Þjóðviljinn - 11.09.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.09.1956, Blaðsíða 1
Vesturveldin hafni tillögum Egypta um alþjóðasamninga í Súezdeilunni Ætla i jbess staS oð neyðo jbó til undanhalds með jbv/ oð svipta jbó tekjum af siglingum um skurSinn Tvœr skókir frá Meskua Þjóðviljinn birtir í dag fyrstu tvær skák- irnar sem borizí hafa frá Moskva með skýr- ingum Guðmundar Arnlaugssonar, skák- ritstjóra blaðsins. Það eru skákii Friðriks við J Wantz og Baldurs við | Mhaiskar Skákirnar ! eru á 6. síðu. Stjórn Egyptalands boðaði í gær til alþjóðlegrar ráðstefnu til að undirbúa nýja samningsgerð um Iramtíð Súezskurðarins í því skyni að tryggja öllum löndum frjálsar siglingar um hann. Þessu boði hef- ur verið illa tekið af vesturveldunum. Ráðamenn Frakklands og Bretlands komu saman á fund í London í gær til að ræða hvaða aðgerðum skuli beitt til að kúga Egypta til hlýðni, og mun m.a. ætlun þeirra að láta skip sín hætta að nota skurðinn fyrst um sinn. Þeir munu einnig ræða hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Egyptum, ef allt annað bregzt. Síðasti fundur Nassers for- seta og fimmveldanefndar Lundúnaráðstefnunnar um Sú- ezskurðinn var haldinn í Kaíró í fyrradag og að honum lokn- um var ljóst, að viðræður nefndarinnar og egypzku stjórninnar gátu engan árang- ur borið. Nefndin hafði ekkert umboð haft til að semja um neitt við egypzku stjómina, heldur var henni aðeins ætlað að leggja tillögur meirihlutans á Lund- unaráðstefnunni fyrir hana, en í þeim er gert ráð fyrir alþjóð- legri stjórn skurðarins. Nasser tilkynnti nefndinni að egypzka stjórnin myndi aldrei fallast á neinar þær tillögur um fram- Danír einu Norðurlandabúar í 1. flokki á olympíuskákmótinu íslendingar urðu 4. í c-riðli með 20,5 vinninga, jafntefli við Argentínumenn Danir komust einir Norðurlandabúa upp í fyrsta flokk á olympíuskákmótinu í Moskva, þar sem keppt verðm’ til úrslita. Þrátt fyrir mjög góðan árangur íslenzku skák- mannanna urðu þeir að láta sér nægja fjóröa sætiö í c- riðli á eftir Argentínumönnum, Vestur-Þjóðverjum og Bretum. Baráttan um þriðja sætið í c-riðli var mjög hörð og það var ekki fyrr en í næstsíðustu um- ferð, að okkar menn misstu von- ina um að komast upp í fyrsta fiokk. í þeirri umferð tefldu Bretar við Argentínumenn, sterkustu sveit í riðlinum, og sigruðu þá óvænt. Á laugardag voru tefldar þær biðskákir sem íslendingar áttu úr fyrri umferðum. Friðrik vann Qjanen og sigruðu fslendingar því Finna með 2,5:1,5. Baldur gerði jafntefli við Wade og Frey- steinn vann Milner-Barry og skildu íslendingar og Bretar því jafnir 2:2. íslendingar áttu að tefla við Argentínumenn í síðustu umferð á sunnudaginn og gerðu sér litlar vonir í þeirri viðureign. Þó fór svo, að Friðrik sigraði Naj- dorf fallega á fyrsta borði og Freysteinn náði jafintefli við Panno, hinn unga stórmeistara. Skákir þeirra Inga og Bolboch- ans og Sigurgeirs og Sangui- nette fóru í bið og voru tefld- ar í gær. Ingi gerði jafntefli, en Sigurgeir tapaði og urðu því úr- slitin í skákunum við Argentínu- menn 2:2. Úrslitin í riðlunum fjórum urðu þessi: A. -riðill: Sovétríkin 23,5 vinn- ing, Búlgaría 19,5, Sviss 18, Pólland 15, Svíþjóð 14,5, Puerto Rico, Noregur og Saar. B. -riðill: Júgóslavía 23,5 vinn- ing, ísrael 18, Danmörk 16,5, Holland 16, Austurríki 13, Frakk- land 12,5, Mongólía 7,5 og Skot- land 5. C. -riðill: Argentína 24 vinn- inga, Vestur-Þýzkaland 23, Bret- land 22, ísland 20,5, Chile 17,5, Finnland 14,5, Indland 13, Lux- emborg 5 og írland 4. D. -riðill: Ungverjaland 23 vinn- inga, Tékkóslóvakía 21,5, Rúm- enía 21,5, Austur-Þýzkaland 18,5, Kólumbía 18, Belgía 14,5, Filips- eyjar 10, Grikkland 8,5 og íran 8,5. Þrjú efstu löndi'n í hverjum riðli komast í fyrsta flokk. Næstu 12 lönd tefla í miðflokki og þar er ísland, sem teflir við þessi lönd