Þjóðviljinn - 11.09.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 10. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11
James M. Cain
Miidred Pieree
99. dagur
und dali.“
Mildred hafði fengið þær upplýsingar, að það fengist
fyrir tuttugu og átta auk skattanna, og hún gerði sér
Ijóst að hann var meiri kaupmaður en hún hafði haldið.
En hún sagöi aöeins: „Dásamlegt, dásamlegt.“ Síðan
geklt hún að dyrunum og gægðist inn.
Inni hafði breytzt talsvert síöan hún kom þar síöast.
Öll húsgögnin, öll málverkin, öll gólfteppin, allar ryk-
hlífarnar voru á bak og burt og hér og þar hékk vegg'-
1 fóðrið 1 löngum ræmum. Þegar hún læddist inn fyrir
glumdu hælar hennar við gólfið og hún heyrði fótatak-
ið bergmála. Hann hélt leiðsögn sinni áfram, fylgdi
henni um fyrstu hæöina og síðan upp á aöra hæð. Von
bráðar voru þau komin inn í vistarverui hans, þjón-
ustufólksibúðina sem hann hafði áður búið í. Húsgögn
þjónustufólksins voru horfin, en í þeirra stað voru
nokkrir eikarstólar með leðursætum, sem hún kannaö-
ist viö úr skálanum viö Arrowhead vatn. Hún settist
niöur, andvarpaði og sagöi aö það væri gott aö mega
hvíla sig dálitla stund. Hann bauð henni te í skyndi, og
þegar hún þáði það, hvarf hann inn í svefnherbergið.
Svo kom hann fram aftur og spuröi: Eöa viltu eitt-
hvaö sterkara? Eg á hérna lögg á flösku.“
,,Eg vil gjarnan eitthvaö sterkara.“
„Eg á hvorki ís né sóda, en —“
„Eg vil það helzt óblandaö.“
„Síðan hvenær?“
„Ó, ég hef breytzt mikið.“
Það reyndist vera skozkt wihiský á flöskunni, sem að
hennar áliti var gerólíkt rúgwhiskýi. Þegar hún tók
andköf yfir fyrsta sopanum fór hann aö hlæja og sagöi:
„Nei, þú hefur ekki breytzt mikið. Þú umgengst áfengi
á sama hátt ennþá.“
„Þú heldur það.“
Hann sneri við blaðinu, hætti við persónulegt tal og
hélt áfram aö hrósa húsinu. Hún sagði: „Jæja, þú þaa-ft
ekkert'að halda þvi að mér. Ég er öruggur kaupandi,
ef þaö er nóg að láta sig langa i það. Og þú þarft ekki
að sitjá þarna yfirfrá og kalla til mín eins og ég væri
heyrnarlaus. Þú kemst fyri rhérna, er þaö ekki?“
Hann vár dálítið aulalegur á svipinn þegar hami
gekk að sófanum sem hún sat 1. Hún-tók um litla fing-
ui'inn á Jionum og togaði í hann. „Þú hefur ekki enn
spurt hvernig mér líði“.
„Hvernig líður þér?“
„Ágætlega“.
„Þá veit ég það“.
„I-Ivernig líður þér?“
„Ágætlega“.
„Þá veit ég þaö“.
Hún tögaði aftur í litla fingurinn á hoiíum. Hann
kippti honum aösér og sagði: „Þú veizt að karlmenn
í minni aöstöðu hafa he.ldur lítiö af ásfárævintýrum að
segja. Ef þú heldur þessu áfram gætiröu þrðið fórnar-
„ lamb hpngraös úlfs, og þaö; iíkaöi þér ekkí, éða hvað?“
„Þaö er; nú ekki svo slæmt að veröa slíkt fórnarlamb“.
.v Hannj flýtti sér aö líta undan og sagöi: „Ég held við
ættum .aö tala um húsið“.
„Égahef áhyggjur af einu í sambandi \i'ö það“.
h' „Hvaö ér þaö?“
„Ef ég káupi þaö, eins og mér hefur meira en dottiö
hug, hvár yrðir þú þá? Yröi hér einhvers etaöar hungr-
Áöur úlfur, eöa hefði ég það alveg fyrir mig“.
,,Þú hefðir þaö alveg fyrir þig“.
„Eg skil.“
Hún teygði sig aftur eftir fingrinum á honum. Hann !
dró hann að sér áöur en hún náði honum og það var
gremjusvipur á honum. Svo lagði hann handlegginn
dálítiö hranalega utanum hana. „Er þaö þetta sem þú
vilt?“
„Uhm-uhm“.
„Jæja þá“.
En hún var ekki fyrr búin áð hagræöa sér en hann
tók handlegginn burtu. „Ég sagði ekki rétt til um
verðið á þessu húsi. Þú færð það fyrir tuttugu og níu
þúsund, fimm hundruö og áttatíu. Það jafnar þá upp
skuld mína við þig, sem nemur fimm hundruö og tutt-
ugu dölum og ég hef haft talsverðar áhyggjur af lengi
vel“.
„Skuldar þú mér peninga.?“
„Ég hugsa þú gætir rifjað þaö upp ef þú reyndir“.
