta mó sem hér þekkist (á Snæfells- nesi og sumstaðar á Akranesi). Brikettur eru þannig tiltölu- lega verðmætt eldsneyti, og má gera ráð fyrir að hægt væri að flytja þær hvert á land sem væri. Hér mun nú ekki fjölyrt frekar um tækniatriði eða kostnað í þessu sambandi. Að- eins bent á að þetta er mál sem ,vert er að athuga nánar því mórinn er hráefni sem við eigum tiltölulega mikið af. Þessu efni er lika stöðugt meiri gaumur gefinn i öllum löndum eftir því sem meira gengur á forða hinná verðmætu stein- kola. Hingað til hefur verið litið —— Þriðjudagur 31. júlí 1956 — ÞJÓÐVIUINN — (5 Fimmtugur í dag: Jóhann Jihannesson Þeir sem fylgdust með frjálsum íþróttum um og eftir 1930, og muna hverjir voru í fremstu röð afreksmanna okk- ar á þeim tíma, minnast Jóa „Long“ eins og við kunningj- ar hans köllum hann okkar í milli. Á þeim árum iðkaði hann frjásar íþróttir af mik- illi ástundun og voru hlaup sérgrein hans. Á þeim tíma náði hann góð- um árangri og það svo að hann átti íslenzk met og varð margfaldur meistari í ýmsum greinum. Nú er hann að sjálf- sögðu fyrir nokkuð löngu hættur að keppa, og tíminn seiglast áfram, því í dag er Jóhann fimmtíu ára. Margir eru þeir íþrótta- og afreksmennirnir sem láta sér nægja að koma til leiksins og njóta hans og þess sem hann gefur í verðlaunum, orðróm og skemmtun, leggja síðan skóna á hilluna og baða í þess- um rósum meðan þær halda lit. En allt það fölnar. Sjálf hugsjón íþróttanna fölnar ekki, og þeir sem hafa starfs- vilja og þrek til að bera fram merki þeirra, þeir eru mátt- arstólparnir sem halda í- þróttahreyfingunni uppi og lyfta sjálfum afreksmönnun- um. Jóhann lagði að vdsu keppn- isskðna á hilluna, en 'haiin dró á sig starfs- og púisskóna og á þeim hefur hann verið æ síðan með sama áhuga og hann gekk að sjálfum leikn- um og æfingunum. I s.l. 20 til 25 ár munu fá frjálsíþrótta- mót hafa verið haldin svo.að Jóhann liafi ekki verið þar starfsmaður, liafi hann verið í bænum og heill heilsu. I stjórn Ármanns hefur hann verið í fjölda ára og nú er hann formaður frjálsíþrótta- deildar félagsins. Áður en Jó- hann tók fyrir alvöru að æfa frjálsar íþróttir í Ármanni á rnóinn aðallega sem elds- neyti —en hann inniheldur að vísu mörg verðmæt efni og kæmi því til greina sem hrá- efni í vinnslu kemískra efna líkt og brúnkol og steinkol. Þetta atriði mun væntanlega verða tilefni tilrauna og rann- sókna á næstu árum. Eitt alþjóðlegt mót hefur verið haldið til að fjalla um hagnýtingu mós eingöngu. Það var að vísu ekki alþjóð- legra en svo að Sovétríkin sem eiga innan sinna landamæra nærri % af móforða heimsins voru þar ekki með. Það er vottur um aukið sam- starf á milli austurs og vesturs að Rússar munu taka þátt í næsta móti af þessu tagi sem haldið verður eftir 1 eða 2 ár. Það alþjóðasamstarf sem þann- ig er hafið um rannsókn og hagnýtingu þessa jarðefnis gæti orðið okkur fslendingum til mikils stuðnings þegar að því kemur að við hefjum til- raunir til að vinna íslenzkan mó með vélum — og það ætti ekki að þurfa að dragast lengi úr þessu. Óskar B. Bjarnasoii. iðkaði hann knattspyrnu í Knattspyrnufélaginu Val og var þar í stjórn og sístarf- andi. •Hér verður ekki talið upp allt það sem liann hefur starf- að í þágu íþróttanna, enda svo margþætt og oft þau verk- in sem fáir sjá að séu unnin en allir reka augun í ef þau eru ekki framkvæmd. Fáir munu þeir vera sem eru eins hoðnir og búnir til að rétta hjálparhönd tii að vinna að því sem leysa þarf varð- andi íþróttir og Jóhann. Það ern þessar eldsálír, sem aldrei verða fullmetnar, og við þær sténdur íþróttahrejfiiigin í mikilli þakkarskuld. Afrekin sem þeir vinna verða ekki mæld á. klukku eða meö mál- bandi, en án þeiiia afreka komn ekki afrekin sem vai-pa hinum ytri Ijóma á íþrótta- hreyfinguna. Jóhann er því einn þeirra alltof fáu manna sem að Framhald á 7. síðu. Forn, indversk Biíddampd í jörðu í SvíþiéS Sænskir fornminjafræðingar sem vinna að rannsóknum 1 á Lillön nærri Ekerö í Leg- inum skammt fyrir vestan Stokkhólm gerðu þar í síð- ustu viku einstæðan forn- minjafund. Þe’r grófu þar upp úr moldinni indverska Búddastyttu úr kopar. sem þeir telja um 1500 ára gamla. Fundarstaðurinn bendir til að þessi gripur hafi borizt til Norðurlanda frá Indlandi fyrir að minnsta kosti 1000 árum. Þetta er í fyrsta skipti sem fornt, indverskt listaverk finnst í jörðu í Norður-Evr- ópu. Eini hliðstæði forngrip- urinn sem vitað er um í Evrópu er indversk fíla- beinsmynd, sem fannst í Róm fyrir nokkrum árum. Búddamyndin sem fannst á eyjunni í Leginum er míkið listaverk. Bo Gyllensvard, safnvörður við Þjóðminja- safnið í Stokkhólmi, telur eftir lauslega atliugun að gripurinn sé frá blómaskeiði indverskrar höggmyndalist- ar á eiöttv. "’d. s i U------—--

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.