í þessari röð: Framhald á 12. síðu. Myndin er tékin fyrir framan gagnfrœöaskólann í bæn- um Clinton í Tennessee, þar sem blóðugar kynþáttaóeirð- ir urðu í síðustu viku, og sést á henni einn þeirra skrið- dreka sem þangað var sendur til að skakka leikinn. Kynþálfaóeirðir enn í Bandaríkj ímum Mest átök urðu í gær í bæiunum Tex- arkana í Texas og Sturgis í Tennessee Ekkert lát er á kynþáttaóeirðunum i suðurfylkjum Bandaríkjanna og bárust í gær frúttir af upphlaupum og götuæsing í Tennessee og Texas. tíðarstjórn skurðarins sem ekki viðurkenndu skilyrðislaust ó- skoraðan rétt Egypta til ráða yfir skurðinum. Tilboð Egypta Nefndarmenn héldu frá Kairó í gærmorgun. Þrír þeirra, Menz- ies, forsætisráðherra Ástralíu, formaður nefndarinnar, Loy Henderson, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandarikjanna og Östen Undén, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fóru með flugvél til London, en fulltrúar Abessiníu og írans í nefndinni fóru heim til sín. 'Skömmu cftir að nefndar- menn voru farnir, sendi eg- ypzka stjói ' i sendimönnum allra þeirr? 38 ríkja sem hafa stjórnmá1 - .amband við hana erindi 1 • sem lagt er til að öll ríki heims, nema Israel sem Eg ptaland viðurkennir ekki, S" idi fulltrúa á ráðstefnu, þar s jm sett verði á laggirnar al- þljóðleg stofnun til að fjalla um Súezvandamálið. Orðsending þessi var einnig send fram- kvæmdastjóra SÞ, Dag Hamm- arskjöld. Ríkjum sem ekki eiga sendimenn í Kaíró mun einnig verða boðið á þessa ráðstefnu. 1 orðsendingunni segir eg- ypzka stjórnin að hún telji að hægt sé að finna friðsamlega lausn á deilunni, án þess að skerða fullveldi Egypta. Það ættí að vera liægt að tryggja siglingafrelsi um skurðinn, stækkun hans og viðhald og sanngjörn gjöld fyrir siglingar um hann. | Hún leggur því til að sett I verði á laggirnar alþjóðleg stofnun, þar sem hin ólíku sjónarmið og hin ýmsu lönd sem skurðinn nota eigi sína fulltrúa og sú stofnun taki Framhald á 5. síðu. Le Monde, sem er eitt helzta blað Frakklands, segir, að leiðtogum Breta og Frakka, sem hittust i Lundúnum í gær- kvöld sé gert mjög erfitt fyr- ir vegna hinnar reikulu stefnu iBandaríkjanna í Súezmálinu. Orðrétt segir blaðið: „Það er erfitt að gera of mikið úr því hve mjög Bandaríkin eru á- byrg fyrir Súez-deilunni. Bandaríkin hafa yfirboðið Breta frá 1951, í viðleitni sinni að vinna vináttu Arabanna og Óeirðirnar hafa hingað til ver- ið mestar í Tennessee, en þar hafa gefið þjóðernisstefnu Ar- aba undir fótinn í þeirri fárán- legu von, að hemja mætti hana til einhverra nota. Það voru Bandaríkin, sem töldu Breta á að hverfa á brott úr Egypta- landi. Það voru sendiherrar Bandaríkjanna, sem ýttu Nass- er fram til landforráða. Það voru hin skyndilegu sinnaskipti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna varðandi Aswan-stífluna, sem urðu tilefni deilunnar, þar Framhald á 12. síðu. hófust þær í bænum Clinton í fyrri viku, þegar 12 börn af svertingjaættum neyttu stjórn- lagabundins réttar sins til að ganga í skóla, sem rekinn er fvr- ir fé frá hinu opinbera. í gær bárust fréttir um götu- óeirðir í bænum Texarkana í Texas. Orsök þeirra var einnig sú að þar hafa blökkumannabörn neytt þessa réttar síns, I bænum Sturgis í Tennessee voru einnig óeirðir í gær, en til alvarlegra uppþota kom þar í síðustu viku og var herlið, vopr.- að skriðdrekum, þá kallað á vettvang til að halda uppi röð og reglu. í mörgum stærri bæjum suð- urfylkjanna hefur þessi fyrsta skólaganga þeldökkra barna við hlið hvítra tekizt betur. Þannig mættu þau í fyrsta sinn í gær til kennslu í skólum í Louisville í Kentucky, stærstu borg suður- fylkjanna, og gekk það með öllu árekstralaust. Bandaríkin eiga alla sök á hvernig komið er — — segir LE MONDE, en LE FIGARO ialar um sam- steypu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.