Þaö var talsverður úlfssvipur á honum og hún sagöi
„Bö!“ Hann hló, tók hana í faöm sér og snerti renni-
lásinn framan á kjólnum hennar. Nokkur tími leiö
og ugglaust sagöi hálfur hugur hans honum að láta
lásinn í friði en hinn helmingurinn hugsaöi um hvaö
þaö gæti verið gaman aö toga dálítiö í hann. Svo fann
hún aö losnaði um kjólinn þegar lásinn opnaöist. Svo
fann hún sig tekna á Jloft. Svo var henni fleygt hæfi-
lega harkalega upp í sama járnrúmiö, á sömu tóbaks-
menguðu ábreiðurnar og hún hafði sparkaö baðtösk-
unni niður af fyrir mörgum árum viö Arrowhead vatn.
„Fari þaö kolað, leggirnir á þér eru enn ósiölegir“.
„Finnst þér þeir vera bognir?“
„Hættu að sveifla þeim svona“.
„Ég var að spyrja —“
„Nei“.
Undir rökkur var hún gagntekin tilfinningasemi.
„Monty, ég gæti ekki búiö hérna án þín. Ég gæti þaö
ekki, svei mér þá“.
Monty lá kyrr og reykti drykklanga stund. Svo sagöi
hann undarlegri, titrandi röddu: „Ég sagði alltaf aö þú
yröir sumum góö eiginkona, ef þú ættir ekki heima í
Glendale“.
„Ertu aö biöja mig aö kvænast þér?“
Poplínálpur
á börn
Verð frá kr. 245
Fischersundl
Mimið Kaffisöiuna
( Haínarstræti t c
Langaveg 36 — Slml 8220»
Fjölbreytt 6rva) *t
«teinhrlngum — Péstsectiutn
si&URmaRraícsmi
! Minningarkortin era tií solo
»( skrifstofu Sosialistafiokks-
j ins, T.jarnargötu 20; afgreíðslu
í Þjöðviljans; Bokabúf- Kron:
* Bókabúð Máls og menningar
> Skólavörftustíg 21: og i Boka^
? verzlun Þorvaldar Bjaruason
I »r t Hafnarfirfti
Hvemig á varaliturinn w vera?
Nú á dögnm þykir okkknr
flestum jafn sjálfsagt að nota
varalit og að greiða okkur og
bursta tennur. Varaliturinn er
orðin fastur liður í snvrtingu
okkar, og flestum finnst það
eðlilegt og sjálfsagt að hressa
vitund upp á litinn á vörunum.
En varalitir eru líka háðir
Faðir okkar
(tUÐMUNDUB
Þvervegi 12, andaðist 'hinn 9. þ.i
-133- Aðalsíeinn • fluðmundsson,
Pétur Guðmundsson.
JÓHANNKSSON*
iaðist hinn 9. þ.nrv "
tízkunni. Fyrir nokkrum árum
voru lillabláir varaiitir allsráð-
andi, sem litu oft hörmulega út
andliti, því að sárafáar konur
geta haft slíkan lit í andlitinu
með góðum árangri. Þegar val-
inn er varalitur þarf maður að
reyna fyrir sér, og þegar mað-
ur hefur fundið lit sem hentar
vel er sjálfsagt að halda fast
í hann, liver svo sem fyrirmæli
tízkunnar eru.
Flestum konum er ráðlegast
að halla sér að lit sem líkist
sem mest hinum eðlilega lit
varanna. Það er kenning út í
bláinn þegar fegrunarsérfræð-
ingar segja að ljóshærðar kon
ur eigi að nota biáleita liti,
skolhærðar konur gulleita og
aðeins mjög dökkhærðar konur
geti leyft sér að nota sterka
rauða liti.
Háraliturinn ekki aðalatriði
Val á varalit er ,,meira kom-
ið undir hörundslit og aldri
en iháralit. Ungt og frítt and-
lit þolir sterkan varalit, en
gamalt andiit virðist farðað og
litað með sams konar lit. Það
er oft nokkuð til í því að dökk-
hærðar konur, sem hafa tíðum
gulleitt höruhd, geti notað
varalit með gulleitum blæ, en
ljóshærðar konur geta oft not-
að sams konar lit með góðum
árangri. Ef bláleitur varalitur
er notaður við mjög ljóst hör-
und, kemur oft bláleitur kulda-
blær á andlitið, og hörundsljós-
ar konur ættu oft að lóta orð
sérfræðinganna sem vind um
eyru þjóta og fara eftir sínu
eigin höfði.
Það borgar sig sjaldan að
velja ódýrustu váralitina. Oft
eru ódýr púður og krem eins
góð og þau dýru, en öðru máli
gegnir um varaliti. Ágætt er
að fara meðalveginn. Dýrustu
gerðirnar eru svo mikið aug-
lýstar að við verðum að greiða
auglýsingarnar dýru verði, ó-
dýrustu litirnir eru iðulega
þurrir og lélegir, en fari maður
meðalveginn fær maður oft á-
gæta varaliti.
Gljáandi satín er tízkuefni
og úr því eru saumaðir íburð-
armiklir kjólar, sem oft verða
næstum of skrautlegir. Aftur á
móti getur svona satín verið
skemmtilegt í blússur. Hægt er
að nota vitt jerseypils sem
samkvæmispils ef við það er
notuð gljáandi satínblússa.
Blússunni á myndinni fylgir
draperað belti úr sama efni.
Útgefandl: Sameininearflokkur ftitíáu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstiórar: Magnús Kiartansson
" ._.(&b.)a Sigui^r.GuíÍBUun^s.spiL..—^Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur-
jónsson, BÍarni Berie'alkfsson, Quðiriuridur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. —
Auglýsingajstjóri: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjórn. afgreiffsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sfml 7500 (3
línur). — Askriftarverð kr. 25 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — PrentsmiðJa
ÞJóðviljans h.f.